Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 8. AGUST 1982
9
menn og málefni
Enn ætlar Sjálf stæðisf lokk-
urinn að tala tnngum tveim
■ Jón Sólnes ■ Pétur Sigurðsson)
Hrærigrautur
Stjórnmálayfirlýsingin, sem sam-
þykkt var á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins síðastliðið haust, er mesti
hrærigrautur, sem borinn hefur verið
á borð fyrir kjósendur. Bersýnilegt er,
að hún er byggð á málamiðlun milli
ólíkra afla og skoðana.
Niðurstaðan er því sú, að menn
verða engu nær um hvers konar
flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er eftir
að hafa lesið stefnuyfirlýsinguna. Það
er hægt að lesa út úr henni, að
Sjálfstæðisflokkurinn sé hægri flokk-
ur, miðjuflokkur eða vinstri flokkur,
eftir því hvaða setningar menn veija úr
henni.
Fyrir þá, sem fylgzt hafa með
stjórnmálasögu síðari áratuga, kemur
þetta ekki neitt á óvart. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur verið og er hægri
flokkur, sem fyrst og fremst stendur
vörð um þá, sem bezt mega sín í
þjóðfélaginu. Hann vill halda í þá
stjórnarhætti, sem hafa skapað þess-
um aðilum sérréttindi. Þess vegna
valdi Jón Þoriáksson honum rétt nafn
á sínum tíma, íhaldsflokkur.
Pólitískir arftakar Jóns Þorláksson-
ar komu hins vegar auga á, að þetta
var ekki vænlegt til fylgis. Þess vegna
hefur stöðugt síðan verið leikinn eins
konar grímuleikur af forkólfum Sjálf-
stæðisflokksins. Hann hefur verið að
setja upp ýmiss konar andlit, sem áttu
að sýna að hann væri ekki íhaldsflokk-
ur og auðvaldsflokkur, heldur væri
stefna hans „víðsýn, frjálslynd og
þjóðleg umbótastefna," eins og segir í
stefnuyfirlýsingunni nú.
Með þessum hætti hefur snjöllum
áróðursmeisturum í Sjálfstæðisflokkn-
um tekizt að halda saman ólíkum
öflum og mönnum með gerólíkar
skoðanir.
Að því hlaut þó að koma, að fleiri
og fleiri sæju í gegnum þennan
blekkingavef. f tvennum síðustu þing-
kosningum hafa kjósendur yfirgefíð
flokkinn af þessum ástæðum.
Það er ofmælt hjá Gunnari Thor-
oddsen, að tap Sjálfstæðisflokksins
hafi verið sök Geirs Hallgrímssonar
eins, heldur stafaði þetta ekki síður af
því, að menn voru að uppgötva hvers
konar flokkur Sjálfstæðisflokkurinn
er.
Leiftursóknin hjálpaði líka til þess,
því að þá sýndi flokkurinn sitt rétta
andlit.
Breitt yfir nafn og númer
Nú er reynt að fela leiftursóknina og
breitt yfir nafn og númer. Það er boðið
upp á eitthvað fyrir alla. Stefnuyfirlýs-
ingin verður því óskiljanlegur samsetn-
ingur, ef menn ætla að finna út hver
er stefna flokksins í raun og veru.
Þannig á að breiða yfir hinn
stórfellda ágreining og hinar miklu
mótsetningar, sem ríkja innan Sjálf-
stæðisflokksins. Þannig á að fela
íhaldsstefnuna og leiftursóknina.
Þetta mistókst fullkomlega á lands-
fundinum, þegar hann tók afstöðu til
ríkisstjómarinnar. Þá kom bezt í Ijós,
að flokkurinn er klofinn í íhaldsmenn
og frjálslynda. Þá voru raunverulega
greidd atkvæði um, hvort flokkurinn
væri fylgjandi leiftursókn eða umbóta-
stefnu. Eins og vænta mátti, gengu
íhaldsöflin með sigur frá borði, þar
sem þau ráða í flestum stofnunum
flokksins.
Það er þessi ályktun landsfundarins,
sem sker úr um það, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er enn gamli leiftursóknar-
flokkurinn. Eftir landsfundinn er
forusta flokksins enn meira í höndum
leiftursóknarmanna en áður. Þess
vegna vita menn hvar þeir hafa
flokkinn, þrátt fyrir orðaleik stefnu-
yfirlýsingarinnar. Leiftursókn kæmi,
ef forusta Sjálfstæðisflokksins fengi að
ráða.
Bæði með og móti
ríkisstjórninni
Sjálfstæðisflokknum heppnaðist
það vel í sveitar- og borgarstjómar-
kosningum á síðastl. vori að leika
tveimur skjöldum. Hann var í senn
bæði stjórnarflokkur og stjórnarand-
stöðuflokkur.
Á þennan hátt náði Sjálfstæðisflokk-
urinn fylgi fjölmargra stuðningsmanna
ríkisstjórnarinnar, sem ekki hefðu
kosið hann, ef hann hefði komið til
dyranna sem hreinn stjórnarandstæð-
ingaflokkur. Þvert á móti var reynt að
gera eins lítið úr því og hægt var.
Geir Hallgrímsson dvaldist utan-
lands meðan kosningahríðin var hörð-
ust, en Gunnar Thoroddsen var
hampað eftir megni í fjölmiðlum
flokksins, þótt það hafi breytzt eftir að
búið var að nota nafn hans í
kosningabaráttunni.
Bersýnilegt er, að ráðamenn Sjálf-
stæðisflokksins hyggjast beita svipaðri
aðferð í næstu þingkosningum.
Flokksforustan hyggst tefla fram
mismunandi sjónarmiðum og ná þann-
ig fylgi manna, sem hafa gerólíkar
skoðanir.
Sólnes og
Pétur
Gleggsta dæmið um þetta er
afstaðan til vísitölukerfisins, sem
öðrum málum fremur er nú mál
málanna.
Sunnudaginn 18. júlí birti Morgun-
blaðið grein eftir Jón G. Sólnes, þar
sem hann lýsir efnahagsaðgerðum,
sem eru nauðsynlegar að dómi hans. í
sambandi við vísitölukerfið er tillaga
Jóns þessi:
„Frá og með 1. september nk. verði
framkvæmd vísitölu- og verðbótakerf-
is afnumin með öllu.“
Það leið ekki nema einn dagur
þangað til einn af þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins, Pétur Sigurðs-
son, kom fram á ritvöllinn til að svara
Jóni. Grein eftir hann birtist í
Morgunblaðinu á næsta þriðjudag (20.
júlí). Pétur Sigurðsson ræðir þar um
verkefni næstu ríkisstjórnar og segir á
þessa leið:
„Henni ber í fýrsta lagi að setja nýja
og rétta vísitölu, sem byggð er á
nútíma neyzluvenjum og þar sem
beinir og óbeinir skattar eru teknir inn
sem hluti framfærslukostnaðar.
Boðorð númer eitt á að vera
skilyrðislaust bann við fölsun hennar. “
Þannig vill Pétur að verðbætur verði
greiddar til fulls samkvæmt vísitölu,
sem verði enn víðtækari en núverandi
vísitala. Hún á m.a. að ná til beinna
skatta.
Pétur vill heldur ekki áfellast svo
mjög núgildandi vísitölukerfi, heldur
spyr líkt og Snorri goði á Þingvöllum
forðum:
„Ef stórgallað vísitölukerfi hér á
landi er einhliða skaðvaldur okkar
efnahagslífi og ástæða óðaverðbólgu,
hvað er það sem veldur ógnvekjandi
verðbólgu hjá þessum sömu nágranna-
þjóðum, fjöldaatvinnuieysi og gífur-
legum efnahagsvanda?"
Pétur Sigurðsson er síður en svo
einn Sjálfstæðisflokksmanna um það
að vilja fá víðtækara og fljótvirkara
vísitölukerfi.
21. júlí tekur Morgunblaðið undir
skoðanir hans í forustugrein.
Þriðja útgáfan
Hér eru komnar fram tvær ólíkar
hugmyndir hjá forustumönnum Sjálf-
stæðisflokksins um afstöðuna til vísi-
tölukerfisins. En þriðju afstöðuna er
einnig að finna og það í sjálfri
leiftursókninni, sem birtist í Morgun-
blaðinu 9. nóvember 1979 sem
stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir
þingkosningarnar. Þar segir á þessa
leið:
„Núgildandi lagaákvæði um vísitölu-
bindingu launa hafa leitt til óviðunandi
víxlhækkana kaupgjalds og verðlags.
Rétt er því að fella þessi lagaákvæði
úr gildi og opna þannig leið til frjálsra
samninga um launakerfið, er leiði
síður til víxlhækkana."
Hér er túlkað sjónarmið Sólness, en
Morgunblaðið styður nú sjónarmið
Péturs.
Hver verður svo stefna Sjálfstæðis-
flokksins í næstu þingkosningum? Ætli
hún verði ekki sú, að hann verði bæði
með og móti vísitölukerfinu eins og
hann var bæði með og móti ríkisstjórn-
inni í bæjarstjórnakosningunum?
Áföllin
Það er staðreynd, sem þjóðin verður
að gera sér ljósa, að þjóðarbúið hefur
orðið fyrir snöggum og miklum
áföllum á þessu ári. Staðan í þjóðarbú-
skapnum er því allt önnur og verri en
hún var um áramótin síðustu. Þá var
spáð 1% aukningu á þjóðartekjum á
árinu. Nú er því spáð, að þær rýrni um
6%.
Það er nú fyrirsjáanlegt, að loðnu-
afli verður enginn á árinu.
Stórfelldur aflabrestur hefur orðið á
þorskveiðum og mun ekki fást bætt úr
því á þessu ári.
Verðlag hefur lækkað á ýmsum
sjávarafurðum erlendis, t.d. mjöli og
lýsi. Enn er ekki vitað hvaða verð fæst
fyrir skreiðina, ef hún selst, en
óvenjulega mikið hefur verið framleitt
af henni á þessu ári.
Samdráttur hefur orðið í sölu á
frystum fiski á Bandaríkjamarkaði og
útlit allt annað en gott, sökum mikils
innflutnings og undirboða á fiski frá
Kanada.
Landbúnaðurinn hefur engu minni
raunasögu að segja en sjávarútvegur-
inn. Norski markaðurinn fyrir kinda-
kjöt hefur lokazt að mestu. Fyrir-
sjáanlegt er að fækka verður sauðfé í
verulegum mæli.
Iðnaðurinn hefui ekki sloppið,
heldur býr við óhagstæða verðlagsþró-
un og harðnandi samkeppni við
erlenda aðila, einnig á heimamarkaði.
Sjálf stóriðjan, sem margir hafa
trúað á að stæði af sér öll hret, býr við
sívaxandi rekstrarhalla.
Falstrúin á
verðbólguna
Það er Ijóst af því, sem rakið er hér
á undan, að óhjákvæmilegt er vegna
þessara óvæntu og óviðráðanlegu
áfalla, sem komið hafa til sögu, að gera
verður róttækar ráðstafanir, sem
hljóta að hafa kjaraskerðingu í för
með sér. Að öðrum kosti rekur
atvinnuvegina upp á sker og stórfellt
atvinnuleysi heldur innreið sína.
Enginn mun óska eftir slíku, en
annað er, hvort menn hafa kjark og
vilja til að afstýra því.
Það er að sjálfsögðu hægt að fresta
hruninu til bráðabrigða, t.d. með
gengislækkun, sem engar aðrar ráð-
stafanir fylgja. Eftir stuttan tíma
myndi slík aðgerð gera aðeins illt verra
og atvinnuvegirnir verða staddir í enn
meiri vandræðum. Verðbólgan hefði
enn magnazt og verða komin í ein
80-100%. Vextirnir myndu fylgja á
eftir. Hver trúir því, að hægt yrði að
reka atvinnuvegina, þegar svo væri
komið?
Mesti þrándurinn í vegi raunhæfra
aðgerða er nú sem fyrr falstrúin á það,
að láglaunafólk tapi ekki á verðbólg-
unni og því skipti engu máli fyrir það,
þótt verðbólgan fari í 80-100%, ef
verðbætur séu greiddar á laun sam-
kvæmt núgildandi vísitölukerfi.
Mörgum sinnum er þó búið að færa
rök að því, að verðbætur samkvæmt
framfærsluvísitölu bæta ekki lág-
launafólki tapið, sem hlýzt af verð-
bólgunni. Því meiri , sem verðbólgan
verður, því meira verður tap láglauna-
fólks.
Ráðstafanir, sem draga úr verð-
bólguhraðanum, draga úr tapinu, sem
verðbólgan veldur láglaunafólki, og
tryggir jafnhliða atvinnuöryggið.
Þetta sannaðist greinilega á síðast-
liðnu ári, þegar gripið var til nokkurrar
niðurtalningar í ársbyrjun. Það sýndi
sig þá, að þessar ráðstafanir frekar
juku kaupmáttinn hjá láglaunafólki en
hið gagnstæða. Jafnframt styrktu þær
atvinnufyrirtækin og treystu þannig
atvinnuöryggið.
Það má vel vera, að þeim stjórn-
málaöflum veiti nú betur, sem telja
fólki trú um, að það græði á almennum
grunnkaupshækkunum, þegar ekkert
er til fyrir þeim, og að vaxandi
verðbólga sé eiginlega fundið fé fyrir
láglaunafólk. Þessi stjórnmálaöfl taka
þá á sig ábyrgð þess, sem af því leiðir,
en ekki þeir, sem vöruðu við hættunni
og reyndu að afstýra henni.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar