Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI. 1982 i;* 15 íþrótti ^HM- PUNKTAR Þrátt fyrir allskyns nútíma undirbúning, s.s. videoupptökur o.þ.h. tókst ítölum ekki að leggja Kamerun að vclli. Leikunum lauk með jafntefli, en ltalirnir rétt sluppu fyrir hom og komust i milliriðil á hagstæðari markahlutfalli. Það munaði þvi litlu, að ítalirnir lentu i svipaðri hneysu og 1966 er þeir vom slegnir út út keppninni af Norður-Kúr- eumönnum. Meiðslahysterian sem herjað hefur i herbúðum vestur-þýskra undanfarið er nú að hverfa. Stórstjörauroar Rummen- igge og Breitner em á batavegi og Breitner segin „Ég þarf aðeins smá hvQd og þá er ég kominn i gang á ný.“ Gracias, gracias senor Sörensen, segja Spánverjar þessa dagana og bera á höndum sér danska dómarann, Henning Lund-Sörensen, sem beinlinis „gaf ‘ þeim vitaspymu i leiknum gegn Júgóslövum. Við sögðum frá þvi fýrir nokkra hér í HM-punktum að Pelé hefði „tippað“ hvaða land sigraði i HM nú. Ekki munum við hvernig tippið hans Pelé var þá, en um helgina síðustu sagði kappinn að Belgiumenn yrðu heimsmeistarar. „Það er skemmtQeg og góð blanda af individúalistum og leikmönnum sem láta liðsheQdina ganga fyrir öllu öðru, i belgiska liðinu. í opnunarleiknum gegn Argentinu sáum við glögglega hve góður liðsmóraU og mikil baráttugleði geta gert mikið. Belgiska liðið er hið besta hér i HM,“ segir sjálfur konungur knattspyrnumannanna, Pelé. Belgiumenn eru i sviðsljósinu hjá okkur. Hver leikmanna Uðsins fékk um 65 þúsund krónur íslenskar i auka- þóknun fyrir að komast i mUliriðUinn. „Rauðu djöflarnir" gera það svo sannarlega gott, bæði á leikveUinum og í peningamálun- Fyrir skömmu var Kevin Keegan, enska fótboltastjaraan, sxmdur konung- legri orðu (OBE). Ekki vitum við hvort það er af þeim orsökum eða einhverjum öðrum að kappinn hefur nú i HM skUti á hótelher- bergishurð sinni utanverðri, hvar á stendur: Samkvæmt konunglegri fyrirskipun er yður ætlað að banka tvisvar á hurðina. Þeir lepja ekki dauðann úr skel, vestur- þýsku landsliðsmennirnir í HM. Eigi alls fyrir löngu fékk hver þeirra að gjöf guUkeðju með verðmætum demanti i. Nú er bara að sjá hvort þcir eru gulls og demanta virði, en frammistaðan hingað tU hefur vart ben t tU þess. Fyrsti leikurinn í miiliridlum HM: Léttur sigur Frakka gegn Austurríki, 1:0 Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Fyrri hálfleikurinn í leik Frakka og Austurríkismanna í D-milliriðlinum í HM í dag (mánudag) var mjög vel leikinn og sýndu Frakkarnir oft á tíðum afbragðsgóða knattspyrnu. Á 39. mín. skoraði leikmaður no. 9 í franska liðinu, Genghini, markið sem úrslitum réði ■ Dominique Rocheteau lék frábær- lega vel gegn Austurríki. beint úr aukaspyrnu. Glæsilegt mark. Austurríkismenn náðu sér aldrei á strik allan fyrri hálfleikinn, og höfðu Frakkar öll völd. í síðari hálfleik var hið sama upp á tengingnum. Frakkar fengu mörg upp- lögð marktækifæri, t.d. á 70. mín. björguðu austurriskir á linu eftir skot Rocheteau. Þá var dæmt mark af Frökkum vegna rangstæðu, en sá dómur var algjörlega út í hött, eins og reyndar sjónvarpsvélar sönnuðu. HM hinna stóru HM hinna litlu Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Nokkrar umræður hefur það vakið hér á Spáni hve vel hinir svokölluðu „stóru“ i HM eru settir. Allt virðist gert til að þeim stóru liði vel og að þeir komist sem lengst í keppninni og þá væntanlega á kostnað hinna „litlu“. Hinir stóru eru Ítalía, Vestur-Þýskaland, Argentína, England, Spánn og Brasilia, sem mynda hinn svokallaða 1. hóp þeirra landa sem taka þátt i HM. Fyrirkomulagið er t.d. það, að aðeins einn af hinum stóru er í hverjum riðli, fyrirkomulag sem aðrir virðast sam- þykkja þegjandi og hljóðalaust. Þá er hægt að nefna að þeir stóru leika alla sína leiki á sama vellinum og þurfa þvi ekki að þvælast um á milli borga eins og „smælingjarnir". Þetta er einnig samþykkt þegjandi og hljóðalaust. Að visu var ein undantekning á reglu þessari þegar Argentína og Belgia léku opnunarleikinn í Barcelona. Enn er hægt að nefna, að yfirleitt eru 4-5 dagar á milli leikja hinna stóru, en aðeins 3-4 dagar á milli leikja smælingjanna. Loks er bent á, að hinir stóru leika' allir lokaleikina i hinum einstöku riðlum og geta því hagað leik sinum eftir þvi, t.d. ef þeir þurfa að vinna með 4 mörkum minnst, ná jafntefli eða jafnvel tapa til að hagræða stöðunni í milliriðlunum. Þannig er nú það þó að ljótt sé frá að segja. EM/IngH Spánverjar reidir mjög Frá Erik Mogensen, Tímans á Spáni: fréttamanni ■ Mikil óánægja er rikjandi hér á Spáni með árangur spánska landsliðsins Múgurinn grýtti Vestur-Þjóðverja Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Leikur Vestur-Þjóðverja og Aust- urríkismanna (1-0) hefur vakið mikla reiði hér á Spáni og í fleiri löndum. Til dæmis voru leikmenn og þjálfari vestur-þýskra grýttir með eggjum og tómötum af æstum múgnum þegar þeir komu til hótels síns eftir leikinn. Þjálfari Alsírmanna (en þeir misstu naumlega af lestinni) sagði að það væri mikill heiður fyrir þá Alsirbúa, að tvær af sterkustu knattspyrnuþjóðum Evrópu tækju saman höndum um að knésetja smáþjóð eins og Alsír. EM/IngH Kevin Keegan í V-Þýskalandi Frá Erik Mogcnsen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Kevin Keegan er nú (sunnudagur - innsk) farinn til Vestur-Þýskalands, nánar tiltekið til Hamborgar. þar sem hann mun freista þess að fá sig góðan af bakmeiðslum sínum undir handleiðslu læknis þess er hann hafði hjá Hamburger SV um árið. Ron Greenwood sagði eftirfarandi um meiðsl Keegans: Það virðist sem hann sé að ná sér og treysti ég á að hann verði tilbúinn að leika með okkur í fyrsta leiknum í milliriðlinum. „Við erum eina liðið, ásamt Brasiliu, sem hefur unnið alla leikina i riðlakeppninni, og við hljótum þvi að vera bjartsýnir á framhaldið, þó að lið Spánverja og Vestur-Þjóðverja séu ákaflega öflug,“ sagði Ronni aðspurður um möguleika Englendinga í milliriðlin- um. EM/IngH ■ Kevin Keegan hefur dvaUst i V-Þýskalandi tU að freista þess að fá bót meina sinna. • V i ; , f■ t' i ? . •, H -} P j í HM hingað til, sérstaklega í leiknum gegn Norður-lrlandi. Santamaria, þjálfari Spánverjanna, þarf að sættasig við heiftarlega gagnrýni vegna getu- og skipulagsleysis liðsins. 1 stað þess að lenda í riðli með Frökkum og Austurríkismönnum, eins og til stóð, verða Spánverjar nú að kljást við Englendinga og Vestur-Þjóðverja. Það virðist því sem allir möguleikar spánska liðsins til að komast í undanúrslitin séu úr sögunni. „Einungis kraftaverk getur komið liði okkar ofar i keppninni," er viðkvæðið i blöðunum hér. En því miður, tími kraftaverkanna er örugglega liðinn. EM/Ingll Enn af portkonum Frá Eika Mogens, starfsmanni Timans á Spáni: ■ Vandræðum portkvenna spænskra er ekki lokið. Fyrir skömmu sagði ég frá innflutningi þeirra hingað til Spánar á meðan HM stendur og það tiltæki hafi vakið litla hrifningu „kolleganna" hér. Nú berast fréttir af því, að i Bilbao hafi spánskar og portugalskar flennubreddur barist að afloknum leik Frakka og Tékka. Voru fjórar þeirra handteknar við miklar óvinsældir þeirra er á horfðu. EM/IngH Duga möppumar til sigurs???? Frá Erik Mogensen, fréttamanni hins islenska „Times“ á Spáni: ■ Leikmenn Argentínu undirbúa sig af kappi þessa dagana fyrir leikina i milliriðlinum. Þjálfarinn, Cesar Men- otti, og hans menn, slá heldur ekki slöku við og fyrir skömmu fékk Menotti fimm þykkar möppur frá „njósnurum" sinum um lið Brasiliu og ítaliu. Það kemur siðan i ljós í dag hve möppurnar duga argentísku leikmönnunum... EM/IngH Bestu menn i franska liðinu voru Batteston, Tigana, sem lék fyrir Platini, en hann er meiddur, og Rochteau. Markvörður Austurríkis, Koncilia, bjargaði liði sinu frá stórtapi með frábærum leik. Að leikslokum fögnuðu Frakkamir mjög, enda má telja þá næsta visa i undanúrslitin eftir sigurinn í dag, þeir þurfa nú aðeins að leggja Norður íra. - EM/IngH. ■ Tibor Nyalasi. Atvinnu- mennskan heillar ■ „Þetta er siðastaHM sem ég tek þátt í og nú langar mig til að komast í atvinnumennsku í Vestur-Þýska- landi eða Frakklandi," segir aðal- stjarna ungverska landsliðsins í HM, Tibor Nyalasi. Nyalasi hefur fengið ieyfi frá félagi sinu í Ungverjalandi til þess að halda vestur á bóginn í atvinnufótboltann og eru þegar mörg af stóru félögunum i Vestur-Evrópu farin að bera viurnar í hann. - IngH Störleikir ■ Tveir sannkallaðir stórleikir verða í HM í dag. Fyrst skal nefna viðureign Vestur-Þjóðverja og i Englendinga í Madrid kl. 19. Þá mætast Ítalía og Argentína í j Barcelona kl. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.