Fréttablaðið - 29.12.2008, Page 40

Fréttablaðið - 29.12.2008, Page 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Landsprent Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Í dag er mánudagurinn 29. desember, 364. dagur ársins. 11.21 13.30 15.39 11.37 13.14 14.53 Viltu giftast mér, ástin mín? Vinur minn hefur í töluverðan tíma íhugað að biðja sér konu. Ekki þó bara einhverrar kven- sniftar, heldur hinnar einu og sönnu. Reyndar hafa þau tvö prufukeyrt hjónalífið í heilan ára- tug með býsna vel heppnaðri sam- búð og uppeldi tveggja barna, svo varla hefur hann að ráði óttast hryggbrot. En framkvæmdina þurfti samt að hugsa í þaula og ekki flana að neinu því þetta eina bónorð ævinnar skyldi vera full- komið. AF EINHVERJUM ástæðum hafði formleg hjónavígsla lítið borist í tal hjá skötuhjúunum en um hríð hafði heitmeyna grunað af kvenlegu innsæi einhverjar ráðagjörðir. Jafnvel var hún í aðra röndina farin að bíða eftir að unn- ustinn léti til skarar skríða, til dæmis við rómantíska máltíð á veitingahúsi og hugboð hennar var rétt; dag og nótt smíðaði hann í huganum allskyns flókin plott en lét svo ekki verða af. Fannst þegar á hólminn var komið eitthvað asnalegt að lauma trúlofunarhring í desertinn eða láta bláókunnugt fólk verða vitni að stóru stundinni. Kannski var hann einu sinni eða tvisvar á nippinu með að láta vaða, með hringinn í vasanum og allt. Einhvern veginn var bara aldrei rétti tíminn. VEKJARAKLUKKAN sveik þegar síst skyldi, á aðfangadags- morgun. Í stað þess að vakna í bítið til að ljúka síðustu verkunum áður en jólin skyllu á, klára tiltekt og skreppa út eftir grænum baun- um og gjöfinni sem gleymdist að kaupa, svaf fjölskyldan kirfilega yfir sig. Húsmóðirin – unnustan, altso – hrökk upp með andfælum um miðjan morgun og í æsingi yfir tímahrakinu vakti hún afgang- inn af fjölskyldunni með miklum látum. Á undraskömmum tíma sviptist heimilið úr ljúfum svefn- rofum í dauðans uppnám yfir því að jólin væru ónýt og engar græn- ar baunir til í kotinu. Stóra barnið flýtti sér að kveikja á sjónvarpinu og stilla á hæsta styrk til að yfir- gnæfa gjammið í móður sinni sem úfin á náttkjólnum gaf fyrirskip- anir hægri vinstri en litli barn- unginn æpti og hrein og vildi fá morgunverðinn framreiddan ekki síðar en strax. EINMITT þá var töfrastundin runnin upp. Með stírurnar í aug- unum seig biðillinn niður á hnén í sængurvöndulinn á gólfinu og fastnaði sér umbúðalaust hönd unnustunnar við háværan undir- leik sjónvarpsins og litla svanga gríssins. Lifi þau hamingjusöm til æviloka. Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.