Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 4
4
f 4 >
SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
■ Vestmannaeyingar þekkj a sennilega
allir Porstein Víglundsson, skólastjóra,
sparisjóðsstjóra, aðalhvatamann að
stofnun Byggðasafns Vestmannaeyja og
forstöðumann þess um árabil. Þótt ekki
sé hann innfæddur Eyjamaður, bjó hann
í Vestmannaeyjum á fimmta áratug.
Saga byggðarinnar er honum mjög
hugfólgin. Við fengum hann í spjall um
Þjóðhátíð, hvað varð til þess að hún var
fyrst haldin í Vestmannaeyjum og alit
annað sem henni viðkemur.
„Árið 1853 skipaði danska stjómin
sýslumann í Vestmannaeyjum. Hann
var Dani, sem hét Andreas Agust von
Kohl. Hann var lögfræðingur sem lengi
hafði starfað í danska hemum. Þegar
hann kemur til Eyja og kynnist fólkinu
þar, þá ofbauð honum ómenningin í
þessari litlu verstöð. Þar vom þrjár
danskar verslanir með brennivínstunnur
á stokkunum alla daga. Þegar lítið var
að gera, stóðu menn í hópum, kjöftuðu
saman allan daginn og dmkku brenni-
vín.
Kohl fór að hugsa sitt mál. Hann vildi
umfram allt bæta úr þessu menningar-
ástandi. Hann greip til þess ráðs að
stofna hina frægu Herfylkingu Vest-
mannaeyja, sem sennilega er eini
herskólinn sem starfræktur hefur verið á
Islandi.
Lét búa til byssur úr tré
Það var ekki tilgangurinn að kenna
mönnum að bera vopn og nota þau.
Heldur vildi hann aga fólkið, sérstaklega
unga menn. Hann lét þá búa til byssur
úr tré. Með trébyssurnar, marsemðu
ungir Eyjamenn um götur byggðalags-
ins. Hann bannaði mönnum að smakka
áfengi.
Með þessum aðgerðum öllum saman
tókst Kohl að laga menningarástandið í
Vestmannaeyjum. Menn hættu að
standa í búðum og drekka áfengi þegar
fátt var við að vera. Unglingarnir gengu
V
9
'*''VÍ ' * •> jV'
■ Þorsteinn Víglundsson með tilkynningaraar um fyrstu Þjóðhátíðaraar sem, haldnar voru eftir aldamót.
Tímamyndir: GE.
••Sýslumanninum of-
bauð ómenningin í
þessari litlu verstöð”
— rætt við Þorstein Víglundsson skólastjóra um þjóðhátið í Vestmannaeyjum
■ „Vestmannaeyingar vilja fá heilbrigða gesti á Þjóðhátið, sem ekki koma í þeim eina tiigangi að drekka sig fulla," segir Þorsteinn Víglundsson í viðtaiinu.
í Herfylkinguna og duglegir bændur
voru gerðir að deildarstjórum. ,
Ár frá ári fór ástandið í Vestmanna-
eyjum batnandi. Og nokkrum árum eftir
að Kohl settist þar að, fann hann upp á
því að halda síðsumarsskemmtanir í
Herjólfsdal. Þar var talað fyrir minni
danska konungsins og jafnvel rætt um
íslenskar bókmenntir. Þannig var upp-
haf samkomanna í Herjólfsdal.
Þjóðhátíðin 1874
Kohl var í Eyjum í ein tólf ár en féll
svo frá. Að honum liðnum fjöruðu
þessar síðsumarssamkomur smám sam-
an út. Menn reyndu að halda þessu
áfram, en greinilegt er að forystu
vantaði."
- Lagðist þá herskólinn af líka?
„Nei, það gerði hann ekki. Um 1870
fékk Herfylkingin sendar einar sjötíu
byssur úr vopnabúri danska konungsins.
Strákarnir í Vestmannaeyjum höfðu
mjög gaman af því að ganga um eins og
almennilegir dátar með byssur á öxlum
og þeir héldu því lengi áfram eftir að
Kohl naut ekki lengur við.
Svo leið að Þjóðhátíðinni 1974. Þá
komust Vestfhannaeyingar ekki til
lands. Þeir sáu fram á það að taka ekki !
þátt í neinum hátíðahöldum. En nokkrir
dugnaðarmenn létu ekki deigan síga.
Gripu þeir til þess að reisa stalla inn í
Herjólfsdal og koma þar upp veisluborð-
um fyrir alla Eyjamenn."
- Hefur Þjóðhátíð verið haldin árlega
sfðan?
„Nei. Það er nefnilega útbreiddur
misskilningur. Hún var ekki haldin næst
fyrr en eftir aldamót, árið 1901. Þá datt
einhverjum í hug að endurreisa þessa
síðsumarsskemmtun og gera hana að
stórmerkum árlegum viðburði í verbúð-
arlífinu. Að hátíðahaldinu sjálfu stóð
svo stúkan og ungmennafélagið og fleiri
smá félög. Hreppsnefndin hafði svo
frumkvæði í því að koma tiikynningu til
fólksins og það vill svo til að ég hef hér
eintak af þessari tilkynningu. Hún var
gefin út í fallegu handriti, sem rúmlega
áttræður Eyjamaður færði mér fyrir
einum fjörutíu árum. Ég skal lesa fyrir
ykkur tilkynninguna:
„Þjóðhátíðin
verður, ef veður leyfir, haldin í
Herjólfsdal föstudaginn hinn 16. þ.m.
og fer að mestu leyti fram í Herjólfsdal