Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 26
 30. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR Meðferð flugelda er alvörumál. Nauðsynlegt er að fylgja reglum um öryggi því öllu gamni fylgir alvara. Slysavarnafélagið Lands- björg gefur ráðleggingar á vef- síðu sinni um meðferð flugelda en þar segir meðal annars: Börnum yngri en 16 ára eru ekki seldir flugeldar og fullorðnir skulu ávallt aðstoða börn við með- ferð flugelda. Mikilvægt er að hafa trausta undirstöðu þegar flugeldum er skotið upp og velja skotstað í að minnsta kosti 20 metra fjarlægð frá húsum. Það má aldrei kveikja í flugeldum á meðan haldið er á þeim, heldur aðeins á sérmerktum handblysum. Víkja skal vel frá eftir að búið er að kveikja í flugeldinum. Ekki skal standa nálægt flugeldum sem sprengdir eru því hávaði frá þeim getur skaðað heyrn. Allir skulu vera með öryggisgleraugu. Líka þeir sem horfa á. Ekki má handleika flugelda eftir að kveikt hefur verið á þeim. Þeir geta sprungið fyrirvaralaust. Ef þeir springa ekki skal hella yfir þá vatni. Halda skal dýrum innandyra. Hundar, kettir og hestar eru sér- staklega viðkvæmir fyrir hávað- anum. Flugeldar og smádót sem fylgir eru ekki leikföng og ekki skal nota það í hrekki. Alvarlegustu slysin af völdum flugelda verða sökum fikts. Mjög hættulegt er að taka þá í sundur og búa til heimagerð- ar sprengjur. Sjá www.landsbjorg.is. - rat Flugeldasýningar eru ævintýralegar á að horfa en gæta þarf fyllsta öryggis. Aðgát skal höfð um áramót Gamlárskvölds er jafnan beðið með óþreyju og eftirvæntingu, enda stendur mikið til. Allt á að vera fullkomið og hjá mörgum rennur upp aðalpartíkvöld ársins. Til að krydda sam- fagnað í heimahúsi má leika skemmtilega samkvæmisleiki, sem valdir eru af kostgæfni, hvort sem partíið er fjölmennt fjölskyldukvöld eða tveggja manna rómantík. Gamla árið kvatt með stæl Drykkjuleikir eru vinsælir á gamlárs- kvöld, enda viðeigandi að skála fyrir nýju ári um leið og gamla árið er kvatt. Notið teskeið til að fylla vínstaup í keppni, en sá sem fyrstur nær að fylla fær einnig að skála og drekka í botn. Um áramót fá allir koss, og í fjörlegum leik fá allir á sig varalit hver í sínum lit. Á tilsettum tíma eiga þeir að kyssa eins marga og þeir komast yfir, en á eftir eru kossarnir taldir með því að telja kossa- för á kinnum hinna. Sá sem kyssir flesta fær sigurlaun. Það er erfiðara en sýnist að borða epli hangandi spotta og án þess að mega nota hendur. Veldur mikilli spennu og hlátri meðal viðstaddra. Að dansa þétt saman með blöðru er strembin þraut en skemmtileg. Tvö pör eða fleiri eru valin til að dansa saman á þennan hátt og það par sem dansar lengst án þess að missa blöðruna vinnur leikinn. Hattar og grímur eru ómissandi á gamlárskvöld. Gaman er að binda fyrir augu í leik þar sem reynt er að þekkja úr vini og vandamenn með snerti- og lyktarskyninu einu saman. Þá er þreifað á til dæmis fótum þriggja manneskja til að skera úr um hver á hvað. N O R D IC P H O T O S /G E T T Y Feluleikur er skemmtilegt fjölskyldugam- an. Lítil börn geta verið kjánar í að finna stað og koma ekki upp um sig, og því hreinasta ánægjustund að fela sig með þeim í dillandi hlátri og ískrandi fjöri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.