Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég er að vinna á starfsstöð fyrir geðfatlaða á gamlársdag, en þar starfa ég aðra hverja helgi og svo einstaka helgidaga. Eftir vinnu fer ég svo heim að elda, en eftir nokkrar bollaleggingar komumst við fjölskyldan að þeirri niður- stöðu að hafa pörusteik í matinn á gamlársdag. Reyndar gerum við matinn saman þótt ég sé verk- stjórinn,“ svarar rithöfundurinn Kristlaug María Sigurðardóttir, betur þekkt sem Kikka, spurð um hvernig hún ætli að verja áramót- unum. Kikka segist hlakka til að geta haft það gott með fjölskyldunni og slappað af enda hefur hún haft í nógu að snúast að undanförnu. Hún sendi frá sér bók um Jón Ólaf jólasvein fyrir jól, en rétturinn að henni hefur verið seldur til Þýska- lands. Svo hefur hún verið önnum kafin við að ljúka við framhald þeirrar bókar sem kallast Jón Ólafur, Með dauðann á hælunum, sem kemur út í október á næsta ári. Áramótin eru því kærkomin hvíld. „Þetta verður rosalega gott,“ segir hún og bætir við að gamlárs- kvöld sé þó að mestu leyti óplanað. Helst standi til að horfa á Skaupið ásamt fjölskyldunni og kvikmynd- ina 90 ára afmælið sem er alltaf sýnd í danska sjónvarpinu um ára- mót, að ógleymdu ávarpi Dana- drottningar. „Þetta eru sjálfsagt nokkrar af fáum hefðum sem við Loftur, maðurinn minn, tileinkuð- um okkur á meðan við bjuggum í Danmörku og höfum haldið í upp frá því. Til allrar hamingju tókum við ekki upp á því að borða þorsk á gamlárskvöld eins og Danir gera þótt fiskurinn sé alveg ágætur aðra daga.“ Kikka segist ekki vera mikið gefin fyrir flugelda, eiginlega sé hún bara hálfhrædd við þá og ætlar því að eftirláta fjölskyld- unni að skjóta nokkrum upp meðan hún fylgist með út um gluggann. Hins vegar geti vel farið að fjöl- skyldan skelli sér saman á brennu. „Já, enda orðið nokkuð langt síðan maður hefur gert það. Brennt burt gamla árið og fagnað því nýja með þessum hætti,“ segir hún hress. „Við fjölskyldan höfum síðan haft fyrir hefð að fara saman í gönguferð á nýársdag. Við tínum þá upp rakettuprikin sem eru úti um allt og ræðum hvað við vonum að komandi ár beri í skauti sér, hvers við óskum fyrir okkur sjálf og umhverfið okkar,“ bendir hún á en tekur þó fram að annars sé hún lítið gefin fyrir hvers kyns hefðir, hvort sem þær eru í tengslum við helgidaga eða bara almennt. „Það er helst að börnin séu að verða hefðbundin og ég beygi mig bara undir þeirra vilja.“ roald@frettabladid.is Fer að vilja barnanna Kristlaug María Sigurðardóttir rithöfundur ætlar að hafa það notalegt um áramótin ásamt fjölskyldunni. Eldamennska, áhorf á ávarp Danadrottningar og heimsókn á brennu er meðal annars á dagskránni. „Við erum eiginleg aldrei með sama matinn á gamlárskvöld. Einu sinni var ég með uppskrift að grænmetisrétti sem eiginmaður Kolbrúnar Halldórsdóttur hafði gefið í einhverju blaði og ég varð að hringja í hann til að fá nánari ráðleggingar,“ segir Kikka. MYND/ÚR EINKASAFNI ÖRYGGISGLERAUGU eiga allir að hafa þegar skotið er upp flugeldum, líka áhorfendur. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Blindrafélagið gefa 27.000 börnum öryggisgleraugu í ár og vilja hvetja almenning til að meðhöndla flugelda af ábyrgð. Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.