Tíminn - 30.06.1982, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982
17
HM-
PUNKTAR
Italir
og Argentínumenn eru með
óvenju marga leikmenn i sinum
herbúðum, sem þátt tóku i HM
1978, eða 11 hvor þjóð.
Vestur-Þjóðverjar
eiga þann vafasama heiður að hafa
fengið á sig Oest mörk i HM, 68
stykki.
Englendingurínn
Geoff Hurst hefur skorað flest
mörk i úrsiitaleik HM. Hann
skoraði „hattrick", þrennu, þegar
Englendingar sigruðu Vestur-Þjð-
veija árið 1966.
Maurízo Rodríguez
er yngsti „stjórinn“ i HM að þessu
sinni, 365 ára starfsmaður. Hann
sér um lið El Salvador.
Velgengni
Belgiumanna í HM hefur vakið
verðskuldaða athygli. Einn þeirra
sem ietlaði að vera með i slagnum
er Andcrlechtleikmaðurínn Juan
Lozano. Jón er fæddur á Spáni,
en fékk belgískan rikisborgararétt
fyrir nokkru og átti að vera
„leynivopn“ Belgiumanna í HM.
En þvi miður, Nonni slasaðist rétt
fyrir keppnina og situr nn heima
raeð sárt ennið.
Fjögur
af hinum 24 löndum i HM notast
aðeins við „heimaspilara“, þ.e.a.
s. leikmenn sem leika i viðkom-
andi löndum. Löndin fjögur eru
Spánn, Ítalía, Kuwait og Sovét-
ríkin.
Forstjóri
Fiat-verksmiðjanna og Juventus-
félagsins i Torino, Giovanni Agn-
eli, er karl ákvcðinn og sjálfum-
glaður. Hann er svo öruggur á þvi,
að Itaiir leiki til úrslita í HM, að
hann hefur tekið sér á leigu
heljarstóra villu i Madrid undir
lok HM.
Landsliði
Skotlands var fagnað mjög er það
kom heim til Glasgow frá HM af
þúsundum stuðningsmanna. Voru
Skotar á einu máli um að
frammistaða liðsins hafi verið
betri en vonir stóðu til þó að þvi
hafl ekki telust að komast i
milliriðil.
Engar
myndir af Argentinumönnum, er
mottóið hjá bresku sjónvarpsstöðv
unum BBC og ITV þessa dag-
ana. Enginn leikur Argentinu-
manna skal á skerma Breta, en
vandrxðin eru nú fólgin i hvað
gera skal ef Argcntínustrákamir
leika gegn breskum þegar fram í
sælcir...
Leikur V-Þýskalands og Englands í HM í gærkvöldi:
Varnarleikurinn
í fyrirrúmi, 0:0
Frá Erik Mogensen, fréttamanni
Tímans á Spáni:
■ Leikur Vestur-Þjóðverja og Eng-
lendinga í Madrid olli nokkrum von-
brigðum, einkum þó vegna þess að
hvorugu liðinu tókst að skora mark.
Jafnteflið var reyndar sanngjarnt i leik
þessara tveggja sterku varnarliða.
Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðinda-
lítill. Bæði lið léku undir því sem kalla
má eðlilegri getu, en Englendingar
höfðu þó frumkvæðið. Það voru þeir
Robson og Francis sem sköpuðu oftast
usla i vörn þýskra. Bæði liðin léku
maður-á-mann leikaðferð og var þvi
heldur þröngt um leikmenn. T.d. var
Rummenigge í strangri gæslu Terry
Butcher.
Varnarleikurinn var einnig í fyrirrúmi
i seinni hálfleiknum og voru leikmenn
ekki nærri þvi að skora, utan á lokamin.
leiksins þegar Rummenigge skaut i slá
enska marksins. Úrslitin voru sanngjörn,
að flestra dómi.
Bestu menn i þýska liðinu voru
Briegel, Breitner og Rummenigge. í liði
Englendinga léku best þeir Robson,
Coppell, Francis og Butcher.
EM/IngH
ítalir lögðu
Argentínumenn
■ Argcntinumaðurinn Maradona var
oft hart leikinn i leiknum i gær.
Frá Erik Mogcnsen, fréttamanní
Timans á Spáni
■ Hið þunglamalega lið ítala kom
heldur betur á óvart hér i HM i dag
(þriðjudag) er það lagði að velli sjálfa
heimsmeistara Argentínu með 2 mörk-
um gegn 1, eftir grófan og ruddalegan
leik.
Allan fyrri hálflcikinn var mikið um
Ijót brot af beggja hálfu, en litið um
góða knattspyrnu. Var Maradona algjör-
lega tekinn úr umferð af Gentile og
mátti sig litt hræra. Oft á tíðum var Ijótt
að sjá hvernig hann var leikinn. Þá var
sterkur vamarleikur hafður i fyrirrúmi.
0-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var mun liflegri en
sá fyrri, en litið dró úr hörkunni. Á 56.
mín. skoraði Tardelli fallegt mark fyrir
ítala, eftir skemmtilegt samspil. Argen-
tinumenn sóttu nú mjög i sig veðrið og
áttu m.a. skot í stöng (Maradona).
Rúmum 10 min. síðar bættu ítalir við
öðru marki og var þar Cabrini að verki,
2-0. Var hinn megnasti rangstöðufnykur
af marki þessu.
Aðeins 7 min. fyrir leikslok minnkaði
fyririiði Argentinumanna, Pasarella,
muninn, 2-1. Gullfallegt mark beint úr
aukaspyrnu. Harður leikur og vafasamur
sigur Itala. En það eru mörkin sem gilda.
Bestu menn i ítalska liðinu fannst mér
Tardelli og Antognioni. í liði Argentinu
bar mest á Pasarella, Bertoni og Ardiles.
Áhorfendur voru 44 þúsund.
Nú hefur hagur Brasiliumanna, sem
eru með ítaliu og Argentínu i riðli
vænkast mjög og virðist fátt geta komið
í veg fyrir sigur þeirra. Þó er aldrei að
vita hvað skeður, það sýna úrslitin i leik
Ítalíu og Argentínu.
EM/IngH.
Bjórþyrstir
Englendingar
Frá Eika Mogens í sólinni á Spáni.
■ Áhangendur enska landsliðsins eru
fyrir nokkru komnir til Madrid og halda
þeir til i nágrenni Bernadeau-leikvangs-
ins, hvar þeirra menn eiga að skeppa i
milliriðlinum. Þeir drepa timann með
þvi að syngja, dansa, drekka bjór og
sleikja sólina á stuttum buxum. Ælu-
pollar og brotin glös eru ummerkin sem
þeir skilja eftir sig.
Eigendur baranna, þar sem þeir ensku
svala þorsta sinum, treysta sér ekki til
þess að telja lítrana af bjórnum (og öðru
rennandi, þaðan af sterkara) sem þeir
ensku innbyrða. Eini útreikningurinn
sem staðfestur hefur verið er að á einum
barnum, þar sem 50 enskir stuðnings-
starfsmenn voru samankomnir, hafi
klárast tvær 60 litra tunnur bjórs á hálfri
klukkustund. EM/IngH
■ Einn hinna þyrstu Englendinga
sýpur hér mjög.
SLAGSMÁL
HJA IRSKUM
Ekkert leikið
á HM í dag
■ Enginn leikur verður i HM i dag og
nota liðin væntanlega tímann til þess að
safna kröftum fyrir næstu umferð i
milliriðlunum, sem hefst á morgun. Þá
leika Norður-írar og Austurrikismenn i
Madrid og Pólverjar og Sovétmenn i
Barcelona. Það má búast við jöfnum og
spennandi leikjum þegar þessi lið leika.
Þess má geta i framhjáhlaupi að
keppni í milliriðlum lýkur nk. mánudag.
“IngH
Frá Erik Mogensen, fréttamanni
Tímans á Spáni:
■ Tveir leikmenn írska landsliðsins,
Campell og Nelson, lentu í slagsmálum
á hóteli því sem landsliðið þeirra dvelst
á hér á Spáni. Skeði þetta árla sl.
laugardagsmorgun.
Aðdragandinn var sá að annar hellti
úr bjórglasi hins, óviljandi væntanlega,
og þar sem báðir kapparnir voru við skál
skiptust þeir á nokkrum hressilegum
höggum áður en þeir voru skildir að af
starfsmönnum hótelsins.
EM/lngH.
Afarnir í HM
Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tim-
ans á Spáni:
■ ítalski leikmaðurinn Zoff, Belginn
Van Moer og írinn Jennings eru afarnir
hér í HM.
Dino Zoff er 40 ára gamall og er þetta
hans þriðja HM. Van Moer er 37 ára og
Jennings nokkrum mánuðum yngri.
Þegar þessir kappar spiluðu sinn fyrsta
landsleik voru sumir þeirra leikmanna
sem hér spila, eins og t.d. írinn
Whiteside (17 ára) vart byrjaðir að
ganga.
■ Trevor Franris áttí enn einn stórleik-
inn i enska liðinu í gærkvöldi.
Síöustu fréttir
frá HM V*
Frá Erik
Mogensen,
fréttamanni
Tfmans
á Spáni,
f gærkvöldi:
Sex gul spjöld
og brott -
rekstur
■ í hinum harða leik ítala og
Argentinumanna i gær fengu 6
lcikmenn að lita gula spjald dómar-
ans, Rossi og Tendile, ítaliu og
Argentinumennimir Ardiles, Mara-
dona, Kempes og Gallego. Sá
siðastnefndi var síðan xckinn af
leikvelli undir lok leiksins.
Rummenigge
bestur, Zico
næstbestur
■ Vestur-Þjóðverjínn Karl Ilcinz
Rummenigge hefur verið valinn
besti leikmaðurinn í 1. uraferð HM.
Fyrir valinu stóðu iþróttafréttamenn
hér á Spáni, frá ýntsum löndum.
Brasiliski lcikmaðurinn Zico var
næstur i atkvæðagreiðslunni, aðeins
1 stigi á eftir Rumma.
Maradona
sparkaöur 20
sinnum niður
■ Argentinumaöurinn Maradona
I var hart lcikinn af ítölum i leik
liðanna í HM i gær. Eftir leikinn tóku
'starfsmenn spænska sjónvarpsins
sa.nan hve oft hann var sparkaður
niður og reyndist niðurstaðan vera
20 aukaspymur sem dæmdar vora
' eftir brot á Maradona.
Eftirsóttur
Brasilfumaður
■ Dirceau, leikmaður brasillska
j landsliðsins, er i leit að nýjum félaga
til að leika með næsta vetur. Hefur
I hann þegar fengið tilboð frá frönsk-
um, hollenskum,x itölskum og
| spænskum félögum, þannig að úr
vöndu er að velja fyrir þennan kunna
kappa.
Keegan
ekki með
■ Kevin Keegan lék ekki með
enska liðinu gegn Vestur-Þjóðverj-
um i gærkvöldi. Vitað er að hann er
á batavegi, en Ronni Græniskógur,
þjálfari enskra, hefur ekkert viljað
gefa uppi hvort Kcegan muni leika
með gegn Spánveijum eða ekki.
Blaðamenn á Spáni þykjast þó vissir
um að Keegan leiki þann leik, hvað
i hver segir.