Fréttablaðið - 04.01.2009, Page 25

Fréttablaðið - 04.01.2009, Page 25
Fjölskyldan 5 ru sálar MYND/STEFÁN RÁÐFJÖF Fjölskylda sem leitar ráðgjafar og skýrir út fyrir börnunum hvers konar álag við er að eiga eykur líkur á að þau taki álag og spennu, sem þau verða fyrir síðar á ævinni, föstum tökum. Börn læra mikið af því hvernig fjölskyldan bregst við streitu af öllu tagi. Fjölskylda sem stendur af sér álag dregur úr hættu á að börnin láti bugast og leiti meðal annars á náðir fíkniefna til þess að deyfa sársaukann. á sínum nánustu að allt stæði höll- um fæti. Vísbendingar voru um það að börnum liði reglulega illa því þau gerðu sér grein fyrir ástandinu hjá sínum nánustu án þess gera sér grein fyrir því hvað ylli. Hópurinn vildi minna fullorð- ið fólk á að gæta þess hvernig það talaði í kringum börn og hvetja það til að upplýsa börnin svo þau hefðu ekki ástæðu til að óttast. Þegar þessi ákvörðun var tekin vissi maður ekki hvaða hópur yrði verst úti og til að byrja með fórum við af stað með átakið Hönd í hönd og kom þessi hugmynd í framhaldi af því,“ segir hann. Að gæta orða sinna Starfsfólk í viðskiptalílfinu og bönkum hefur átt í vök að verjast í bankakreppunni þar sem skamm- ir hafa dunið á því. „Ég hef unnið mikið með fólki sem er í þessum geira og það fær á sig miklar skammir. Við verðum að passa að börnin fari ekki að ímynda sér að allt fólk sem vinnur í banka sé vont fólk. Ég veit til þess að börn hafi verið lögð í einelti vegna þess að foreldrar þeirra vinna í banka.“ segir Helga Þórðardóttir. Vandasamt getur verið að útskýra gang mála fyrir börnun- unum og þarf að velja orð við hæfi, en aldur og þroski barna spilar þar stórt hlutverk. „Börnum finnst mikilvægt að finna að þau sé með, og finna að þau geti hjálpað til og borið hæfilega ábyrgð. Mér finnst svo mikilvægt að við lítum á börn- in okkar sem sjálfstæða einstakl- inga, með sjálfstæða hugsun, og munum að þau eru vitur og geta lært og tekið ábyrgð. Við getum lært margt af þeim, því það er svo margt viturlegt sem kemur frá börnum og maður verður reynsl- unni ríkari,“ segir hún. - keþ fjölskyldustundir verum saman úti og inni ... ÚTIVERA Fátt er betra fjölskyldulíf- inu en að eiga notalegar og góðar samverustundir. Ekki þarf alltaf að bjóða upp á mikið prógramm, góður göngutúr með viðkomu á leikvelli getur til dæmis létt lund yngri fjölskyldumeðlima. Fjöruferð hittir líka í mark hjá öllum aldurshópum. bréfabindi í 8 litum Veljum íslenskt og gerum góða hluti í leiðinni s. 562 8500 www.mulalundur.is Tilboð á íslenskum möppum 489 kr/stk Tilboðið gildir út janúar mánuð. Sérprentaðar möppur Borðmottur með dagatali

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.