Fréttablaðið - 17.12.2008, Qupperneq 16
16 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Grasagarðurinn í Laugardal er vinsæll
viðkomustaður á aðventunni. Þangað
hópast leikskólabörn og önnur jólabörn til
að drekka í sig anda jólanna.
Starfsmenn Grasagarðsins vita hversu
mikilvægu hlutverki garðurinn gegnir og
undirbúa nú komu jólagestanna með
fegurstu skreytingum.
Lögð er áhersla á fallegt umhverfi með
rólegu yfirbragði, eins og segir í tilkynn-
ingu frá Reykjavíkurborg. Starfsmennirn-
ir gera gömlu handverki sérstaklega hátt
undir höfði auk þess að leggja áherslu á að
nota skreytingarefni úr garðinum. Inni í
Lystihúsinu hafa þeir komið fyrir jötu með
Jesúbarninu, Jósef, Maríu og vitringunum
í Lystihúsinu. Fyrir utan það stendur svo
skreytt jólatré, sem dansa má í kringum
komi andinn yfir gesti.
- hhs
Jötu Jesúbarnsins, Jósef, Maríu og vitringunum hefur verið stillt upp í Lystihúsinu:
Jólastemning í Grasagarðinum
JESÚS Í JÖTUNNI Grasagarðurinn er orðinn hinn jólalegasti og þar má
meðal annars sjá Jesúm í jötunni, umkringdan þeim Maríu, Jósef og
vitringunum.
Mikil hefð er fyrir gælu-
nöfnum í Vestmannaeyjum
og getur sú hefð leikið
fórnarlömbin grátt. Aðrir
eru svo ánægðir með gælu-
nafn sitt að það verður að
ættarnafni eins og gerðist
með Vídó-nafnið sem um
50 ættmenni bera frá því
að Sigurgeir litli varði víti
fyrir um 70 árum.
Á öndverðri síðustu öld stóð Sig-
urgeir heitinn Ólafsson, ungur
drengur frá Víðivöllum í Vest-
mannaeyjum, milli markstang-
anna hjá drengjaliði Íþróttafé-
lagsins Þórs. Í einum kappleiknum
gerði hann sér lítið fyrir og varði
vítaspyrnu. Þar sem hann var
einnig frá Víðivöllum fannst
mönnum upplagt að kalla hann
Sigurgeir Vídó.
Undir því nafni gekk hann alla
ævi en Sigurgeir lést fyrir átta
árum, þá 75 ára að aldri. Ekki nóg
með það heldur festist þetta nafn
á eiginkonunni, Erlu Vídó, börn-
unum og öllum niðjum. „Ég held
að allir beri þetta nafn í fjölskyld-
unni nema einn, það er Eiríkur
Heiðar Sigurgeirsson en hann er
aldrei kallaður annað en Hestur,“
segir Kjartan Ólafsson, dóttur-
sonur Sigurgeirs. Vissulega geng-
ur hann undir nafninu Kjartan
Vídó.
Emma Sigurgeirsdóttir, eða
Emma Vídó og dóttir Sigurgeirs
og Erlu Vídó, telur að um 50
manns beri Vídó-nafnið eftir
markvörsluna frægu hér um árið.
„Við berum þetta nafn með stolti
og höfum sótt um að fá það viður-
kennt hjá mannanafnanefnd en
því var hafnað,“ segir hún. Kjart-
an segir ástæðuna þá að það
beygist ekki samkvæmt íslensk-
um málhefðum. Vídó-ættin ætlar
þó ekki að gefast upp enda er
þetta orðið að ættarnafni,“ segir
Emma.
Kjartan er í stuttu stoppi hér á
landi en hann er búsettur í Aust-
urríki þar sem hann vinnur hjá
tölvumiðlunarfyrirtækinu Smart-
media. „Þar kemur Vídó-nafnið
sér vel enda mun þjálla fyrir
Austurríkismenn en Kjartan
enda er ég bara kallaður Vídó þar
í landi.“
Það er ekki nóg með að hefð sé
fyrir nafninu í þessari ætt því
Kjartan segir að flestir í henni
hafi verið settir í markið hvort
sem var í handbolta eða fótbolta.
Enginn hefur þó enn varið víta-
spyrnu sem var jafn afdrifarík
og sú sem Sigurgeir heitinn varði
á sínum tíma. jse@frettabladid.is
Vídófjölskyld-
an í Eyjum
VÍDÓ-MÆÐGIN Kjartan og Emma eru stolt af nafninu Vídó sem er orðið fast á öllum
niðjum Sigurgeirs heitins Ólafssonar. Þó er þar einn sem ekki ber Vídó-nafnið en
hann gengur undir nafninu Hestur sem er örugglega ekkert undarlegra en mörg
gælunöfn sem viðgangast í Eyjum. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON
SIGURGEIR ÓLAFSSON (1925-2000)
■ Marengs er
franskur eftirréttur,
eða kökur sem
gerðar eru úr þeytt-
um eggjahvítum og
sykri. Passa þarf að stífþeyta eggja-
hvíturnar og bæta sykri við rólega
þegar þær eru orðnar nokkuð
þeyttar. Þá stífþeytast eggjahvítur
ekki ef fita er í þeytiskálinni eða
eggjarauða. Þar sem mikill raki er
í lofti er oft sett cream of tartar í
blönduna til að hún haldist stíf.
Því er haldið fram að það hafi
verið Ítalskur kokkur, Gasparini,
sem hafi gert fyrsta marengsinn í
svissneska þorpinu Meiringen en
uppskriftin birtist fyrst í mat-
reiðslubók François Massialot sem
gefin var út árið 1692.
MARENGS:
LÉTTUR OG DÍSÆTUR
Friður sé með yður
„Listunnendur eru oftast
vinstrisinnað og friðelskandi
fólk sem lætur okkur alveg í
friði, sérstaklega í Dan-
mörku.“
TÓNLISTARMAÐURINN MUGISON
HEFUR EKKI ORÐIÐ FYRIR AÐKASTI
Á ICESAVE-EVRÓPUTÚRNUM.
Fréttablaðið, 16. desember.
Esperantó, einhver?
„Það er hugsanlegt að ensku-
kunnátta mín sé svona slök
en ég skildi ekki samtalið á
þann veg …“
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON IÐN-
AÐARRÁÐHERRA UM SAMTAL SITT
VIÐ FORSTJÓRA RIO TINTO ALCAN
VARÐANDI STÆKKUN ÁLVERSINS Í
STRAUMSVÍK.
Alþingi, 15. desember.
„Af mér er það helst að frétta að ég bý á Íslandi
og vinn í Noregi og ætla að halda því áfram,“
segir Örn Gunnarsson, dúklagningamaður í
Hafnarfirði, sem er nýkominn heim í jólafrí.
„Ég er búinn að vinna úti í tvo mánuði og hef
komið tvisvar heim í millitíðinni. Ég bjó þarna
fyrir átta árum og er nú að vinna fyrir fyrirtæki
sem ég vann fyrir áður. Fyrirtæki í þeim rekstri
leigja mig inn og ég sendi svo bara reikning því
að ég er með rekstur í þessu fagi á Íslandi
og vil og fæ að hafa þetta svona,“ segir
hann.
Örn segist hafa hringt til Noregs
um leið og fór að herða á og farið út
í sömu vikunni. Fyrirtækin sem hann
vinnur fyrir eru með höfuðstöðvar í
Ósló en hann sinnir verkefnum úti
um allan Noreg. „Ég ferð-
ast þvert og endilangt
um allan Noreg. Ég var núna síðast úti í fjórar
vikur og við getum sagt að ég hafi verið úti á
landi í eina viku og hinar vikurnar í Ósló,“ segir
Örn og líkir þessu við sjómannslíf.
„Þetta reynist mjög vel. Þetta er eins og að
vera á sjónum og svo kemur maður í land nema
bara að ég geng þurrum fótum þar sem ég er.“
Örn er fjölskyldumaður og telur einfaldara
fyrir sig að sækja vinnu í Noregi og koma svo
heim í frí. Hann býst við að aðrir iðnaðarmenn
hugsi á svipuðum nótum. „Menn hafa mikið
verið að þreifa fyrir sér. Mér finnst betra að
sækja vinnu þarna úti en að flytjast búferl-
um. Það er miklu snúnara og flóknara ferli
auk þess sem maður borgar skatta hérna
heima. Ég hef fjölskyldu að sjá fyrir og
svo verður maður að draga eitthvað inn í
samneysluna hérna heima. Maður kemur
með gjaldeyri inn í landið.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÖRN GUNNARSSON DÚKLAGNINGAMAÐUR:
Vinn í Noregi en bý á Íslandi
!
"
!
#
$
% &
% &
!
% &
! #!
'(
)
%
* %
" !
%%
!
#
) %
&
+,
%
%
-
%
!
.
#%
%!!
!!&
/
!
#
) %
%
&
* %
"
0#
!
#
#
%
!
%
"
0 % &
1
!!
#
"
#
%&
/
)
23
&-&0&
!
&
4
% !!
"
!
!
)#&
*
%
5
&
1
!
0,
&
6
%
%)!
! 7 8
*
%
)
%
"
#
%
%
"%%
#
"%%&
+
,
)
-
%
!!
)
%
#
9
,%
%
!! %!
&