Fréttablaðið - 29.12.2008, Page 6
6 29. desember 2008 MÁNUDAGUR
UTANRÍKISMÁL Á fundi utanríkis-
ráðherra Nató í Brussel í byrjun
mánaðarins var samþykkt álykt-
un þar sem eldflaugavarnir voru
sagðar hluti varnarvígbúnaðar
bandalagsins. Viðurkennt er að
„fyrirhugaðar gagneldflauga-
stöðvar Bandaríkjanna í Evrópu
eru mikilvægt framlag til vernd-
ar bandalagsríkjunum“. Kannað-
ir séu leiðir til að „tengja getu
þess kerfis við núverandi eld-
flaugavarnarkerfi Nató til að
tryggja að það verði samþættur
hluti þeirra kerfa sem í framtíð-
inni munu tryggja varnir Nató í
heild“.
Ekki náðist í utanríkisráðherra,
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur,
vegna málsins, þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir. Kristrún Heimis-
dóttir, aðstoðarmaður ráðherra,
segir hins vegar að Ísland sé í
hópi þeirra ríkja sem hafi lýst
yfir efasemdum um málið.
„Utanríkisráðherra hefur ekki
stutt þetta mál og Ísland var í
hópi þeirra ríkja sem lögðu
áherslu á að þessir samningar
fengu ekki stóran sess í yfirlýs-
ingunni frá Brussel, en rétt er að
halda til haga að utanríkisráð-
herra sótti þann fund ekki.“ Ingi-
björg Sólrún sat þó fundinn í
Búkarest í vor þar sem sams
konar yfirlýsing var samþykkt og
fulltrúi Íslands skrifaði undir
yfirlýsinguna í Brussel.
„Við höfum skipað okkur í lið
með Norðmönnum, Þjóðverjum
og fleiri þjóðum sem hafa lýst
yfir efasemdum um þessi mál,“
segir Kristrún. Hún segir aðferða-
fræðina sem að baki eldflauga-
vörnunum býr ekki treysta sam-
eiginlegt öryggi í Evrópu og víðar.
„Utanríkisráðherra hefur aldrei
skipað sér í flokk þeirra sem vilja
magna, í orðum eða verki, kalda-
stríðsnálgun gagnvart Rúss-
landi.“
Þrír þingmenn Vinstri grænna
hafa lagt fram tillögu til þingsá-
lyktunar um að Alþingi feli ríkis-
stjórninni að „leggjast eindregið
gegn áformum Bandaríkjanna og
eftir atvikum NATO um að koma
upp eldflaugavarnarkerfi í
Austur-Evrópu.
Í tillögunni segir að uppsetning
slíks eldflaugavarnarkerfis stuðli
ekki að friðsamri sambúð þjóða.
„Þvert á móti eru eldflaugavarnir
líklegar til að stuðla að frekari
vígbúnaði almennt, en einkum þó
í þeim löndum sem þær beinast
sérstaklega gegn, samanber
vígbúnaðarkapphlaupið á seinni
hluta 20. aldarinnar.“
kolbeinn@frettabladid.is
Ráðherra efast um
eldflaugar í A-Evrópu
Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hafa lýst efasemdum um eldflaugavarnakerfi
Bandaríkjanna í Austur-Evrópu. Ísland hefur þó undirritað yfirlýsingar þar sem
kostir kerfisins eru tíundaðir. Vinstri grænir hafa lagt fram frumvarp um málið.
Í BÚKAREST Forsætis- og utanríkisráðherra sátu fund Nató í Búkarest þar sem gagn-
semi eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna í Austur-Evrópu var viðurkennt. Aðstoðar-
maður utanríkisráðherra segir ráðherra þó ekki styðja málið. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN ÞÓR
Eyðir þú minna í flugelda í ár
en í fyrra?
Já 73,6%
Nei 26,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Hefur kjararáð lækkað laun
þingmanna og ráðherra nægi-
lega mikið?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJARAMÁL Grunnatvinnuleysis-
bætur hækka um 13.500 krónur
frá og með 1. janúar.
Bæturnar hækka til samræmis
við lægstu laun á almennum
vinnumarkaði, samkvæmt
yfirlýsingu ríkisstjórnar frá í
febrúar. Grunnatvinnuleysisbæt-
ur verða eftir hækkunina 149.523
krónur á mánuði. Hámarkstekju-
tengdar bætur hækka í 242.636
krónur á mánuði, en bæturnar
eru tekjutengdar í þrjá mánuði
eftir 10 daga frá umsókn og
miðað við 70 prósent meðallauna
sex mánaða tímabils. - kóp
Hækkun bóta flýtt:
Atvinnuleysis-
bætur hækka
ÁRAMÓTABRENNUR Alls verða tíu
áramótabrennur í Reykjavík um
þessi áramót.
Eins og um síðustu áramót verða
fjórar stórar brennur í Reykjavík.
Þær verða við Ægisíðu, Geirsnef, í
Gufunesi vestan Rimahverfis og
við Rauðavatn.
Litlar brennur verða við Suður-
hlíðar neðan við Fossvogskirkju-
garð, við Suðurfell, við Kléberg á
Kjalarnesi, í Skerjafirði gegnt
Skildingarnesi 44 til 46, vestan
Laugarásvegar móts við Valbjarn-
arvöll og í Ártúnsholti sunnan
Ártúnsskóla.
Af brennunum tíu eru sjö svo-
nefndar borgarbrennur sem þýðir
að þær eru alfarið á ábyrgð Fram-
kvæmda- og eignasviðs Reykja-
víkurborgar. Brennan við Rauða-
vatn er á ábyrgð Fylkis, brennan í
Skerjafirði á ábyrgð Hverfa-
félagsins Skjaldar og brennan í
Ártúnsholti á ábyrgð íbúasamtaka
Ártúnsholts.
Starfsmenn hverfastöðva Fram-
kvæmda- og eignasviðs verða við
móttöku og uppröðun í bálkesti
frá og með deginum í dag. Hætt
verður að taka á móti efni í brenn-
urnar þegar kestirnir verða orðnir
hæfilega stórir eða í síðasta lagi
klukkan 12 á gamlársdag.
Kveikt verður í klukkan 20.30 á
gamlárskvöld. - ovd
Stærstu brennurnar í Reykjavík verða við Ægisíðu, Geirsnef, í Gufunesi og við Rauðavatn:
Kveikt verður í tíu brennum um áramót
ÁRAMÓTABRENNUR Í REYKJAVÍK ÁRAMÓTIN 2008-2009
Ægisíða
Kjalarnes
Kléberg
Skerjafjörður
Suðurhlíðar
Laugarásvegur Gufunes
Ártúnsholt
Fylkisbrenna
Geirsnef
Suðurfell
ORKUMÁL Hafist verður handa
eftir áramót við að grafa þró á
botni Hafrahvammsgljúfurs,
neðan við Kárahnjúkastíflu. Er
ætlunin að útbúa manngerðan hyl
fyrir yfirfallsfoss virkjunarinnar
með þró og steyptri stíflu.
Um 90 metra hár foss rennur
framhjá Kárahnjúkavirkjun
þegar Hálslón fyllist á haustin.
Sigurður St. Arnalds, talsmaður
Kárahnjúkavirkjunar, segir að
alltaf hafi staðið til að útbúa
manngerðan hyl fyrir fossinn.
Það hafi verið talið heppilegra en
að láta hann grafa stjórnlaust
sinn eigin hyl. Ekki verði
aukakostnaður af þessu. - bj
Vinna við Kárahnjúkavirkjun:
Grjót hreinsað
af gljúfurbotni
VIRKJUN Landsvirkjun hefur tekið að sér
lokafrágang við vinnubúðir Impregilo.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BANDARÍKIN, AP Fjölskylda í
Pennsylvaníu í Bandaríkjunum
áttaði sig ekki á því að hún væri
með jólagest í heimsókn fyrr en
ókunnugur maður kom niður af
háaloftinu, íklæddur fötum
fjölskyldumeðlima.
Talið er að Stanley Carter hafi
dvalið á háalofti fjölskyldunnar
frá því fyrir jól. „Þegar hann kom
niður af háaloftinu var hann í
buxum af dóttur minni og skóm
af mér,“ segir Stacy Ferrance.
Hún segir manninn hafa stolið
mat, fartölvu og tónlistarspilara.
Maðurinn hélt lista yfir allt sem
hann stal, sem var með yfirskrift-
inni „Óskalisti Stanleys“. - bj
Óboðinn gestur á háalofti:
Í góðu yfirlæti
yfir jólin
KÍNA, AP Fyrstu vegagöngin undir
Yangtze-ána í Kína voru opnuð í
gær. Vinna við göngin hefur tekið
rúmlega fjögur ár og þau eru um
þrír og hálfur kílómetri á lengd.
Göngin tengja saman Wuchang
og Hankou-hverfin í borginni
Wuhan, þar sem átta milljónir
manns búa. Þau munu stytta
ferðatíma og greiða úr umferðar-
flækjum. - þeb
Tímamót í Kína:
Fyrstu göngin
undir Yangtze
YANGTZE Áin liggur þvert yfir stærstu
héruð landsins og er líflína tugmilljóna
Kínverja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJÖRKASSINN