Fréttablaðið - 17.12.2008, Qupperneq 38
MARKAÐURINN 17. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR
S K O Ð U N
6
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
O R Ð S K Ý R I N G I N
ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón
Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is
VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu
á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í
staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds.
bjorn.ingi@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is
Miklu máli skiptir að geta verið í friði með sitt. Maður vill gjarnan
geta rætt við lækninn sinn í trúnaði, sálfræðinginn eða lögfræðing-
inn. Nú og auðvitað bankann sinn.
Trúnaður milli banka og viðskiptavinar er af mörgum talinn vera
einn grundvöllur bankastarfsemi; bankaleyndinni á að fylgja traust
milli bankans og viðskiptamannsins. Nú er traustinu ógnað segja
menn um hrunið bankakerfið.
Fréttastofur vilja komast í gögn gömlu bankanna og birta almenn-
ingi hvað átti sér stað þar innan veggja í góðærinu, í aðdraganda
hrunsins og nú í sjálfu hruninu.
Hverjir fengu lán og gegn hvernig
veðum? Á hvaða kjörum? Í hvaða til-
gangi? Hvað varð svo um allt saman?
Af hverju missi ég vinnuna mína og
af hverju hækka skattarnir mínir og
lánin mín? Hvar eru skýringarnar ef
ekki þar?
Í Markaðnum var nýverið farið yfir
nokkur dæmi um að bankaleynd hafi
verið aflétt. Til stendur að rannsóknar-
nefnd sem skipuð er samkvæmt lögum,
fari framhjá henni. Hæstiréttur hefur
dæmt að skatturinn geti fengið upplýs-
ingar sem alla jafna bankaleynd hvíl-
ir yfir. Ríkisskattstjóri benti á það við
réttarhöld að þetta traust, bankaleynd,
megi ekki verða til þess að menn kom-
ist upp með að svíkja samborgara sína;
stinga undan skatti. Bankaleyndin geti
ekki verið skálkaskjól. Sama sagði við-
skiptaráðherra.
Í lögum um fjármálafyrirtæki er að
finna skilgreiningu á bankaleynd, sem
birt var í úttekt Markaðarins á dögun-
um. Þar var rætt um þagnarskyldu um hvaðeina sem starfsmaður
fjármálafyrirtækis verður áskynja í starfi sínu. Í greinargerð með
frumvarpi til þeirra laga, er bankaleyndin ekki skilgreind sérstak-
lega, eða flutt fyrir henni rök. Hún þykir svo sjálfsögð að rætt er um
„almenn“ ákvæði um bankaleynd. Bankaleyndin virðist vera einhvers
konar óskoruð grunnregla. Forsenda sem ekki þurfi að rökstyðja.
Þrátt fyrir þetta virðist hún víkja, þegar almannahagsmunir krefj-
ast. Hagsmunir eins viðskiptavinar geta raunar verið hagsmunir
þeirra allra, en sumir viðskiptavinir eru líka eigendur.
Þá eru almannahagsmunir ekki alltaf taldir liggja í þagnarsambandi
bankans við viðskiptamann sinn. Ríki á meginlandi Evrópu berjast
gegn skattaparadísum og krefjast upplýsinga. Þýsk yfirvöld borguðu
stórfé fyrir skrá um viðskiptavini banka í Liechtenstein. Sama gerðu
önnur ríki. Yfirvöld hér sóttust eftir upplýsingum úr skránni, til að
fullvissa sig um hvort Íslendingur hefði átt reikning í bankanum.
En svo er annar flötur. Bankaleyndin virðist nefnilega hætta að eiga
við um leið og einhver lendir í vanskilum. Þá er í lagi, ekki einungis
að birta fjárhagsupplýsingar einstaklinga, heldur að selja þær. Og það
með opinberu leyfi. Það er svo merkilegt að um leið og einhver lendir
í vanskilum, þá hættir bankaleyndin að vera grundvallarmál og verð-
ur í staðinn praktískt úrlausnarefni þess sem þarf að innheimta. Svo
hugsar maður til saksóknara og afnáms bankaleyndar. Er það lögbrot
að lenda í vanskilum? Stjórnvaldið sem veitir söluleyfið segist raun-
ar ekki líta á fjárhagsupplýsingar sem viðkvæmar persónuupplýsing-
ar og þannig eru lögin.
Hversu viðkvæmt var góðærið, aðdragandinn að hruninu og loks
sjálft hrunið?
Einhver gæti orðað það svo að það sé í lagi að sparka í þann sem
liggur, í vanskilum kannske, en bannað að líta í áttina að öðrum? Enn
síður benda …
Er grundvallarmál alltaf grundvallarmál?
Er bannað að benda?
Ingimar Karl Helgason
Bankaleyndin
virðist nefnilega
hætta að eiga við
um leið og ein-
hver lendir í van-
skilum. Þá er í
lagi, ekki einung-
is að birta fjár-
hagsupplýsingar
einstaklinga,
heldur að selja
þær. Og það með
opinberu leyfi.
Nokkuð virðist til í því að sagan snúi alltaf aftur.
Árið 1921 sigldi þjóðarskútan inn í þvílíkan brim-
skafl í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar að gríðar-
legur hallarekstur blasti við í ríkisbúskapnum og
þrot fyrir bönkunum, Landsbanka og þáverandi Ís-
landsbanka. Brugðið var á ýmis ráð, svo sem inn-
flutningshöft á óþarfa glysvarning. Í ofanálag var
slegið á risalán upp á hálfa milljón sterlingspunda
hjá Hambros-banka í Lundúnum, viðskiptabanka
Íslendinga á erlendri grund á þeim tíma. Bankinn
tók veð í tollum landsins á móti. Í sögubókum kall-
ast þetta enska lánið þótt mörg íslensk fyrirtæki
hafi átt í viðskiptum við bankann.
Nafn Hambros-banka kom upp stöku sinnum
næstu áratugi eftir þetta. Eftirminnilegasta skipt-
ið var þegar í ljós kom að Sambandið sáluga skuld-
aði bankanum 1,3 milljarða króna árið 1990 en
virtist ekki hafa burði til að standa við skuldbind-
inguna. Eins og Morgunblaðið segir söguna var
það mat Landsbankans að lánstraust Íslendinga
erlendis kynni að verða í uppnámi myndi Ham-
bros og aðrir viðskiptabankar segja upp viðskipt-
um sínum við Sambandið. Landsbankinn tók Sam-
bandið yfir í kjölfarið en Hambros er nú deild
innan franska bankans Société Générale. Söguna
um nýleg afdrif Íslandsbanka (sem að nafn-
inu einu tengist Glitni) og
Landsbankans ættu
flestir að þekkja.
Enska lánið
Kauphöll er spegill efnahagslífs-
ins. Þegar vel gengur leita kaup-
hallarvísitölur upp en þegar blik-
ur eru á lofti leita þær niður – og
þegar virkilega á bjátar falla þær
eins og steinar. Bankahrunið hér
á landi hefur svo sannarlega birst
í NASDAQ OMX kauphöllinni á
Íslandi. Þannig er Úrvalsvísital-
an nú 375 stig samanborið við um
og yfir 4000 fyrir bankakreppu
eftir því hvaða tími er valinn til
viðmiðunar. Engin dæmi eru til
um svona mikla lækkun meðal
þróaðra þjóða í seinni tíð. Speg-
illinn sýnir því ekki fagra mynd
um þessar mundir.
Kreppan í efnahagslífinu nú
er líka dýpri en um langt skeið.
Það þarf að fara aftur til síldar-
kreppunnar 1967/1969 til að finna
áþekkar tölur um samdrátt. Þá
dróst landsframleiðslan saman
um 8% og þjóðartekjur um 12%
borið saman við spár Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka
um 10% samdrátt á næstu tveim-
ur árum. Þeir sem muna síldar-
kreppuna, tala ekki um þeir sem
tengdust sjávarútvegi, muna að
hún var mjög erfið. En við náðum
okkur fljótt á strik aftur.
SVÖRIN Í FRAMTÍÐARSÝNINNI
Það er engin ástæða til að ætla að
samdráttarskeiðið að þessu sinni
verði langvinnt, þótt það verði
djúpt og sárt. Íslendingum hefur
að jafnaði gengið vel að vinna sig
út úr áföllum. Því er hins vegar
ekki að leyna að gera verður
marga hluti rétt og á réttum tíma
til þess að hagkerfið hrökkvi í
gang og við fáum þessa hefð-
bundnu v-laga hagsveiflu. Þetta á
auðvitað sérstaklega við um hag-
stjórnina, gengismál og nýmark-
aðsvæðinguna.
Hvað getur Kauphöllin gert?
Hvert verður hlutverk hennar
í endurreisn efnahagslífsins? Á
hvað á að leggja áherslu á næstu
mánuðum og misserum? Hvernig
verður traust á hlutabréfamark-
aði endurreist? Hvað getur Kaup-
höllin gert í því efni og hvaða
úrbætur þarf á umhverfi eftir-
lits og löggjafar? Hvernig gerum
við mest gagn í því uppbygg-
ingarstarfi sem er fram undan?
Þessum spurningum höfum við
í Kauphöllinni mikið velt fyrir
okkur að undanförnu.
Svörin birtast að hluta í þeirri
framtíðarsýn sem við vinnum
með um þessar mundir. Þar er
gengið út frá djúpri en skamm-
vinnri efnahagslægð í þá veru
sem að framan greinir. Að baki
liggur að fylgt verði skynsam-
legri efnahagsstefnu og hratt
og örugglega verði horfið frá
haftastefnu og ríkisafskiptum
af atvinnulífi. Markaðsbúskapur
verði að nýju einkennandi fyrir
efnahagslífið áður en langt um
líður. Þannig gerum við ráð fyrir
að hagvöxtur glæðist þegar líða
tekur á árið 2010 og þegar 2011
verði vöxturinn orðinn jafn með-
alvexti til lengri tíma.
Kauphöllin samanstendur í að-
alatriðum af skuldabréfamarkaði
og hlutabréfamarkaði. Að öllum
líkindum verður markaðurinn
með skuldabréf fljótur að ná sér.
Reyndar hafa þegar birst skýr
batamerki á þessum markaði.
Góður upptaktur er í veltunni
og við reiknum með að skulda-
bréfamarkaðurinn nái fullum
bata þegar á næsta ári. Mikil
þörf verður fyrir nýjar útgáfur
skuldabréfa og markaðurinn hér
á landi er bæði öflugur og skil-
virkur, meðal annars er óvíða
sem viðskipti parast með rafræn-
um hætti í jafn ríkum mæli og í
íslensku kauphöllinni.
NÝMARKAÐSVÆÐING HAFIN
Aðra sögu er að segja af hluta-
bréfamarkaðnum. Hann er ekki
svipur hjá sjón miðað við það
sem hann hefur verið undan-
farin ár. Til marks um það má
nefna að fyrir bankahrunið var
samanlagt markaðsvirði skráðra
félaga í Kauphöllinni um 1500
milljarðar króna eða sem sam-
varar um 120% af landsfram-
leiðslu. Þetta er svipuð stærð
á hlutabréfamarkaði miðað við
stærð hagkerfis og algengt er í
þeim löndum sem fremst standa
í efnahagsmálum. Eftir hrun-
ið er heildarvirði fyrirtækjanna
um 250 milljarðar króna eða rétt
um 20% af landsframleiðslu og
þar með er Ísland sennilega með
minnsta hlutabréfamarkaðinn af
þeim löndum sem við höfum talið
eðlilegt að bera okkur saman
við.
Hér er því mikið verk að vinna.
Brýnt er að hefja sem fyrst ný-
markaðsvæðinguna. Hvergi í
þeim löndum sem standa fremst
á sviði efnahagsmála gegnir ríkið
jafn stóru hlutverki í hagkerfinu
og reyndin er orðin á Íslandi. Til
að búa í haginn fyrir nýtt hag-
vaxtarskeið er nauðsynlegt að
endurskipuleggja þjóðarbúskap-
inn. Í þessari endurskipulagn-
ingu felst meðal annars að færa
ríkisfyrirtækin á ný í hendurn-
ar á einstaklingum og markaðn-
um. Þetta ferli þarf að hefja sem
fyrst. Við þurfum nýja mark-
aðsvæðingu atvinnulífsins sem
byggir á traustum innviðum,
gagnsæi og skynsamlegri stjórn
efnahags- og peningamála.
Kauphöllin er vel í stakk búin
til að sinna nýmarkaðsvæðing-
unni. Í því sambandi nægir að
nefna að hún er hluti af alþjóð-
legu fyrirtæki, NASDAQ OMX,
sem rekur næst stærstu kaup-
höll í heimi. Hún býr að einu full-
komnasta og hraðvirkasta við-
skiptakerfi sem völ er á í heim-
inum og sýnileiki fyrirtækja og
aðgengi fjárfesta er líklega það
besta sem býðst. Þetta getum við
nýtt okkur í því uppbyggingar-
starfi sem í hönd fer.
BATI Á NÆSTA ÁRI
En hvað er raunhæft að upp-
byggingarstarfið taki langan
tíma? Hér er horft til þess að
í lok árs 2010 verði á ný öfl-
ugur hlutabréfamarkaður á Ís-
landi. Þá er miðað við að saman-
lagt virði skráðra félaga verði
um 1000 milljarðar króna eða
svo − eða sem svarar til um 60-
80% af landsframleiðslu. Hluta-
bréfamarkaðurinn yrði þar með
svipaður að stærð og í Danmörku
og Noregi þegar tillit er tekið til
stærðar hagkerfisins.
Þetta eru þau markmið sem
Kauphöllin hefur sett sér. Í
stuttu máli að skuldabréfamark-
aðurinn nái sér að fullu á árinu
2009 og að hlutabréfamarkaður-
inn verði kominn í ásættanlegt
horf fyrir lok árs 2010. Til þess
að umrædd markmið náist þarf
margt að ganga upp við endur-
reisn efnahagslífsins. Þar skipt-
ir mestu máli að efnahagslífið
rétti úr kútnum í samræmi við þá
spá sem lýst var hér á undan og
öflugum markaðsbúskap verði
aftur komið á. Það eru forsend-
ur nýs hagvaxtarskeiðs. Þetta er
hægt að gera og myndin af efna-
hagslífinu í Kauphöllinni getur
litið býsna vel út að tveimur
árum liðnum ef vel
er á málum
haldið.
Kauphöllin og endurreisnin
Þórður
Friðjónsson
forstjóri NASDAQ
OMX Iceland.
O R Ð Í B E L G
KAUPHÖLLIN