Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGL’R 29. JÚNÍ 1982 8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Siguróur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghlldur ■ Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir.lngólfur Hannesson (íþróttir), Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristín Leifsdóttlr, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygió Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Slmi: 86300. Auglýsingasiml: 18300. Kvöldsimar: 8E387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknldeild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf. íslendingar og víg- búnaðarkapphlaupið á höfunum ■ Á aukaþingi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál, sem hófst fyrr í þessum mánuði í New York, hefur afstaða íslendinga til afvopnunarmálanna verið kynnt. Tómas A. Tómasson, sendiherra, flutti þar ræðu, þar sem sjónarmið íslendinga voru skýrð. Þar benti hann m.a. á þá miklu hættu, sem Iandi og þjóð stafar af vígbúnaðarkapphlaupinu umhverfis landið: „íslenska þjóðin hefur vaxandi áhyggjur af vígbúnaðar- kapphlaupinu á höfunum. Kafbátar hlaðnir kjarnorku- vopnum sigla um öll heimsins höf og virðast ekki hika við að læðast um f landhelgi strandríkja eins og dæmi sýna. Með legu landsins á hernaðarlega mikilvægu svæði í Norður-Atlantshafi er eðlilegt að íslendingar óttist þessi hernaðarumsvif umhverfis landið. Á Alþingi íslendinga hafa komið fram hugmyndir um að athugað verði hvernig stemma megi stigu við þessari uggvænlegu þróun og í því sambandi rætt um möguleikann á því að haldin verði alþjóðaráðstefna um kjarnavopn á Norður-Atlantshafi“. Hér víkur sendiherrann að tillögu þeirri, sem Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, flutti á þingi í vetur og vakið hefur verulega athygli og umræður. Sendiherrann lagði á það áherslu, að ísland hefði stutt og myndi ávallt styðja allar skynsamlegar ráðstafanir til að stuðla að slökun spennu og þar með minnkandi átökum í heiminum, en hins vegar væri það staðreynd, að afstaða risaveldanna skipti hér mestu máli. Um það sagði hann m.a.: „Grundvöllur raunhæfrar afvopnunar eða að minnsta kosti samdráttur vopnabúnaðar er gagnkvæmt traust milli ríkja. Æði mikið skortir þar á. Á fyrsta afvopnunarþing- inu tóku kjarnorkuveldin undir það að frekari tilraunum með kjarnorkuvopn yrði hætt. Á þeim fjórum árum sem síðan eru liðin hafa verið gerðar tilraunir með kjarnorkuvopn að meðaltali einu sinni í viku hverri. Afstaða risaveldanna ræður mestu um framvinduna í afvopnunarmálum. Ábyrgð þeirra er því þung. Því miður þarf ástand heimsmálanna almennt verulega að batna til þess að gagnkvæmt traust geti skapast milli þeirra í þessum efnum . Vopnabúr risaveldanna eru svo stór hluti af heildarvopnaforða heimsins, að án raunverulegs sam- starfsvilja þeirra er vonlítið að árangur náist í alþjóðlegum viðræðum, hvort sem litið er til þessa þings, afvopnunar- nefndarinnar í Genf eða viðræðnanna í Vínarborg um samdrátt herafla í Evrópu. Ábyrgð risaveldanna er augljóslega langsamlega mest á sviði kjarnorkuvígbúnaðar. Þar eru þau í æðisgengnu kapphlaupi, sem verður að stöðva. Kjarnorkuvopnum verður að fækka, þvi að framtíð mannkynsins á jörðinni er í veði“. Hér er vissulega ekkert ofsagt. Því miður er lítil ástæða til að ætla að einhver árangur náist i þessum efnum á næstunni. Það er augljóslega enginn áhugi fyrir sliku meðal ráðandi afla innan risaveldanna. Þótt vaxandi stuðningur við svonefndar friðarhreyfingar á Vesturlönd- um hafi orðið til þess, að Bandarikjamenn og Sovétmenn hyggist aftur ræða um takmörkun langdrægra kjarna- vopna, þá bendir allt til þess að þar fylgi enginn hugur máli. Því er nauðsynlegt að efla baráttuna fyrir takmörkun vigbúnaðar, og er þar nærtækast fyrir íslendinga að vekja enn frekari athygli á þeirri miklu hættu, sem vígbúnaðarkapphlaupið á Norður-Atlantshafi er fyrir land og þjóð, og leita leiða til þess að draga úr þeirri ógnun. -ESJ. á vettvangi dagsins Hömlulaust frelsi er hættulegasti förunautur mannsins — eftir Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi ■ í ísl. máli eru mörg orð, sem ná yfir svo geysiviðáttumikið svið, að seint mun verða samkomulag um það hvar setja beri merkin. Eitt af þessum orðum er frelsið. Það gegnir furðu hve sjaldan er um þetta orð fjallað í fjölmiðlum okkar, eins og þvi er þó oft sungið lof og dýrð, manna á meðal, án þess að gefa nánari skýringar á þvi hvað langt megi ganga, svo að það verði ekki samferðamönnun- um til ama og jafnvel - að aldurtila og þvi fremur þar sem við heyrum daglega hvaða hörmungum það veldur i sam- skiptum manna og þjóða þegar tekist er á um skoðanir, trúarbrögð og sannfær- ingu hinna striðandi aðila, þvi flestir standa á þvi fastar en fótunum, að þeir einir séu á réttri leið i leit sinni að þeim töfralykli sem enn er þess megnugur að opna dymar á hinum glæsta sal hamingj- unnar sem allir þrá, og aldrei í sögu mannsins hefur þar verið gengið eins hvatlega að verki og á þessari öld, og alltaf er þó hert á sprettinum. Ekki erum við íslendingar þar heldur neinir eftirbátar, enda framgjamir að eðlisfari og því hættara við árekstrum en þeir, sem hafa tamið sér að fara að öllu með gát. Þeim eiginleika okkar hefur þvimiður hrakað iskyggilega i seinni tíð að sniða sér stakk eftir vexti. f>að sannar best hinar gæeig- vænlegu skuldir, er segja má að þjóðin sé nú fjötruð i og margir óttast að afkomendumir fái ekki undir risið og vita þá allir hver endirinn verður. En til þess að sleppa við slíkar hörmungar þarf að verða sú hugarfarsbreyting sem litið bólar á enn hjá þjóðinni. I framhaldi af þessum bölsýnishugar- hræringum flýgur mér í hug frábærlega vel ritaðar greinar um þessi alvömmál, þar sem horft er fránum augum til allra átta af óvenju víðsýnum sjónarhóli og af djúpum skilningi á hin stríðandi öfl i hugarheimi okkar mannanna. Önnur greinin er eftir Dagnýju Kristjánsdóttur húsmæðrakennara með yfirskriftinni: „Hvað er frelsi?" og „Hver er frjáls.“ Greinin birtist í Morgunblaðinu ef rétt er munað. Hin greinin er aftur á móti eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum, ritstjóra tímaritsins: Heima er best, og birtist i janúarblaði þess 1982, með yfirskriftinni: „Píramidi á hvolfi.“ Ég fullyrði að það yrði mikill ávinningur fyrir alla að yfirfara vandlega áður nefndar hugleiðingar á hljóðri stund. En svo ég viki aftur að hinu hömlulausa frelsi þá hefur það kostað íbúa jarðarinnar ólýsanlegar hörmung- ar, þrátt fyrir ýmsar hömlur, sem göfugir menn og glöggskyggnir hafa komið til leiðar. En - litum við til annarrar áttar þá hefur þetta frelsi orðið tugum og hundruðum fugla og dýrat'egunda að ald- urtila, á okkar jörð, vegna aðgerða mannanna. Og litum við nær og svipumst um á okkar landi og í hafmu umhverfis það, bregður okkur lika illa i brún því flestir fiskistofnar okkar eiga í vök að verjast vegna ágengni okkar og mun hin alvarlega þurrð sildarstofnsins verða okkur einna minnisstæðust og nú siðast hið iskyggilega ástand loðnunnar þrátt fyrir endurteknar tilraunir fram- sýnna manna að hafa hemil á þeim veiðum. Mér virðist einnig liggja beint við að víkja að dýrunum, er segja má að séu alfrjáls, þ.e. hagi sér hverju sinni eftir eigin hvötum án nokkurrar vitund- ar um afleiðingamar. Þar skilur alveg á milli dýrs og manns sem kann skil á afleiðingum verka sinna. Refurinn sem eltir kindina til þess e;ns að rífa hana á hol umhverfis endaþarminn þegar hún hefur gefist upp er knúinn af trylltri löngun eftir því að góma volgt blóð og fitu eftir að hann hefur losað um endaþarminn, gerir sér enga grein fyrir þeirri örvæntingu og þeim kvölum sem hann veldur fómar- dýri sínu fremur en skúmurinn sem hlassar sér niður á fýlsunga sem er að feta siðasta spölinn til sjávar, veltir honum á bakið og hámar í sig volgt kjötið af brjóstvöðvunum þar til hann hefur fengið nægju sína, flýgur svo burtu og skilur við ungann hjálparvana á sama hátt og refurinn við kindina. En til þess að bregða upp gleggri og langt um geigvænlegri frásögn af aðfömm manna við andstæðing sinn þá minntist ég einnar sögu er ég heyrði sagt frá þegar ég var sjö ára gamall, og sem vekur enn svipaða skelfingu í huga mínum eftir 74 ár og þegar ég heyrði hana fyrst. Dag eftir dag heyrðum við þó svipaðar harmsögur frá þeim æðisgegnu hildar- Guðmundur Sveinsson, skólameistari: Fullorðins- fræðsla Ræða flutt við skólaslit Kvöldskóla F.B. i Kæru nemendur ■ f Kvöldskóla F.B., öldungadeild og fullorðinsfræðslu Fjölbrautaskólans i Breiðholti. Við skólaslit mæli ég til ykkar nokkrum orðum að marka timamótin og óska ykkur til hamingju með sigra liðins tima, sókn liðins tima, lærdómsstundir liðins tíma. Ég veit að ykkar mikli vandi á liðinni önn hefur verið að finna tima til menntunarinnar, finna tima til harðrar glímu við erfið verkefni og mikið álag. Timinn er vaxandi þraut i þjóðfélagi okkar. í mörgum tilvikum er það svo að hann er húsbóndi okkar, við eigum í erfiðleikum með að fella timann að eigin vonum okkar, hvað þá dýrum draumum okkar. Sú var tiðin að eftirfarandi orð voru greypt i minni og gerð að hvatningunni mestu: „Finndu tima til starfa, þau skulu laun árangursins. Finndu tima til að hugsa, það er uppspretta máttarins. Finndu tima til leiks og unaðar, það er leyndardómur varanlegrar xsku. Finndu tima til að lesa, það er forsenda viskunnar. Finndu tima til að biðja, þannig öðlast þú lotningu fyrir lifinu. Finndu tima til vináttunnar, þannig stuðlar þú að hamingju þinni. Finndu tima fyrir draumana, það beinir lifi þinu á æðri brautir Finndu tima til að elska og njóta ástar, það eru forréttindi hins guðdóm- lega. Ég veit, kæru nemendur að þessi fornu orð hljóma á ýmsan hátt ankannalega á okkar dögum. Hraðinn er svo mikill og yfirþyrmanlegur, að hin bestu áform renna út í sandinn og margt sem heitast var þráð rættist ekki. En svo er Guði fyrir að þakka að mörgum tekst að hagnýta tima sinn ótrúlega vel og mörgum tekst að gripa fleyga stund og gera hana árangursrikari og eftirminni- lega. Einmitt þess vegna erum við saman- komin hér í dag til að fagna en minnast um leið mikillar baráttu, mikilla átaka, mikils framlags. Þið hafið svo sannar- lega reynt, kæru nemendur i Kvöldskóla F.B. á vorönn 1982 að tíminn hefur veitt ykkur innsýn í sannleikann, að hér hafið þið fundið hin nánu tengsl milli hins hverfula og þess sem varanlegt er, eilift. „Timinn er sál veraldarinnar" er haft eftir stærðfræðingnum og dulspek- ingnum Pythagorasi. Hann eflir hjartað, sem þekkir hið heilaga. Hann vekur andann, sem ann hinu heilaga og síðast cn ekki sist kemur hann róti á sálardjúpið sem beinir athygli að undrum alls sem er. II Ég hef aldrei farið dult með þá sannfæringu mína, að fullorðinsfræðsi- an er menntastefna framtíðarinnar og sú sem breyta mun allri afstöðu til lærdóms og fræðslu á næstu áratugum. Þvi miður höfum við íslendingar dregist langt aftur úr öðrum þjóðum hins vestræna heims á þessu fræðslusviði. Er það með ólíkindum, en staðreynd samt. Meðan aðrar þjóðir glíma markvisst og hiklaust við ævimenntunarhugtakið, einfalda sundurgreiningu fyrst i frum- fræðslu, þ.e. hefðbundna skólamenntun í mikilli sundurgreiningu og síðan fullorðinsfræðslu sem fylli og fullkomni menntunina, þykir sæma á íslandi að gera fullorðinsfræðsluna að homreku, einhvers konar gustukmamenntun er hugsanlegt sé að veita i hlutfalli við eftirgangssemi og áróðursherferðir. Heildarstefna hefur aldrei verið mörkuð hér, en þvi meira um geðþóttaákvarðan- ir og fyrirgreiðslupólitík til atkvæða- veiða. í nágrannalöndum eru skörp skil milli frumfræðslu ætlaða ungmennum og þroskalitlu fólki og fullorðinsfræðslu, ætlaða beinum þátttakendum i hinu eiginlega samfélagi með atvinnuþroska og félagsþroska er þolir engan samjöfn- uð. Kennslan og fræðslan er skipulögð með allt öðrum hætti i fullorðinsfræðsl- unni og framkvæmdin á sama hátt gerólik. Meira að segja lita sumir svo á að koma þurfi til annars konar kennarastétt heldur en i frumfræðslunni er öðlast hafi sérstaka menntun til að rækja þau ábyrgðarmiklu störf sem sönn fullorðinsfræðsla gerir kröfur til. Dng-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.