Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 9 leikjum, sem enn eiga sér stað, hér á jörð og við nefnum strið. Ekki man ég nú hvort ég sá mynd af þeim atburði sem fyrr var að vikið, en sögumaður sem um hann hafði lesið sagði frá honum með svo auðskildum orðum að mynd hans grópaðist óafmáan-^ leg á minningaspjöldin, og hún er svona: Það var verið að lífláta fanga úr hættuiegum og hötuðum óvinaher. Um úinliði hans voru reyrðir sterkir kaðlar, svo fast að ekki gátu dregist fram af höndunum. Á sama hátt var bundið um ökla hans. Kaðlarnir voru síðan festir aftan í fjóra gríðarstsóra og sterklega hesta, er slitu manninn í sundur. Ætla mætti, eftir bitra reynslu okkar íslendinga, að ótakmarkað frelsi þekkt- ist nú hvergi á okkar landi því það hefur ávallt verið - og verður - kveikjan að ósamlyndi á meðal manna og starfshópa á þjóðarskútunni, enda allra þjóða mesta böl þvi allar deilur á að leysa - og er hægt að leysa með samkomulagi ef tillitssemi, skilningur og góðhugur fá að ráða. Það er því með ólíkindum að til skuli vera lög i okkar landi þar sem enginn þessara eiginleika láta á sér bæra fremur en hjá refnum og skúmnum sem áður er að vikið. Þau lög voru samþykkt á Alþingi af okkar ágætu þingmönnum og tóku gildi 26. april 1966. í 5. grein þeirra laga hljóðar önnur málsgrein á þessa leið: „ÖUum íslenskum ríkisborgurum eru fuglaveiðar heimilar i afréttum og almenningum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra.“ Tilvitnuninni lýkur. Með þessum lögum eru opnaðar allar leiðir til ótakmarkaðs frelsis að skjóta ófriðaða fugla i óbyggðum þessa lands sem hafa verið - og eiga að vera - sá aldingarður sem allir íslendingar - fyrst og fremst - geta leitað til, svo að þeim auðnist að komast í snertingu við þá tign og það almætti sem eiveran hvíslar að hverjum sem þar dvelur næturlangt i næði, og enginn fær numið á skólabekkj- um þótt hann sitji þar alla ævi. Þar er líka vatnið tærast og „fjallablærinn fagur hreinn" svalar vöngum þeirra. í fyrmefndum lögum er svo kórónað með því að öllum landsmönnum er heimilt að skjóta flestar andategundir fra 1. september tii 31. mars, ár hvert. Á meðal þeirra eru duggendur, sem i eðli sinu er ákaflega gæflyndar, og halda lengst tryggð við fjallavötnin fagurblá sem vaggaði þeim fyrst á mjúkum öldum við hlið móður sinnar. í hörðum vorum verpa þær mjög seint um og yfir 300 m yfir sjó, af eðlilegum ástæðum, svo nálega allir ungar þeirra eru ófleygir 1. sept. sumar hvert og sumir ekki svipað því fullvaxnir. Þessi lagaákvæði eru því furðulegri þar sem þau gengu í gildi mörgum árum eftir að minkurinn fékk hér landvistarleyfi gegn kröftugum mótmælum þeirra manna, sem best þekktu lifnaðarhætti hans og allir sem vildu gátu þá fengið sannanir fyrir því að með honum var kominn til landsins hættulegri andstæðingur allra anda en allir aðrir samanlagt og var þó maðurinn þar með talinn. Eini mót- leikurinn gegn þeim lögum var auðvitað sá að allir náttúruunnendur áttu að sameinast um það að krefjast þess og knýja það fram að endur yrðu alfriðað- ar. Það hefur ekki tekist enn og því er ekki til mikiis mælst þótt krafist sé loks skýringa á því, i blöðum og útvarpi hvað því veldur. Enn er lika óráðin sú gátan hvað hamlar þvi að þær breytingartillög- ur, sem borist hafa Alþingi, siðustu ár, frá ýmsum aðilum, um fyrrnefnd lög, hafa heldur ekki fengið afgreiðslu. Þar hefur þögnin ein verið alls ráðandi og verður að telja það heldur bágborna háttvisi. Þeir sem kynnst hafa vor eftir vor í áratugi, hve mikill unaður, þroski og lífsfylling er falin á því að vera á ferð á sólroðnum júnínóttum upp til heiða og staldra við hjá stöðuvatni eða jafnvel smátjörn þar sem duggendur hafa kosið sér dvalarstað og nálgast þá fljótt þessa nýju gesti, eins og þær gera ávailt, hafi þær ekki ástæðu til að óttast þá. Að koma aftur að þessari sömu tjörn eða vatni siðast liðið sumar þar sem hvergi sást önd og heldur ekki svanur, verður ekki greint með orðum hve sár von- brigðin urðu. Þau eru líka sömu ættar og þegar við hrópum út yfir auðnina, á myrkri vetramótt, á félaga okkar sem við höfum lengi beðið eftir á fyrirfram ákveðnum stað án þess að fá nokkurt svar. Aðeins bergmál okkar eigin radda. Mér er það skapi næst að enda þessar dapurlegu hugleiðingar með þvi að spyrja þig, - lesandi góður -, sem hefur kynnst töfrum öræfanna og því lifi sem þar bærist hvort þér finnst ekki mál til komið að alfriða íbúa þeirra sem vitja þar æskustöðvanna vor hvert, og það sé jafnframt besta sumargjöfin sem í okkar valdi stendur að veita þeim? Er það ekki líka álit þitt að þeir sem landið erfa muni telja að þar hafi hyggindi, framsýni og góðhugurverið að verki, þeim til handa? Að lokum þetta: Hvemig mundi þeim veiðimönnum sem notið hafa sólskins- stunda á bökkum Laxár í Aðaldal bregða við ef engin húsönd eða straumönd yrði þar lengur til augnayndis með nærvem sinni þegar þeir koma þangað næst? Og hver mundi treysta sér til að koma orðum að þeirri breytingu sem yrði á Mývatni er þar sæjust ekki lengur endur á sundi á kyrrum, sólríkum sumardögum? Það þarf oft að grípa til öfgafullra samlflringa, til að stjaka við skilningnum, þvi stundum kemur það fyrir, að hann dregur ýsur og jafnvel dottar. Með bestu sumaróskum. Hvammi,640Húsavík, 1. apríl 1982. Theodór Gunnlaugsson, - frá Bjarmalandi. mennakennarar hafi lítinn sem engan undirbúning til að átta sig á gerbreyttum verkefnum, gerbreyttum kennsluhátt- um og gerbreyttu innihaldi námsins. Vel má vera að margt af þessu sé vafasamt og til komið fyrir hið gifurlega atvinnuleysi kennara í mörgum ná- grannalöndum, er gripa til þessara ráða að tryggja afkomu sina og öðlast sérhæfingu er festir þá í sessi. Hitt er að mínu mati miklu athyglisverðara hve hefðbundið nám er fullorðnum tiltækt í rikara mæli en við þekkjum til i landi okkar. Fullorðnir eiga rétt til háskóla- náms séu þeir 25 ára gamlir, og hafi unnið fimm ár úti á vinnumarkaðinum. Nám framhaldsskólanna er þeim gert miklu auðveldra en hjá okkur með alla okkar fordóma hinnar hefðbundnu framhaldsmenntunar i kollinum, en við höfum unnið það afrek að gera stúdentsprófið að einu ævivigslunni næst eftir fermingunni. Stúdentsprófið verð- ur hjá okkur prófið eina og sanna, þótt lífið hafi fyrir löngu sannað takmarkanir þess og hverfult gildi. Við i þessum skóla F.B. höfum reynt að fylgja fordæmi annarra sem áratugareynslu hafa um einföldun framhaldsnámsins. Reynslan verður að skera úr því hvort breiðvegir i öðrum löndum reynast villu- og blindgötur á Islandi. Svo hefur ekki reynst um aðrar fyrirmyndir erlendar og eru fjölbrautaskólarnir gleggsta dæmið um það. Það er rétt að fordóma hefur þar ekki skort heldur, en smátt og smátt víkja þeir fyrir hinu sem sannara reynist. Fullorðinsfræðsla skiptist í nágranna- löndum okkar i þrjá aðalþætti: Sá fyrsti og veigaminnsti er hliðstæða frum- fræðslunnar. Annar þátturinn er veiga- mestur en hann er helgaður atvinnulíf- inu, endurmenntun, ummenntun og sér- menntun að gera menn hæfari til að rækja störf og taka virkan þátt í umsköpun og endurnýjun samfélagsins. Þriðji þátturinn færist sífellt i aukana, þáttur menntunar tilað njótaogtileinka sér menningarverðmæti í viðtækastri merkingu þess orðs. Það er ósk mín heitust að geta áður en langt um líður aukið námsframboðið í Kvöldskóla F.B. og létt af honum einokun hinnar hefðbundnu fræðslu, fengið atvinnulifið og menningarlífið i sjónmál að rækja þar skyldurnar við þegna á íslandi. Hin framsækna um- brotabyggð i Breiðholti þar sem ferskur andi Iandnáms og mannbóta ríkir, væri einmitt rétti vettvangurinn fyrir frum- kvæði og forystu. III Ég hef gerst nokkuð langorður um fullorðinsfræðsluna almennt i þessu lokaávarpi til ykkar, kæru nemendur Kvöldskóla F.B., öldungadeildar. Ástæðurnar eru augljósar. Ég þekki áhuga ykkar og ég veit hve fátæklegt framlag okkar er, þegar lengra er horft og litið á hliðstæður i nágrannalöndun- um. Enginn má þó skilja orð min svo að ég sé ekki öllum þeim þakklátur sem hér hafa unnið og erjað. Ég veit að kennarar og starfslið hefur lagt sig fram og án þess framlags væri hér engin fullorðins- fræðsla. En þessi mánuður sem við lifum maimánuður ber heiti sem felur i sér hugsunina að meira eigi til að koma meira skuli krafist af lifinu og ok' jr sjálfum.Maí ber heiti gyðju gróssj og vaxtar frá Rómverjum fengið og grundvallast á nafnorðinu magnus - hið mikla, stóra og lýsingarorðinu majus, mikill, stór. Allt i kringum okkur ber líka á þessum árstima vitni bjartsýni, lifstrú ogstórhug. Fyrsti vormánuðurinn Harpa er á enda, hófst 22. apríl og í dag. 22. maí hefst annar vormánuðurinn samkvæmt fornu tímatali okkar, Skerpla. Þótt merking orðsins sé sögð óljós, þá fer ekki hjá því að við finnum i hugtakinu hvatningu, brýningu. Orðið hlýtur að vera af sama stofni og skarpur sem tekur bæði til greindar, hugkvæmni og atorku. Skarpur er hinn harðfengni, hinn kappsfulli, hinn röskvi, og ekki síst hinn skýri í hugsun. Ef til vill þurfum við að sækja fram með storminn í fangið. Sú er reynsla íslendinga að einungis þannig sæki þeir fram. En vorið fylgir okkur, vor i meira en einni merkingu. Við erum alin upp við átök voraflanna við myrkrið og niður- rifsöflin. Þetta þekkjum við bæði úr sögu náttúrunnar á íslandi og sögu mannlifs- ins á íslandi. En vetur og nepja hefur aldrei sigrað lífstrú fslendinga, veturinn og nepjan aldrei komið í veg fyrir vor á íslandi. Þar munu allir taka undir hin hugþekku orð Helga vinar mins Sæ- mundssonar i Ijóðabók hans, Tiundir: Vorið er dans. Vorið er söngur. Vorið er jarðneskt Ijóð Vorið er ást. Vorið er fegurð. Vorið er himneskt Ijós. Vorið er sól. Vorið er blíða. Vorið er gróandi jörð. Vorið er þögn. Vorið er kliður. Vorið er sigur Guðs. Gangið út i vorið og gróandann. „nóttlausa voraldar veröld, þar sem viðsýnið skin.“ Guð blessi skólann okkar, Guð vaki yfir lifi okkar. Kvöldskóla F.B. á vorönn 1982 er slitið. Guðmundur Sveinsson skólameistari menningarmál Hlljlilí J i - Rotand Oliver and Anthony Atmore Africa since 1800 Third Edition Roland Oliver and Anthony Atmore % um Afríku Roland Oliver and Anthony Atmore: The African Middle Ages 1400-1800. Cambridge University Press 1981. 216 bls ■ Hverju skólabarni mun það kunnugt, að á tímabilinu frá því um 1550 og fram á 19. öld voru milljónir svertingja frá Afríku fluttar vestur um haf til Ameríku. Þar voru þeir seldir mansali og látnir vinna á plantekrum og að öðrum störfum, sem hvítum mönn- um þóknaðist. Er sá misskiln- ingur útbreiddur, að svert- ingjarnir hafi lifað lífi villi- manna í Afríku og verið hnepptir af þrælasölum á svipaðan hátt og fé er smalað af fjalli á haustin. Þessi bók fjallar, eins og nafnið bendir til um sögu Afríku á tímabilinu 1400-1800. Höfundarnir eru tveir af fremstu sérfræðingum veraldar í Afríkusögu. Þeir sýna ljóslega fram á, að Afríkumenn voru fjarri þvi að lifa lífi villimanna er hvíta menn bar að ströndum þeirra. Þvert á móti voru i Afriku öflug ríki, sem um skipulag og stjórnkerfi minntu um margt á ríki Evrópu á ármiðöldum. Valdhafar i þessum rikjum studdu oft við býsna þróaða löggjöf og voru færir um að skipuleggja verslun og við- skipti i ríkjum sinum, nýta ýmsar náttúrulegar auðlindir og skipuleggja varnir gegn utanaðkomandi árásum og hættum. Þeir komu fram við Evrópumenn sem jafningja og reyndu eftir mætti að halda hlut sínum þótt að þeim væri sótt af evrópskum þrælasöl- um úr norðri og vestri og arabískum úr norðaustri og austri. Þrælasöluna taka höfundar einnig til ýtarlegrar með- ferðar og sýna fram á, að orsakir hennar voru margvís- legar, aðrar en græðgi Evrópumanna. Stundum seldu afrískir höfðingjar kyn- bræður sína til þess eins að losna við þá, og var þar helst um að ræða menn, sem ógnuðu valdhöfum eða hreina glæpamenn. Svoleiðis fólk var yfirleitt annaðhvort hehgt eða sett í tugthús í Evrópu. Nú er það stundum látið hverfa eða lendir í „slysum“. Fyrir kom einnig, að þrælar væru seldir vegna ófriðar á milli ættbálka og stundum var um stríðsfanga að ræða. í einstaka tilfellum átti þrælasalan rætur að rekja til offjölgunar eða náttúru- hamfara, það þurfti að fækka fólkinu. Þetta er stórfróðlegt rit um sögu Afriku á ofannefndu timabili og prýtt allmörgum kortum, auk þess sem heim- ilda- og nafnaskrár fylgja. Roland Oliver and Anthony Atmore: Africa since 1800. Cambridge University Press 1981 (3. útg.). 372 bls ■ Þessi bók nær yfir tæpar tvær aldir af sögu Afríku, eða nánar tiltekið tímabilið 1800-1979. Hún er beint framhald hinnar, sem getið var hér að framan og höfund- ar hinir sömu. Höfundar skipta viðfangs- efninu í þrjá meginhluta. í hinum fyrsta fjalla þeir um sögu Afríku fyrstu þrjá aldar- fjórðunga 19. aldar, síðan um nýlendustjórn Evrópumanna í Afríku og í þriðja og síðasta þættinum segir frá frelsis baráttú Afríkumanna og hin- um nýfrjálsu ríkjum. Höfundarnir tveir leggja höfuðáherslu á að segja sög- una eins og hún horfir við frá sjónarhóli Afríkumanna sjálfra og má það kallast nokkur nýlunda, en fram til þessa hafa flest rit Evrópu- manna um Afríku verið skrif- uð úr frá evrópskum sjónar- miðum. Eins og í fyrri bókinni er mikið af kortum i þessari og i bókarlok eru ýtarlegar heimilda- og nafna- skrár. Jón Þ. Þór. Jón Þ. Þór skrifar um bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.