Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 16
16 30. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Eitt sem aldrei virðist eiga sér stað í stjórnmálum er að nokkur viðurkenni að hafa haft rangt fyrir sér. Á næsta ári tekur við ný ríkisstjórn í Bandaríkjunum þegar Barack Obama verður forseti. Fráfar- andi stjórn er sú óvinsælasta í manna minnum. Samt sem áður koma fráfar- andi ráðamenn hver á fætur öðrum og telja sig hafa gert það harla gott. Bush er sáttur við sig, Cheney líka og Rice er beinlínis uppnumin yfir því hvað George W. Bush verði lofaður og dáður í framtíðinni út af Íraksstríðinu. Enda þótt almenningur í Bandaríkjunum sé greinilega búinn að fá nóg af þessu liði þá er það ekki hætt að mæra eigið ágæti. Og hvað tekur svo við? Auðvitað standa vonir allrar heimsbyggðarinnar til þess að við taki stríðsglæpa- réttarhöld þar sem Bush, Cheney, Rumsfield og allir hinir pólitíkusarnir verði látnir taka ábyrgð á gerðum sínum. En fordæmin eru ekki góð; þegar Tony Blair hvarf frá völdum í Bretlandi var hann ekki leiddur fyrir rétt heldur gerður að sáttasemjara í málefnum Palestínu – og ekki hefur ástandið þar beinlínis skánað fyrir vikið. Meira að segja var rætt að gera hann að sérstökum forseta Evrópu en það kom sem betur fer ekki til framkvæmda þar sem Írar felldu Lissabonsáttmálann. Við vitum öll hið sanna um þá Bush og Blair en þeir hafa ekki viðurkennt neitt sjálfir. Orustuþoturnar sem hurfu Þetta virðist líka gilda á Íslandi. Fyrir seinustu alþingiskosning- ar komust þingmenn Sjálfstæð- isflokksins upp með þá sam- ræmdu skoðun að stuðningur við Íraksstríðið hefði verið réttur „miðað við þáverandi forsendur“ og engum fjölmiðla- manni datt í hug að ganga frekar á þá fyrir þetta bullsvar. Og Íraksstríðið er ekkert einsdæmi. Ríkisstjórn Íslands studdi líka árásarstríð gegn Júgóslavíu og Afghanistan, með dyggum stuðningi Samfylking- arinnar, og hefur enginn enn þurft að svara fyrir stuðning fyrir þær blóðsúthellingar. Enda var þetta allt saman liður í vörnum Íslands og þeim eilífa sannleik, sem stjórnarþingmenn átu upp hver eftir öðrum, að til þess að sinna þeim þyrfti fjórar bandarískar orustuþotur. Nema hvað, orustuþoturnar hurfu eins og hendi væri veifað en íslenskir ráðamenn horfðust að sjálfsögðu ekki í augu við það að allt þeirra tal um „varnarþörf“ hefði verið byggt á sandi. Að það hefði kannski ekki verið ástæða til að fram- lengja kalda stríðið um fimmtán ár á Íslandi til þess eins að ganga í augun á bandarískum ráðamönnum. Frekar en að viðurkenna það var milljörðum af almannafé eytt í að panta árstíðabundið loftrýmiseftirlit, nú seinast þotur frá Bretlandi sem komu að vísu ekki. Komið var á fót hinni rándýru Varnar- málastofnun sem hefur forgang á fjárlögum yfir Landspítalann eða Háskóla Íslands. Allt var gert frekar en að horfast í augu við það að íslenskir stjórnmála- menn hefðu hugsanlega fylgt rangri stefnu í fylgisspekt sinni við Bandaríkin áratugum saman. Allt frekar en endurmat Varnarmálastofnun og milljarð- arnir sem fara í hana eru dæmi um það hversu takmarkalausu fjármagni stjórnmálamenn eru tilbúnir að eyða til þess að þurfa aldrei að viðurkenna að þeir hafi rangt fyrir sér. Í því ljósi eru viðbrögð þeirra við hruni bankakerfisins fyrirsjáanleg. Meginhugsunin á bak við þau eru ofsahræðsla stjórnarflokk- anna við að þurfa endurmeta eigin hugmyndafræði – frjáls- hyggjukreddurnar sem hafa riðið húsum á Íslandi undan- farna áratugi. Þess vegna yfirtók ríkið tap bankanna í stað þess að láta þá verða gjaldþrota eins og hver önnur fyrirtæki á markaði. Stjórnmálamenn sem báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna hafa ekki ennþá viðurkennt að hún hafi verið mistök. Samt eru þeir tilbúnir að senda skattgreiðendum reikninginn vegna innlánsá- byrgða bankanna innlendis og erlendis. Og þeir láta sig hafa það að framselja völd yfir gerð fjárlaga til fastafulltrúa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það er svo viss söguleg kaldhæðni að sjóðurinn skyldi senda okkur Dana sem óformlegan landstjó- ra. Undanfarin ár hafa íslenskir ráðamenn steytt á hverju skerinu á fætur öðru vegna rangrar ákvarðanatöku í utanríkismálum, efnahagsmál- um og orkumálum. Viðbrögð þeirra hafa jafnan einkennst af sama flaustrinu. Þar hefur sýnt sig að þeir sem sitja að völdun- um eru tilbúnir að gera allt nema það að eitt að horfast í augu við eigin mistök. Enda reiða þeir sig á að kjósendur fyrirgefi og gleymi – enn og aftur. Pólitísk tregðulögmál SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Ábyrgð E ftir að íslenska krónan hrundi endanlega á haustdögum féllu viðskiptabankarnir. Flestir sáu hrun krónunnar fyrir. Færri vildu trúa að bankarnir fylgdu í kjölfarið. Hvernig sem því víkur við er það veruleiki sem ekki verður umflúinn. Nútíma efnahagsstarfsemi þrífst hins vegar ekki án banka. Hlutirnir hefðu vissulega getað farið verr. Satt best að segja var það afrek að halda bönkunum opnum. Það voru snör og örugg handtök sem því réðu. Vandinn er samt sá að enn hefur ekki tek- ist að endurreisa bankakerfið á þann veg að það veiti fyrirtækj- um og almenningi brýna lágmarksþjónustu. Í raun eru bankarn- ir ekki orðnir að virkum bönkum á ný. Hættan á að bankarnir gætu ekki veitt nægu súrefni inn í atvinnulífið var kunn fyrir hrun krónunnar. Eftir hrun hennar er vandi fyrirtækjanna dýpri. Það sem verra er: Mörg skuldsett heimili eru í sömu sporum. Ósanngjarnt væri að segja að ekkert hefði gerst í þeim til- gangi að koma til móts við þennan vanda fyrirtækja og heimila. Ýmislegt hefur þokast í áttina. Þeim athöfnum verður þó ekki líkt við snarræði. Margt ræður því. Gjaldeyrishöft og lánsfjár- keppa setja bönkunum þröngar skorður. Hér kemur þó fleira til. Umræða síðustu vikna hefur alið af sér djúpstæða tortryggni. Hún er skiljanleg að ákveðnu marki. Engum vafa er þó undirorpið að þessi tortryggni hefur leitt til mikillar ákvörðunarfælni í nýju bönkunum. Hætt er við að það hik sé byrjað að bitna á hagsmunum bæði fyrirtækja og heim- ila. Helsta ástæðan fyrir því að tortryggnin er farin að snúast gegn hagsmunum almennings er sú að of margir stjórnmálamenn hafa ekki haft þrek til þess að greina aðalatriði frá aukaatriðum og sannar sögur frá gróusögum í kjaftakvörn dægurumræðunnar. Þannig hafa þeir orðið gerendur í að magna tortryggnina upp. Hver er afleiðingin? Bankarnir ættu að vera á hraðferð inn í það venjulega hlutverk sem slíkum fyrirtækjum er ætlað. Í stað þess er verulegur pólitískur þrýstingur á að þeir verði gerðir að einhvers konar pólitískum skömmtunarsjóðum. Allt er það gert í góðri meiningu undir merkjum jöfnuðar og réttlætis. En hætt er við að tortryggnin færi þjóðina fjær þeim góðu gildum. Verði ekki höfð snör handtök við að veita lágmarks súrefni inn í atvinnufyrirtækin fara fleiri á hausinn, fleiri missa vinnuna, verðmætasköpunin minnkar, tekjustofnar velferðarþjónustunn- ar rýrna og fleiri missa húsnæðið en ella. Takist ekki að koma í veg fyrir þetta munu fáir líkja niðurstöðunum við jöfnuð og réttlæti þegar upp verður staðið. Bankar eru ekki og eiga ekki að vera stjórnsýslustofnanir. Fyrir þá sök þarf að endurreisa venjubundna bankastarfsemi á grundvelli þeirra almennu leikreglna sem um slíka starfsemi gilda. Menn þurfa að læra af reynslunni. Útlánaþenslumistökin má ekki endurtaka. Tortryggnin má hins vegar ekki koma í veg fyrir að hjólin fari að snúast á ný. Stjórnmálamenn bera mesta ábyrgð í þessu efni. Þeir þurfa bæði með ábyrgum málflutningi og ákvörðunum að sjá til þess að tortryggnin drepi ekki endurreisnina í dróma. Það er rík ábyrgð. Bankar, fólk og fyrirtæki: Tortryggnin ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Heyrði Páll Baldvin predikanirnar? UMRÆÐAN Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar um leiðara í Fréttablaðinu Páll Baldvin Baldvinsson gagnrýn-andi skrifaði leiðara í Fréttablaðið þann 28. desember síðastliðinn. Leiðarinn hefst á orðunum: „Enn erum við í jólaboðinu og biskupinn og allt hans hyski hefur sagt við okkur látlaust í stillilega rómnum alla jólahelgina: Verum stillt, verum stillt.“ Ég ætla ekki að fjölyrða um orðaval Páls. Leiðari birtir skoðanir þess er skrifar hann. Ég set hins vegar spurningarmerki við það hvernig hann leggur heilli stétt orð í munn. Maður hlýtur að velta því fyrir sér til hvaða predikana hann sé að vitna, þar sem fram kemur í pistlinum að hann fór ekki í kirkju. Hverjar eru heimildirnar sem liggja til grundvallar ályktun hans og orðum? Jólapredikanir í kirkjum landsins eru afar fjölbreyttar og sjá má margar þeirra í stærsta predikanasafni landsins, Postillunni, á vefnum www. tru.is. Lesendur Fréttablaðsins eru hvattir til að skoða predikanir presta Þjóð- kirkjunnar á Trú.is og meta síðan sjálfir hversu vel fyrrnefndur leiðari endurspeglar þær. Í lok leiðara síns spyr Páll Baldvin „Hvert er rétt að stefna?“. Kannski ætti hann að lesa jólapredikanirnar. Hver veit nema hann finni þar einhver þeirra grunngilda sem gætu gagnast okkur vel í að móta stefnu til framtíðar? Höfundur er verkefnisstjóri upplýsingasviðs Biskupsstofu. STEINUNN ARNÞRÚÐUR BJÖRNSDÓTTIR Jólakveðjur Stjórnmálahreyfinganna bíður nú það erfiða verkefni að endurheimta traust almennings í sinn garð. Margt má hafa til hliðsjónar í þeim efnum, til dæmis jólakveðjur flokkanna á heimasíðum þeirra. Jólakveðjur Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins eru staðlaðar og svo til nær samhljóða: Sjálfstæðisflokkurinn óskar landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári en Frjálslyndir spara sér áramótakveðjuna, luma á henni fram á síðustu stundu sjálfsagt, eins og rúsínu í pylsuendanum. Starfsfólk skrifstofu Framsóknarflokksins sendir hins vegar „landsmönnum öllum“ jólakveðjur „með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða“. Kaldar kveðjur og kröftugar Tossaverðlaunin í ár hlýtur hins vegar Samfylkingin. Enga jólakveðju er að finna á vef hennar og mætti Samfylkingin taka sér Vinstri græn til fyrirmyndar sem eiga tvímælalaust sköruglegustu jólakveðjuna. Þau slá hvergi af í sinni jólakveðju; óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla, þakka samstarfið á árinu og segjast hlakka til framhaldsins: „Það er mikil barátta framundan sem krefst krafta allra þeirra sem vilja jöfnuð, umhverfisvernd, kvenfrelsi og frið.“ En álftin? Morgunblaðið birti í gær lista yfir tíu vandræðalegustu augnablik, uppá komur og fyrirbæri ársins. Þar kenndi ýmissa grasa, til dæmis móttaka handboltalandsliðsins á Arn- arhóli, hljómsveitin Mercedes Club og hin fleygu orð Dorritar Moussiaeff um stórasta land í heimi. Dyggir lesendur Morgunblaðsins sakna þó að minnsta kosti eins atriðis á listanum yfir kjána- hroll ársins; forsíðufrétt Moggans fyrr á árinu af óvenjuspakri plastálft, sem kippti sér ekki upp við það þótt kría tyllti sér á koll hennar. bergsteinn @frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.