Fréttablaðið - 29.12.2008, Page 20
Í Cornwall á Englandi er siður að
setja kol og silfurpeninga fyrir
framan útidyrnar á nýársnótt.
Það á að tryggja íbúum hússins yl
og næga peninga út árið.
Í Þýskalandi nota menn
lauka til að spá fyrir um veðr-
ið á nýja árinu. Sex laukar
eru skornir í tvennt og salti
dreift í sárin. Hver helming-
ur stendur fyrir einn mánuð
ársins. Eftir nokkrar
klukkustundir eru laukarn-
ir skoðaðir. Ef saltið hefur
horfið inn í laukinn
þýðir það vætusama
mánuði. Ef saltið er
enn utan á lauknum
þýðir það hita og þurr-
viðri.
Á nýársdag í Grikk-
landi er borin á borð
sérstök kaka sem heit-
ir Vassilopitta. Í
kökunni er silfur- eða
gullpeningur. Sá sem
finnur peninginn mun
eiga gæfuríkt ár.
Á Spáni er siður að
borða tólf vínber á miðnætti á
gamlárskvöld, eitt í hvert skipti
sem klukkan slær. Fæstum tekst
að koma niður tólf vínberjum á
tólf klukkuslögum, en siðurinn
vekur kátínu þar sem fólk óskar
hvert öðru gleðilegs árs með
fullan munn af vínberjum.
Í Austurríki borða menn svína-
kjöt á nýárskvöld, vegna þess að
svín eru svo dugleg að róta sér
áfram. Sælgæti er líka borið fram
í formi grísa og svína. Humar er
ekki borðaður á gamlárskvöld, en
neysla hans boðar afturför á
árinu.
Í Brasilíu er því trúað að
linsubaunajurtin tákni
ríkidæmi og linsubauna-
súpa er borðuð á nýársdag
eða linsubaunir og hrís-
grjón.
Á Filippseyjum hoppa
börnin tíu sinnum meðan
klukkan slær tólf, en
það þýðir að þau muni
stækka meira á nýja
árinu.
Í Rúmeníu trúa menn að
dýrin fái mál um miðnætti,
en sömuleiðis að það boði
ógæfu að heyra þau tala.
Á nýársdag í Egyptalandi
mega allir klæðast skærum
fötum, jafnvel stúlkurnar sem
klæðast yfirleitt svörtu.
Börnum er einnig
gefið nammi en strák-
arnir fá nammi í lag-
inu eins og strákur
á hestbaki en
stelpur fá nammi
í laginu eins og
stelpa í kjól.
Á gamlársdag í
Víetnam er planta, lík
bambusplöntunni, gróð-
ursett í garði fjölskyldna.
Fjölskyldur skreyta síðan plönt-
una með bjöllum, blómum og
rauðum borðum til að vernda fjöl-
skylduna gegn illum öndum.
Í Mexíkó eru konur í rauðum
nærfötum á áramótum, en það
eykur líkurnar á að þær finni
ástina á nýju ári.
Sérstæðir áramótasiðir
Siðir um áramót geta verið skondnir og skemmtilegir. Til dæmis er til siðs á Spáni að borða tólf vínber á
miðnætti á gamlársdag en á Filippseyjum hoppa börnin tíu sinnum meðan klukkan slær tólf.
KAMPAVÍN er vinsælt að skála í klukkan tólf á gamlárskvöld.
Bera á kampavín fram í háum, grönnum glösum því þá haldast
loftbólurnar lengur í víninu og bragðgæðin haldast betur en ef
vínið er borið fram í lágum og víðum glösum.
Í Austurríki er borið fram sælgæti í formi
grísa og svína því svín eru svo dugleg að
róta sér áfram.
Á Spáni er
siður að
borða tólf
vínber á
miðnætti
á gamlárs-
kvöld.
Í Mexíkó
eru konur í
rauðum nær-
fötum til að auka líkur á
að þær finni ástina.