Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 32
4 30. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Sovétríkin voru mynduð á þessum degi árið 1922. Þau voru upphaflega mynduð úr fjórum ríkjum, það er Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Suður-Kákasus í kjölfar rússnesku byltingarinnar árið 1917 og rússneska borg- arastríðsins 1918-1921. Þegar þau voru sem stærst voru þau mynduð úr fimmtán ríkjum. Í Sovétríkjunum fór Kommúnistaflokkur- inn með völdin og æðsti maður flokksins var nefndur ritari. Á kaldastríðsárunum voru Sov- étríkin og Bandaríkin ráðandi öfl í heiminum. Eftir átök innan Kommúnistaflokksins og á milli ríkjanna sem mynduðu Sovétrík- in fór það svo að Mikhail Gorbachev, aðalrit- ari Kommúnistaflokksins, sagði af sér og eft- irlét Boris Jeltsín, foretsa Rússlands, völdin. Í kjölfarið, eða árið 1991, liðuðust Sovétrík- in í sundur. ÞETTA GERÐIST: 30. DESEMBER 1922 Sovétríkin mynduð PATTI SMITH ER 62 ÁRA Í DAG. „Listamaður er sá sem hefur samkeppni við guð.“ Söngkonan og skáldið Patti Smith hefur verið kölluð guð- móðir pönksins. MERKISATBURÐIR 1880 Gengið er á ís úr Reykja- vík út í Engey og Viðey og upp á Kjalarnes. Þetta var mikill frostavetur. 1924 Edwin Hubble kunngjör- ir tilvist annarra vetrar- brauta. 1948 Söngleikurinn Kiss Me Kate er fumsýndur í New Century Theatre og er sá fyrsti til að hljóta Tony- verðlaun í flokki söng- leikja. 1965 Ferdinand Marcos verður forseti Filippseyja. 1977 Ted Bundy sleppur í annað sinn úr fangaklefa sínum í Colorado. 1980 Landflótta Frakka, Patrick Gervasoni, vísað úr landi eftir miklar deilur. 2006 Saddam Hussein er tek- inn af lífi. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Teitur Magnússon skipstjóri, Kirkjulundi 8, Garðabæ, sem lést laugardaginn 20. desember, verður jarð- sunginn frá Garðakirkju í dag, þriðjudag kl. 13.00. Guðný Sæmundsdóttir Margrét Teitsdóttir Jón Ásgeir Eyjólfsson Magnús G. Teitsson Erla S. Ragnarsdóttir Oddný S. Teitsdóttir Ari F. Steinþórsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Eldjárn fyrrverandi forsetafrú, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 21. desember verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag þriðjudag kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Kristjáns Eldjárns gítarleikara (Reikningsnúmer 0513 18 430830 kt. 650303-3180), Minningarsjóð Sóltúns eða aðrar líknarstofnanir. Ólöf Eldjárn Stefán Örn Stefánsson Þórarinn Eldjárn Unnur Ólafsdóttir Sigrún Eldjárn Hjörleifur Stefánsson Ingólfur Eldjárn Guðrún Björg Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Klemenzson Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Búðarflöt Álftanesi, lést að kvöldi 28. desember. Útförin auglýst síðar. Sigurrós Grímsdóttir Gunnar Sigurðsson Jóna Guðlaugsdóttir Hallgrímur Sigurðsson Sólveig Einarsdóttir Bertha María Sigurðardóttir Róbert Þórðarson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, Indriði Ingi Styrkársson lést á aðfangadag 24. desember sl. á krabbameinsdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss. Laila Andrésson Alfred Styrkársson Sigurður Styrkársson Inga Sigurðardóttir Elísabet Þórisdóttir Alexandra Inga Alfredsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Viktors Hjaltasonar fyrrverandi bifreiðastjóra, Garðstöðum 31, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans v/Hringbraut á 11E, 14G og blóðskilun fyrir góða umönnun og hlýhug. Guð gefi ykkur gæfuríkt nýtt ár. Elín Pálmadóttir Elvira Viktorsdóttir Guðmundur St. Sigmundsson Kristín Viktorsdóttir Sveinbjörn Guðjónsson Lýður Pálmi Viktorsson Sigríður Jóna Eggertsdóttir Elín Berglind Viktorsdóttir Unnar Smári Ingimundarson Rúnar Viktorsson Kristín Guðjónsdóttir Marteinn E. Viktorsson Sigríður M. Gestsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þorsteinn Ólafsson tekur um áramót- in við starfi dýralæknis sauðfjár- og nautgripasjúkdóma sem Sigurður Sig- urðarson dýralæknir hefur sinnt síð- astliðin fjörutíu ár. „Starfið felur í sér að fylgjast með og hafa yfirsýn yfir hvaða sjúkdómar eru í þessum búfjártegundum og halda við búfjárveikivörnum enda mikið atriði að ekki verði slakað á kröfum þar,“ segir Þorsteinn og tekur sem dæmi nýleg tilfelli um riðuveiki á svæðum þar sem talið var að búið væri að út- rýma henni. „Riðuveiki er alvarlegasta vanda- málið í búfjárstofninum að því leyti að hún er nátengd sjúkdómum sem hafa verið í fólki, þó engar vísbendingar séu um að riðuveiki í sauðfé valdi sjúk- dómum hjá fólki,“ segir Þorsteinn og bendir á að riðuveiki sé skyld öðrum sjúkdómum á borð við kúariðu sem er talin tengjast Kreutzfeld-Jakob-sjúk- dómnum. „Þar af leiðandi er markaðs- lega mikilvægt að geta sagt að engin riðuveiki sé í landinu,“ segir hann og telur að Íslendingar geti nokkurn veg- inn fullyrt það þar sem hver hjörð sem greinist með riðuveiki sé skorin niður. Slík aðgerð er vissulega erfið bæði fyrir bóndann og landbúnaðinn en nauðsynleg að mati Þorsteins. „Ég er ekki tilbúinn til að breyta af þeirri stefnu nema að mjög vel athugðu máli,“ fullyrðir hann og útskýrir að ekki sé hægt að lækna riðuveika kind. Eina leiðin sem sé fær utan þess að fella hjörðina sé að rækta fjárstofn sem sé ekki eins næmur fyrir riðu- veiki. „En við erum ekki með alónæma arfgerð í íslensku kindinni, þótt við reynum að hamla aðeins gegn riðu- veiki með því að nota hrúta á sæðinga- stöð sem eru ekki með mjög næma arf- gerð,“ segir hann og tekur fram að Ís- lendingar standi nokkuð vel miðað við aðrar þjóðir þar sem góð yfirsýn sé yfir hvar riðuveikin stingi sér niður. Í Bretlandi hafi menn hins vegar engar aðrar leiðir en að rækta fjárstofna með arfgerðir sem séu lítið næmir fyrir riðuveiki þar sem sjúkdómurinn sé mjög útbreiddur í landinu. Þorsteinn er enginn nýgræðingur í dýralækningum. Hann lærði í Nor- egi á sínum tíma og tók doktorsgráðu í frjósemi og sæðingum og vann að sauðfjársæðingum. Hann fann meðal annars aðferð til að nota fryst sæði og einfalda aðferð til að sæða. Sú að- ferð var notuð í Noregi í tuttugu ár eða allt þar til fyrir tveimur árum þegar nýr þýskur blöndunarvökvi kom til sögunnar. Aðferð Þorsteins var einn- ig notuð á Íslandi til lengri tíma en nú síðast var gerð tilraun til að nota hina nýju þýsku blöndu. „Svo dæmist út frá útkomunni á næsta ári hvort hún verði notuð áfram,“ útskýrir Þorsteinn en ólíkt því sem var gert í Noregi verð- ur hér gerð samanburðarathugun á að- ferðunum tveimur. Þorsteinn hefur starfað á ýmsum stöðum eftir að hann flutti heim úr námi árið 1979. Meðal annars var hann forstöðumaður einangrunarstöðvar holdanauta í Hrísey á árunum 1979 til 1986. Þá hefur hann starfað hjá Bún- aðarsambandi Suðurlands og Kynbóta- stöð Suðurlands, hefur séð um sauð- fjársæðingar frá 1986 og frá árinu 1998 hefur hann starfað að hluta hjá Mjólkurbúi Flóamanna og nú síðast hjá samtökum afurðastöðva í mjólk- uriðnaði meðal annars í júgurbólgu- greiningu. Fyrsta verk Þorsteins í nýju starfi verður að athuga hvernig staðan er í riðumálum og kynna sér betur garna- veikitilfelli sem upp komu á Austur- landi fyrir skömmu. Því næst mun hann einbeita sér að skráningu naut- gripasjúkdóma. „Við höfum vanrækt svolítið að fylgjast með nautgripasjúk- dómum og koma á skráningum sem ég tel mjög brýnt,“ segir Þorsteinn og hlakkar til að takast á við nýtt verk- efni í upphafi árs. solveig@frettabladid.is ÞORSTEINN ÓLAFSSON: NÝR DÝRALÆKNIR SAUÐFJÁR- OG NAUTGRIPASJÚKDÓMA Riðan alvarlegasta vandamálið AFMÆLI ELIZA DUSHKU leikkona er 28 ára. JAY KAY EÐA JAMIROQUAI tónlistarmað- ur er 39 ára. TRACEY ULLMAN, leik- og söngkona, er 49 ára. KRISTIN KREUK leikkona er 26 ára. DÝRALÆKNIR Þorsteinn Ólafsson tekur við starfi dýralæknis sauðfjár- og nautgripasjúkdóma á nýju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.