Fréttablaðið - 17.12.2008, Page 52

Fréttablaðið - 17.12.2008, Page 52
24 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Stórsveit Reykjavíkur heldur árlega jóla- tónleika sína á morgun kl. 20.30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tvö verkefni eru á dagskrá. Annars vegar flytur Stórsveitin svítu úr Hnotubrjótnum eftir Tsjaíkovskí í þekktri útsetningu Duke Ellington og Billy Stra- yhorn frá árinu 1960. Hins vegar kemur Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú – fram sem einsöngvari með sveitinni í fyrsta sinn og syngur nýjar jólaútsetningar eftir tvo hljómsveitarmeðlimi, Stefán S. Stefánsson og Kjartan Valdemarsson. Hún sest þá í röð þekktra söngvara íslenskra sem lagt hafa stórhljómveitinni lið, en skammt er síðan Ásbjörn Kristinsson söng með bandinu. Stjórnandi á þessum tónleikum er Sigurður Flosason. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir en meginstyrktaraðili hljómsveitarinnar er Reykjavíkurborg. - pbb Hnotubrjótssvíta og Diddú TÓNLIST Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona syngur í ráðhúsinu í kvöld. S N Y R T I S T O F A N L a u g a v e g u r 6 6 , 2 . h . S í m i 5 5 2 2 4 6 0 Snyrtistofan salon ritz býður Ingibjörgu Ósk velkomna til starfa. Sími 552-2460 Brazilíst vax í des 3900.- Gufugleypir DK450E Ryðfrítt stál. Breidd: 60 cm. Afstillingar: 3. Hljóðstig (max.): 58 dB(A). Afkastageta með kolasíu: 450 m3/klst. Þvermál loftops: 15 sm. Gorenje veggháfur Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 P IP A R • S ÍA • 8 23 41 PJAKKAR Íris Bjarnadóttir ÍSLENSK BARNAFÖT Þórsgötu 13 Opið 12 til 22 17. til 23. des s. 6983066 www.pjakkar.is Auglýsingasími – Mest lesið GERÐUBERG www.gerduberg. is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 17. desember 2008 ➜ Leiklist Rétta leiðin Barna- og unglingaleikhúsið Borgarbörn sýnir jólasöngleik í Iðnó við Vonarstræti. Í dag verða sýndar tvær sýn- ingar, sú fyrri kl. 9 en hin seinni kl. 10.30. ➜ Tónleikar 20.00 Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar halda aðventutónleika í Fríkirkjunni þar sem leikin verða verk eftir Donizetti, Gounod og Mozart auk þekktra laga sem tengjast jólun- um. 20.00 Ragnheiður Gröndal og hljómsveit verða með tónleika í Bæjar bíói við Strandgötu í Hafnarfirði. 20.00 Kór Menntaskólans í Reykjavík heldur tónleika í Seltjarn- arneskirkju við Kirkjubraut, þar sem á efnisskránni verður kirkjutónlist eftir íslensk tónskáld. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlög- um í sjóð kórsins. 20.30 Bubbi Morthens verður með tónleika í Hlégarði við Háholt í Mos- fellsbæ þar sem hann flytur nýtt efni í bland við eldra. 20.30 Stórsveit Reykjavíkur heldur jólatónleika í Ráð- húsi Reykjavíkur. Gestur tónleikanna verður Sigrún Hjálmtýsdóttir. Stjórnandi er Sigurð- ur Flosason. Aðgang- ur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. 21.00 Ómar Guðjónsson Tríó held- ur síðustu tónleika sína á þessu ári á Rósenberg við Klapparstíg. ➜ Uppákomur 11.00 Jólasveinarnir koma við á Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu, alla daga fram að jólum. Í dag kemur Askasleikir til byggða. Aðgangur ókeypis. 12.34 Lifandi jóladagatal í Norræna húsinu við Sturlugötu. Í dag verður sautjándi glugginn opnaður. Í gær voru Transyl Kid í glugganum. Hver skyldi vera þar í dag? ➜ Myndlist Skaftfell Miðstöð myndlistar á Seyðis- firði Goddur sýnir verk í sýningarsal Skaftfells. Á vesturveggnum sýnir Hjálm- ar Níelsson. Opið mið.-fim. kl. 13-17 og föst.-sun. kl. 13-20. Í veitingastofu Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu, stendur yfir sýning á teikningum eftir Jón Baldur Hlíðberg af kynjaskepnum úr íslenskum þjóðsögum. Opið alla daga frá kl. 11 til 17. Í START ART við Laugaveg 12b sýnir Sig- rún Eldjárn í Forsal, Hrafnhildur Sigurð- ardóttir á Loftinu, Lára Garðarsdóttir í Vestursal niðri, Sigrún Sigvaldadóttir á Ganginum og START ART hópurinn í Austursal niðri. Opið kl. þri.-lau. 13-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is kl. 20 Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar halda sína árlegu aðventu- tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20.00. Leikin verða verk eftir Donizetti, Gounod og Mozart en auk þess nokkur þekkt lög sem tengjast jólunum. Þetta er 28. árið í röð sem Blásarakvintettinn heldur aðventutónleika en fyrstu tónleikarn- ir vorðu haldnir 17. desember 1981. Á fimmtudagskvöldið var enn ein frumsýningin í Hafnarfjarðarleik- húsinu. Úti gnauðuðu vindar og rigningin buldi á þakinu og var engu líkara en að leikhúsið allt tæk- ist á loft. Inni var allt á rúi og stúi því þrír iðnaðarmenn voru að gera í stand íbúð fyrir einhvern nýríkan Nonna sem hafði komið sér fyrir á Balí. Hér voru þrjár útteygðar klisjur gerðar að svipmyndum af mönnum sem hafa það fyrir starf að gera í stand og stússast með hamar í hendi. Þetta var ekki leiðinlegt þó svo að ekkert hafi gerst né heldur eiginleg framvinda verksins nokk- ur að heita mætti. Handritið var í höndum hópsins. Fyrirliðinn sem skráir þetta litla kompaní á nafn sem hinum þykir bæði kerlingalegt og lummó er leikinn af Finnboga Þorkatli Jóns- syni og var hann trúverðugur sem þessi reddaratýpa sem engu kemur í verk þó svo að kynningin í upphafi á fyrirætlunum hans og lífi og löng- unum hafi verið of löng og raunar óþörf. Páll Sigþór Pálsson leikur hold- gerving hins fullkomna iðnaðar- manns. Tepruskapur og grenju- skjóðuháttur er ljósár frá þessum manni. Páll á marga frábæra spretti og hefur góða sviðsnærveru og ein- stakt vald á líkamanum. Honum tókst að stækka sig út fyrir ramma sviðsins. Páll er menntaður í Guild- ford School of Acting í Englandi og Finnbogi er menntaður í Dan- mörku, það breytir ekki því að báðir þessir leikarar eru með frá- bæra framsögn og kunna að beita röddinni vel. Þriðji aðilinn í þessu iðnaðar- mannaliði er ungur frændi hins karlmannlega og er hann nú heldur aulalegur og lítill verkmaður. Kann varla að sópa hvað þá meira. Bjarni Snæbjörnsson fer með það hlut- verk og er hann á köflum spreng- hlægilegur með hollningu hengil- mænunnar. Bjarni útskrifaðist úr Listaháskólanum 2007. Um leik- stjórnina sá Árni Kristjánsson sem einnig er nýútskrifaður úr Listahá- skólanum. Hér er á ferðinni smá- verk með skýrt afmörkuðum per- sónum og heldur skemmtilega útfærðum skiptingum milli atriða, dansi líkust. Um lýsinguna sá Garð- ar Borgþórsson og hljóðin vann Lydía Grétarsdóttir. Þetta var allt saman haglega unnið einkum og sérílagi veggurinn sem er í eins konar leikrænu hlutverki í verkinu. Það á að fjarlægja hann og það virðist eins og félagarnir séu að safna kröftum til verksins og þegar þeir loksins eru búnir að berja hann niður kemur boð frá eigandanum um að hann eigi bara að standa. En reddarinn reddar sér alltaf og hér í þessu verki deyr hann ekki ráðalaus þó að ráðin séu sársauka- full. Hann hafði náð sér í svona ljómandi góða slysatryggingu og með því að fá félaga sinn til þess að brjóta á sér hendina getur hann krækt sér í væna summu. Gerir hann það eða gerir hann það ekki, það verða áhorfendur að finna hjá sjálfum sér eftir æsi- spennandi átök með sleggjuna á lofti í lokin. Þótt hér hafi nú ekki verið um neitt leikrænt stórlistaverk að ræða var þetta engu síður skemmi- legri sýning en margar aðrar og vonandi flýja þessir iðnaðarmenn ekki land heldur halda áfram á þessari braut sem byrjar vel. Elísabet Brekkan Með hamar í ástverki LEIKLIST Iðnaðarmannaleikhúsið frumsýnir í samvinnu við Hafnarfjarðarleik- húsið Ástverk ehf. Leikarar: Páll Sigþór Pálsson, Finnbogi Þorkell Jónsson, Bjarni Sæmundsson Leikstjóri: Árni Kristjánsson ★★ LEIKLIST Þrír iðnaðarmenn eiga að rífa vegg.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.