Fréttablaðið - 04.01.2009, Síða 26

Fréttablaðið - 04.01.2009, Síða 26
6 Fjölskyldan SAMVERA Auðvelt er að læra að skauta. Þótt fólk eigi erfitt með að halda jafnvægi til að byrja með á ísnum og detti jafn- vel á rassinn þá tekur ekki nokkra stund að ná jafnvægi með örlitlum viljastyrk. Hafi maður náð góðum tökum á skautunum þá gleymist kunnáttan seint, rétt eins og það að kunna að hjóla. Að renna sér á skautum þjálfar jafnvægið og vöðvar í fótleggjum styrkjast. Fólk á öllum aldri getur lært að skauta og hér á landi er boðið upp á kennslu fyrir börn frá fimm ára aldri. Vinsæl íþrótt Skautaíþróttin á rætur sínar að rekja til Norðurlandanna og hefur þróast í gegnum árin sem skemmti- leg en krefjandi vetraríþrótt. Milljónir manna um allan heim stunda þessa íþrótt sem skiptist í íshokkí, listhlaup og skautahlaup. Víða um heim rennir fólk sér á skautum sér til ánægju og yndis- auka án þess að stefna á verð- launapalla. Skautaíþróttin hefur ætíð haft á sér rómantískan blæ, enda auðvelt að renna sér á ísnum í félagi við aðra. Pör, foreldrar og börn og heilu fjöldskyldurnar geta skemmt sér saman á ísnum, leikið sér og notið samverunnar. Bætir jafnvægi Heilsufarslegir kostir skauta- íþróttarinnar eru margir. Þeir sem byrja morgnana við brak í hnján- um gætu haft gott af því að fara á skauta, þar sem liðamótin styrkj- ast og liðkast við það að skauta. Vöðvar í fótleggjum þjálfast upp, þolið eykst og jafnvægið batnar. Að lokum má nefna hina andlega kosti sem fylgja því að skauta en rannsóknir hafa sýnt fram á að regluleg hreyfing dreg- ur úr þunglyndi og kvíða. www.skautahollin.is www.ibr.is www.isisport.is www.skautafelag.is Fjör á hálum ís Skautaíþróttin býður upp á að fjölskyldan geti stund- að hana saman. Ekki tekur langan tíma að læra að renna sér á skautum og fóta sig á svellinu og smábörn og fullorðnir geta skemmt sér saman á ísnum. Íshokkí Íshokkí er skemmtileg keppnisgrein. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sleðaferð Fátt er skemmtilegra en að renna sér á sleða í snævi þöktum brekkum. Mikilvægt er að allir klæði sig vel því þótt manni hitni við að draga sleðann upp brekkuna getur snjórinn komist inn á milli laga og bráðnað þar. Ágætt er að hafa með sér aukapar af vettlingum og snýtipappír. Nokkrar samlokur og heitt kakó á brúsa gerir sleðaferðina enn skemmtilegri og vatnsflaska svalar þorstanum eftir áreynsluna. Draugastiginn Stórskemmtilegt spil sem reynir á minnið og öll fjölskyldan getur spilað saman. Spilið er fyrir krakka frá fjögurra ára aldri og er fyrir tvo til fjóra leikmenn. Hver leikmaður velur einn rauðan, grænan, bláan eða appelsínugulan karl og svo er teningnum kastað. Smám saman breytast karlarnir í drauga, einn af öðrum og líta þá allir eins út. Sá sem kemst fyrstur upp draugastigann vinnur, en enginn veit hver sigurvegarinn er fyrr en vofunni er svipt af honum. Skemmtiegt Á skautum eru vöðvarnir í fótleggnum styrktir og jafnvægið bætt. Íslenskur saltfiskur útvatnaður að hætti Spánverja frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood - fiskvinnsla frá árinu  Salisksteikurnar frá Ekta ski eru sérstaklega útvatnaðar fyrir matreiðslu eins og hún gerist best við Miðjarðarhað. 466 1016 www.ektafiskur.is pöntunarsími: Hvolpurinn þinn á skilið það allra besta! Vörumerkið er eign Hill's Pet Nutrition, © 2003 Hill's Pet Nutrition, Inc. www.hills.is Hill’s kappkostar í hvolpafóðri sínu að mæta fjölbreyttum þörfum hvolpsins í vexti og þroska og stuðlar þannig að heilbrigðu lífi og fyrir vikið enn ánægjulegri samvistum þínum við hundinn þinn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.