Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 38
30. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR
STÓRKOSTLEGT EPÍSKT MEISTARAVERK
EFTIR
LEIKSTJÓRA MOULIN ROUGE
STÓRKOSTLEGT EPÍSKT MEISTARAVERK
EFTIR LEIKSTJÓRA MOULIN ROUGE
NÝTT Í BÍÓ!GLEÐILEG JÓL! GLEÐILEG JÓL!
SÍMI 462 3500
SÍMI 564 0000
12
12
L
10
12
7
L
12
SKOPPA OG SKRÍTLA Í BÍÓ * kl. 3.30 - 4.45
INKHEART ** kl. 6 - 8
AUSTRALIA kl. 6 - 9
THE DAY THE EARTH STOOD STILL kl. 10
FOUR CHRISTMASES kl. 4
* 27. - 28. kl. 2 - 3.30 - 4.45
** 27. - 28. kl. 2 - 6 - 8
L
10
12
7
AUSTRALIA D kl. 4.30 - 8
AUSTRALIA LÚXUS D kl. 1 - 4.30 - 8
SKOPPA OG SKRÍTLA Í BÍÓ D kl. 1 - 2.30 - 4 - 5.30
INKHEART kl. 1 - 3.20 - 5.40
THE DAY THE EARTH STOOD STILL D kl. 8 - 10.20
FOUR CHRISTMASES kl. 1 - 4 - 6 - 8 - 10
IGOR kl.1
QUANTUM OF SOLACE kl. 8 - 10.30
16
L
10
16
12
7
14
AUSTRALIA kl. 5.30 - 9
SKOPPA OG SKRÍTLA Í BÍÓ kl. 2.30 - 4
INKHEART kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20
TAKEN kl. 8 - 10
THE DAY THE EARTH STOOD STILL kl. 5.40 - 8 - 10.20
FOUR CHRISTMASES kl. 4 - 6
REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 3.20
SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000
12
16
16
12
16
AUSTRALIA kl. 3 - 6.30 - 10
THE DAY THE EARTH STOOD STILL kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20
ZACK AND MIRI MAKE A PORNO kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
QUANTUM OF SOLACE kl. 3 - 5.30 - 8
SAW 5 kl.10.20
500kr.
500 kr.
AÐEINS ÞÚ MUNT ALDREI TRÚA ÞVÍ
HVERNIG ÞETTA ENDAR!
EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ
ÞIG FYRIR
HÖRKUSPENNANDI MYND
ÚR SMIÐJU LUC BESSON
SÝNINGARTÍMARNIR GILDA FRÁ 26.DESEMBER - TIL OG MEÐ 30. DESEMBER
Bráðskemmtileg mynd þar sem heimur
galdra og ævintýra lifnar við
SELFOSS
AKUREYRI
KEFLAVÍKKRINGLUNNIÁLFABAKKA
BOLTI m/ísl. tali kl. 4 - 6 L
YES MAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 7
MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 4 L
DAY THE EARTH STOOD kl. 8 - 10:20 12
BOLT m/ísl. tali kl. 4 - 6 L
YES MAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 7
APPALOOSA kl. 10:20 16
ZACK AND MIRI MAKE A PORN kl. 8 16
MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 4 L
BOLT m/ísl. tali kl. 4 - 6 L
YES MEN kl. 6 - 8 - 10 7
MADAGASKAR 2 m/ísl. tali kl. 4 L
CITY OF EMBER kl. 8 7
TWILIGHT kl. 10 16
Láttu YES MAN koma þér og þínum í jólaskap, segðu já við
JÓLAGRÍNMYNDINNI Í ÁR
JIM CARREY ER HREINT STÓRKOSTLEGUR Í SINNI
BESTU GRÍNMYND SÍÐAN DUMB AND DUMBER
ROCKNROLLA Síðasta sýning ársins kl. 00:30 (Ekkert tilboð) 16
YES MAN
kl. 1:30 - 3:40 - 6 - 8D - 8:20 - 10:20D -10:40 7
YES MAN kl. 3:40 - 6 - 8:20 - 10:40 VIP
BOLTI 3-D m/ísl. tali kl. 2(3D) - 4(3D) - 6(3D) L
CITY OF EMBER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:40 7
TWILIGHT kl. 5:50 - 8 - 10:20 12
MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 2 - 4 L
MADAGASCAR 2 m/Ensku tali kl. 6 L
BODY OF LIES kl. 8:10 - 10:40 16
HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 3:40 L
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 2 L
DIGITAL
ROCKNROLLA (Ekkert tilboð) kl. 00:30 16
YES MAN DIGITAL
kl. 2 - 4:10 - 6:20 - 8 - 8:30 - 10:20 -10:50 7
BOLT 3-D m/ísl. tali kl. 2(3D) - 4(3D) L
BOLT 3-D m/Ensku tali kl. 6(3D) L
CITY OF EMBER kl. 6 7
MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 2 - 4 L
TWILIGHT kl. 8 12
W kl. 10:20 12
SÝND KL. 00:30
Í KRINGLUNNI OG ÁLFABAKKA
FORSÝNING
SÍÐASTA SÝNING ÁRSINS
þriðjudags tilboð kr. 500 í SAMbíóin
á ALLAR MYNDIR alla þriðjudagaÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Í DAG!
þ r i ð j u d a g s t i l b o ð í d a g
„…besta Disney teiknimyndin í áraraðir”
- V.I.B fréttablaðið
NÝTT Í BÍÓ - bara lúxus
Sími: 553 2075
BOLT 3D - Íslenskt tal kl. 2(800 kr), 4 og 6 L
INKHEART kl.2(500 kr), 4, 6, 8 og 10 10
SKOPPA OG SKRÍTLA kl. 2(700 kr) og 4 L
TAKEN kl. 6, 8 og 10 16
FOUR CHRISTMASES kl. 8 og 10 7
LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR
Tilboð í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu!
GLEÐILEG JÓL
S.V – MBL.
Bráðskemmtileg mynd þar sem
heimur galdra og ævintýra lifnar við
"Þrælgóð spennumynd"
V.J.V – Topp5.is/FBL “…besta Disney-Teiknimyndin í áraraðir”
V.I.B – Fréttablaðið
1/2
S.V – MBL
Landsmenn eru nú margir hverjir
orðnir þrútnir af rambi kringum
jólahlaðborð, eigi veit ég hvort
nokkur verður beinlínis þrútinn
af því að upplifa leiksýningu, en
Sumarljósið í Þjóðleikhúsinu var
líkara hlaðborði af fólki og hug-
dettum fremur en heildstæðu
verki.
Hvernig væri ef ríkisleikhús
allra landsmanna endurheimti
metnað sinn og færi að sýna tilbú-
in leikverk? Leikrit sem annað-
hvort eru skrifuð af leikritaskáld-
um eða unnin af fagþekkingu upp
úr þeim bókum eða hugmyndum
sem verið er að fjalla um? Leik-
sýning sú sem boðið var upp á
annan í jólum er ekki tilbúin sem
leikverk heldur frekar eins og
einhvers konar flettiverk undir
áhrifum bókar Jóns Kalmans Stef-
ánssonar.
Gamla tuggan „bókin er betri“
á hér alls ekki við vegna þess að
við erum að tala um tvo mismun-
andi miðla og grundvallarhug-
myndir sem skarast lítið eða ekk-
ert.
Frumsýningargestir voru eftir-
væntingarfullir, þeir sem sátu á
fremsta bekk duttu nær inn í leik-
myndina og hefðu getað horfið
þar því nóg var nú af dóti og
drasli sem hægt var að týnast í.
Þorpið var kynnt heldur stirð-
busalega, bara með kynningu eins
og væri verið að hefja ljósmynd
til lífs og svo hófst þessi enda-
lausa upptalning á örlögum
manna og kvenna í þessu þorpi.
Það fór lítið fyrir því að hér væri
þorp í sárum, í sárum sökum þess
að allar konurnar höfðu misst
atvinnuna þar sem aðalatvinnu-
rekandinn, burgeis bæjarins, var
nú farinn að leita að sjálfum sér
og tilgangi lífsins með hjálp
stjörnufræðinnar. Í upphafi leik-
sýningar á þessi stjörnufræðing-
ur í nokkru orðaskaki við eigin-
konu sína og gegnum það samtal,
sem var örstutt, fáum við að vita
að hann hefur selt allt fyrir þess-
ar skruddur, hún rífst smá, slær
hann í hausinn með bók og struns-
ar svo í burtu. Þar fór það ævi-
verk og búið að vinna úr því.
Kjaftakerlingin þusaði eitthvað
og sú er fór í fjarnám gaf lítillega
í skyn að hún væri að læra vegna
þess að hún hefði ekki vinnu, en
að öðru leyti var það mikla högg í
samfélaginu þegar burðarstoðin
Prjónastofan leggur upp laupana
ekki neitt hugðarefni höfundar
sýningarinnar. Ástríðan og sorgin
yfir örlögum lögregluforingjans
sem lifði fyrir það eitt að koma
væskilslegum syni sínum til
manns, og þar með lögreglu-
manns, fékk ágæta kynningu en
svo var þeirri sögu ekkert fylgt
eftir. Það var nú kannski ekki
hægt að fylgja henni neitt ógur-
lega langt eftir því faðirinn hengdi
sig innan þriggja mínútna og þar
með hengu flestir íbúar þorpsins í
snörum í leikmyndinni sem gaf
svifhughrif líkt og þegar húsið
tekst á loft án þess að fljúga.
Tónlist Ragnhildar Gísladóttur
var hugljúf og laumaðist inn undir
atburðarásina af varfærni en þó
nokkuð áræðin, sérstaklega var
sorgarsöngur góður í fjarlægum
kór þá er hinir hengdu birtust
áhorfendum. Hljóðmynd hennar
var einnig heillandi og mörgum
brá þegar hvellurinn mikli undir
lokin með ljósglæringum kom.
Á heildina var grunnt á tilfinn-
ingunum og stuttir kynningarbút-
ar hvers og eins, sem gerði það að
verkum að áhorfendur eiga erfitt
með að samsama sig eða finna til
samúðar með þessu fólki. Það var
kannski hugsunin að hver áhorf-
andi hefði sína fjarstýringu eða
pinna til að benda út uppáhalds-
persónu á þessum skjá og fylgja
henni eftir. Tvær einmana sálir
sem ná að lokum saman þótt dauð-
inn skilji þau að eins og aðra í
þessu verki eru þau Benedikt
bóndi úr norðursveitinni og Þur-
íður á heilsugæslunni.
Það voru þau Björn Hlynur
Haraldsson og Elma Lísa Gunn-
arsdóttir sem fóru með þessi hlut-
verk. Leikurinn þegar þau voru
að kynnast og nálgast hvort annað
var viðkvæmur og glettilegur og
sú örlagasagnanna sem trúverð-
ugust varð á sviðinu. Ásdís á
Sámsstöðum, konan sem fór í fjar-
nám, verður vitaskuld alveg
miður sín þegar hún gerir sér
grein fyrir því að eiginmaðurinn
Kjartan er farinn að halda fram-
hjá upp við snúrustaur í þorps-
jaðrinum og eins og svo margar
aðrar konur í þessari stöðu kennir
hún sjálfri sér um. Elva Ósk fer
með hlutverk hennar og gerir það
vel þó svo að samspil þeirra hjón-
anna hafi verið frekar ótrúverð-
ugt því hún leikur á allt öðrum
nótum. Ólafur Darri er hér meira
í sprelli og grínstíl meðan Elva
Ósk er stödd í hreinum natural-
isma. Svona sveiflast leikstíllinn
allan tímann eins og hver og einn
hafi ákveðið heima hjá sér í hvaða
isma ætti að birtast. Leikurinn
var góður en heildin hvorki fugl
né fiskur. Eggert Þorleifsson í
nokkrum mismunandi hlutverk-
um sprengdi hláturmúrana, eink-
um var hann fyndinn sem hinn
vandræðalegi fyrrum ráðherra
sem ekkert man nema það að hann
var eitt sinn ráðherra. Þetta var
máske svanasöngur Framsóknar-
flokksins, alla vega voru skírskot-
anir í þá átt sem segja má að hafi
verið einu skírskotanir í vorn
samtíma.
Ester Thalia Casey var fyndin
sem veslings bóndakonan sem
lenti á sjens og Vigdís Hrefna
Pálsdóttir var trúverðug í hlut-
verki Elísabetar, stúlkunnar sem
vildi bjarga sér út úr vonleysinu.
Ólafur Darri Ólafsson, sem lék
Kjartan á Sámsstöðum, er farinn
að berhátta sig í hverri einustu
sýningu og er það að verða nokk-
uð þreytandi leikstjórnarkækur.
Edda Arnljótsdóttir berst harðri
baráttu fyrir hlutverki Sigríðar
sem einnig er nokkuð óskýrt þótt
hún sé sterk og fyrirferðarmikil.
Jörundur Ragnarsson í gervi Dav-
íðs á lagernum var í mjög þakk-
látu hlutverki og fór vel með það.
Baldur Trausti Hreinsson í hlut-
verki þess manns sem umbreytir
lífi sínu var heldur pasturslítill og
þessi deyfð á karakternum gerði
hann fremur ótrúverðugan. Aðrir
leikarar, þau Birna Hafstein, Frið-
rik Friðriksson, Ragnheiður Stein-
þórsdóttir, Valur Freyr Einarsson,
Stefán Hallur Stefánsson og Vign-
ir Rafn Valþórsson skiluðu sínum
hlutverkum með prýði. Og bæði
leikmynd og lýsing voru þó nokk-
uð spennandi, meðan leikritið
sjálft var alls ekki tilbúið til að
fara á svið.
Elísabet Brekkan
Jóla-sumarljós
LEIKLIST
Sumarljós
byggt á skáldsögu Jóns Kalmans
Stefánssonar
Leikstjóri og höfundur leikgerðar:
Hilmar Jónsson.
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Lárus Björnsson
Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir
Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhalls-
dóttir
★★
Ekki tilbúið fyrir svið
LEIKLIST Ólafur Darri Ólafsson rekur
niður staura og hittir á sumardegi skokk-
ara sem vill koma sér í form. MYND/EDDI