Tíminn - 30.06.1982, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982
9
ég ekki nefnt Brynjólf Pétursson í sömu
grein og Pál Magnússon?
Páll talar um vísitölufj ölskyldu. Henn-
ar rétt efar hann ekki. En einfarinn á
sér engan rétt. Það má „níðast á
sjálfsákvörðunarrétti fólks“, þegar það
er nógu fátt saman. Minnihlutahópar
eru lítils metnir.
Það er ekki réttur einstaklingsins sem
Páll ber fyrir brjósti, heldur einungis
réttur fjöldans. Það þykir mér ljót
siðfræði.
Sjónvarpið sýndi okkur nýlega mynd
sem byggð var á sögu eftir Somerset
Maugham. Þar kom fram sú skoðun að
andlega heilbrigður væri sá sem hugsaði
eins og hinir.
Er þetta ekki eins og Páll Magnússon
væri lifandi kominn?
Páll vill boð og bönn
Úr þessu svari Páls fæst það lika að
hann vill boð og bönn. Hann vill ekki
að heróín sé á frjálsum markaði. „Það
er ekki ámælisvert að banna þau“
fíkniefni „sem ganga af yfirgnæfandi
meirihluta neytenda sinna dauðum". En
hvar er þá hæfilegt að hafa skilin?
Hversu hátt hlutfall þarf nautnalyfið
að drepa til þess að vitalaust sé að hafa
hömlur á dreifingu þess?
Hvers vegna er áfengi í
sérflokki?
Um öll nálæg lönd er áfengi sér í
flokki vímuefna og sala þess og meðferð
miklu frjálslegri en annarra áþekka
nautnalyfja. Það stafar ekki af þvi að
það sé meinlausara, heldur þvi einu
hversu margir eru háðir þvi. f>á á ég ekki
við þá sem eru háðir áfengi svo að þeir
hafa ekki stjóm á drykkju sinni, heldur
einkum hina, sem eru háðir áfengi á
þann veg, að þeim finnst þess þurfa við
hátiðleg tækifæri og góðra vina fundi,
enda þótt þeir neyti þess þá hófsamlega.
Vel má fallast á að það sé eðlilegt að
meirihlutinn ráði og fyrir þvi verði allir
að beygja sig. En hér em skiptar
skoðanir. Og við sem á engan hátt emm
háð áfenginu en flokkum það samkvæmt
eðli sínu og áhrifum með öðrum
vímuefnum vinnum sleitulaust að þvi að
rökstyðja okkar skoðun og vinna henni
fylgi. Og eftir þvi sem árangur næst fer
um hömlumar.
„McinlítiII gleðigjafi“
Páll segir að áfengi sé flestum
„tiltölulega meinlítill gleðigjafi“. Pað
er hans mat. Hins vegar teldi ég
athugandi að loka þeim skemmtistað
sem fimmti hver maður slasaðist eða
færist á, enda þótt hann reyndist 80 af
hundraði meinlaus gleðigjafi.
Skyndilokun er engin lausn
Eins og ég hef áður sagt gera
áfengislögin ráð fyrir að loka skuli
áfengisverslun við sérstakar ástæður
eftir mati lögreglustjóra og ráðherra.
Slik skyndilokun getur komið í veg fyrir
vandræði og voða. Nú varð ekkert
manntjón á hvítasunnunni svo sem
stundum hefur verið, og má vera að það
megi rekja til lokunar á föstudaginn.
En þó að slík skyndilokun að óvömm
geti í einstökum tilfellum orðið til
mikillar blessunar er það engin lausn.
Hættan vofir yfir, meðan fólk sækist eftir
áfenginu. Og þá er raunar voðinn vis þó
að stundum megi fresta ósköpunum
með skjotum viðbrögðum.
Eina lausnin er aukið bindindi. Pess
vegna þurfum við bindindishreyfinguna.
„Kristján nokkur Jónsson“
Páll víkur nokkmm orðum að Krist-
jáni á Snorrastöðum og segir þá
„Kristján nokkur Jónsson". Það bendir
til að fréttastjórinn viti engin skil á
Kristjáni þeim.
Það er auðvitað ekkert við þvi að
segja, þó að Páll nokkur Magnússon
þekki ekki Kristján á Snorrastöðum, en
betur kynni ég við að fréttastjóri Timans
væri skár að sér. Páll hefur víst ekki
fylgst með ræðum orðabókarmanna um
íslenskt mál.
Þúsundir íslendinga kannast við
Kristján á Snorrastöðum og vita að hann
er vitur maður og margfrdður og
sérstaklega hógvær i orðum og fram-
göngu. Páll getur talað um að berja sér
á brjóst og miklast yfir eigin ágæti en
hittir ekki Kristján á Snorrastöðum. Það
er geigurskot.
Við emm ekki í neinum mannjöfnuði,
þó að við teljum okkur betur setta og
gæfusamari en ella væri vegna þess að
við emm og höfum verið bindindismenn.
Hitt get ég sagt hverjum sem er og
hvar sem er að ég hef aldrei fundið að
ég þyrfti að öfunda nokkurn mann af
áfengisnautn en oft að aumkva þá.
Tíl hvers er að reka flóttann?
Það tók Pál þrjár vikur að hnoða
saman reykbombu sinni. Hann segist
ekki muni halda þessari umræðu áfram
af sinni hálfu. Hann ber þvi við að hann
vilji gera annað „skemmtilegra en að'
reyna að koma viti fyrir menn, sem ekki
hafa tekið rökum i fjörutíu ár.“
Sá hafi nú efni á að tala um rök!
Þar mætti spyrja hvort 17. júní, sem
að þessu sinni var stakur frídagur og þvi
engan veginn sambærilegur við þriggja
daga fri, hafi verið óflekkaður af
áfengisnautn?
Ég veit að fáir munu svara þvi játandi.
Það er ekki vegna þess að mér þyki
miklu varða um skoðanir Páls Magnús-
sonar, að þetta er skrifað. Vegna
lesenda Timans tel ég þjóðþrifaverk að
vekja athygli á flótta hans og þess vegna
er ég nú að reka flóttann. Við þurfum
öll að hugleiða þær spurningar sem Páll
gekk framhjá.
Hvers vegna á að leyfa áfengi fremur
en hass?
Hvað mælir með og hvað mælir gegn
neyslu þeirra ?
Trúi því svo hver sem vill að Páll
Magnússon sé ánægður með sinn hlut í
þessari umræðu og finnist sjálfum að
hann hafi sigrað með rökum.
Ég held að hann sé greindari en svo
að slíkt geti átt sér stað.
undar byggingaáætlunina í Breiðholti á
sinum tíma. Það er óheppilegt dæmi.
Með þeirri áætlun var verið að leysa
yfirþyrmandi húsnæðisvanda mikils
fjölda fólks, sem þá þegar var búsettur
í Reykjavík. Þessi áætlun var liður i
samkomulagi við verkalýðshreyfinguna,
þetta var ekki gert til að laða fólk utan
af landi til Reykjavíkur.
Ég spurði hvernig það væri fundið út,
að þingmenn Reykjavíkur- Reykjaness
yrðu aldrei fleiri en 2/5 af heildartölu
þingmanna þjóðarinnar. Svarið er, að
hér sé ekki beitt tölfræðilegum aðferð-
um, heldur sé mælirinn nú fullur. Síðan
falla þeir i þá gryfju að vísa til hrópandi
misréttis í kosningaréttarmálum í
Bandaríkjunum, þessu Iandi lýðræðis-
ins. Þetta er vond röksemdafærsla, þ.e.
að réttlæta misrétti hér á landi með þvi
að vísa til enn meira misréttis, sem kann
að viðgangast i öðrum löndum.
Að lokum segjast svo „áhugamenn"
reiðubúnir að samþykkja sama atkvæða-
vægi, hvar sem er á landinu, þegar
lífskjör hafa verið fullkomlega jöfnuð.
Þetta er svona til að staðfesta, að þeir
eru tilbúnir að versla með mannrétt-
indin, en það er ég ekki. Þá kem ég að
spurningum „áhugamanna“.
1. Ég tel ekki „að fjölgun þingmanna á
Stór-Reykjavíkursvæðinu sé einhver
almenn lausn á vandamálum þjóðar-
innar“. En með visun til þess, sem ég
hef áður sagt, tel ég jöfnun atkvæða-
vægis, og þar með kosningaréttar,
vera mikilvægan lið i þvi að tryggja
skynsamlega ákvarðanatöku á
Alþingi.
2. Auðvelt er að nefna dæmi þess, að
Stór-Reykjavíkursvæðið situr ekki
við sama borð og landsbyggðin, að
þvi er varðar lán úr ýmsum sjóðum
til atvinnuuppbyggingar. Enginn
Reykvíkingur fær 100% lán til að
kaupa togara, enginn íbúi þar fær lán
úr Byggðasjóði til að setja upp
rakarastofu, bókhaldsstofu eða ann-
að þess háttar. Það fá menn úti á
landi. Dæmi eru um, að menn hafi
flutt atvinnurekstur sinn frá Reykja-
vík út á land þegar þeir hafa þurft að
endurskipuleggja hann, vegna þess
að það var skilyrði fyrir lánveitingu.
Þessir sjóðir, sem þannig lána, hafa
ekkert síður fengið fjármagn sitt frá
Reykjavíkursvæðinu en öðrum lands-
hlutum.
3. Spurt er, hversu margir þingmenn
yrðu í a) Árbæjarhverfi, b) Breið-
holti, ef vægi atkvæða yrði alveg
jafnað.
Þau hverfi myndu ekki fá sérstaka
þingmenn, nema e.t.v. ef þeirri
skipan yrði komið á, að brjóta allt
landið niður í einmenningskjördæmi.
Að óbreyttri kjördæmaskipan fengju
þessi hverfi því aðeins hlutdeild í
fleiri þingmönnum Reykjavíkur við
jafnt eða aukið atkvæðavægi.
4. Spurt er, hvað ég telji „að valdið hafi
hinum mikla fólksflótta úr dreifbýl-
inu til Stór-Reykjavikursvæðisins á
áratugnum 1960-1970“.
Megineinkenni byggðaþróunar und-
anfama áratugi er vaxandi þéttbýlis-
myndun samfara fækkun íbúa í
sveitum. Þetta er eðlileg afleiðing
breyttra atvinnuhátta, stöðugt fleiri
vinna nú við úrvinnslu- og þjónustu-
greinar, en færri við frumframleiðslu.
Jafn eðlilegt er að fjölgun íbúa verði
mest á Reykjavíkursvæðinu vegna
þessara breytinga á atvinnuháttum,
þótt ekki sé litið nema til veðurskil-
yrða.
Af spumingunni mætti ætla, að
fjölgun á þessu svæði hafi orðið
eitthvað sérstaklega mikil á áratugn-
um ‘60-‘70. Staðreyndin er hins
vegar sú, að fjölgunin var ekkert
minni næstu tvo áratugina þar á
undan, ‘40-‘50 og ‘50-‘60.
Þetta svar verður að duga, ég bæti
því þó við, að tala þingmanna
Reykjavikur og Reykjaness frá árinu
1969 hefur ekkert með þetta að gera.
5. Ég tel mjög æskilegt „að viðhalda
beri byggð eins og hún er nú í
landinu“. Það markmið næst best
með eflingu atvinnulífsins, og um-
fram allt bættum samgöngum.
6. Að lokum er svo spurt, hvað ég telji
mikið hafa orðið eftir af síldargróð-
anum á Siglufirði, Raufarhöfn og
Reyðarfirði.
Nú get ég ekki svarað með tölum,
enda sjálfsagt ekki til þess ætlast. En
meðan síldin veiddist hleypti hún
miklu lífi í þessa staði og íbúarnir
bjuggu við góðan hag. Þegar svo
síldin hvarf fór allt á hinn verri veg
og þekki ég það best um Siglufjörð
vegna þess að þaðan er ég.
Ég get lika fullyrt.að allt of lítiðvarð
eftir af hagnaði þjóðarbúsins á
þessum stöðum. Ástæðan er fyrst
og síðast sú, að þarna var ríkisrekst-
urinn fyrirferðarmestur, ríkið átti
síldarverksmiðjumar, •. ekki ein-
staklingarnir á stöðunum, að
Rauðku á Siglufirði undanskilinni.
Á þessum tima taldi rfkið sig ekki
hafa neinar sérstakar skyldur við
þessa staði, þótt það hafi um áratugi
fleytt rjómann af starfi þess fólks,
sem þar bjó. Skuld ríkisins við þessa
staði hefur ekki verið greidd.
Þá hef ég svarað þeim spurningum,
sem beint var til mín frá þeim
„áhugamönnum í V-Hún.“
Ég þakka þeim fyrir að endurvekja
umræðuna um kjördæmamálið. Á þvi
var þörf vegna þess að of hljótt er um
málið, of seint gengur starfið hjá
stjórnarskrárnefnd, of lítill skilningur
hjá of mörgum á nauðsynlegum úr-
bótum.
Og nú berast þær fregnir að hafin sé
undirskriftasöfnun í Vestur-Húnavatns-
sýslu, undir forystu þessara „áhuga-
manna um stjórnarskrármálið“, gegn
úrbótum á sviði kosningaréttar. Ekki er
að efa að margir munu ljá nafn sitt á
skjalið. Að þvi leyti munu „áhugamenn"
sjá nokkurn árangur baráttu sinnar.
27.06.‘82.
landbúnaðarspj'a IIJ
Aukabúgreinar -
Svínarækt:
Landbúnaðureda
I verksmiðjurekstur
■ Fyrst þegar var farið að ræða um
takmarkanir á framleiðslu kinda-
kjöts og mjólkur, þá var bent á að
bændur gætu farið út í alifugla- eða
svinarækt. Þeir áttu að geta bætt sér
upp tekjutapið vegna samdráttar i
hefðbundnum búskap, með þvi að
taka upp framleiðslu á eggjum,
kjúklingum eða svinakjöti. Þvi
miður var ekkert aðhafst sem stutt
gæti við bakið á bændum í þessari
framleiðslu, það var aðeins talað, en
ekkert aðhafst.
Því hefur þróunin í þessum
búgreinum orðið sú, að búum hefur
fækkað en jafnframt orðið mikil
stækkun á nokkrum búum. Mjög
margir framleiðendur, sem höfðu
nokkrar tekjur af alifuglum eða
svinum hafa hætt þeirri framleiðslu
á allra siðustu árum. Fleiri munu
hætta á næstu árum, ef ekkert verður
gert þeim til bjargar. Þó má gera ráð
fyrir að þeir bændur, sem hafa
fáeinar gyltur þrauki eitthvað leng-
ur, en smáframleiðendur í alifugla-
ræktinni. Því allt annað og betra
skipulag er á sölu svínakjöts en
alifuglaafurðum.
Svinaræktin
Framleiðsla og neysla á svina-
kjöti hefur verið í nokkuð góðu
jafnvægi, þar til á siðari hluta ársins
1981 og einnig nú i ár. Á þessu
timabili hefur skort svínakjöt.
Neysla á svínakjöti á síðasta ári
var samtals 952 tonn, en það gerir
um 4 kg. á hvern ibúa. Samtimis var
meðalneysla á kindakjöti um 44 kg.
á ibúa. Það má gera ráð fyrir aukinni
neyslu á svinakjöti hér á landi.
Framleiðslan hefur batnað mikið og
nú er unnið markvisst að því að bæta
svínastofninn. Þá hefurfóðrun batn-
að verulega á síðari árum. Svinakjöt
hér á landi er því orðið sambærilegt
að gæðum og gerist í nágrannalönd-
um okkar.
Framleiðslukostnaður er þó óeðli-
lega hár, en hann á eflaust eftir að
lækka þegar árangur fer að skila sér
af þeirri starfsemi, sem nú er nýlega
hafin í svínaræktinni. Það á eftir að
verða betri nýting á fóðrinu, frjósemi
á eftir að aukast og vanhöld að
minnka.
Verslunarálagning er mun meiri á
svinakjöti en nauta- og kindakjöti.
Það á eflaust eftir að breytast. Þegar
allt þetta er komið í gott horf, þá má
gera ráð fyrir að neysla á svinakjöti
geti tvöfaldast á tiltölulega fáum
árum. Þá geri ég ráð fyrir að verð á
svínakjöti verði svipað og á dilka-
kjöti, þótt það verði eitthvað greitt
niður. Það mun vera einsdæmi í
heiminum að svinakjöt sé dýrara en
dilkakjöt, eins og er hér á landi.
Ennþá eru nokkrir bændur með
framleiðslu á svinakjöti, sem auka-
búgrein. Stærstu framleiðcndurnir
eru með svinarækt til hliðar við aðra
atvinnu sem þeir stunda. Tveir
stærstu framleiðendur landsins
munu vera nú með um 1/3 allrar
svínakjötsframleiðslunnar í landinu.
Svínarækt sem
aukabúgrein
Það er ekki að búast við að
svinarækt verði stunduð í nokkrum
mæli með hefðbundnum búskap, ef
ekkert verður gert til að stjórna
framleiðslunni. Þróunin er sú sama
og í hænsnsræktinni, aðeins lítið eitt
hægari.
Það verða örfáir framleiðendur í
nágrenni þéttbýlis með nær allan
svinastofninn. Á þessu verður ekki
breyting nema nýtt skipulag verði
tekið upp i þessari framleiðslu. Það
verður að koma á verkaskiptingu.
Nokkrir bændur eiga að vera með
gyltur og framleiða unggrisi til sölu.
Aðrir bændur ala upp grísi til
slátrunar, eða frá 20 kg í 90 kg lifandi
þunga.
Það mætti hugsa sér að 20 bændur
hefðu unggrisa framleiðsluna, að
meðaltali gætu þeir verið með um 80
gyltur, þetta væri þeirra aðalbúgrein.
Þá væru 300-500 bændur með
uppeldi á sláturgrisum, sem aukabú-
grein. Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins væri falið að gefa út verð á
unggrísum og svinakjöti i samvinnu
við félag svínaræktarbænda, hlið-
stætt og það auglýsir verð á annarri
búvöru.
Fóðurbætisskatturinn verði áfram
lagður á allt svinafóður. Hann yrði
að hluta til endurgreiddur framleið-
endum. Bæði þeim er væru með
gylturnar og hinna með sláturgris-
ina. Það mætti miða endurgreiðslu
við ákveðna bústærð, t.d. 30 gyltur
eða 100 sláturgrísi á ári. Þá væri allur
skattur, sem greiddur væri af fóðri
handa þessum bústofni endurgreidd-
ur. Þeir sem hefðu stærra bú eða
meiri framleiðslu fengju ekkert
umfram þennan fjölda. Þannig mætti
stuðla að því að svinarækt gæti vcrið
stunduð með öðrum búskap viðsveg-
ar um landið. Þó ekki í afskekktari
byggðarlögum, því stutt verður að
vera i sláturhús, sem starfrækt er allt
árið.
óbeint gæti svinaræktin orðið til
styrktar afskekktari sveitum, því þar
yrðu meiri möguleikar fyrir bændur
t.d. i sauðfjárræktinni, sem fjöl-
breytnin ykist i búskapnum í öðrum
sveitum.
Æskilegast væri að samstarf tækist
milli Búnaðarfélags íslands, Svina-
ræktarfélags íslands og Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins um mótun
framtíðarstefnu i svínarækt og miða
þá stefnu við, að hún verði aukabú-
grein hjá bændum víðsvegar um
landið.
Agnar Guðnason
skrifar