Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 30. desember 2008 23 Áritaður en ónýtur gítar sem var í eigu hins sáluga Kurts Cobain úr Nirvana hefur verið seldur á uppboði fyrir hundrað þúsund dollara, eða um tólf og hálfa milljón króna. Cobain eyðilagði gítarinn á tónleikum í New Jersey þegar Nirvana var á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin. Náungi að nafni Sluggo, meðlimur pönksveitarinnar The Grannies, hrifsaði gítarbrotin upp úr gólfinu eftir tónleikana og klambraði þeim saman með límbandi. Eftir tónleikana dvaldi Cobain á heimili Sloggo og fékk þá nýjan gítar í stað hins brotna svo hann hefði eitthvað hljóðfæri á næstu tónleikum Nirvana. Sérfræðingar telja að ekki séu margir brotnir gítarar úr eigu Cobains til. Verðið á þessum grip mun jafnframt vera það næsthæsta sem greitt hefur verið fyrir minjagrip sem tengist Nirvana. Hundamyndin Marley & Me með Jennifer Aniston og Owen Wilson í aðalhlutverkum fór beint í efsta sæti aðsóknarlistans vestanhafs um síðustu helgi. Myndin, sem þykir ákaflega hugljúf, er byggð á vinsælli bók og fjallar um par og labradorhund þeirra. Í öðru sæti á listanum var nýjasta mynd Adams Sandler, Bedtime Stories, og í því þriðja var The Curious Case of Benjamin Button með Brad Pitt í aðalhlut- verki. Nýjasta mynd Toms Cruise, Valkyrie, fór beint í fjórða sætið og var það betri árangur en búist hafði verið við miðað við vandræðagang- inn við framleiðslu hennar. Hundamynd vinsæl MARLEY & ME Jennifer Aniston og Owen Wilson leika aðalhlutverkin í gamanmyndinni Marley & Me. Ónýtur gítar Cobains seldur Tæplega þrjú þúsund manns fylgdust með fyrstu tónleikum leikstjórans Woody Allen og djasshljómsveitar hans í Póllandi fyrir skömmu. Klarinettleikur Allens féll greinilega mjög vel í kramið því að loknum tónleikunum stóðu áhorf- endur upp og klöppuðu ákaft. „Við munum gera okkar besta til að skemmta ykkur,“ sagði hinn 73 ára Allen við áhorfendur fyrir tónleikana. Um sjaldgæfan atburð var að ræða því leikstjór- inn spilar nánast aldrei á stórum tónleikastöðum utan heimaborgar sinnar, New York. Í fyrsta sinn í Póllandi WOODY ALLEN Tónleikar hans í Pól- landi heppnuðust ákaflega vel. Breska söngkonan Shirley Bassey er á meðal þeirra sem sakna sárt bandaríska skemmtikraftsins Eartha Kitt, sem lést á jóladag, 81 árs. „Eartha Kitt var ein sú áhrifa- mesta í kabarett-listinni á tuttug- ustu öldinni,“ sagði Bassey, sem hefur sungið þrjú James Bond-lög á ferli sínum. „Áhrif hennar eiga eftir að var mun lengur en þau 81 ár sem hún lifði.“ Kitt sló í gegn þegar hún lék kattarkonuna í sjónvarpsþáttum um Leðurblökumanninn á sjöunda áratugnum. Hún söng einnig vin- sæl lög á borð við Old Fashioned Girl, C´est Si Bon og Santa Baby. Eftir nokkur erfið ár kom Kitt sér á kortið í Broadway-söngleiknum Timbuktu! og hélt hún sér á beinu brautinni eftir það. Shirley Bassey syrg- ir fráfall Earthu Kitt ROKKAÐUR BLÚS Á SKAGANUM Blúsboltarnir á sínu árlega giggi, 30. desember 2005. Tryggvi, Rúnar og Birgir. MYND/GUÐNI HANNESSON Tómas Rúnar Andrésson stendur fyrir blústónleikum á Akranesi í kvöld. Rúnar heitinn Júlíusson hefur verið fastagestur á þessu árlega giggi sem verður haldið honum til heiðurs að þessu sinni. Á þessum degi, næstsíðasta degi ársins, hafa Blúsboltarnir komið saman á Akranesi og tekið sitt árlega og eina gigg. Í kvöld, í 21. skipti, munu Boltarnir enn skoppa um velli blúsins, þótt aðalmaður bandsins, Rúnar Júlíusson, sé fallinn frá. „Giggið í kvöld verður Rúnari til heiðurs,“ segir Tómas Rúnar Andrésson, starfsmaður hjá Byko og músíkáhugamaður, sem staðið hefur fyrir tónleikunum. „Þetta byrjaði nú bara þannig að Rúnar og gítarleikarinn Tryggvi Hübner voru að spila á Hótel Akranesi. Ég kom að máli við þá í pásu og stakk upp á því að þeir ættu bara að gera þetta að árvissum við- burði. Það gekk eftir.“ Auk Rúnars og Tryggva voru í Blúsboltunum gítarleikarinn Edvarð Lárusson og trommarinn Birgir Baldursson. „Það gerðist alltaf að blúsinn varð ansi rokk- aður hjá bandinu, enda varla annað hægt með Rúnar innan- borðs,“ segir Tómas. „Innanbæj- armaðurinn Sigurþór Þorgilsson kemur nú í stað Rúnars, hörku- bassaleikari sem er frændi Gilsa í Sniglabandinu. Andrea Jónsdótt- ir ætlar svo að syngja af sinni alkunnu snilld.“ Eins og eðlilegt er hafa þessir árlegu tónleikar skapað sér nafn og fastan áhorfendakjarna. „Það er alltaf fín mæting og nánast alltaf fullt,“ segir Tómas. „Við höfum haldið þetta á ýmsum stöð- um hér á Skaganum en í kvöld verður þetta á Kaffi Mörk. Það mun liggja frammi minningarbók um Rúnar og baukur þar sem fólk getur lagt í sjóðinn hans Rúnars sem stofnaður var til að styrkja ungt tónlistarfólk. Það kostar þúsund kall inn eins og það hefur gert frá byrjun. Við tökum ekki þátt í verðbólgunni, var Rúnar vanur að segja.“ drgunni@frettabladid.is Blúsað til heiðurs Rúnari KURT COBAIN Ónýtur gítar úr eigu Kurts Cobain var seldur á uppboði fyrir hundrað þúsund dollara. EARTHA KITT Bandaríski skemmtikraftur- inn Eartha Kitt lést á jóladag, 81 árs. NORDICPHOTOS/GETTY B A N K A S T J Ó R A R N I R Kveðjum árið með nýju Bankatertunni! SKAPANDI SKRIF með Þorvaldi Þorsteinssyni (Skilaboðaskjóðan, Blíðfinnsbækurnar, And Björk, of course..., Vasaleikhúsið) Langar þig að kynnast sagnameistaranum sem í þér býr? Vantar þig leiðsögn og hvatningu? Hvort sem þú ert að feta þín fyrstu skref eða hefur reynslu af skrifum, þá er þetta námskeið sem nýtist þér. 18. - 28. ágúst nokkur sæti laus Framhaldsnámskeið! 1. - 11. september skráning hafin Nokkrar umsagnir þátttakenda: "Frábært námskeið sem opnar nýja sýn á lífið og tilveruna." "Fær mann til að hugsa upp á nýtt!" "Ófyrirgefanlega gaman og nærandi fyrir sálina...” Námskeiðin fara fram í Rope Yoga setrinu í Laugardal Nánari upplýsingar á kennsla.is og í síma 8223699 Skráðu þig núna á kennsla.is! 5. - 15. janúar nokkur sæti laus 2. - 12. febrúar skráning stendur yfi r Fra haldsnámskeið! 19. - 29. janúar skráning hafi n „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.