Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.01.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 04.01.2009, Qupperneq 38
22 4. janúar 2009 SUNNUDAGUR Íslensk skáldverk voru í mikilli útrás á árinu sem var að líða. Bóka- útgefendur gerðu vel á annað hundrað útgáfusamninga við erlendar útgáfur og því ættu aðdá- endur íslenskrar bókmenntahefðar að geta nálgast íslensk skáldverk með fremur auðveldum hætti í útlöndum. Ólíkt því sem menn kynnu að halda er hér ekki um að ræða einsleitan hóp nágrannaþjóða heldur voru gerðir samningar við fjarlæg lönd á borð við Kóreu, Kína og Indland. Kristján Kristjánsson hjá Upp- heimum gerði samning við þýska forlagið btb um útgáfu á tveimur bókum glæpasagnahöfundarins Ævars Arnar Jósepssonar. Annars vegar Sá yðar sem syndlaus er og hins vegar Land tækifæranna sem kom út fyrir þessi jól. Kristján segir þýska útgefendur vera sér- lega áhugasama um íslenskar bækur um þessar mundir og vitað er af áhuga þeirra á öðrum rithöf- undum forlagsins. Kristján taldi hins vegar ekki tímabært að opin- bera hverjir þeir væru. Pétur Már Ólafsson hjá Veröld stóð í ströngu allt síðasta ár vegna útgáfumála Yrsu Sigurðardóttur á erlendum vettvangi. Nýjasta bók Yrsu, Auðnin, var seld til þýska for- lagsins Fischer Verlag auk þess sem samið var um útgáfurétt til erlendra aðila á nokkrum af hennar eldri bókum. „Til gamans má geta að Þriðja táknið kemur út í kilju í Bretlandi nú í byrjun janúar,“ segir Pétur en Veröld gekk frá alls sjö útgáfusamningum á bókum Yrsu á árinu sem var að líða. Stærsta forlag landsins, Forlagið, stóð í stórræðum þetta árið. Gengið var frá 130 útgáfusamningum við erlend forlög á árinu 2008. Lang fyrirferðarmestur á þeim lista er Arnaldur Indriðason en alls voru gerðir 36 samningar um hvers kyns útgáfu á bókum hans. Þar má meðal annars nefna hljóðbækur á þýsku, stafrænt niðurhal og útgáfu á bókum rithöfundarins fyrir sjóndapra. Af öðrum stórum samn- ingum má nefna að samið var fyrir hönd rithöfundanna Auðar Jóns- dóttur og Guðrúnar Evu Mínervu- dóttur við þýska risann btb um útgáfu á bókum þeirra Vetrarsól og Skaparinn. Þar að auki má nefna að þýska forlagið Bloomsbury Kind- erbuch Verlag tryggði sér útgáfu- réttinn að barna-og unglingabók- inni Garðurinn eftir Gerði Kristnýju og franska forlagið Métalié keypti útgáfuréttinn að bók Árna Þórar- inssonar, Dauða trúðsins. freyrgigja@frettabladid.is HVAÐ SEGIR MAMMA? ÍSLENSKIR RITHÖFUNDAR: Á ANNAÐ HUNDRAÐ ÚTGÁFUSAMNINGAR ERLENDIS Á SÍÐASTA ÁRI Rithöfundar eru nýju útrásarvíkingarnir „Það var nú kvartað undan því á mínu heimili að Kjartan [Guðjóns- son] hefði mátt vera bragglegri og myndarlegri. En annars var ég mjög sáttur við Skaupið; það besta í áraraðir,“ segir Ólafur F. Magn- ússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Ólafur segist ekki hafa undirbúið sig eitthvað sérstaklega undir Skaupið, hann sé með fínt sjálfstraust og samviskuna í lagi á nýju ári. Eins og frægt er orðið var Ólaf- ur ákaflega ósáttur við umfjöllun Spaugstofunnar um sig og sína persónu í frægum þætti um borg- arstjórnarmálin. En nú var annað uppi á teninginum og Ólafi þótti Skaupið alveg ótrúlega gott. Og þá sérstaklega sá kafli sem laut að borgarstjórnarmálunum en hann var nefndur „Gauragangur í borg- inni“. „Ég er nú vanur því að vera sýndur sem einhver fáráðlingur en þarna fannst mér skína í gegn hverjir væru hinir raunverulegu fáráðlingar,“ segir Ólafur og vísar þar í Sjálfstæðisflokkinn. Og borgarstjórnarfulltrúinn telur Skaupið hafa verið gert af meiri fagmennsku en mörg und- anfarin ár. „Þarna voru fantagóðir leikarar og augljóslega mikið lagt í verkið. Og þegar upp er staðið þá skilaði ádeilan sem alltaf fylgir gríni því að fólkið í borginni sá að Sjálfstæðisflokkurinn er hinn raunverulegi fáráðlingur,“ segir Ólafur. - fgg Ólafur himinlifandi með Skaupið FLOTT GRÍN Ólafur var ákaflega sáttur með Skaupið; fjölskyldan hefði þó viljað sjá Kjartan aðeins bragglegri og myndarlegri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÝJA ÚTRÁSIN Rithöfundar eru ef til vill hinir nýju útrásavíking- ar en hátt á annað hundrað útgáfusamninga voru gerðir á árinu sem var að líða. Um 36 samningar voru gerðir um hvers kyns útgáfu á bókum Arnaldar Indriðasonar og hinn þýski armur Random House, btb, tryggði sér útgáfuréttinn að þremur nýjum íslenskum skáldverkum; Vetrarsól eftir Auði Jónsdóttur, Skaparanum eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Landi tækifæranna eftir Ævar Örn Jós- eps- son. Hvað er að frétta? Allt flott að frétta. Var að fá 27 ljósmyndir birt- ar á þremur síðum í VICE Magazine við ljóð um Ísland eftir Eileen Myles og árið 2009 leggst afspyrnuvel í mig. Augnlitur: Gráblár. Starf: Grafískur hönnuður hjá Jónsson & Le’macks og The Reykja- vík Grapevine, ljósmyndari öllum öðrum stundum. Fjölskylduhagir: Barnlaus og bíllaus. Hvaðan ertu? Fæddur í Reykjavík, getinn í París. Ertu hjátrúarfullur? Já. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Hörð samkeppni milli Dexters, Mad Men og Californication. Uppáhaldsmatur: Gottapylsur og roastbeef-samlokur à la Júmbó. Fallegasti staðurinn: Hrísey er perla Eyjafjarðar og Manhattan Akureyrar. Ipod eða geislaspilari? Spilastokkurinn er ágætur. Hvað er skemmtilegast? Að ferðast og skemmta sér í góðra vina hópi. Hvað er leiðinlegast? Að bíða á rauðu ljósi. Helsti veikleiki: Filmur, framköllun og óstundvísi. Helsti kostur: Jákvæðni. Helsta afrek: Að hafa komist fram fyrir röðina á David Attenborough-fyrirlesturinn í Salnum í Kópavogi. Mestu vonbrigðin: Að hafa misst af Justice og félögum spila í Madison Square Garden vegna þess að ég mætti á „íslenskum“ tíma. Hver er draumurinn? Að lifa eins og James Bond, með leyfi til að skjóta … myndir. Hver er fyndnastur? Gummi bróðir með byss- urnar sínar. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Áhrifafólk á Íslandi sem kann ekki að skammast sín og axla ábyrgð á mistökum. Fjármálaóveðrið kom ekki með Golfstraumnum. Hvað er mikilvægast? Allt annað en peningar. HIN HLIÐIN JÓHANNES KJARTANSSON, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR OG LJÓSMYNDARI Allt annað en peningar er mikilvægast 09.01. 1983 „Ég er náttúrulega að springa úr stolti. Hann hefur alltaf verið efnilegur. Alveg frá því hann var fjögurra ára ætlaði hann að vera eins og Giggs í United en núna er hann kominn í Liver- pool og það er ekkert verra.“ Ásta Marta Róbertsdóttir, móðir Guðlaugs Victors Pálssonar, sem hefur verið seldur til enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Fréttablaðið birti í gær frétt um að hátt í tuttugu stórstjörnur hafi ruðst inn í stúd- íó Rásar 1 þar sem verið var að taka upp ára- mótaþátt Orð skulu standa í umsjá Karls Th. Birgisson- ar. Þarna voru, að sögn Karls, Kári Stefánsson, Ármann Jakobs- son, Bubbi, Megas, Björn Jörundur, Egill Ólafsson og Jakob Frímann auk þeirra Guðbergs Bergssonar og Þórarins Eldjárns – svo aðeins fáeinir séu nefndir. Karli láðist að taka það fram að þarna voru eftir- hermurnar Karl Örvarsson og Freyr Eyjólfsson sem brugðu sér í allra kvikinda líki og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. En það má víst flest um áramót. Í Skaupinu fór Jón Gnarr með hlutverk reiðs manns sem gerir skilti með áletrunni Helvítis fokking fokk! Fyrirmynd þessa mótmæl- anda heitir Gunnar og hefur oft sést með hið skorinorða skilti sitt í mótmælahrinunni í miðbænum. Gunnar segir að hugarheimur Jóns Gnarrs í atriðinu hafi ekki verið fjarri sínum eigin þegar hann bjó til skiltið. Gunnar hefur mörg járn í eldinum fyrir utan snaggara- lega skiltagerð og hefur búið til sérstakt Haarde- vodka. Það er rótsterkt og vel til þess fallið að styrkja baráttuandann, en aðeins útvaldir fá að dreypa á því. - jbg, drg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.