Fréttablaðið - 04.01.2009, Side 14
2 Fjölskyldan
Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði
Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun:
Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Kristín
Eva Þórhallsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar:
Benedikt Jónsson benediktj@365.is
Sigríður
Tómasdóttir
skrifar
BARNVÆNT
Ég byrjaði í hestunum og hætti svo eftir að hafa verið hent nokkrum sinnum af baki og byrjaði svo aftur,“ segir Erna Guðrún 19 ára, dóttir
Björns Magnússonar og Brynju Viðars-
dóttur aðspurð hversu lengi hún hafi sinnt
hestamennskunni. Hún stendur ásamt
foreldrum sínum í velútbúinni kaffistofu
hesthússins hjá Andvara á Kjóavöllum
sem er í eigu fjöskyldunnar. Brynja móðir
hennar eignaðist hest þegar hún fermdist
og þá varð ekki aftur snúið og hefur hún
drifið þetta áhugamál fjölskyldunnar
áfram ásamt Magnúsi, en sonur þeirra
hefur ekki sýnt því eins mikinn áhuga
þótt þau segi hann vera að vakna. „Það er
nú varla hægt að kalla þetta áhugamál,
þetta er bara lífsstíll,“ segir Magnús og
bætir við að oft heimsæki fólk þau frekar
í hesthúsið en heim. „Í hestamennskunni
eru allir vinir, þar skiptir engu hvaða
stöðu fólk gegnir, öllum er mætt á jafn-
ingjagrundvelli og hestar eru óþrjótandi
umræðuefni,“ segir Magnús. „Hér er ekk-
ert krepputal,“ bætir
Erna við.
Hestunum þarf
að sinna daglega, án
undantekninga. „Við
erum hér öllum stund-
um og kvöldmaturinn
er oft snæddur
hérna,“ segir
Brynja og Magnús
og Erna taka undir
það brosandi. Á
kaffistofunni er
gluggi svo hægt sé
að horfa á hestana í stí-
unni á neðri hæðinni,
enda engin þörf fyrir sjónvarp á
kaffistofunni, en þar er rafmagnshella og
þægilegt sófasett. „Við gætum alveg búið
hérna,“ segir Brynja hlæjandi.
Fjölskyldan röltir niður og kynnir hest-
ana fyrir blaðamanni. Brynja geng-
ur að uppáhaldshestinum sínum,
Erni, og kjáir við hann. Magnús
segir hann vera sérstakan
ljúfling sem Ernir staðfest-
ir með því að nudda sér
vinalega upp við eigend-
ur sína og augljóst er að
hestarnir eru hluti af
fjölskyldunni. Brynja
segist sannfærð um að
hestarnir hafi þjappað fjöl-
skyldunni saman. „Án hestanna
væri Björn alltaf að vinna, Erna alltaf
með vinum sínum og ég ein heima að
horfa á sjónvarpið,“ segir Brynja og hlær
að því hversu fjarstæður sá veruleiki er.
- keþ
Kvöldmaturinn
snæddur í hesthúsinu
Hjónin Brynja Viðarsdóttir og Björn Magnússon verja nánast öllum stundum utan vinnu í
hesthúsinu ásamt dóttur sinni Ernu Guðrúnu Björnsdóttur. Þau segja hestamennskuna þjappa
fjölskyldunni saman. Þau segja alla á jafningjagrundvelli í hestamennskunni.
Hestafjölskyldan Brynja Viðarsdóttir, Erna Guðrún Björnsdóttir og Björn Magnússon ásamt hestunum sem eiga hug þeirra allan. MYND/ANTON
Árbæjarlaugin Börnum þykir
alltaf gaman að busla og í
Árbæjarlauginni eru næg tækifæri
til þess. Einn helsti kostur
laugarinnar er að á köldum
dögum þarf enginn að hlaupa úti í
kuldanum. Innilaugin er staðsett
beint fyrir utan fataklefana og
oftar en ekki eru þar boltar og
kútar sem hægt er að leika sér
með. Innilaugin hentar sértaklega
fjölskyldum með ungbörn. Leiðin
út í heita pottinn, vatnsrennibraut-
ina, grunnu laugina og djúpu
laugina er samfelld svo engin þörf
er á að fara upp úr vatninu til að
fara á milli staða. Vatnsrennibraut-
in er alveg upp við húsið og
stiginn ágætlega einangraður sem ver börnin fyrir kulda og roki. Á ísköldum dögum er afar notalegt
að sitja í heita pottinum og fylgjast með gufunni stíga upp. Fossar og vatnsbunur eru víða um laugina
og eru endalaus uppspretta leikja. Í fataklefunum er gert ráð fyrir ungbörnum, og er þar að finna háa
stóla með belti og bala til að baða börnin fyrir og eftir sundferð.
Fyrir ekki svo mörgum árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að láta mig dreyma um frí þar sem ekkert annað væri á dag-
skránni en að sofa. Hljómar ekki mjög spennandi,
en eftir miklar svefntruflanir í nær eitt og hálft ár
þá finnst mér stundum að ég geti talað endalaust
um svefn, en ekki um neitt annað. Mér líður eins og
heilastarfsemin hafi hreinlega lamast af umræddu
svefnleysi.
Fjórtán mánaða dóttir mín sem er mesti ljúfling-
ur á daginn hefur nefnilega þann galla að vera
svefnlétt mjög og afar hörð í samningum við
aldraða foreldra sína. Bróðir hennar, þremur árum
eldri, vaknaði oft á nóttunni á meðan hann var á
brjósti en um leið og hann var vaninn af því fór
hann að sofa alla nóttina. Sú ranga ályktun var því
dregin á heimilinu að stúlkubarnið myndi haga sér
eins, og það þrátt fyrir að augljóst væri að upplag
þeirra væri ekki hið sama.
Hún fetaði vissulega í fótspor hans og vaknaði
samviskusamlega upp nokkrum sinnum á nóttu til
að fá sér hressingu. Máttleysislegar tilraunir til að
ala barnið upp fóru fyrir lítið en svo þóttist ég nú
aldeilis eiga von á góðu þegar loks var ákveðið að
venja ungann af brjósti vel rúmlega ársgamlan. Þá
tók við margra daga næturstríð föðursins við lilluna
á meðan mamman svaf í sófanum. Loks þóttumst
við vera búin að venja hana af því að vakna, en
óhætt er að segja að við höfum hrósað happi of
snemma.
Iðulega vaknar sú litla, lætur sér stundum nægja
að reka upp gól, en stundum þykir henni sem mál sé
að leika og skemmta sér um miðja nótt svo tímum
skiptir. Óþarfi er að taka fram að útliti foreldranna
hefur hrakað mikið, nálægt fertugsaldri fer ekki vel
á því að sofa örfáa tíma á nóttu, kaffidrykkja hefur
að sama skapi aukist, sykurát, hreyfingu erum við
hins vegar alltaf of þreytt til að stunda.
Nú bind ég vonir við að svefnhagur minn vænkist
á nýju ári, sú litla uppgötvi dásemdir nætursvefns
og eitthvað af ótal ráðum sem ég hefi kynnt mér
fari að virka á dömuna. Á dagskránni er nefnilega
að láta hana fara að sofa í barnaherberginu en ekki
hefur verið talið óhætt að demba henni þangað inn á
meðan hún er sívaknandi. Stóri bróðirinn er
auðvitað spenntur yfir því að fá félagsskap í
herbergið, en það er kannski ekki svo spennandi að
hann fari að vakna upp á nóttunni í næturstuð yngri
systur.
Sú stutta vaknar iðulega með bros á vör, ég vona
að það sama eigi við mig innan ekki of langrar tíðar,
það er takmarkað spennandi að vera svefngengill
með bauga svo mánuðum skiptir.
SVEFNLAUSAR
NÆTUR