Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91) 7 - 75-51, (91) 7- 80-30. Skem muvegi 20 Kópavogi HEDD HF. Mikið úrval Opið virka daga 919 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt fJ> tryggingafélag C^abriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir sSesio ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1982 Joan Russel leiðbeinir hópi kennara á námskeiðinu. - Tímamynd: Róbert. w MARKMIÐIÐ AD KENNAR- AR SKAPI EIGINN DANS segir Joan Russel, sem stód fyrir námskeiði fyrir kennara í tjáningu-hreyfingu-dansi ■ „Við höfum unnið hér eftir pró- grammi sem miðar að þvi að þróa þekkingu kennaranna á skapandi dansi en markmiðið er að þeir skapi sér sjálfir sinn eiginn dans“ sagði Joan Russel danskennari i samtali við Tímann er við hittum hana i íþróttahúsi Kennarahá- skólans, en þar var hún leiðbeinandi á námskciðinu „Tjáning-hreyfing„dans“, sem var eitt af sumamámskeiðum Kennaraháskóla íslands. „Við höfum verið með hópa íþrótta- kennara, almennra kennara og kennara þroskaheftra hér á námskeiðinu, en talið er mjög gott að notast við dans og ýmsar líkamshreyfingar við kennslu þroska- heftra. t>að sem þessir kennarar gera hér er að þeir hafa skoðað hreyfingar jafnframt þvi sem þeir hafa endurbætt sínar eigin, auk þess sem skapandi dans hefur verið stór hluti prógrammsins,“ segir Joan. Joan Russel kemur hingað frá Wov- cester-kennaraháskólanum en þar kom hún á fót dansdeild árið 1952. Hún sagði að það hefði ekki verið fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina sem skapandi dans fer að ryðja sér til rúms i skólum og hefur hann æ siðan átt meiri og meiri vinsældum að fanga. Það kom fram í máli Russel að þetta er í fyrsta sinn sem hún heimsækir ísland en áður hefur hún ferðast mjög viða um heiminn, haldið fyrirlestra og verið leiðbeinandi á námskeiðum svipuðum þeim og hún hélt í íþróttahúsi Kennara- háskólans. „Á svona stuttu námskeiði sem þessu getum við aðeins fjallað um grunnhug- myndir sem kennaramir verða svo sjálfir að þróa áfram með sér og nota svo við kennslu en námskeiðið er einkum miðað við kennara barna á aldrinum 6-9 ára. Hér er til staðar góður grunnur, þar sem er mikil reynsla i allskonar líkamsæfingum og það hefur að sjálf- sögðu komið okkur öllum til góða á þessu námskeiði.“ Þá vildi Russel geta þess að hún hefði haft mjög gaman af því að vinna með fólkinu hér, allir hefðu verið mjög vinalegir og hlýlegir i sinn garð og henni hefði sjálfri fundist að mikið hefði áunnist á þessum stutta tíma. - FRI dropar fréttir Innbrotamaður handtckinn á Akureyri ■ Lögreglan á Sauðár- króki handtók liðlega þri- tugan mann, grunaðan um að hafa stolið bíl á Akur- eyri, ekið honum norður á Skaga og velt honum þar, síðdegis á sunnudag. Við handtökuna kom i Ijós að maðurinn hafði undir hönd- um mikið fésem hann ekki gat gert grein fyrir hvar hann hefði komist yfir. Var maðurinn færður til yfirheyrslu hjá rannsókn- arlögreglunni á Akureyri. Við yfirheyrslurnar hefur hann gengist við nokkrum smáinnbrotum sém framin hafa verið á Akureyri að undanförnu. Ekki fékkst hann til að viðurkenna að hafa stolið bilnum. Rannsóknarlögreglan á Akureyri, sagðist ekki hafa ástæðu til að gruna mann þennan, um að hafa brotist inn í Bilaleigu Akureyrar um áramótin, eins og fram kom i einu dagblaðanna í gær. - Sjó. Selfoss seldur tíl Panama. ■ Á undanförnum mán- uðum hefur verið unnið að sölu á m.s. Selfossi, elsta skipi Eimskips. Nýlega var gengið frá sölu skipsins, og var það afhent nýjum eigendum þann sama dag. Selfoss er frystiskip smíð- að í Danmörku árið 1959 og hefur 4065 tonna burð- argetu. Skipið var lengst af i siglingum til Bandaríkj- anna og Rússlands, en vegna nýrrar flutninga- tækni var skipið orðið óhentugt til þessara flutn- inga. Selfoss er nú skráð í Panama og heitir Elfo. -SVJ. Frumlegheit ■ Við getum ekki stillt okkur um að birta þennan kafla úr dagskrárkynningu í DV i gær. Allar athugasemdir eru óþarf- ar: „Annars hefur maður hugs- að og séð svo mikið af fótbolta undanfarið að allir eru farnir að sparka bolta i kringum mann. Meira að segja þykist ég þess fullviss að Adolf sálugi Hitler hafi verið knattspymu- sniUingur. Með aðferðum Ara fróða hef ég nefnUega komizt að þeirri staðreynd, að sá sálugi hafi hlotið nafnið Hitler vegna þess að hann var svo hittinn i fótbolta. Og munu hxlspymurnar hafa verið hans sérgrein. Enda sögðu menn taka’nn á hxlinn Hitler. Þetta styttist síðan i Hæl Hitler. En sem sagt, góða skemmtun á velfinum í kvöld.“. Að borga (kaffi) brúsann ■ SkemmtUeg uppákoma mun fyrir skömmn hafa orðið vegna kaffidrykkju i stjómar- ráðshúsinu. Þannig er mál með vexti, að þar á bæ, eins og reyndar viða annars staðar, er aðstaða fyrir starfsfólk tU að heUa upp á kaffi og mun vinnuveitandinn standa undir hráefniskostnaði. Nú er það svo að í stjórnarráðinu er jafnan örtröð utanaðkomandi fólks, sem kemur tU funda- halda eða viðræðna við ráða- menn þjóðarinnar. í samræmi við islenskar kurteisisvenjur er öUum þeim sem reka inn nefið boðið upp á kaffi og hefur það hingað tíl ekki þótt neitt tUtökumál. Samkvæmt kokka- bókum Rikisendurskoðunar eiga þó ekki aðrir en starfs- menn stjóraarráðsins að drekka þar kaffi á kostnað skattborgara, og blöskraði endurskoðunarmönnum kostn aðurinn við þambið. Eftir þvi sem gárungamir segja reiknað- ist talnamönnunum tU, að hver starfsmaður hfyti að drekka um það bU átján Utra af kaffi á dag. í framhaldi af þessum útreikningum mun það svo hafa gerst, að rikisendurskoð- un kaUaði ráðuncytisstjóra inn á teppi og krafði hann skýringa á þessu ógnarlega kaffiþambi. Sá hafði skýringamar á reiðum höndum, en peningaeftiriits- mennimir vora ekki ánægðir og nú mun hafa verið gripið tU þess ráðs að láta ráðamenn borga kaffið ofan i gesti sína! Krummi... kann ekki við að segja það sem hann hugsar um þá á sjón- varpinu...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.