Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 33,4% 70,7% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Fréttablaðið er með 112% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ... alla daga Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008. ÞRIÐJUDAGUR 30. desember 2008 — 356. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég er að vinna á starfsstöð fyrir geðfatlaða á gamlársdag, en þar starfa ég aðra hverja helgi og svo einstaka helgidaga. Eftir vinnu fer ég svo heim að elda, en eftir nokkrar bollaleggingar komumst við fjölskyldan að þeirri niður- stöðu að hafa pörusteik í matinn á gamlársdag. Reyndar gerum viðmatinn saman þótt étjó Ólafur, Með dauðann á hælunum, sem kemur út í október á næsta ári. Áramótin eru því kærkomin hvíld. „Þetta verður rosalega gott,“ segir hún og bætir við að gamlárs-kvöld sé þó að mestu leyti óplanað. Helst standi til að horfa á Ska iðásamt fjöl ætlar því að eftirláta fjölskyld-unni að skjóta nokkrum upp meðan hún fylgist með út um gluggann. Hins vegar geti vel farið að fjöl- skyldan skelli sér saman á brennu. „Já, enda orðið nokkuð langt síðanmaður hefur g þ Fer að vilja barnanna Kristlaug María Sigurðardóttir rithöfundur ætlar að hafa það notalegt um áramótin ásamt fjölskyldunni. Eldamennska, áhorf á ávarp Danadrottningar og heimsókn á brennu er meðal annars á dagskránni. „Við erum eiginleg aldrei með sama matinn á gamlárskvöld. Einu sinni var ég með uppskrift að grænmetisrétti sem eiginmaður Kolbrúnar Halldórsdóttur hafði gefið í einhverju blaði og ég varð að hringja í hann til að fá nánari ráðleggingar,“ segir Kikka. MYND/ÚR EINKASAFNI ÖRYGGISGLERAUGU eiga allir að hafa þegar skotið er upp flugeldum, líka áhorfendur. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Blindrafélagið gefa 27.000 börnum öryggisgleraugu í ár og vilja hvetja almenning til að meðhöndla flugelda af ábyrgð. Umbo›s- og sölua›iliBirkiaska ehf.sími: 551 9239www.birkiaska.is Birkiaska VEÐRIÐ Í DAG KRISTLAUG M. SIGURÐARDÓTTIR Með Danadrottningu á gamlárskvöldi • áramótafagnaður Í MIÐJU BLAÐSINS áramótÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Upptökur í einu rennsliAndrés Indriðason rifjar upp gerð fyrsta áramótaskaupsins.BLS. 2 www.snakk.is ÁRAMÓT Léttir réttir, selskaps- leikir og sparifatnaður Sérblaðið Áramót FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Blús til heiðurs Rúnari Árlegir blústónleikar verða á Akranesi í kvöld. Rúnars Júlíussonar er sárt saknað. FÓLK 23 Riðan er alvarleg Þorsteinn Ólafsson tekur til starfa sem dýralæknir sauðfjár- og nautgripa- sjúkdóma frá og með áramótunum. TÍMAMÓT 17 BALTASAR KORMÁKUR Erlendur mun heita Martin Ford Bjartsýnn á endurgerð Mýrarinnar í Bandaríkjunum FÓLK 30 Pólitísk tregðulögmál „Komið var á fót hinni rándýru Varnarmálastofnun sem hefur forgang á fjárlögum yfir Lands- spítalann eða Háskóla Íslands“, skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 16 VINNUMARKAÐUR Embættismenn mótmæla launalækkun og minna á stjórnarskrárbundinn samnings- rétt launafólks til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarp til laga um launalækkun stjórnmálamanna og helstu embættismanna sem samþykkt var á Alþingi rétt fyrir jól. Viðskiptaráð hvetur til þess að kjararáð fái almenna heimild til að lækka laun þeirra sem undir kjara- ráð heyra. Skrifstofustjórar í menntamála- ráðuneytinu eru ósáttir við frum- varpið og mótmæla skerðingu launa. Þeir hafi setið eftir í launa- þróun en álag aukist. „Komi til skerðingar á kjörum skrifstofu- stjóra er því mikilvægt að það komi skýrt fram hvort gert verður ráð fyrir að þeir dragi úr vinnu- framlagi,“ segir í athugasemdum þeirra. Dómarafélag Íslands mótmælir því að heimilt sé að fela kjararáði að lækka laun dómara og segir að ekki geti komið til slíkrar launa- lækkunar nema samkvæmt ákvörð- un dómara sjálfra. Við ákvörðun um launakjör dómara verði að gæta að stjórnskipulegri kröfu um sjálfstæði þeirra og íhlutun lög- gjafans til launalækkunar sam- rýmist ekki grunnreglum um sjálf- stæði dómsvaldsins. Dómarafélagið bendir á að álag- ið á dómstólum aukist verulega á næstunni. „Þess er þegar farið að gæta í fjölgun gjaldþrotabeiðna og beiðna um greiðslustöðvanir. Þá er fyrirsjáanlegt að margs konar álitaefni verða borin undir dóm- stóla sem tengjast bankahruninu. Aukið vinnuálag að þessu leyti hefur sjálfkrafa í för með sér launalækkun hjá dómurum,“ segir í umsögninni. Félag starfsmanna Stjórnar- ráðsins telur „algerlega óviðun- andi ef ríkisstjórnin ætlar að draga frekar úr útgjöldum ríkis- sjóðs með inngripi í kjarasamn- inga“ eins og segir í athugasemd þeirra. Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins áréttar stjórnarskrárbundinn samningsrétt launafólks. „Ekki verður unað við það að Alþingi taki einhliða ákvörðun um breyt- ingar á kjörum félagsmanna,“ segir í umsögn félagsins. Launavísitalan hefur lækkað um rúmlega hálft prósent. Það er sterk vísbending um launaþróun- ina á almennum vinnumarkaði, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, for- seta ASÍ. Verið er að gera könnun á þróuninni og liggja niðurstöð- urnar fyrir á næsta ári. Búast má við að kjararáð taki ákvörðun um launalækkun æðstu embættismanna eftir áramót. - ghs Ríkisstarfsmenn mótmæla lækkun Félög æðstu embættismanna mótmæla launalækkun í umsögnum sínum til Al- þingis um frumvarp um launalækkun. Dómarar segja að frumkvæði að launa- lækkun verði að koma frá dómurum sjálfum. Skrifstofustjórar eru ósáttir. ÉL NYRÐRA Í dag verða norðan 5-10 m/s norðan og vestanlands, annars hæg breytileg átt. Snjó- koma eða él á landinu norðan- verðu og á Vestfjörðum, skúrir suðvestan til en styttir upp í dag. Frystir nyrðra. VEÐUR 4 4 -1 -2 -1 4 FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að ekkert hafi breyst í sambandi við hann og landsliðið. Hann segist alltaf hafa verið í góðu sambandi við landsliðsþjálf- arana og að núverandi landsliðs- þjálfari Íslands, Ólafur Jóhannes- son, hafi þegar reynst honum vel. Sjá Íþróttir bls. 26 /- óój Viðtal við Eið Smára: Vill glaður spila fyrir Ísland ÁRAMÓTABRENNAN Fólk er nú í óðaönn að safna í áramótabrennur, enda ekki mikill tími til stefnu. Palletturnar sem þessi bætti á brennuna við Ægisíðu munu án efa kæta brennugesti á miðvikudaginn. Í ár verða tíu brennur víðs vegar um borgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSTÓLAR Karlmaður um fertugt var í gær dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að misnota fósturdóttur sína. Stúlkunni voru dæmdar þrjár milljónir króna í skaðabæt- ur. Þar af greiðir sá dæmdi þrjá fjórðu hluta. Maðurinn braut ítrekað gegn dóttur sinni yfir þrjú ár, þegar hún var 11 til 14 ára gömul. Lögreglu barst ábending um brotið fyrir um ári og hóf rannsókn. Stúlkan er í dag tæpra 16 ára. Maðurinn var einnig ákærður fyrir brot gegn stúlkunni þegar hún var yngri en var sýknaður af þeim. - kóp Misnotaði fósturdóttur: Átta ára dómur fyrir misnotkun Enginn vissi af henni í Danmörku Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir skellti sér til Danmerkur og nældi sér í samning hjá Esbjerg. ÍÞRÓTTIR 26 FÉLAGSMÁL „Það hefur verið gríð- arlega mikið annríki hjá okkur í Kvennaathvarfinu í desember,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaat- hvarfsins. Hún segir aðsókn í aðstoð Kvennaathvarfsins vera meiri en áður. „Raunar hefur verið mjög mikið annríki hjá okkur allt árið en aukningin hefur samt verið enn meiri undanfarna mánuði,“ segir Sigþrúður. Hún segir aukninguna jafna meðal kvenna sem leita ráðgjaf- ar, koma í við- töl, hringja í neyðarsímann eða dvelja í athvarfinu. Að sögn Sig- þrúðar hefur samt verið fremur rólegt í Kvennaat- hvarfinu það sem af er jólum, tvær konur og þrjú börn dvöldu í athvarfinu fyrstu jóla- dagana. Annars segir Sigþrúður fjölda kvenna sem dvelst í athvarfinu yfir jól mjög breyti- legan. „Í fyrra voru mjög margar konur hjá okkur en árið þar á undan var ein kona svo þetta er mjög sveiflukennt,“ segir hún. „Við eigum alveg eins von á að það verði annríki hjá okkur áfram,“ segir Sigþrúður og bætir við að Kvennaathvarfið sé opið allan sólarhringinn auk þess sem neyðarsíminn, 561 1205, er opinn. - ovd Aðsókn í aðstoð Kvennaathvarfsins jókst mikið síðustu mánuði ársins: Annríki í Kvennaathvarfinu SIGÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ÚTGÁFA Markaðurinn, viðskiptarit Fréttablaðsins, kemur út á morgun. Upphaflega átti blaðið að koma út í dag en vegna tæknilegra örðugleika varð að fresta útgáf- unni. Í Markaðnum verður tilkynnt um val á manni ársins í íslensku viðskiptalífi auk þess sem valinkunnir menn munu gera upp árið. Markaðurinn verður prentað- ur í stærra broti en venjan er, enda er af nógu að taka í yfirliti um hræringar viðskiptalífsins á árinu. Viðskiptablað Fréttablaðsins: Markaðurinn á miðvikudaginn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.