Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 2
2 30. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR NEYTENDUR Leiguverð hefur lækkað um 18,5 prósent á stórum íbúðum frá því í vor. Þetta kemur fram í könnun sem Neytendasamtökin gerðu. Könnunin er ekki tæmandi, einungis var skoðað verð hjá tveim- ur leigumiðlunum. Oftar en ekki er leiguverð samkomulagsatriði á milli leigjenda og leigusala og því erfitt að ná utan um hvert það er. Mest hefur leiguverð stórra íbúða lækkað, um 18,5 prósent, en minnst á 3 herbergja íbúð- um, eða 6 pró- sent. Stórar íbúðir eru fimm herbergi og oftar en ekki einbýlishús. Þeim hefur mjög fjölgað á leigu- markaði. Hvort það stafar af því að eigendur hafi gefist upp á sölu hús- anna af því að þeir eru fluttir af landi brott eða einhverju öðru skal ósagt látið. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lög- fræðingur hjá Neytendasamtökun- um, segir ljóst að leiguverð hafi lækkað umtalsvert. Þó þurfi að halda þeim fyrirvörum til haga að aðeins sé kannað uppsett leiguverð hjá leigumiðlunum. Oftar en ekki sé óskað tilboða. „Þetta er umtalsverð lækkun í öllum flokkum. Sé tekið tillit til neysluverðsvísitölu, sem hefur hækkað um 18 prósent á árinu, er lækkunin mun meiri.“ Það skýrist af því að leigusamningar eru fram- virkir og oftar en ekki er leiguverð bundið neysluverðsvísitölunni. Leiga nú er því enn lægri en upp- sett leiguverð samninga í fyrri könnuninni, þar sem sú upphæð hefur hækkað í takt við vísitölu, þó það komi ekki fram í könnuninni. Hildigunnur segir leigumarkað á Íslandi ólíkan þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Það hefur vantað allt utanumhald og reglu- verk á leigumarkaðinn. Það breyt- ist kannski núna þegar bankarnir og Íbúðalánasjóður eru orðnir leigusalar. Það er öðruvísi umgjörð þar en þegar Jón leigir Gunnu.“ Þá skorti tilfinnanlega samtök leigjenda. „Þau eru nauðsynleg til að markaðurinn verði öruggur og stöðugur. Við höfum ítrekað rætt við félags- og trygginga- málaráðuneytið um að þeim verði komið á fót. Neytendasamtökin eru reiðubúin til að taka það að sér, en hvort sem það verða við eða aðrir eru hagsmunasamtök nauðsynleg. Leigjendur í dag eiga sér engan sameiginlegan málsvara.“ kolbeinn@frettabladid.is IÐNAÐARMÁL Álþynnuverksmiðja Becromal á Krossanesi við Eyjafjörð tekur til starfa í byrjun sumars. Framkvæmdir á iðnaðarsvæðinu eru í fullum gangi og áætlað er að framleiðsla hefjist í byrjun sumars. Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks fjárfestingarfélags, sem er annar eigandi Becromal á Íslandi, segir að unnið sé að því að ljúka við spennistöð og í verksmiðjuhúsinu sjálfu. Lítils háttar tafir hafi orðið á verkinu sem sé eðlilegt við stóra framkvæmd. „Það hefur gengið mjög hratt að vinna þetta verk miðað við önnur stóriðjuverkefni því gengið var frá samningum um þessa verksmiðju í ágúst í fyrra. Nú stefnir allt í að framleiðsla hefjist í sumarbyrjun. Þá eru tvö ár liðin frá því ákveðið var að fara í þetta verkefni og þangað til framleiðsla hefst.“ Það verður vandalaust að manna nýja verksmiðju að sögn Eyþórs og þegar hafa nokkrir starfsmenn verið ráðnir. „Farið hefur verið í gegnum hundruð umsókna og ráðningar hefjast á fullu eftir áramót- in.“ Níutíu ný störf skapast í verksmiðjunni. Ráðgert er að útflutningsverðmæti verksmiðjunn- ar verði um sjö til níu milljarðar á ári miðað við full afköst. Orkuþörfin er 75 megavött sem er fimmföld orkuþörf Akureyrarbæjar. - shá Verklok nálgast við álþynnuverksmiðjuna á Krossanesi við Eyjafjörð: Gangsetning í byrjun sumars KROSSANES Iðnaðarsvæðið þykir henta sérlega vel fyrir álþynnuverksmiðju. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Viltu selja vöruna þína í Bandaríkjunum? Einstakt sölutækifæri fyrir Íslensk fyrirtæki. Tökum að okkur að markaðssetja og selja íslenskar vörur í U S A. Milkil þekking á bandaríska markaðnum. Bjóðum einnig uppá ýmsa þjónustu fyrir íslensk fyrirtæki í U S A. Frekari upplýsingar í síma 825 0070 eða bravohakon@gmail.com Buiness beyond borders ÞÉNAÐU Í BANDARÍSKUM DOLLURUM C2C international servecis Inc. Stúdíó 38 fm. 80.363 91.313 11 12,0% 10.950 2 herbergja 65 fm. 110.988 119.574 41 7,2% 8.586 3 herbergja 88 fm. 132.225 140.674 49 6,0% 8.449 4 herbergja 117 fm. 148.857 169.500 35 12,2% 20.643 5 herbergja 161 fm. 186.731 229.000 26 18,5% 42.269 Meðal- stærð Meðal- verð Meðalverð í apríl 2008 Fjöldi íbúða í könnun Í pró- sentum Í krón- um Lækkun meðalverðs LÆKKUN LEIGUVERÐS SKIPULAGSMÁL Framtíð tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavík- urhöfn mun ekki ráðast fyrir áramót. „Það eru margir hnútar sem þarf að leysa,“ segir Stefán Hermannsson, framkvæmda- stjóri Austurhafnar, félags í eigu ríkis og borgar. „Ég á von á að lausn fáist snemma í janúar.“ Óvissa hefur ríkt um framtíð tónlistarhússins frá því að Portus, sem byggði húsið, fór í þrot í lok nóvember. Fulltrúar gamla og nýja Landsbankans, ríkis og borgar, og stærsta verktakans ÍAV hafa fundað stíft á undanförnum vikum. - hhs Tónlistar- og ráðstefnuhús: Óvissa fram yfir áramót Leiguverð hefur lækkað umtalsvert Leiguverð hefur lækkað um allt að fimmtung síðan í vor og enn meira sé tillit tekið til vísitöluhækkana. Neytendasamtökin hafa hvatt félagsmálaráðherra til að koma á fót leigjendasamtökum og segja umgjörð leigumarkaðar ábótavant. Í FRAMTÍÐINNI Enn er framtíð tónlistar- húss óráðin. MYND/PORTUS HÚSNÆÐI Leiguverð hefur lækkað um allt að fimmtung síðan í vor. Neytendasam- tökin segja samtök leigjenda nauðsynleg til að leigumarkaður verði þroskaður. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. HILDIGUNNUR HAFSTEINSDÓTTIR FÓLK „Þetta var nýtt fyrir öllum. Sjónvarpið var bara búið að starfa í þrjá mánuði því það hóf útsend- ingar 30. sept- ember 1966,“ segir Andrés Indriðason dag- skrárgerðar- maður um gerð fyrsta áramóta- skaupsins. Margir af fremstu skemmtikröft- um þjóðarinnar komu fram í skaupinu en fram- leiðslan gekk ekki átakalaust fyrir sig að sögn Andrésar. „Það var bara til eitt myndbandstæki fyrir upptökur í myndverinu og var þeim annmörkum háð að ekki var hægt að klippa í því. Ef einhver mismælti sig eða endirinn var ekki á réttum tíma varð að byrja upp á nýtt.“ -gun/sjá sérblaðið Áramót Fyrsta áramótaskaupið: Allt tekið upp í einu rennsli ANDRÉS INDRIÐASON REYKJAVÍK Um 3.300 gestir verða á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík yfir áramótin miðað við bókanir. Það eru heldur færri en í fyrra þegar þeir voru um 3.600. Um jólin voru um 1.200 bókaðir á gististaði og er það um 20 prósenta aukning frá í fyrra. Ferðamennirnir koma víðs vegar að, en Bretar, Norður- landabúar, Þjóðverjar, Banda- ríkjamenn, Rússar og Japanar eru fjölmennastir. Þá dvelja fjölmargir erlendir ferðamenn hér á landi á milli jóla og nýárs, en halda af landi brott fyrir áramótin. - kóp Ferðamenn í Reykjavík: Á fjórða þús- und yfir áramót FERÐAIÐNAÐUR Svipaður fjöldi skemmtiferðaskipa hefur skráð komu sína til Íslands og á sama tíma síðustu ár. Til Reykjavíkur höfðu verið skráð 76 skipakomur í byrjun desember. Ekki hefur orðið verulegur samdráttur í eftirspurn eftir ferðum með skemmtiferðaskipum í Evrópu, en útgerðirnar hafa brugðist við kreppunni með verðlækkunum og olíuverð er einnig hagstæðara nú en til langs tíma. Þetta kemur fram í Hafnarfréttum. Sú breyting hefur orðið í heimsóknum skemmtiferðaskipa að næturdvöl gerist æ algengari. Átján af þeim 76 skipum sem boðað hafa komu sína hyggja á lengri dvöl en part úr degi, eins og tíðkast hefur. - shá Skemmtiferðaskip á leiðinni: Lengri landlega sífellt algengari Snorri, er 101 hin sanna Reykja-vík? „Hvað heldur þú? Hér er best að búa.“ Snorri Guðmundsson, í söluturninum Drekanum, selur ýmsar tegundir af vafn- ingstóbaki, þar á meðal með bláberja- bragði og vanillu. VIÐSKIPTI Þrír af níu framkvæmda- stjórum hjá Kaupþingi létu af störf- um í gær með samkomulagi við bankann. Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri segir að með því séu skilin milli gamla og nýja Kaup- þings skerpt. Stjórnendurnir þrír eru Bjarki H. Diego, sem var yfir fyrirtækjasviði, Guðný Arna Sveinsdóttir, sem stýrði fjármála- og rekstrarsviði, og Þórarinn Sveinsson, sem var yfir eignastýringu Kaupþings. Ekki voru gerðir sérstakir starfsloka- samningar við þau en Finnur segir að eins og aðrir eigi þau sinn upp- sagnarfrest sem þau fái greiddan. Finnur vildi ekki tjá sig um það hvort fleiri stjórnendur bankans myndu fylgja í kjölfarið. Eftir að nýju viðskiptabankarnir tóku til starfa á rústum þeirra gömlu lögðu stjórnendur þeirra mikla áherslu á að halda sama fólk- inu í stjórnunarstöðum. Finnur segir að það hafi verið sín skoðun, en nú séu aðstæður breyttar, enda liðinn talsverður tími frá því að bankarnir féllu og ringulreiðin ríkti. Síðan hafi stöðugleiki mynd- ast og það sé sín skoðun að það muni ekki veikja bankann að þessir starfsmenn hverfi á braut. Finnur vildi í gær ekki tjá sig um hvort þessir stjórnendur hafi feng- ið lán hjá bankanum fyrir hluta- bréfakaupum. Fram hefur komið í fjölmiðlum að lykilstjórnendur gamla Kaupþings hafi fengið slík lán. Finnur segir ekkert breytast varðandi slík lán þótt starfsmenn láti af störfum. - bj Bankastjóri Kaupþings segir nauðsynlegt að skilja á milli nýja og gamla bankans: Þrír lykilstjórnendur hættir BREYTINGAR Aðstæður hafa breyst frá því nýju bankarnir voru stofnaðir, segir Finnur Sveinbjörnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA MÓTMÆLI Boðað er til útifundar í dag til að mótmæla árásum Ísraelshers á Gaza. Kröfur fundarins eru að stjórnmálasambandi verði slitið við Ísrael og fjöldamorð Ísraels- hers á Gaza verði stöðvuð. Þau María S. Gunnarsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, Ögmundur Jónasson alþingismaður og Örn Bárður Jónsson sóknarprestur flytja ræður. Fundurinn, sem Félagið Ísland- Palestína boðar til, verður í dag klukkan 16 á Lækjartorgi. - kóp Útifundur á Lækjartorgi í dag: Árásum Ísraels á Gaza mótmælt SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.