Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 42
26 30. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is HÁTÍÐAHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT 31. DESEMBER GAMLÁRSDAGUR KL. 17 FLYTJENDUR: Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikarar Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari Aðgangseyrir: 2000 MIÐASALA fer fram í Hallgrímskirkju. Sími: 510 1000. listvinafelag.is > Haukur stóð sig mjög vel Fjölnismaðurinn Haukur Helgi Pálsson stóð sig mjög vel með ítalska liðinu Stella Azzurra í Meistaradeild Evrópu yngri liða í körfubolta sem fram fór á milli jóla og nýárs. Stella Azzurra endaði í 5. sæti á mótinu en liðið vann tvo leiki og tapaði tveimur. Haukur var í byrjunarliðinu alla leikina og stóð sig mjög vel. Í leiknum um fimmta sætið vann Stella slóvenska liðið Union Olimpija 89-75 og var Haukur með hæsta framlag síns liðs í leiknum. Haukur var með 12 stig, 5 fráköst, 4 stolna bolta og 2 varin skot gegn Slóvenunum. Stella-liðið er unglingalið Lottoamatica Roma þar sem Jón Arnór Stefánsson spilaði á síðasta tímabili. FÓTBOLTI Árið 2008 hefur verið við- burðaríkt fyrir besta knattspyrnu- mann þjóðarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur á nokkrum mánuðum farið frá því að hljóta fá tækifæri og vera á leið frá Barce- lona til þess að vera mikilvægur leikmaður í einu allra besta og skemmtilegasta liði heims. Frétta- blaðið settist niður með Eiði Smára og birtist afrakstur þess viðtals í dag og á morgun. Í dag er ætlunin að fara yfir framtíð Eiðs Smára með íslenska landsliðinu. Eftir að hafa unnið sér sæti í liði Barcelona varð Eiður Smári fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að meiðast illa í landsleik á móti Makedóníu. „Þetta var ömurleg tímasetning til að meiðast,“ segir Eiður sem missti af mörgum leikj- um með Barcelona-liðinu. „Öll þessi umræða um að þetta hafi verið áfall og hvort að það sé þess virði að koma og spila fyrir landsliðið er svolítið ýkt. Auðvitað er þess virði að koma í landsleik- ina. Ég vil spila fyrir Ísland og geri það glaður,“ segir Eiður en upphaf umræðunnar var viðtal í spænska blaðinu Sport. Aðeins frí í æfingaleikjum „Viðtalið var tekið aðeins úr samhengi. Blaðamaðurinn spurði hvort það væri þess virði að fara að spila fyrir Ísland þegar það mæta hundrað þúsund manns á Nou Camp en þið eruð 300 þúsund. Hann sagði síðan frá þessu frá hans hlið,“ rifjar Eiður upp. „Ég svaraði honum að það hafi vaknað hjá mér sú spurning hvort það sé þess virði innan gæsalappa en það berst ekki til Íslands að ég hafi sagt innan gæsalappa. Auð- vitað er það alltaf þess virði því ég myndi ekki koma annars ef ég hefði ekki gaman af þessu og myndi ekki vilja spila,“ segir Eiður sem segir að það sé einungis ætlunin að fá frí í æfingaleikjum þegar mikið er að gera hjá Barce- lona. Hefur fengið góðan skilning „Það var aldrei talað um alvöru alþjóðlega leiki í undankeppnum. Þetta átti aðeins við um æfinga- leiki,“ segir Eiður. „Ég ætla að vera með hundrað prósent mætingu í alvöruleiki ef ég er í lagi. Hvað æfingaleikina varðar þá tekur maður ekki áhætt- una ef maður glímir við ein- hver vöðvameiðsli og við erum að fara að spila í Meistaradeildinni eða það eru mikilvægir leikir fram undan. Ég gerði þetta þegar ég var hjá Chelsea og ég hef alltaf fengið mjög góðan skilning á þessu hjá lands- liðsþjálfurum,“ segir Eiður sem segist koma í æfingaleikina ef þjálfararnir þurfa virkilega á honum að halda. „Það er betra fyrir mig að vera hér í Barcelona og æfa vel með liðinu og vera þá ferskur og ekki búinn að spila í miðri viku þegar aðrir koma þreyttir til baka. Þá hugsar þjálfarinn, ég kannski nota frekar Eið sem er búinn að vera hér,“ segir Eiður sem sagðist hafa oft fagnað því að koma í æfingaleiki og fá að spila 90 mínútur þegar hann væri að spila lítið með sínu liði. Hefur reynst mér vel Eiður segist vera í góðu sambandi við Ólaf Jóhann- esson, landsliðsþjálfara. „Hann hefur reynst mér mjög vel. Ég bað hann um frí í fyrsta landsleiknum hans sem var á móti Dönum þar sem ég útskýrði fyrir honum af hverju og hvað var á bak við þá ákvörðun. Það var ekkert vandamál og hann virðir það alveg að menn eru ekki bara knattspyrnumenn held- ur eiga sitt persónulega líf líka. Ég er mjög þakklátur fyrir þann skilning sem hann hefur sýnt mér,“ segir Eiður sem gerir ekki mikið úr því að hafa misst fyrir- liðabandið eftir að hafa verið fyr- irliði í 26 leikjum og í fimm ár. „Ég held, án þess að Óli hafi útskýrt þetta mikið fyrir mér, að þetta snúist um það að hann vildi hafa mann aftar á vellinum með bandið. Ég held að hann geri alveg sömu kröfur til mín og kannski enn meiri hvort sem ég er með fyrirliðabandið eða ekki. Það er ágætt að hafa bara einn geðsjúk- ling þarna aftast með bandið,“ sagði Eiður Smári í léttum tón. „Ég tel mig ekki vera minna mikil- vægur fyrir liðið. Þetta hefur ekki breytt neinu fyrir mig nema að ég þarf ekki að mæta á alla blaðamannafundi,“ segir Eiður. Íslenska landslið- ið átti gott ár og það var allt annað að sjá til liðsins. „Það er kominn meiri ferskleiki í okkur aftur og það hefur vaknað meiri jákvæðni í kringum liðið,“ segir Eiður Smári. „Það er frábært að hafa unnið Makedóníu. Við spiluðum vel í Noregi þar sem við náðum stigi og það var síðan sorglegt að ná ekki stigi á móti Skotum en það fóru allir að tala um að það væri eitt- hvað jákvætt í gangi. Það er það skemmtilega við þetta, að fólk er farið að líta jákvæðara á okkur aftur. Þetta var orðið hálfsúrt undir lok síðustu riðlakeppni og það þurfti meiri jákvæðni í þetta,“ segir Eiður. Leiðinlega orðið Eiður segir oft erfitt að glíma við þær miklu vænt- ingar sem til hans eru gerðar með landsliðinu en hann hafi með meiri reynslu lært að vinna betur úr þessu. „Ég kem í lands- leikina og reyni að hafa gaman af þessu. Það er gaman að hitta strákana á æfingu og það er gaman að spila þessa landsleiki. Mér finnst mjög leiðin- legt þetta orð sem kemur pínu upp í umsögn um mig í landsleikj- um – að ég sé áhuga- laus og nenni þessu ekki. Það er bara kjaftæði því ef ég nenni þessu ekki þá kem ég ekki,“ segir Eiður og bætir við: „Mér finnst ekkert gaman að hanga inni á hóteli þrjá daga fyrir leik eða ferðast í tíu tíma og myndi frekar kjósa að vera heima með fjölskyldunni ef ég myndi ekki nenna þessu,“ segir Eiður sem hefur leikið 55 landsleiki og skor- að í þeim 22 mörk. Hann er marka- hæsti leikmaður Íslands frá upp- hafi. Stolt og gleðitilfinning „Það sem stendur upp úr er að þegar við vinnum þá er þetta svo sætt og svo gaman. Þá kemur svo mikil gleðitilfinning og stolt í mann að það verður allt þess virði. Við þurfum bara að bíða lengur eftir sigrinum,“ segir Eiður léttur en hann hefur verið í sigurliði í 17 af þessum 55 landsleikjum. Á morgun: Eiður talar um hvað hefur breyst hjá Barcelona-liðinu, fer yfir fram- tíðarplönin, segir frá Guardiola þjálfara og þá kemur í ljós hver er mikilvægasti leikmaður Barca-liðsins að hans mati. ooj@frettabladid.is Mun mæta í alla alvörulandsleiki Eiður Smári Guðjohnsen fer yfir landsliðsmálin í viðtali við Fréttablaðið. Hann ræðir viðtalið umrædda sem birtist á Spáni, talar um það að missa fyrirliðabandið og fer yfir gott ár hjá íslenska landsliðinu. MEIÐSLIN UMRÆDDU Eiður Smári sést hér út við hliðarlínu eftir að hann meiddist í leiknum á móti Makedóníu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 22 MÖRK Það hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir A- landslið karla en Eiður Smári Guðjohnsen. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, lenti í vandræðum í fyrrakvöld eftir að hafa leitt sína menn til 5-1 sigurs á Newcastle og þriggja stiga forskots á toppi ensku úrvals- deildarinnar. Gerrard var handtekinn ásamt fimm öðrum eftir að hafa lent í útistöðum á næturklúbbi í Southport. 34 ára maður var fluttur á sjúkrahús með áverka á andliti en ekki í lífshættu. Síðast þegar fréttist var enski lands- liðsmaðurinn enn í varðhaldi. - óój Gerrard, fyrirliði Liverpool: Handtekinn fyrir slagsmál Handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er á leiðinni í dönsku úrvalsdeildina þar sem hún mun spila með Team Esbjerg liðinu sem er um miðja deild. Anna fer út eftir áramót en fékk að fara heim til að kveðja fjölskylduna. „Þeir voru að reyna að fá mig í sumar en þá ákvað ég að fara í Stjörnuna í staðinn. Ég sló síðan til og fór á æfingu hjá þeim um helgina, það gekk bara vel og við erum í samningaviðræðum núna,” segir Anna sem er pottþétt á að fara út þótt ekki sé búið að ganga frá öllum málum. „Þetta er búið að vera ákveðið markmið hjá mér og það er frábært að hafa fengið þetta tækifæri“ segir Anna en hún á einnig að baki eitt ár í Noregi. „Þegar ég ákvað að koma heim frá Lavanger þá voru nokkur lið að spyrjast fyrir um hvort ég hefði áhuga á því að koma. Ég ákvað að koma heima að læra,“ segir Anna. „Ég er í láni hjá Stjörnunni í hálft ár í viðbót þannig að ég myndi bara fyrst gera hálfs árs samning. Þetta er svolítið flókið því ég er síðan í láni frá Gróttu til Stjörnunnar og þeir ætla að lána mig áfram til Esbjerg í þetta hálfa ár. Svo þurfum við að fara í gegnum Gróttu ef við ætlum að framlengja samninginn. Þetta er mjög flókið en gengur vonandi upp,“ segir Anna bjartsýn. „Þetta var skyndiákvörðun og það vissi þetta enginn. Ég ætlaði bara að fara út og athuga hvernig þetta gengi,“ segir Anna en um leið þurfti hún að fórna deildarbikarnum með Stjörnuliðinu. „Það var hrikalega erfitt að fara frá Stjörnunni. Ég hef samt engar áhyggjur af þessu Stjörnuliði því það er svo mikil liðsheild innan þess. Það skiptir engu máli hver kemur inná eða hver dettur út. Það var samt voða leiðinlegt að fá ekki að vera með. Ég var búin að reyna að fá einhvern anann tíma fyrir þessar æfingar en það gekk því miður ekki,” segir Anna. „Það var hrikalega gaman að fara á þessa einu æfingu og ég fann það á þessarri æfingu hvað ég get lært mikið á bara einni æfingu. Það er eins og allar æfingar sé landsliðsæfingar,“ segir Anna að lokum. ANNA ÚRSÚLA GUÐMUNDSDÓTTIR: STJARNAN ER MEÐ HANA Í LÁNI FRÁ GRÓTTU OG LÁNAR HANA TIL TEAM ESBJERG Þetta er mjög flókið en gengur vonandi upp FÓTBOLTI Manchester United ætlar ekkert að gefa eftir í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Middlesbrough á Old Trafford í gær. United er nú sjö stigum á eftir toppliði Liverpool en á enn tvo leiki til góða. Það var Búlgarinn Dimitar Berbatov sem skoraði sigurmark- ið í seinni hálfleik en í leiknum á undan á móti Stoke annan dag jóla þá átti hann einnig mikinn þátt í 1-0 sigri með því að leggja upp sigurmarkið fyrir Carlos Tevez. Cristiano Ronaldo var í sviðsljósinu í fyrri hálfleik þar sem hann fór illa með nokkur góð færi og lenti síðan upp á kant við Austurríkismanninn Emanuel Pogatetz. Ronaldo gæti lent í vandræðum fyrir að hlaupa á eftir Pogatetz og ýta í hann þegar liðin gengu til hálfleiks en skömmu áður hafði Pogatetz tekið á Ronaldo í leiknum sjálfum. - óój Enska úrvalsdeildin í gær: Mikilvægt mark hjá Berbatov DÝRMÆTUR Dimitar Berbatov hefur gert út um tvo síðustu leiki. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.