Fréttablaðið - 04.01.2009, Qupperneq 8
8 4. janúar 2009 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðberinn
bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Á liðnum kreppuvikum hefur þjóðin verið rækilega minnt á
nauðsyn samstöðu í baráttunni
við efnahagsvandann. Á Alþingi
hefur verið unnið dag og nótt við
að finna samstöðunni lögformleg-
an farveg meðal annars með
skattahækkunum. Fyrsti áfangi
aukinna skattbyrða var sam-
þykktur á þinginu fyrir jólin.
Þjóðin hefur verið vöruð við því
að vænta megi verulegra
skattahækkana til viðbótar á
komandi misserum.
Flestir bera ugg í brjósti vegna
skattahækkananna sem bætast
við eignatap, aukna skuldabyrði
og í mörgum tilvikum atvinnu-
missi einhverra í fjölskyldunni.
Þessu alvarlega ástandi er
gjarnan lýst sem brotlendingu
svokallaðra útrásarfyrirtækja.
Nú í byrjun nýs árs reynum við
samt að sannfæra okkur um að
með samstöðu muni þjóðin vinna
sig út úr vandanum.
Samstöðuleysi í skattamálum
Vissulega reyndi ég að hugsa
jákvætt um jólin og áramótin,
hugsa um einingu og samstöðu
þjóðarinnar. En ein leiðinleg
hugsun sótti á mig.
Ég hef alltaf haft miklar
efasemdir um skattalagabreyt-
ingu sem afgreidd var í skyndi á
árinu 2001. Þessa lagasetningu
má með fullum rétti kalla
útrásarbreytingu í skattamálum.
Í henni fólst að tekjuskattur á
hlutafélög og einkahlutafélög var
lækkaður úr 30% í 18%. Síðastlið-
ið vor var skatthlutfallið svo enn
lækkað og nú í 15%.
Lagabreytingin var gerð undir
merkjum svokallaðrar skattasam-
keppni milli landa en jafnrétti í
skattamálum var ýtt til hliðar.
Auðvelda skyldi útrás íslenskra
fyrirtækja til annarra landa og
létta innlendum fyrirtækjum
samkeppnina við vörur og
þjónustu erlendra fyrirtækja.
Skattasamkeppnismenn halda því
fram að byrja eigi á að lækka
skatta á fyrirtæki verulega. En að
lækka skatta á fyrirtæki er
auðvitað það sama og lækka
skatta á eigendur þeirra. Slík
skattalækkun segja þeir að muni
styrkja þjóðarframleiðslu og
gjaldeyrisöflun ár frá ári. Í
fyllingu tímans geti svo reynst
mögulegt að lækka einnig
skattbyrði hins almenna launþega
í landinu. Í dag er ákaflega
falskur tónn í þessari röksemda-
færslu í eyrum Íslendinga.
En þótt þessi rök hljómi
undarlega er það enn furðulegra
að skattalækkunin var ekki
einungis látin ná til fyrirtækja í
alþjóðlegri samkeppni heldur var
öllum sem reka sjálfstæða
starfsemi í landinu veittur kostur
á að lækka skatta sína með því
einu að stofna félag um rekstur-
inn. Ekki var reynt að rökstyðja
þennan þátt málsins. Í kjölfarið
þutu einkahlutafélög upp
þúsundum saman eins og
gorkúlur á haugi. Ég leyfi mér að
hafa þá skoðun að sterk sérhags-
munaöfl hafi ráðið mestu um
þennan búning skattalækkan-
anna.
Með því að breyta rekstrinum í
einkahlutafélag gefst tekjuháum
einstaklingi kostur á að lækka
skatta sína um hundruð þúsunda
á ári hverju. Af hluta teknanna er
þá greiddur félagaskattur ásamt
fjármagnstekjuskatti í staðinn
fyrir tekjuskatt og útsvar sem
launþegar greiða. Fyrir einstakl-
ing í einkahlutafélagahópnum
þýðir þetta að þegar tekjurnar
eru hærri en svokölluð reiknuð
laun samkvæmt reglum skattyfir-
valda greiðir hann 23,5% skatta
af öllu því sem umfram er. Eftir
nýsamþykktar skattabreytingar
greiða launþegar hins vegar
37,4% af öllum tekjum sínum
umfram skattfrelsismarkið en
það mark er hið sama hjá báðum
hópum. Hér er miðað við
hámarksútsvar.
Nokkrir viðbótarpunktar um
útrásarskattalögin
Nefna má nokkur atriði til
viðbótar varðandi skattabreyting-
arnar á árinu 2001.
• Lagaákvæðin um áðurnefnd
reiknuð laun („reiknað endur-
gjald“ á lagamáli) ná engan
veginn að koma í veg fyrir
skattamisréttið þegar jafnmiklir
hagsmunir eru í húfi og hér um
ræðir. Ég hef engan heyrt halda
öðru fram en að í umræddri
lagabreytingu hafi falist mikil
skattalækkun fyrir stóran hóp
hátekjufólks.
• Eins og málin nú standa eru
það sveitarfélögin sem fyrst og
fremst bera skarðan hlut frá
borði vegna umræddra skatta-
ívilnana. Við flutning á skatt-
skyldum tekjum til einkahlutafé-
laga misstu sveitarfélögin
útsvarstekjur án þess að beinn
tekjustofn kæmi í staðinn. Tap
sveitarfélaganna var áætlað ekki
minna en 1 milljarður á ári en
sést hefur töluvert hærri áætlun.
Nú hefur ríkisvaldið veitt
sveitarfélögunum úrlausn með
heimild til hækkunar á útsvars-
prósentunni. Hinn almenni
launþegi á sem sagt að taka á sig
verulegan hluta af eftirgjöfinni
til sérréttindahópsins.
• Á árinu 2005 greiddu rúmlega
1700 einkahlutafélög meira en
100% arð af hlutafé og arðshlut-
fallið hjá þessum félögum var að
meðaltali 650%. Þetta er afar skýr
vísbending um hve langt er gengið
í því að greiða eigendum einka-
hlutafélaga ótrúlega háan arð af
hlutafé í staðinn fyrir laun.
Upplýsingar liggja ekki fyrir um
árin 2006-2008. Ímyndar einhver
sér að þessi þróun hafi ekki haldið
áfram á síðustu þremur árum?
• Seint á árinu 2007 lagði einn af
þingmönnum Samfylkingarinnar
fram þingsályktunartillögu um
endurskoðun á sköttum lögaðila
(þ.e. einkahlutafélaga og annarra
félaga í atvinnurekstri) með vísan
til sömu atriða og rakin eru hér á
undan. Við fyrstu umræðu hlaut
tillagan eindreginn stuðning
þingmanna úr öllum flokkum
nema einum en samt tókst að gefa
henni svefnlyf í efnahags- og
skattanefnd þingsins.
Jafnrétti í skattamálum forsenda
þjóðarsamstöðu.
Vissulega er fátt mikilvægara í
dag en að tryggja íslenskum
fyrirtækjum eðlileg og sanngjörn
starfsskilyrði. Það gildir um
skattamál sem önnur mál. Til
dæmis er eðlilegt að auka það
svigrúm sem fyrirtæki hafa til að
halda að minnsta kosti hluta af
hagnaði sínum inni í rekstrinum
án skattlagningar um lengri eða
skemmri tíma.
Það er hins vegar allt annað mál
ef lög eru þannig að stór hópur
einstaklinga í sjálfstæðum rekstri
getur tekið fjármagn út úr
rekstrinum til eyðslu og annarra
persónulegra nota og greitt í því
sambandi mun lægri skatta en
almennir launþegar. Ég fæ ekki
séð hvernig náðst getur samstaða
og samhugur með þjóðinni ef ekki
verður tekið á því misrétti sem
fjallað er um hér að framan.
Höfundur er eftirlaunaþegi og
starfaði áður sem löggiltur
endurskoðandi.
Þjóðarsamstaða í reynd
SVEINN JÓNSSON
Í DAG | Skattalöggjöf
Auglýsingasími
– Mest lesið
Nó komment
Myndskeið á mbl.is sem sýnir Ólaf
Örn Klemensson, hagfræðing hjá
Seðlabanka Íslands, ýta harkalega
við manni og konu í eftirmála
Kryddsíldarmótmælanna við Hótel
Borg, hefur vakið talsverða athygli og
umræður. Ekki minni athygli hefur
vakið sú ákvörðun stjórnenda mbl.
is að loka fyrir athugasemdir lesenda
við framhaldsfrétt um málið, þar sem
Ólafur segist hafa verið að verja sig
fyrir brjálæðingum. Hingað til hefur
mbl.is helst gripið til þess ráðs að
loka fyrir athugasemdir við fréttir ef
hætta er talin á holskeflu skítkasts
af rasískum toga. Þykir mörgum
sem slík hætta hafi ekki verið
aðsteðjandi í tilfelli Ólafs,
sem er hvítur, íslenskur og
karlkyns Sjálfstæðismaður.
Rokk og rólegheit
Líklegt er að margir lesendur frétta-
vefsins Vísis.is hafi búist við hinu
versta er þeir ráku augun í stríðsfyrir-
sögnina Dansóður skemmtistaða-
gestur sparkaði í andlit annars
sem birtist á vefnum snemma í
gærmorgun. Ætla má að hinir sömu
lesendur hafi róast nokkuð við lestur
fyrstu setningarinnar í téðri frétt, sem
er á þessa leið; Afspyrnu rólegt var
hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu í nótt …
Allt er þá þrennt er?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra telur eðlilegt að kosið
verði til Alþingis samfara hugsanlegri
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildar-
viðræður við Evrópusambandið.
Fylgismanninum Geir Haarde
forsætisráðherra hugnast betur
að þjóðin kjósi fyrst um hvort
hefja eigi aðildarviðræður og að
þeim loknum um það hvort ganga
eigi í sambandið. Ef alþingiskosning-
ar bætast svo við prógrammið hans
Geirs þurfa landsmenn því að ganga
alls þrisvar að kjörborðinu í sumar,
því eins og kunnugt er þykir Geir það
fráleit hugmynd að halda kosningar
um hávetur. Þarf þá ekki bara að
kjósa um hvort hefur réttara fyrir
sér, Ingibjörg eða Geir?
kjartan@frettabladid.isV
ið áramót er tilefni til að líta bæði um öxl og fram
á veginn. Þrír mánuðir eru liðnir frá hruni íslenska
bankakerfisins, afleiðingar þess eru enn að birtast og
munu halda áfram að birtast.
Þrátt fyrir að afleiðingar hrunsins séu nú í ársbyrj-
un ekki fyrirsegjanlegar nema að hluta, er nauðsynlegt að horfa
fram á veginn og rýna í það hvers konar samfélag ætlunin er að
reisa úr rústunum og á hvers konar gildum það verður byggt.
Forseti þjóðarinnar og forsætisráðherra héldu áramótaávörp
sín, venju samkvæmt. Báðir litu um öxl og leituðust við að gera
upp það sem á undan er gengið. Forsetinn gekk lengra og viður-
kenndi að hann hefði gengið of langt í „málflutningi og liðsinni
við starfsemi íslenskra banka erlendis“. Forsætisráðherrann
sagðist axla ábyrgð sem forsætisráðherra en beitti þó viðteng-
ingarhætti þegar kom að því að viðurkenna bein mistök: „Hafi
mér orðið á [...] þykir mér það leitt.“
Traust er grundvöllur alls. Við það uppbyggingarstarf sem
framundan er skiptir sköpum að traust ríki milli þjóðarinnar
og þeirra fulltrúa sem hún hefur kosið til að halda um stjórnar-
tauma. Til þess að traust geti myndast verða menn að horfast í
augu við mistök sín og viðurkenna þau.
Á Íslandi blasir við gerbreytt mynd frá því síðast var kosið til
Alþingis. Krafan um kosningar er því háværari að ekki hefur einn
einasti ráðherra eða embættismaður í Seðlabanka eða Fjármála-
eftirliti, eða stjórnarmaður þessara stofnana, utan eins fulltrúa í
stjórn Seðlabanka, vikið. Líklega skoðar þetta fólk ábyrgð sína í
viðtengingarhætti eins og forsætisráðherrann á gamlárskvöld.
Bent er á að hér sé ekki hefð fyrir því að ráðamenn axli ábyrgð
með því að standa upp úr stólum sínum. Þá hefð verður að búa til
ekki síðar en nú á fyrstu dögum nýs árs. Á því Íslandi sem rís úr
rústunum hlýtur ráðherra sem skipar mann af réttum uppruna
í embætti, þvert ofan í faglegt mat, að víkja þegar fyrir liggur
úrskurður umboðsmanns Alþingis um það sem allir höfðu áður
séð, nema örfáir innvígðir og innmúraðir. Á nýju Íslandi verður
þjóðin að geta treyst því að hinir aftur ríkisreknu bankar verði
ekki afhentir útvöldum á silfurfati. Á nýju Íslandi verður að ríkja
traust milli þjóðarinnar og ráðamanna.
Mótmælin á Austurvelli í gær voru með þeim fjölmennustu frá
upphafi reglulegra mótmælafunda á Austurvelli á laugardögum.
Á Akureyri og Ísafirði kom fólk einnig saman og sýndi með því
að það krefst breytinga á íslensku samfélagi. Meðan þjóðin sér
engan axla ábyrgð með áþreifanlegum hætti og sér að öðru leyti
engin merki um vilja til að endurreisa traustið í sambandi þjóðar
og ráðamanna verður mótmælt.
Það verður að líta um öxl; Rannsaka hvað brást, hvernig heilt
hagkerfi gat hrunið, meira og minna innan ramma laga og án
þess að nokkurt eftirlitskerfi brygðist við því með áþreifanleg-
um hætti, hvort eitthvað ólögmætt var aðhafst og hvernig? Þetta
verður hins vegar ekki gert meðan ábyrgð er tekin í viðtengingar-
hætti.
Traust leggur grunninn að uppbyggingu.
Ábyrgð í viðteng-
ingarhætti
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR