Fréttablaðið - 17.12.2008, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 17.12.2008, Qupperneq 48
 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR Ilmandi súpa, gott brauð og notalegar samræður verða í boði á fyrstu samverustund fyrir ekkla og ekkjur sem haldin verð- ur í Ráðgjafarstöð Krabbameinsfélagsins. Áherslan verður á jákvæðni enda ekki um sorgarstund að ræða. Á fundinum getur fólk með svipaða lífsreynslu rætt saman og sótt styrk í hvað annað. Samverustundin hefst klukkan 18 í Skógarhlíð 8 en ætlunin er að halda slíka stund einu sinni í mánuði. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur kemur á fundinn og ræðir um hvað sé eðlilegt að ganga í gegnum líkamlega, tilfinninga- lega og félagslega við það að missa maka. „Fólk fer mjög ólík- ar leiðir við að vinna úr sorg og það er einnig margt ólíkt með kynjunum,“ segir Bragi, sem á seinni árum hefur verið í dokt- orsnámi þar sem hann rannsakar sérstaklega ekkla á Íslandi. „Karlar eru með miklu minna stuðningsnet vina í kringum sig og eiga fáa karla að trúnaðarvinum. Hins vegar eiga þeir tölu- vert bakland í fjölskyldu sinni og börnum.“ Á fundinum í kvöld mun Bragi fara yfir hin eiginlegu sorgarviðbrögð. „Margir þeirra sem upplifa sorgina eru ekki viðbúnir því hvaða áhrif hún hefur,“ segir Bragi og tekur fram að sorgin sé ferli sem fylgi miklar sveiflur, bæði tilfinninga- legar og andlegar. „Hún getur líka komið fram í alls konar líkamlegum viðbrögðum,“ segir hann og meinar með því að ónæmiskerfið verði fyrir heilmiklum áhrifum þegar fólk sé í sorg og það fái mikið af umgangspestum og jafnvel sterkari einkenni sem geti snert hjarta og öndun. Bragi segir mikla hættu á að fólk einangrist við lát maka og eigi það við bæði kynin. „Þó síður ekkjur því konur eru með mun sterkara félagsnet.“ Inntur eftir því hvernig fólk geti best tekist á við lát maka segir Bragi: „Í fyrsta lagi þarf að taka sorg sína alvarlega. Það er vissulega mikilvægt að halda sínu striki en einnig að gefa sorginni tíma,“ segir Bragi og telur mikilvægt að fólk sé móttækilegt fyrir jákvæðum stuðn- ingi úr umhverfinu. solveig@frettabladid.is EKKLAR OG EKKJUR: JÁKVÆÐ SAMVERA STYRKUR OG STUÐNINGUR SJÚKRAHÚSPRESTUR Samverustund ekkla og ekkna á jákvæðum nótum verður haldin í Skógarhlíð 8 í kvöld. Bragi Skúlason ræðir um hvað sé eðlilegt að ganga í gegnum líkamlega, tilfinningalega og félagslega við það að missa maka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MILLA JOVOVICH LEIKKONA ER 33 ÁRA Í DAG. „Ég elska að leika í óháð- um kvikmyndum og vil halda því áfram það sem eftir er lífs míns.“ Milla Jovovich var þekkt fyrirsæta og hefur vakið at- hygli fyrir leik í kvikmyndum á borð við The Fifth Element og Jóhönnu af Örk. timamot@frettabladid.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Sigurðardóttir frá Melavöllum, Bakkafirði, lést á Sundabúð, Vopnafirði, aðfaranótt 9. desember. Jarðsett verður frá Skeggjastaðakirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 14.00. Jónas P. Gunnlaugsson Hólmfríður A. Gunnlaugsdóttir Kristinn B. Gunnlaugsson Anna María Helgadóttir Helgi S. Gunnlaugsson Guðný Benediktsdóttir Aldís E. Gunnlaugsdóttir Matthildur G. Gunnlaugsdóttir Unnur E. Gunnlaugsdóttir Indríði Þóroddsson Sigrún B. Gunnlaugsdóttir Björgvin Sveinbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Sigurðsson fyrrv. veitingamaður, Gnoðarvogi 60, Reykjavík, verður jarðsunginn í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 18. desember kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóð Félags nýrnasjúkra, kt. 670387 1279. Stefanía Guðrún Þorbergsdóttir Sigurður Þ. Sigurðsson Steinunn Sæmundsdóttir Jórunn Anna Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug öllu því góða fólki sem sýnt hefur okkur samúð, hlýhug og vin- semd við fráfall og útför ástkærrar eigin- konu, móður, tengdamóður og ömmu, Jónu Ólafsdóttur Heiðarvegi 31, Vestmannaeyjum. Már Jónsson Dröfn Ólöf Másdóttir Gunnlaugur Grettisson Markús Orri Másson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, Sigríður Eyfjörð Hreiðarsdóttir Reykjasíðu 22, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, fimmtu- daginn 4. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir fyrir veittan stuðning og vináttu. Einar Guðbjartsson Soffía Einarsdóttir Bjarni Jónsson Eva Einarsdóttir Valur Freyr Albertsson Hreiðar Eyfjörð Jónsson Soffía Jóhannsdóttir Jóhann Eyfjörð Hreiðarsson Hreiðar Eyfjörð Hreiðarsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Tómasar Þorvaldssonar Gnúpi, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Víðihlíð í Grindavík. Eiríkur Tómasson Katrín Sigurðardóttir Gunnar Tómasson Rut Óskarsdóttir Stefán Þorvaldur Tómasson Erla Jóhannsdóttir Gerður Sigríður Tómasdóttir Jón Emil Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir mín og frænka okkar, Vigfúsína (Sína) Bjarnadóttir Hrafnistu, Reykjavík, áður Vífilsgötu 20, Reykjavík, sem lést 10. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 11.00. Fyrir hönd annarra ættingja, Ingibjörg Bjarnadóttir Elsa Margrét Níelsdóttir Guðmundur Elías Níelsson Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Örn Clausen hæstaréttarlögmaður Blikanesi 3, Garðabæ, sem andaðist að kvöldi 11. desember, verður jarðsung- inn föstudaginn 19. desember kl. 13.00 frá dómkirkj- unni í Reykjavík. Guðrún Erlendsdóttir Ólafur Arnarson Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Guðrún Sesselja Arnardóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Þorsteinn Guðbjörnsson og barnabörn. Samverustund vegna fráfalls ástkærrar konu minnar, móður okkar, stjúpu, tengdamóður, ömmu og langömmu, Önnu Margrétar Jónsdóttur Þórhólsgötu 1, Neskaupstað, sem lést föstudaginn 5. desember á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað, verður í kirkju óháða safnaðarins fimmtudaginn 18. desember kl. 15.00. Gísli Sævar Hafliðason Jón Rafn Högnason Hansína B. Einarsdóttir Jóna Rebekka Högnadóttir Þorgeir A. Þorgeirsson Pétur Hafsteinn Högnason Vivienne Högnason Katrín Sól Högnadóttir Jón Hjörtur Jónsson Kristján Tryggvi Högnason Fjóla Karlsdóttir Waldorff Margrét Högnadóttir Ríkarð Ó. Snædal Anna Sigurborg Högnadóttir Michael Dahl Clausen Sigríður Högna Högnadóttir Hjálmar Hjálmarsson Elín Guðrún Jóhannsdóttir Rósa Kristín Gísladóttir Georg J. Júlíusson Ólöf Anna Gísladóttir Grétar Hallur Þórisson Hafdís Hrund Gísladóttir Pétur Húni Björnsson ömmubörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, Lára Kristín Sigurðardóttir Laugateigi 54, Reykjavík, sem andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 9. desember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. desember klukkan 13.00. Skúli Þór Magnússon Guðrún Jóhannesdóttir Árni Magnússon Jóhanna Magnúsdóttir Óskar Margeirsson Trausti Magnússon veitingamaður andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði 2. desember. Útförin hefur farið fram. Auður Traustadóttir Sigrún Magnúsdóttir Trausti Gylfason Snjólaug Jónsdóttir Gísli Rúnar Gylfason Agnes Ýr Sigurjónsdóttir Kristín Margrét Gylfadóttir Baldur Vigfússon og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jónheiðar Bjargar Guðjónsdóttur Krummahólum 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks á Landspítala Háskólasjúkrahúss B7 og Heimahjúkrunar fyrir alúð og umhyggju henni til handa. Steinar Ásgrímsson Patricia Otman Egill Ásgrímsson Svava Svavarsdóttir Jón Þór Ásgrímsson Arnleif Alfreðsdóttir Guðjóna Ásgrímsdóttir Jón Magni Sigurðsson Ólafur Ásgrímsson Hanna Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.