Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 43
Söng- og gítarnámskeið fyrir fólk á öllum aldri VORNÁMSKEIÐIN HEFJAST Í FEBRÚAR Sponsored Digidesign School TÓNVINNSLUSKÓLI ÞORVALDAR BJARNA - “DIGIDESIGN (PRO TOOLS) SPONSORED SCHOOL”. Barnanámskeið með Mamma Mia þema Við erum þakklát þeim Jónsa og Huldu Dögg fyrir Barnanámskeiðið sem var með Evróvisjónþema og endaði með skemmtilegum tónleikum í sal F.Í.H. Nú leikum við okkur með hin frábæru ABBA lög og höldum námskeið með "MAMMA MÍA þema" Námskeiðið er 10 vikna langt og endar með Mamma Mía-tónleikum. Tónvinnsluskólinn á undirspil við lögin í myndinni og geta krakkarnir valið úr fjölda laga. Aftur verða Jónsi og Hulda Dögg leiðbeinendur. Í lok námskeiðs koma góðir gestir í heimssókn og syngja með krökkunum lögin góðu. Fyrir þá sem nota frístundarkortin þá er komið nýtt "kortatímabil". Nánari upplýsingar á www.itr.is um möguleika Frístundakortsins. Lengd námskeiðs: 10 vikur Söngur og framkoma Margét Eir Hjartardóttir (Frostrósir) verður með þetta vinsæla námskeið nú fimmta árið í röð. Margrét Eir er nýlega komin heim úr söngkennara- námi frá New York. Hún kennir grunn raddbeitingu og tækni í bland við hvernig maður ber sig á sviði. Tekið er upp lag í hljóðveri en námskeiðið endar með tónleikum í sal F.Í H. Sem fyrr er námskeiðið tíu vikna langt og hefst í febrúar. Þetta námskeið er kjörið fyrir þá sem hyggjast spreyta sig á áheyrnar- prufum sjónvarpsstöðvanna, t.d. Idol Lengd námskeiðs: 10 vikur Aldur: Fyrir 14 ára og eldri. Söngur og framkoma framhald Fyrir þá sem hafa verið á nám- skeiðinu "söngur og framkoma" eða sambærilegu námskeiði bjóðum við nú upp á framhaldsnámskeið, þar sem farið er enn dýpra í raddtæknina og aðferðir til að hlífa röddinni við óþarfa þreytu sem getur valdið hæsi og bólgum á raddböndum. Þetta er gagnleg tækni fyrir þá sem vinna við að beita röddinni mikið t.d söngvarar, kennarar, fyrirlesarar, leikarar o.fl. Námskeiðið er jafn langt því fyrra. (10 vikur). Lengd námskeiðs: 10 vikur Aldur: Fyrir 14 ára og eldri. Gítarnámskeið fyrir byrjendur Viltu vera stjarnan í partýinu eða geta spilað lag fyrir ástina þína? Langar þig kannski að stofna hljómsveit? Þetta námskeið er kjörinn byrjunar- reitur. Kennsla fer fram í hóptímum þar sem raðað er niður eftir stöðu hvers og eins. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri undirstöðuatriði gítarleiks og kunni helstu gítargripin. Lengd námskeiðs: 12 vikur Aldur: Fyrir alla aldurshópa. Fyrir þá sem vilja læra meira Við bjóðum lengra komnum gítar- leikurum upp á einkakennslu þar sem farið er nánar í tækniatriði, þvergripin og kenndar verða upphafs- línur og þekkt sóló úr lögum flytjenda á borð við Metallica, Led Zeppelin, Nirvana o.fl. Farið verður í uppbyggingu gítarsólóa og notkun skala í bland við skemmti- leg “ gítar-trix”. Lengd námskeiðs: 12 einkatímar Aldur: Fyrir alla aldurshópa. Námskeiðin hefjast í febrúar. Kennt verður í Kópavogi og Grafarvogi í Snælands- og Foldaskóla eftir að venjulegum skólatíma líkur. Skráningar á heimasíðunni www.tonvinnsluskoli.is eða í síma 534 9090 Leiðbeinendur á námskeiðum eru: Hulda Dögg Proppé, Jón Jósep Sæbjörnsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Vignir Snær Vigfússon, Gunnar Þór Jónsson, Hafþór Valur Guðjónsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og fleiri. Geymið auglýsinguna! Hægt er að nota Frístundakort ÍTR til niðurgreiðslu á námskeiðum Tónvinnsluskólans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.