Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 22
 30. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● áramót Svartir og brúnir skór eru í meiri- hluta í skóbúðum yfirleitt enda hentugustu litirnir sem passa við flest föt. Hins vegar ríkir viss litagleði í búðum þessa dagana og má finna skó í ótrúlegustu litum sem sjaldan eru fá- anlegir. Slíkir litríkir spariskór passa vissulega ekki við allt en þó er gaman að eiga slíka skó enda er hægt að grípa til þeirra þótt mörg ár líði á milli. Fjólu- bláir, grænir og rauðir spariskór eru því tilvaldir í áramótapartí- ið í ár enda ekki úr vegi að lífga aðeins upp á and- ann í þessu árferði. Eldingin tónar vel við flugeldana á gamlárskvöld. Bossanova, 10.900 krónur. Rauð fiðrildi prýða þessa sérstæðu skó frá Bossanova á 10.900 krónur. Rauðir og spari- legir skór með slaufu. Bossanova, 8.900 krónur. Grænir og gylltir spariskór frá Bianco á 9.000 krónur. Falleg blómin eru punkturinn yfir i-ið á þessum glæsilegu skóm sem fást í ýmsum litum í Bianco. Á 9.900 krónur. Litríkir partískór Á fáum tímum ársins leyfist konum að klæðast jafn skraut- lega og um áramót. Litríkir pallí- ettukjólar fara enda vel við partíhatta, músastiga og litríka flugelda. Svart og silfurlitað er klassískt um ára- mótin en einnig eru skærir litir tilvaldir í áramóta partíið. - sg Glitur og glamúr Skemmtilegur kjóll frá Rokki og rósum á 12.500 krónur. Hálsmenið er á 3.900 krónur. Svartur pallíettu- kjóll frá Rokki og rósum á 12.500 krónur. Klæðilegur galakjóll sem fæst bæði í svörtu og fjólubláu. Úr Isis á 23.990 krónur. Bleik- ur kjóll úr silki og bóm- ull frá danska tískumerk- inu Designers Remix. Í Debenhams á 29.990 krónur á áramótatil- boði. Svartur og silfraður áramóta partíkjóll frá Isis á 16.490. krónur. Um áramótin bregður fólk sér oft í hlutverk og leyfir sér ýmsa hluti í förðun og klæðaburði. Fríða María Harðardóttir gefur okkur fallega hugmynd að hátíðarfarða og -greiðslu. „Farði er svo persónubundinn og þess vegna finnst mér oft erf- itt að svara því hvort eitthvað sé úti eða inni,“ segir Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingur og lýsir verkinu nánar. „Hér er ég hins vegar að vinna út frá línu frá Mac og voru nokkrar litalínur í boði. Þessi sem ég valdi er svona jóla- og hátíðalína en þær koma alltaf fyrir jólin og eru í flottum og veglegum umbúðum, svoköll- uðum pallettum. Línan er með smá vísun í einhverja stemningu frá því snemma á áttunda ára- tugnum en er samt nútímaleg.“ Litirnir eru mildir og hlýir og eru sex talsins í pallettunni. „Það skemmtilega er að ég notaði þá alla. Í pallettunni eru dökk- grænn, ólífugrænn með smá gyll- ingu, plómurauður, hlýr milli- brúnn litur og svo ljós litur til lýsingar. Síðan var svona bjart- ur appelsínurauður gloss sem ég notaði á varirnar,“ útskýrir Fríða og bætir við að nú séu margar stefnur í gangi og því sé um að gera fyrir hvern og einn að finna sína leið. Fyrirsætan er með dæmigerð- an íslenskan háralit og þykir Fríðu hann mjög fallegur og um að gera að nýta náttúrulega feg- urð. „Oft eru stelpur langfalleg- astar með sinn náttúrulega lit og um að gera að undirstrika það fal- lega sem maður fæðist með. En auðvitað er gaman að gera eitt- hvað nýtt með farða og greiðsl- um þegar svo ber undir. Á gaml- árskvöld er einmitt þess háttar tilefni og kjörið að bregða sér í smá hlutverk og bæta einhverju við útlitið.“ Gamlárskvöld er sá dagur árs- ins þar sem glæsileiki er við völd og því um að gera að leika sér með farða, greiðslur og klæðnað. „Ég fer annars alltaf eftir hverj- um og einum og eltist ekki við neina strauma og stefnur heldur læt farðann frekar hæfa viðkom- andi. Ef ég á hins vegar að nefna það vinsælasta undanfarið þá eru það sterkir, rauðir varalitir og áberandi sterkur, sixtís augnlínu- penni. Jafnframt hafa afgerandi augabrúnir einar og sér verið svolítið núna síðustu misseri,“ segir Fríða og viðurkennir að það haldist í hendur við djarfari fatatísku. „Annars er svo margt í gangi,“ bætir hún við. Fríða nefnir að mikilvægt sé fyrir konur að vanda umhirðu húðarinnar. „Einnig skiptir máli að ofgera ekki farðanum og leggja frekar áherslu á eitthvað eitt heldur en að vera með allt í gangi. Þá á ég við að gott er að velja til dæmis augun eða varirn- ar til áherslu en ekki allt saman, þó svo það geti verið skemmti- legt við sérstök tilefni. En ef lögð er áhersla á húðina þá verður hún frísklegri og ljómar.“ - ve/, hs Stemning og glæsileiki Fríða notaði snyrtivörur frá Mac og hárvörur frá Bumble and Bumble. Pallettan fyrir augun kallast Intriguing Scarlet: 6 Warm Eyes en sú sem er fyrir varirnar kallast Devoted Poppy: 3 Coral Lips. Nánari upplýsingar um Fríðu Maríu og verk hennar má finna á www.fridamaria.com. MYND/ARI MAGG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.