Fréttablaðið - 17.12.2008, Qupperneq 54
26 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR
folk@frettabladid.is
> BLACK Í THE OFFICE
Gamanleikarinn Jack Black verður
í gestahlutverki í bandarísku útgáf-
unni af The Office á næsta ári.
Þátturinn, sem er klukku-
tíma langur, verð-
ur sýndur 1. febrúar
skömmu eftir Super
Bowl-úrslitaleikinn í
ruðningi.
„Þetta er alveg ótrúlegt. Ég get ekki
annað en bara brosað yfir þessu,“ segir
Kristinn Gunnar Blöndal, eða Bob
Justman, einn seinheppnasti tónlistar-
maðurinn sem gefur út fyrir þessi
jól.
Fyrsta sólóplata Bob Justman,
Happiness and Woe, hefur verið
tíu ár í smíðum og þegar loksins
leit út fyrir að hún kæmi út
fyrir tveimur mánuðum
skall kreppan á með öllum
sínum vandkvæðum. Platan
tafðist í framleiðslu úti í
löndum og þegar fyrsta
upplagið kom loksins til
landsins fyrir skömmu var það
gallað. „Diskurinn sjálfur var
bilaður, það voru bara í lagi lögin
frá eitt til fjögur. Þetta er stórfurðu-
legt, ég hef aldrei heyrt um neitt svona
áður,“ segir Kristinn.
Spurður hvort einhver bölvun sé á
plötunni segir hann að svo gæti vel
verið. „Einu sinni vorum ég og Gunni
Tynes í stúdíói að fara að mixa plötuna.
Það var stormur í borginni en við
fórum samt og ætluðum að klára hana.
Þegar við komum segi ég við hann að
ef rafmagnið fari þá sé bölvun á þessu
verkefni. Fimm mínútum seinna fór
rafmagnið,“ segir hann. „Svo er það
þannig að bara allt sem getur komið
fyrir, það kemur fyrir.“
Kristinn ætlar að fara þetta á
seiglunni og er sannfærður um að
platan komi út fyrir jól. „Núna er þetta
úr mínum höndum. Þetta er ekki ég
lengur og hætti að vera það fyrir
löngu. Þetta er bara fyndið.“ - fb
Bölvun á plötu Bob Justman
BOB JUSTMAN Kristinn Gunnar Blöndal bíður
enn eftir því að sín fyrsta sólóplata komi út.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Þetta heppnaðist mjög vel, hópur-
inn söng nokkur lög og seldi fullt af
diskum,“ segir Ingveldur Ýr Jóns-
dóttir, þjálfari og söngstjóri Blik-
andi stjarna, sem fagnaði útgáfu
samnefndrar plötu síðastliðið
fimmtudagskvöld í Hinu húsinu.
„Það mættu margir sem hafa komið
að starfi hópsins á fimmtudaginn
auk annarra gesta, en þar á meðal
voru Edda Björgvinsdóttir og
Helga Braga, systir mín,“ bætir
hún við.
Blikandi stjörnur hafa starfað á
vegum Hins hússins síðan árið 2000
undir stjórn Ingveldar og komið
víða fram, bæði hérlendis og á
erlendum listahátíðum fatlaðra.
Hópurinn hefur unnið til ýmissa
verðlauna, þau hafa meðal annars
fengið viðurkenningu Reykjavík-
urborgar og atriði þeirra var valið
úr hópi 40.000 atriða af Evrópu-
sambandinu 2003 og hlutu þau
verðlaun sambandsins í kjölfarið.
„Diskurinn er svona þversnið af
því sem Blikandi stjörnur hafa
verið að flytja, þá aðallega þekkt
íslensk dægurlög. Þau gefa út sjálf
en upptökur og útsetningu annaðist
Magnús Kjartansson auk valin-
kunnra tónlistarmanna,“ segir Ing-
veldur. - ag
Blikandi stjörnur fögnuðu
Lagið Really Wild af nýjustu plötu
JJ Soul Band, Bright Lights, var á
dögunum tilnefnt til Hollywood
Music-verðlaunanna. Lagið náði
þó ekki að bera sigur úr býtum
þegar verðlaunin voru afhent í
síðasta mánuði.
Áður hafði lagið Getting Colder
By the Year af sömu plötu hlotið
tilnefningu til Los Angeles Music-
verðlaunanna fyrir ári síðan.
Lagið That Kinda Man með JJ
Soul Band komst jafnframt í
úrslit í 100% Music Songwriting-
keppninni fyrr á árinu. Í þeirri
keppni hlaut einnig lag Ingva
Þórs Kormákssonar úr JJ Soul
Band og Friðriks Erlingssonar,
Tonight My Love, fyrstu verðlaun
í funk/latin/reggae/world-flokki
og líka þriðju verðlaun í allri
keppninni óháð tegund tónlistar.
Það er Guðrún Gunnars sem
syngur enska útgáfu lagsins en
Eivör Pálsdóttir söng íslensku
útgáfuna í Söngvakeppni Sjón-
varpsins árið 2003.
Meðlimir JJ Soul Band eru, auk
Ingva Þórs, breski söngvarinn og
lagahöfundurinn JJ Soul, Eðvarð
Lárusson gítarleikari, Stefán Ing-
ólfsson sem leikur á bassa,
trommuleikarinn Steingrímur Óli
Sigurðarson og Agnar Már
Magnússon á hljómborð. - fb
Vekja athygli vestra
JJ SOUL BAND Lög af nýjustu plötu JJ
Soul Band, Bright Lights, hafa hlotið
mikla athygli að undanförnu.
BLIKANDI STJÖRNUR SUNGU
Blikandi stjörnur tóku lagið í Hinu húsinu á fimmtu-
dagskvöldið þar sem þau fögnuðu nýútkominni
plötu sinni. Ingveldur Ýr var ánægð með útkomuna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Leynast Atomic skíði
í þínum jólapakka?
Bakpokar og
gönguskór Í
miklu úrvali
Hitabrúsar
1L á 3.495
0,75L á 2.995
0,5L á 2.495
Göngustafapar
frá 5,995.-
GEFÐU HLÝJA JÓLAGJÖF
ALPARNIR
Íslensku
F a x a f e n i 8 • 1 0 8 R e y k j a v í k • S í m i 5 3 4 2 7 2 7 • e - m a i l : a l p a r n i r @ a l p a r n i r . i s • w w w . a l p a r n i r . i s
Mikið úrval af
útivistar-, kulda-, skíða- og snjóbrettafatnaði
á konur, karla, unglinga og börn með 20% afsl.
Frá
bæ
r
jóla
tilb
oð
í
des
em
ber
skíðapakkar
með 20% afsl.
HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA