Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 8
 30. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Bankastræti 5 Faxafen 12 Glerártorg (AK) Kringlan Miðhraun 11 Smáralind 13 - 18 Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað 13 - 17 13 - 18 Lokað 13 - 18 2. jan 3. jan Vörutalning í verslunum 66°Norður www.66north.is Klæddu þig vel EFTIR GEORG FRIEDRICH HÄNDEL Hátíðartónleikar á 250 ára ártíð G.F. Händel 1. JANÚAR 2009 NÝÁRSDAGUR KL.17 3. JANÚAR 2009 kl.17 Flytjendur: Schola cantorum, Alþjóðlega Barokksveitin í Den Haag Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran Andrew Radley kontratenór Gissur Páll Gissurarson tenór Alex Ashworth bassi STJÓRNANDI: HÖRÐUR ÁSKELSSON Aðgangseyrir: 4900 og 3500 fyrir skólafók undir 25 ára aldri. MIÐASALA í Hallgrímskirkju, s. 510 1000, Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, s. 528 4200 og á list@hallgrimskirkja.is · listvinafelag.is UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sér ekki að það þjóni neinum tilgangi fyrir Íslendinga að slíta stjórn- málasambandi við Ísrael. Nær sé að nýta sambandið til að þrýsta á ríkið og fá það til að sýna að því sé alvara með friðarviðræðum sínum, en það hafi Ísraelsmenn ekki gert. Félagið Ísland-Palestína krafð- ist þess í gær að „samskiptum við Ísraelsstjórn verði slitið þar til Ísrael lætur af árásarstefnu sinni“. „Ég skil vel það hugarfar sem liggur að baki þessari ályktun félagsins, það grípur auðvitað um sig ákveðin örvænting sem fylgir þessum árásum Ísraelsmanna og menn vilja sjá að það gerist eitt- hvað og það verði tekið á þessum málum. Því miður hefur alþjóða- samfélagið ekki haft burði til þess fram að þessu. En ég sé ekki að það þjóni neinum tilgangi að Ísland slíti einhliða sambandi sínu við Ísrael,“ segir Ingibjörg. Slíkt sé ekki gert nema þegar framferði ríkis sé farið að valda öðru ríki beinu tjóni. Ísland hafi til dæmis ekki slitið sambandi við Suður-Afríku aðskilnaðarstefn- unnar, eða Júgóslavíu undir Milosevic. Aðspurð segir hún það geta vel verið að þess háttar aðgerð vekti athygli, en hún þurfi að fá meira afgerandi rök fyrir því að það skili árangri. Ekki sé fullreynt að beita hefðbundnum stjórnmála- leiðum á Ísraelsríki. Ísland eigi að beita sér á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Ingibjörg segir að framferði Ísraelsmanna eigi að fordæma, en óvíst er hvernig það verður gert. Ísland-Palestína gagnrýndi einnig málflutning ráðherrans síð- ustu daga. Það hafi verið „kald- ranalegt að heyra [hana] leggja fórnarlömb stríðsins og árásarað- alann að jöfnu með því að tala um deiluaðila sem báðir beri ábyrgð“. Ingibjörg segir félagið snúa út úr orðum sínum. „Ég talaði mjög skýrt um ábyrgð Ísraels, en þegar tveir deila bera báðir nokkra ábyrgð á því. Með því er ég ekki að leggja þessa hluti að jöfnu. En mér finnst það satt að segja sérkennilegt hjá félaginu að hnýta þessu inn í ályktun sína í ljósi þeirrar áherslu sem ég hef lagt á málefni Palestínumanna síðan ég varð ráðherra. Við höfum tekið mjög skýra afstöðu í þeim efnum.“ klemens@frettabladid.is Vill betri rök fyrir sambandsslitum Utanríkisráðherra segir ekki fullreynt að beita hefðbundnum leiðum til að hafa áhrif á gang mála í Palestínu. Félagið Ísland-Palestína hvatti í gær til að sam- bandi við Ísrael yrði slitið. Ráðherra undrast gagnrýni samtakanna. FRÁ GAZASVÆÐINU Í GÆR Loftrásir Ísraels- manna á Gazasvæðinu héldu áfram í gær og áttu borgarar fótum fjör að launa. Fjöldi barna hefur látist í árásunum. NORDICPHOTOS/AFP INGIBJÖRG SÓLRÚN OG SHIMON PEREZ Ráðherrann fór í fyrra til Mið- Austurlanda og hitti ráðamenn í Ísrael, áður en hún ræddi við fulltrúa Fatah- samtakanna. Ingibjörg Sólrún fór ekki á Gazasvæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Myndaleiga Símans, Skjárbíó, ætlar sér stóra hluti í framtíðinni, jafnvel að leysa af hólmi hefðbundnar myndbandaleigur. Fyrirkomulagið er vissulega notendavænt. Maður þarf ekki að fara út úr húsi, mynd- irnar eru alltaf „inni“ og maður fær aldrei sekt. Ekki eru þó allir sáttir við þjónustuna. Ívar Pétur Guðnason prófaði nýverið að leigja sér mynd. Hann skrifar: „Myndin kostaði kr. 690 – eins og margsinnis var ítrekað og staðfest þegar verið var að velja hana. Við erum með reikninga vegna símanúmers og internetáskriftar hjá Símanum sjálfkrafa skuldfærða af kredit- kortum og höfðum því engar áhyggjur af þessu meir. Okkur duttu því allar dauðar lýs úr höfði þegar reikningur kom inn um lúguna 15. desember. Hann var ekki frá Símanum – sem við gerðum samning við um sjónvarpsáskriftina – heldur frá einhverju öðru fyrirtæki sem heitir Skjárinn. Reikn- ingurinn var fyrir leigu á bíómynd í Skjábíó og hljóðaði upp á 940 kr., þar af eitthvað sem heitir útskriftargjald upp á 250 kr.“ Ívari fannst 940 kall mikið fyrir eina mynd, sem von var, og hringdi til að kvarta: „Þjónustusími Símans var gefinn upp fyrir þá sem vilja gera athugasemdir við reikninga. Þar var mér sagt að Skjárinn væri bara allt annað fyrirtæki en Síminn – jafnvel þótt Síminn ætti Skjáinn með húð og hári. Síminn gæti þess vegna ekki rukkað sína viðskiptavini fyrir úttektir hjá Skján- um! Það er erfitt að átta sig á öllum þversögnunum í dæminu og hvernig þessi fyrirtæki geta verið með sameiginleg afnot af símalínu, internettengingu, viðskiptaupp- lýsingum, starfsmönnum og eflaust fleiru, en geta samt ekki skuldfært einfalda úttekt samkvæmt áður gerðum samningi!“ Það er ekki nema von að Ívar sé hissa. Ég er handviss um að margir fleiri myndu notfæra sér þjónustu Skjásbíós ef þeir ættu ekki von á að borga 940 kall fyrir myndina. Neytendur: Útskriftargjald Skjásbíós Dýrasta myndaleiga landsins VINSÆL MYND Á SKJÁBÍÓ Úr Horton hears a Who! GAZA, AP Ehud Barak, varnarmála- ráðherra Ísraels, sagði á þingi í gær ísraelska herinn hafa verið sendan í úrslitastríð gegn Hamas- samtökunum á Gazaströnd. Loftárásum á byggingar sem tengjast Hamas-samtökunum er linnulaust haldið áfram, en árás- irnar höfðu í gær kostað vel á fjórða hundrað manns lífið síðan þær hófust á laugardag. Palestínumenn svöruðu í gær með því að skjóta um 40 heimatil- búnum sprengjum yfir landamær- in frá Gaza til Ísraels. Ein þeirra varð einum Ísraela að bana í hafn- arbænum Ashkelon, en auk þess særðust þar fjórtán manns. Mikið öngþveiti ríkir á sjúkra- húsum á Gaza, þar sem engan veg- inn er hægt að sinna öllum þeim sem þangað streyma, meðal annars vegna þess hve mikill skortur er á lyfjum og lækningavörum. Egyptar brugðu á það ráð í gær að taka við særðu fólki frá Gaza- svæðinu. Sjúkrabifreiðar flytja fólk frá þeim stöðum þar sem ísra- elsku sprengjurnar hafa fallið og að landamærastöðinni í Rafah. Einnig heimiluðu Egyptar för flutningabifreiða inn á Gazasvæð- ið með matvæli og lækningavörur. Barack Obama, sem tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna eftir þrjár vikur, fylgist með þróun mála á Gazasvæðinu en vill ekki tjá sig um atburðina meðan George W. Bush er enn forseti. - gb Ekkert lát á blóðugum árásum Ísraelshers á Gazaströnd: Ætla að gera út af við Hamas ÚTFÖR Á GAZA Faðir ber fjögurra ára gamlan son sinn til grafar í Jebaliya- flóttamannabúðunum á Gazaströnd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.