Tíminn - 30.06.1982, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórí: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans:
lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Ðjarghildur
Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur
Hannesson (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson, Kristín
Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits-
teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón
Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir:
Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300.
Auglýsíngasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð i lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00.
Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
I SVÆLU
OG REYK
eftir Halldór Kristjánsson
Eflum
íslenskf
■ Ungmennafélögin voru aflvaki í sjálfstæðisbarátt-
unni á fyrri hluta aldarinnar þar sem ungt fólk lagði
hönd áplóginn að efla þjóðernisvitund og sjálfstæðis-
kennd meðal þjóðarinnar. En sjálfstæðisbaráttan
vannst ekki í eitt skipti fyrir öll. Hún er ævarandi því
sjálfstæði þjóðar er ekki aðeins sú athöfn að
samþykkja stjórnarskrá, heldur verða menn að halda
vöku sinni og varast að að glutra niður því sem áunnist
hefur heldur standa saman um að verja og vernda
sjálfsforræðið.
Trú sínu hlutverki og hugsjónum hafa ungmennafé-
lögin ákveðið að minnast 75. afmælisárs síns undir
kjörorðinu „Eflum íslenskt“. Krafan um verslunar-
frelsi var einn af hornsteinum sjálfstæðisbaráttunnar
og vissulega var það og er sjálfsögð réttindi þjóðar
og einstaklinga. En það er eins með verslunarfrelsið
og annað frjálsræði. Menn verða að kunna að velja
og hafna og sjá fótum sínum forráð.
Á sama tíma og íslenskur iðnaður berst í bökkum
eykst innflutningur á margs konar varningi sömu
tegunda og framleiddur er í landinu. Sú hjátrú er furðu
lífseig, að flest sé það betra sem kemur frá útlandinu
en það sem framleitt er hérlendis. En þar fer okkur
svipað og karlinum sem góndi á tunglið yfir Reykjavík
og taldi það skærara og fegurra en „helvískan
Hornafjarðarmánann“, sem hann varð að búa við í
heimahögum.
Yfirleitt stenst íslenskur varningur fyllilega samjöfn-
uð við erlenda framleiðslu í sömu grein og er í mörgum
tilvikum hentugri til nota hér á landi en það sem
innflutt er. Það er því einskis í misst þótt að öllu jöfnu
sé valið íslenskt fremur en erlent.
Það er fyllilega tímabært að allir landsmenn taki
undir kjörorð ungmennafélaganna „Eflum íslenskt“
með því að kaupa fremur vöru sem framleidd er hér
á landi en erlenda. Það er til hagsbóta fyrir alla, ekki
aðeins þau fyrirtæki sem framleiða viðkomandi
varning og þá sem við framleiðsluna starfa, heldur
þjóðarbúið í heild. íslenskur iðnaður stuðlar að
verðmætasköpun og skapar mikla atvinnu og ber að
kappkosta að efla hann sem mest og best. Það verður
ekki betur gert með öðru en því að kaupa íslenskt.
Það á ekki að þurfa að setja nein boð og bönn um
innflutning og felur hvatning ungmennafélaganna
ekki neitt slíkt í sér. Heldur felur hún í sér að hvetja
þann heilbrigða metnað sem felst í því að búa sem
mest að sínu og kveða niður þá tálsýn að grasið sé
ávallt grænna hinum megin í dalnum.
Það liggur í hlutarins eðli að íslendingar þurfa að
flytja mikið til landsins. Við höfum hvorki aðstöðu né
bolmagn til að framleiða nema tiltölulega fábreytt
úrval af öllum þeim varningi og lífsins gæðum, sem
við gerum kröfu til að njóta. Þeim mun meiri ástæða
er til að leggja enn meiri áherslu á að kaupa og nýta
þær vörutegundir sem hér eru framleiddar og standast
fyllilega gæðakröfur sem gerðar eru.
Með því að velja íslenskt eru atvinnuvegirnir styrktir
og fleiri stoðum skotið undir áframhaldandi atvínnu-
uppbyggingu. - O.Ó.
Fréttastjórinn á flótta
■ Páll Magnússon, fréttastjóri, hefur
nú birt grein sem á aö lita út eins og svar
til mín. Hér mun ég taka þá tilburði til
athugunar, þó að mér finnist litið um
svör en meira um hávaða og læti. Páll
reynir að leiða athyglina frá aðalatriðum
málsins og minnir það á þá hernaðar-
tækni að sprengja reykbombur til að
hylja flótta sinn.
Athugum nú þessa viðureign.
Hvað bað ég um?
Ég rifja hér upp til glöggvunar hverju
ég bað frétastjórann að svara. í fyrstu
grein minni stóðu þessi orð:
„Páll hefur stór orð um það að vilja
hafa vit fyrir fólki og skert mannréttindi
ef fólk fái ekki að meðhöndla áfengi eins
og það vill.
Nú eru til fleiri vímuefni en áfengi, þó
að það sé útbreiddast og valdi mestu
tjóni hér og um öll nálæg lönd. Er það
ekki á sama hátt brot á mannréttindum,
ef fólk fær ekki að kaupa hass, LSD,
heróin og kókain?
Vill Páll hafa mannréttindin i heiðri
og leyfa frjálsa sölu þessara efna?
Er honum það viðbjóður að stjórn-
völd vilji hafa vit fyrir mönnum og banna
þeim morfín til nautnar?
Og eigi sala þessara efna að vera frjáls
að virðingu fyrir almennum mannrétt-
indum og þeirri trú að best sé að ihver
og einn hafi sjálfur vit fyrir sér á
sennilega ekki við að spyrja hvort
nokkur aldurstakmörk komi þar til
greina“.
Hvers vegna spurði ég?
Ég hélt að hér væri um að ræða
alvörumál sem ástæða væri, til að
hugleiða og skapa sér skoðun um. Ég
hef hvergi vitað mann sem ekki vill boð
og bönn. Ég hef haldið að enginn vildi
frjálsa sölu á morfini i hverri matvöru-
búð, þrátt fyrir þær skemmdir sem menn
hafa unnið á björgunarbátum i leit að
þvinautnalyfi. Fáir hygg ég að mæli með
frjálsri áfengissölu til barna innan við
fermingu.
Pó eru slikar hömlur auðvitað ekki í
samræmi við sjálfsákvörðunarre'tt fólks.
Þær eru ekki samhljóða þeirri kenningu
að hver skuli sjá um sig sjálfur q'g
stjórnvöld láta vera „að hafa vit fyrir
fólki“.
Mig fýsti að vita hversu lengi Páll
Magnússon vildi vera sjálfsákvörðunar-
rétti einstaklingsins trúr, hvar hann
vildi draga mörk, ef svo skyldi vera og
hvemig hann rökstyddi það.
Þetta var ekki af þvi ég gerði svo
mikið með persónulegt álit Páls, heldur
af því að ég taldi ástæðu til að þessi mál
væru rökra:dd í blaði eins og Timanum.
Hvernig svarar svo Páll?
Sá kafli greinar hans sem kallast má
svar við þessu, er á þessa leið og skal nú
ekkert undan fellt:
„Halldóri er mikið niðri fyrir þegar
hann spyr mig hvort ég telji það ekki
lika brot á mannréttindum að fólki skuli
ekki heimiluð frjáls kaup á heróíni,
kókaini og LSD. Nú er það svo, að ég
veit ekki til að umrædd efni séu beinlínis
inni í neyslugrundvelli vísitölufjölskyld-
unnar á sama hátt og vinið er. Ég þekki
heldur ekki marga sem fá sér heróin-
sprautu stöku sinnum til að kitla
bragðlaukana og hressa lundina, - sér
og öðrum til ánægju. En það er
einmitt með þeim hætti sem meirihluti
fólks, um 80% þjóðarinnar, ef trúa má
Halldóri sjálfum (hann giskar á að 10%
missi vald á áfengisneyslunni og önnur
10% drekki ekkert) notar áfengi.
Nei, Halldór á Kirkjubóli, ég legg
ekki að jöfnu vöru, sem fyrir yfirgnæf-
andi meirihluta fólks er tiltölulega
meinlitill gleðigjafi, og eiturefni, sem
ganga af yfirgnæfandi meirihluta neyt-
enda sinna dauðum. Það er ekki
ámælisvert áð banna þau síðamefndu.
Ef hins vegar Halldór og hans nótar í
raun og vem leggja að jöfnu bjór og
heróín þá em þeir enn forstokkaðri i
sínu ofstæki en hingað til hefur komið
fram, - og er þá langt til jafnað."
Hvers erum við þá vísari?
Það helsta sem út úr þessu kemur, er
að Páll vill gera verulegan mun á bjór
og heróíni. En hvað um hass og
brennivín? Hann varast að nefna hass
og að tala um LSD. Af hverju skyldi það
vera?
Það er auðvitað út i bláinn hjá Páli að
tala um hvort „Halldór og hans nótar
leggi að jöfnu bjór og heróín“, þó að
hvort tveggja sé nefnt i sömu grein. Það
er þó kannski ekki nema eftir öðru. Hef
Enn um atkvæðavægi
eftir Olaf Einarss
Enn um atkvæðavægi.
■ Ég sá í Tímanum fyrir nokkrum
dögum að „áhugamenn í Vestur Húna-
vatnssýslu um stjórnarskrármálið" hafa
orðið áhyggjur af þvi, hvort þeir muni
fá svör við spumingum, sem þeir beindu
til mín í Tímanum þ. 29. apríl s.l. Um
leið svöruðu þeir sumum spurningum,
sem ég beindi til þeirra í grein i
Morgunblaðinu þ. 15. apríl sl. Þótt þeir
biðji mig aðeins að svara í Tímanum,
verð ég að biðja Mbl. lika fyrir þetta
fyrir þetta greinarkorn, vegna forsög-
unnar. Vona ég að það valdi ekki mikilli
ókyrrð.
Um leið og ég þakka hófsamleg svör,
en dálítið mögur að vísu, bið ég forláts
á þeim drætti, sem orðinn er á minu
svari, heilir tveir mánuðir. Á honum eru
þær skýringar, að fyrstu vikuna í maí var
allt verksmiðjufárið og virkjanaæðið að
ganga yfir á Alþingi. Þanntíma áttuibúar
Norðurlandskjördæmis vestra marga
fulltrúa i Alþingishúsinu, þótt ekki væru
þeir allir kjörnir þingmenn. Þar sátu þeir
slímusetur, sveitarstjómarmenn, land-
verndarmenn, konur og karlar úr öllum
flokkum, töluðu við hina kjörnu
fulitrúa, höfðu jafnvel smávegis í
hótunum, sumir hverjir. Út á þetta
fengu þeir Steinullarverksmiðju. á
Sauðárkrók og svolítið öðmvísi Blöndu-
virkjun en Hjörleifur hafði hugsað sér.
Fram að sveitarstjómarkosningum
hafði ég svo í ýmsu að snúast vegna
þeirra. Siðan þurfti ég til útlanda á fund
og tók mér frí í þrjár vikur í tengslum
við þá ferð, þótti vissara að biða ekki
fram á haustið með fríið. Og þá er komið
fram i lok júní þegar ég loks sest niður
til að svara spumingunum. En fyrst
nokkur orð um innganginn að máli
Húnvetninga og svör þeirra við minum
spurningum.
m alþingismann
í upphaflegu dreifibréfi sinu segjast
þeir félagarnir hafa gert grein fyrir þeirri
skoðun sinni, að „fjölgun þingmanna á
Stór-Reykjavikursvæðinu myndi ekki
leysa vandamál þjóðarinnar'eða auka
jafnrétti þegnanna".
Ég veit satt að segja ekki um neinn,
sem heldur þvi fram, að fjölgun
þingmanna yfirleitt muni „leysa vanda-
mál þjóðarinnar“, ekki heldur þótt
fjölgunin væri bundin við tiltekið
kjördæmi. Þama emm við sammála.
Hins vegar held ég þvi fram, að jöfnun
atkvæðisréttar muni „auka jafnrétti
þegnanna", sem ég legg áherslu á, en
þeir ekki, má auðvitað ná með öðmm
hætti en þeim, að fjölga þingsætum í
Reykjavikur- og Reykjaneskjördæm-
um, t.d. með fækkun þingsæta í
dreifbýlinu, eða gjörbreyttri kjördæma-
skipan. í grein minni þann 15. apríl setti
ég ekki fram neina tillögu um, hvemig
jöfnuði yrði náð, það var heldur ekki
umræðuefnið. Um það verður að nást
sem viðtækast samkomulag, og ég hef
ekki talið að lausnin fælist í fækkun
þingsæta dreifbýlisins. Ég hef minar
skoðanir á, hvemig þetta verði best gert,
en það er efni í aðra grein.
„Áhugamenn“ segja: „Af grein Ólafs
í Mbl., virðist að öðm leyti mega ráða
að hann telji jöfnun atkvæðavægis hið
eina sem máli skiptir i jafnréttismálum
þegnanna". Hins vegar er ég þar aðeins
að ræða um kosningaréttarmál, að gefnu
tilefni frá „áhugamönnunum“. Grein
min gefur því ekki tilefni til þeirrar
ályktunar, sem hér er gerð. Ég hef þá
bjargföstu skoðun, að ekki beri að versla
með mannréttindi. Þess vegna þykir mér
rangt að réttlæta misvægi atkvæðisréttar
með upptalningu ýmsra gæða, sem ekki
verður notið í jafnríkum mæli á |
Hvammstanga sem i Reykjavik, svo
dæmi sé tekið. Aðstaða til atvinnuvals,
heilbrigðisþjónustu, menntunar og sam-
gangna, getur, eðli sínu samkvæmt,
aldrei orðið jöfn i öllum byggðum þessa
lands. Búsetuskilyrði má jafna að
einhverju marki, en aldrei að fullu vegna
þess að það er ekki unnt. Sá sem metur
það meir, að búa i sveit fremur en í borg,
hann hlýtur að gera svo, og öfugt. Ég
hef öngva trú á, að fjöldi þingmanna i
viðkomandi kjördæmi ráði þar nokkru
um.
Þá fáein orð um svörin við minum
spumingum.
Fæstum spurninga minna er svarað
beint, en sumum alls ekki. Af svörum
ræð ég þó, að i þéttbýli skuli
atkvæðavægi vera minna en i dreifbýli,
og það er m.a. rökstutt með þvi, að svo
sé i ótilteknum öðrum löndum. Þá er
beint sagt, að það teljist „algjörlega
óréttlætanlegt að bæta ofan á því
kosningaréttlæti að hafa jafnt atkvæða-
vægi“ á Reykjavíkursvæðinu og annars-
staðar vegna áhrifa íbúanna þar á
Alþingi. Þetta svar er látið nægja við 6
spurningum. Svona einfalt er það.
Ég spurði, hvort bréfritarar hefðu
dæmi um það, að íbúar dreifbýlisins hafi
verið beittir órétti af þingmönnum
þéttbýlisis. Svarið er, að svo sé. ekki
gert af ráðnum hug, hins vegar verði
sama krónan ekki notuð nema einu
sinni. Þannig megi segja að þeir, sem
undir verða i samkeppninni um hana,
séu órétti beittir.
Mér þykir þessi röksemdarfærsla
ekki sannfærandi. Sannleikurinn er sá,
að miklum fjármunum er varið árlega til
atvinnuuppbyggingar i hinum dreifðu
byggðum. Það fjármagn á að sjálfsögðu
ekki siður uppruna sinn á Reykjavíkur
- Reykjanessvæði en annars staðar.
Það hvarflar ekki að mér, að jafnréfti
þegnanna muni leiða af sér misrétti í
fjárveitingum, nema siður sé.
Dæmi um misrétti nefna greinarhöf-