Fréttablaðið - 17.12.2008, Síða 12
12 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Styrkir til þingmanna í prófkjöri
Stjórnarliðar sem og
stjórnarandstæðingar
hafa undanfarin misseri
rætt um nauðsyn þess að
opin umræða eigi sér stað
í þjóðfélaginu þar sem
allt sé uppi á borðum. En
hversu tilbúnir eru þeir að
leysa frá skjóðunni þegar
spurt er um fjármálatengsl
þeirra? Fréttablaðið spurði
alla þingmennina um þau
tengsl og var dræmlega
svarað.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra hefur sagt að afnema beri
bankaleynd til þess að rannsaka
bankahrunið. Ágúst Ólafur Ágústs-
son, þingmaður Samfylkingar og
formaður viðskiptanefndar, hefur
einnig látið hafa eftir sér að það
væri æskilegt. Geir H. Haarde
forsætisráðherra hefur einnig
sagt að mikilvægt væri að umræð-
an í þjóðfélaginu væri opin, öll spil
lögð á borð svo að grafa megi
undan tortryggni sem mikið hefur
borið á að undanförnu.
Þegar kemur að því að upplýsa
um tengsl stjórnmálamanna við
fyrirtæki, félög og einstaklinga
virðast þeir hins vegar hafa minni
áhuga á upplýsingaflæðinu. Aðeins
25 af 63 þingmönnum svöruðu
Fréttablaðinu um það hverjir
studdu þá í prófkjörsbaráttunni
fyrir síðustu kosningar. Allir þing-
menn Vinstri grænna svöruðu en
aðeins tveir af 25 þingmönnum
Sjálfstæðisflokks.
Flestir neita að svara
Jón Magnússon
Kostnaður: Enginn Styrktaraðilar: „Þannig að persónulega tók
ég ekki við neinum peningum eða hafði aðra milligöngu en þá
að benda á framkvæmdastjóra.“
Kristinn H. Gunnarsson Kostnaður: 0 Styrktaraðilar: Enginn
VINSTRI GRÆNIR
ALLIR 9 SVARA
Atli Gíslason
Kostnaður: 0 Styrktaraðilar: Enginn
Álfheiður Ingadóttir
Kostnaður: „Ekki mikill.“
„Útgjöld mín takmörkuðust því við hóflegar úthringingar frá
heimili mínu, ef frá er talinn ca 2.000 kr. efniskostnaður við
hráköku sem ég lagði til á kökubasar Vinstri grænna.“
Árni Þór Sigurðsson
Kostnaður: 30-40.000 Styrktaraðilar: Enginn
Jón Bjarnason„Það var uppstilling á vegum uppstillingarnefnd-
ar sem lagði tillögur fyrir kjördæmisráðsfund og því ekki um
prófkjör að ræða.“
Katrín Jakobsdóttir
Kostnaður: 60.000 Styrktaraðilar: Enginn
Kolbrún Halldórsdóttir
Kostnaður: 0 Styrktaraðilar: Enginn
Steingrímur J. Sigfússon
Kostnaður: 0 Styrktaraðilar: Enginn
Þuríður Backman
Kostnaður: - Styrktaraðilar: Enginn
Ögmundur Jónasson „Enginn studdi prófkjörsbaráttu mína
fjárhagslega enda kostaði hún mig ekkert.“
tökum notuð barnaskíði og skó upp í ný
SKÍÐASKIPTIMARKAÐUR
SAMFYLKING
7 SVARA, 11 SVARA EKKI
FRÉTTASKÝRING
JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON
jse@frettabladid.is
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
2 SVARA, 23 SVARA EKKI
FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN
2 SVARA, 2 SVARA EKKI
Birkir J. Jónsson
Kostnaður: „Óverulegur“ Styrktaraðilar: Enginn
„Ég gaf út einn bækling til kynningar á sjálfum mér. Ég kostaði
framboðið alfarið sjálfur, ekkert fyrirtæki studdi mig fjárhags-
lega. Engin var kosningaskrifstofan. Hins vegar unnu stuðn-
ingsmenn mínir mikið starf hvarvetna í kjördæminu til að afla
framboði mínu stuðnings. Enginn þáði fjármuni fyrir það.“
Helga Sigrún Harðardóttir
Kostnaður: 0 Styrktaraðilar: Enginn
Magnús Stefánsson „Kostnaður sem féll til vegna prófkjörs hjá
mér var greiddur úr eigin vasa.“
Siv Friðleifsdóttir Ekkert prófkjör
Valgerður Sverrisdóttir „Fyrir síðustu kosningar var ég ein í
framboði til fyrsta sætis á lista Framsóknarflokksins í NA-kjör-
dæmi. Það var því engin kosningabarátta háð um fyrsta sætið.
Engu síður var ég með opna kosningaskrifstofu á Akureyri
síðustu vikuna fyrir kjördæmisþingið þar sem nokkur hundruð
manna röðuðu á listann. Kostnaðinn vegna þessa greiddi ég úr
eigin vasa.“
FRAMSÓKNARFLOKKUR
5 SVARA, 2 SVARA EKKI
Árni Páll Árnason
Kostnaður: 3.351.274 Styrktaraðilar: „Þegar prófkjörið fór fram
voru í gildi viðmiðunarreglur Samfylkingarinnar um að upplýsa
skyldi um nafn og kennitölu ef framlög lögaðila væru umfram
500.000 kr. Flest fjárframlög til minnar baráttu voru nokkur
þúsund krónur og öll voru þau innan þeirra viðmiðunarmarka
sem Samfylkingin setti á þeim tíma um upplýsingaskyldu. Ég fór
eftir þessum reglum við öflun fjár til framboðsins og get því ekki
orðið við beiðni Fréttablaðsins um nöfn þessara aðila og rofið
þannig trúnað við þá nú.“
Björgvin G. Sigurðsson „Fjöldi aðila studdi prófkjörsbaráttu
mína með ýmsum hætti. Flestir með vinnuframlagi og margs
konar aðstoð. Prófkjörsbaráttuna borgaði ég að stærstum hluta
sjálfur með mínu eigin fé og framlögum stuðningsmanna minna.“
Einar Már Sigurðarson „Þáði hvorki styrki né önnur framlög í
prófkjörsbaráttu fyrir síðustu kosningar.“
Ellert B. Schram
Kostnaður: 0 Styrktaraðilar: Enginn
Gunnar Svavarsson
Kostnaður: Svarar ekki. Styrktaraðilar: Enginn
„Enginn styrkur, beinn eða óbeinn, var þeginn – frambjóðand-
inn sá um að greiða allan kostnað.“
Helgi Hjörvar
Kostnaður: 5.000.000 Styrktaraðilar: „Einstaklingar og fyrirtæki
studdu framboðið með styrkjum en um einstaka styrkveitingar
var á þeim tíma trúnaður. Um styrktaraðila má þó almennt
segja að sá hluti þeirra sem eru hagsmunaaðilar voru einkum
bankar, fjármálafyrirtæki, eignarhaldsfélög og fjárfestar í slíkum
fyrirtækjum.“
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Kostnaður: 1.500.000 Styrktaraðilar: Gefur þá ekki upp.
„Þegar prófkjörið fór fram voru í gildi viðmiðunarreglur
Samfylkingarinnar um að upplýsa skyldi um nafn og kennitölu
ef framlög lögaðila væru umfram 500.000 kr. Öll framlög til
baráttu minnar voru undir þessum mörkum og því innan þeirra
viðmiðunarmarka sem Samfylkingin setti á þeim tíma um
upplýsingaskyldu. Ég fór eftir þessum reglum við öflun fjár til
framboðsins og get því ekki orðið við beiðni Fréttablaðsins um
nöfn þessara aðila og rofið þannig trúnað við þá.“
Kjartan Ólafsson „Prófkjör mitt var frekar hófstillt að umfangi.
Sá kostnaður sem til féll var að langmestu leyti greiddur úr eigin
vasa sem mér sýnist vera tæplega 90 prósent. Annar stuðningur
kom frá fjölskyldu og vinum.“
Sturla Böðvarsson „Vegna fyrirspurnar þinnar skal upplýst að ég
hafði engan kostnað af prófkjöri fyrir síðustu kosningar og naut
þess vegna engra styrkja.“
Svara:
Svara ekki:
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ármann Kr. Ólafsson
Árni Johnsen
Árni M. Mathiesen
Ásta Möller
Birgir Ármannsson
Bjarni Benediktsson
Björk Guðjónsdóttir
Björn Bjarnason
Einar K. Guðfinnsson
Geir H. Haarde
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson
Herdís Þórðardóttir
Illugi Gunnarsson
Jón Gunnarsson
Kristján Þór Júlíusson
Ólöf Nordal
Pétur H. Blöndal
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Rósa Guðbjartsdóttir
Sigurður Kári Kristjánsson
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
Grétar Mar Jónsson
Guðjón A. Kristjánsson
Svara:
Svara ekki:
Ágúst Ólafur Ágústsson
Ásta R. Jóhannesdóttir
Guðbjartur Hannesson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Karl V. Matthíasson
Katrín Júlíusdóttir
Kristján L. Möller
Lúðvík Bergvinsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Össur Skarphéðinsson
Svara ekki:
Svara:
Svara:
Svara ekki:
Eygló Harðardóttir
Höskuldur Þórhallsson
Svara:
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar fyrir viku en
úrslitin verða tilkynnt í janúar.
■ Hvað eru Íslensku bókmenntaverðlaunin gömul?
Íslensku bókmenntaverðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 1989. Verðlaun eru
veitt í flokki fagurbókmennta og fræðibóka, fimm bækur í hvorum flokki.
■ Hvað um önnur bókmenntaverðlaun?
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitir árlega viðurkenningu.
Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana eru veitt í desember á hverju ári af
Félagi starfsfólks bókaverslana. Félagsmenn tilnefna þrjár bækur sem þykja skara
fram úr í sjö flokkum.
Þá veitir Reykjavíkurborg ár hvert Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
fyrir óprentað handrit að ljóðabók. Ljóðstafur Jóns úr Vör eru árleg ljóðlistarverð-
laun sem hófu göngu sína árið 2001. Íslensku þýðingarverðlaunin hafa verið
afhent á degi bókarinnar, 23. apríl, frá 2005. Verðlaunin eru
veitt af Bandalagi þýðenda og túlka með stuðningi Rithöf-
undasambands Íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda.
■ En barnabókaverðlaun?
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð
fyrir rúmu ári af Velferðarsjóði barna en
þeim er ætlað að veita viðurkenningu
árlega til höfundar sem þykir hafa
skarað fram úr. Þá má nefna Íslensku
barnabókaverðlaunin. Ármann Kr.
Einarsson rithöfundur og fjölskylda
hans stofnuðu verðlaunasjóð íslenskra
barnabóka árið 1985 í samvinnu við
bókaútgáfuna Vöku – Helgafell. Íslensku
barnabókaverðlaunin eru veitt árlega fyrir nýja
og áður óbirta skáldsögu fyrir börn og unglinga.
Á sumardaginn fyrsta velja líka almenningsbóka-
söfn landsins Bókaverðlaun barnanna.
FBL-GREINING: BÓKMENNTAVERÐLAUN
Fjölbreytt flóra
„...fyrst á visir.is“
...ég sá það á visir.is
FRÁ ALÞINGI Alls 38 þingmenn neituðu að svara því hverjir studdu þá í prófkjöri.