Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 7
■ Alexander M. Haig. Brottför Haigs óhagstæd Evrópu Mikið áfall fyrir vestrænt samstarf AFSÖGN Alexanders Haig sem utan- rikisráðherra Bandarikjanna kom mjög óvænt, þótt sýnilega hafi verið verulegur ágreiningur innan rikisstjómarinnar um utanríkisstefnuna. Ágreiningurinn hefur bersýnilega ver- ið mestur milli Haigs utanrikisráðherra og Weinberger vamarmálaráðherra. Hann stóð einkum um tvö mál. Annað þessara mála var afstaðan til Sovétríkjanna og Vestur-Evrópu. Wein- berger vildi fylgja fast hinni ósáttfúsu stefnu, sem Reagan boðaði í kosninga- baráttunni. Frá sjónarmiði hans er æskilegt að aftur hefjist kalt stríð milli austurs og vesturs og Bandaríkin beiti efnahagslegum yfirburðum sinum til að neyða Sovétríkin til undanlátssemi. Sumpart vcrði þetta gert með við- skiptaþvingunum og sun pai með nýju vigbúnaðarkapphlaupi, sern reynist efnahagsgetu Sovétríkjanna ofvaxið. Þegar þannig verði búið að koma Sovétríkjunum á kné, muni þau verða nauðbeygð til að semja við Bandarikin á þann hátt að hernaðarlegir yfirburðir þeirra verði tryggðir. Haig hefur ekki haft trú á, að hægt væri að beygja Sovétrikin þannig. Hann vill sýna festu i skiptum við Sovétrikin, en ekki ósveigjanleika, ef þau reynast fús til samninga. Haig hefur jafnframt lagt áherzlu á, að Bandarikin hefðu gott samstarf við Natórikin í Evrópu um afstöðuna til Sovétríkjanna og tækju fullt tillit til sjónarmiða þeirra. Weinberger hefur hins vegar viljað, að Bandaríkin beittu aðstöðu sinni til að knýja Vestur- Evrópurikin til fylgis við sig, helzt með góðu, en annars með þvingunum. Hitt ágreiningsmálið þeirra Haigs og Weinbergers var afstaðan til ísraels. Haig vill að Bandaríkin standi með ísrael gegnum þykkt og þunnt, þvi að Bandaríkin geti ekki vænzt stuðnings af öðrum í Austurlöndum nær. Weinberg- er vill hins vegar taka meira tillit til Araba og knýja ísrael til samninga við þá. Hann vill ekki láta ísrael móta stefnu Bandarikjanna i málefnum Austurlanda nær, eins og nú á sér stað. Um fleiri mál hefur verið ágreiningur, en mesti ágreiningurinn hefur verið um þessi tvö mál. ÞAÐ er nú orðið augljóst, að Evrópuför Reagans forseta hefur haft miklu meiri áhrif á gang mála en spáð hafði verið. Reagan hefur augljóslega ætlað sér að sýna með ferðalaginu, að hann væri leiðtogi vestrænu ríkjanna og mótaði stefnu þeirra i megindráttum. Erindi hans til Evrópu hefur öðru fremur verið það að knýja Natóríkin þar til að taka upp harðari stefnu gegn Sovéfríkjunum, m.a. á þann hátt að falla frá samningum við Sovétrikin um gasleiðsluna miklu. 9 George P. Shultz, hinn nýi utanrikis- ráðherra Bandarikjanna. Reagan varð sáralitið ágengt i þessum efnum, að öðru leyti en þvi að hann fékk fyrirheit um, að verzlunarlánskjör yrðu nokkuð þrengd. Hins vegar voru Þjóðverjar og Frakkar ófúsir til að hætta við gasleiðsluna, því að hún væri þeim hagsmunamál. Þeir vildu heldur ekki draga að ráði úr viðskiptum við Sovétrikin, þvi að það mundi leiða til enn meira atvinnuleysis í löndum þeirra. Reagan hefur bersýnilega unað illa þessum málalokum og þau orðið vatn á myllu Weinbergers og félaga hans. Helzti ráðunautur Reagans í Hvíta húsinu, William P. Clark, sem áður hafði frekar fylgt Haig að málum, mun einnig hafa snúizt á þá sveif. Eftir heimkomuna lét Reagan lika skammt stórra högga á milli. Strax eftir hana var tilkynnt, að Bandaríkjastjórn myndi framfylgja tillögu, sem sérstök nefnd hafði undirbúið um innflutnings- toll á stáli frá Vestur-Evrópu og nokkrum fleiri löndum.Tollur þessi var rökstuddur með þvi, að stáliðnaðurinn nyti meiri eða minni rikisstyrkja i þessum löndum. Þetta vakti strax hörð mótmæli í Vestur-Evrópu og þótti eins konar boðskapur um viðskiptastrið milli Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Hann þótti illa samrýmast þvi, sem heitið var á fundunum i Versölum og Bonn, varðandi meiri samráð milli landanna um viðskipta- og efnahagsmál. Þetta var hins vegar aðeins byrjunin. Hinn 18. júní var tilkynnt i Washington, að ekki aðeins væri bandarískum fyrirtækjum bannað að láta af hendi tæknilega þekkingu, sem gæti flýtt fyrir gasleiðslunni miklu, heldur myndu erlend fyrirtæki, sem hefðu keypt tæknileg sérleyfi af bandarískum fyrir- tækjum, beitt refsingum, ef þau notuðu þessi sérleyfi við framleiðslu á tækjum til gasleiðslunnar. Þessi tilkynning vakti strax öfluga mótmælaöldu í Vestur-Evrópu. Bæði Mitterrand og Helmut Schmidt mót- mæltu henni opinberlega. Lögfræðing- ar hafa látið í ljós, að hún brjóti gegn alþjóðasamningum og venjum. Talið er, að hlýði evrópsk fyrirtæki umræddu banni, geti það tafið gasleiðsl- una um 2-3 ár. Jafnframt geti vél- búnaður hennar orðið lakari en ella. Hér er aðallega um að ræða vélar i dælu- stöðvar, en þær þurfa að vera allmargar. TALIÐ ER að Haig hafi verið mótfallinn þessari ráðstöfun, þótt hann vildi fá Evrópuþjóðirnar til þess að hætta við gasleiðsluna. Eftir að þær höfnuðu þvi, hafi hann ekki talið rétt að beita þvingunum. Það myndi mælast illa fyrir í Vestur-Evrópu, ef þeim yrði beitt, og siður en svo verða til þess að auðvelda vestrænt samstarf. Andstæðingar Haigs fengu hins vegar vopn í hendur, þegar ísraelsmenn réðust inn í Líbanon, án samráðs við Banda- ríkin, og gerðu það einmitt á þeim tíma, sem Reagan kom verst, eða meðan hann var i Evrópu. Sennilega hefur ágrein- ingurinn um þessi mál orðið til að ríða baggamuninn og Haig ekki talið sig hafa annan kost en að segja af sér. Brottför Haigs er yfirleitt hörmuð i Vestur-Evrópu, en fagnað í Arabalönd- unum. Mjög er óttazt, að þetta leiði til versnandi sambúðar milli Vestur- Evrópu og Bandaríkjanna og aukinna þvingunartilrauna af hálfu Bandaríkj- anna til að segja Evrópumönnum fyrir verkum. Það kann þó að vega eitthvað gegn þessu, að brottför Haigs getur orðið til þess, að eftirmenn hans hugsi sig nokkuð um áður en þeir snúast meira gegn sjónarmiðum hans. Flest bendir samt til þess, að vestrænt samstarf geti orðið fyrir vaxandi áföllun? í náinni framtið, en þó siður ef Evrópumenn halda hlut sinum og biða breyttra og betri tima i Bandarikjunum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Gera ísraelsmenn innrás f Beirut? Miklar taldar ■ Miklar líkur eru nú taldar á því að ísraelsmenn ráðist inn i vesturhluta Beirut borgar þar sem á milli 5 og 6 þúsund Palestinumenn eru innikróaðir. Talsmaður ísraelska hersins sagði á fundi með blaðamönnum að ísraelsher gæti neyðst til þess að ráðast inn í vesturhlutann ef PLO gæfist ekki upp. Hann sagði ennfremur að óbreyttir borgarar í vesturhlutanum; taldir vera um 600.000, yrðu að velja á milli þess að halda 'eigum sínum eða lifi ef til þess kæmi. Bandarikjastjórn hefur enn hvatt til þess að allt erlent herlið verði á brott frá Libanon og reiknað var með að seint i gærkvöldi eða í dag kæmi fram harðorð yfirlýsing i garð ísraelsmanna frá fundi leiðtoga Efnahagsbandalagsríkjanna sem haldinn er í Brussel. Mubarak forseti Egyptalands mun hafa sent forseta fundarins bréf þar sem hann hvetur leiðtogana að reyna á ný að miðla málum í Mið-austurlöndum. Jóhannes Páll páfi hefur gefið út yfirlýsingu þar sem segir að hann sé reiðubúinn að halda fyrirvaralaust til Libanon ef það geti á einhvern hátt leitt til friðar. Ariel Sharon skipuleggjandi hemaðar ísraelsmanna í Libanon sagði um helgina að ekki væri til nein stjórnarsamþykkt sem kvæði á um að ísraelsmenn skyldu ekki ráðast inn í Beirut. Stöðugir samningafundir hafa verið i gangi í Libanon um helgina og i gær og nýtt tilboð frá Palestinumönnum hefur vakið vonir um að friður komist á. í tilboðinu er kveðið á um að ísraelsmenn hörfi um 5 km frá borginni, Palestínumenn hverfi á brott úr borginni en fái að taka með sér einhver vopn og stjórnir Bandarikjanna og Sovétrikjanna tryggi öryggi þeirra meðan á brottflutningi þeirra stendur. Talið er að ísraelsmenn geti fallist á þessi atriði en spurningin er hinsvegar hvort þeir velji þá leiðina eða geri innrás i vesturhlutann þvi með slikri innrás telja ísraelsmenn að þeir geti losnað við þann vanda, sem Palestínumenn hafa verið þeim, fyrir fullt og allt. Misjöfn vidbrögd við afsögn Haigs: „Þrýstingur frá Saudi-Arabíu” — segir The Times vera ástæðuna ■ Hin óvænta afsögn Alexanders Haig utanríkisráðherra Bandaríkj- anna nú fyrir helgina hefur vakið mikla athygli víða um heim og hafa viðbrögðin verið misjöfn við henni. Miklar vangaveltur hafa orðið um hver hin raunverulega orsök afsagn- arinnar er og ekki er tekið nema takmarkað mark á opinberum yfirlýsingum i þessu sambandi. Breska stórblaðið The Sunday Times hélt þvi fram um helgina að afsögnin væri komin til vegna þrýstings frá Saudi-Arabíu, nánar frá Fadh konungi, og segir blaðið að hann hafi hótað þvi að stöðva alla olíusölu til Bandaríkjanna, taka inneignir landsmanna sinna úr bönkum í Bandaríkjunum og taka upp stjórnmálasamband við Sovét- ríkin yrði ekki komið á vopnahléi í Libanon strax. Fadh á að hafa orðið sárreiður vegna ósamræmis í yfirlýsingum bandarískra ráðamanna um Líban- on-striðið en W. Clark öryggisráð- gjafi gaf Fadh loforð um að Israelsmenn mundu draga sig úr úthverfum Beirut og stangast það á við yfirlýsingar Haigs í málinu. Þetta á að hafa leitt til hótana Fadhs og skömmu siðar var afsögn Haigs tilkynnt og vopnahléi komi á í Libanon. Pravda málgagn kommúnista- flokksins í Sovétrikjunum hélt þvi hinsvegar fram að afsögn Haigs væri dæmi um skipbrot bandariskrar utanrikisstefnu og hefði Haig verið notaður sem syndaselurinn í því sambandi. Lögreglan dreifði 3 þúsund verkamönnum ■ Pólska lögreglan dreifði þremur þúsundum verkamanna þar sem þeir voru samankomnir i borginni Ponzan í vesturhluta landsins til þess að minnast óeirðanna sem urðu þar 1956 og sjötíu manns létu lifið . Guðsþjónustur og minningarhát- iðir voru á dagskránni í gær en um helgina hafði þegar mikill mannfjöldi safnast til Ponzan m.a. mörg hundruð stuðningsmenn Einingar sem hrópuðu slagorð eins og „Látið Lech Walesa lausan ■ Bretland: Járnbrautar samgöngukerfi Breta var lamað í gær vegna víðtækra verkfalla. Lundúnabúar urðu verst úti vegna þessa verkfalls þar sem neðanjarðarjárnbrautirnar stöðvuðust og mikið umferðaöngþveiti skapaðist á götum borgarinnar vegna aukinnar umferðar. ■ ítalia: Jóhannesi Páli páfa tókst að koma í veg fyrir verkfall verkamanna i Vatikaninu er hann bauðst til þess að rannsaka sjálfur umkvörtunarefni verkamannanna. Verkfallið sem átti að standa í tvær stundir hefði orðið það fyrsta i sögu Vatikansins. ■ Bandarikin: Nú þykir ljóst að baráttan um útnefningu sem forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum 1984 mun standa á milli Kennedys og Mondale en þeir voru báðir á landsþingi demókrata sem haldið var um helgina. Báðir voru þeir hylltir mjög er þeir héldu ræður sínar og varð Kennedy margoft að gera hlé á máli sinu vegna fagnaðarlátanna. Meðal annarra hugsanlegra frambjóðenda sem sóttu þetta þing voru John Glenn fyrrum geimfari og Gary Hart frá Colorado en enginn hinna hugsanlegu frambjóðenda hafði neitt svipað fylgi og hinir tveir fyrrgreindu á þinginu. ■ Argentína: Óstaðfestar fregnir i Buenos Aries herma að Argentínumenn hafi formlega hætt hemaðinum við Breta og ef þetta verður staðfest þá er ekkert þvi til fyrirstöðu að Bretar flytji 1100 striðsfanga sem þeir hafa á Falklandseyjum heim aftur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.