Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 fólkílístum Ný skáldsaga eftir Guðberg Bergsson: *í Stór hluti bókarinnar gerist á Hlemmi" — Guðbergur hefur einnig þýtt „Frásögn um margboðað morð" eftir Gabriel Garcia Marques ¦ Eins og við höfum raunar þegar skýrt frá ætlar Mál og menning að gefa út skáldsögu eftir Guðberg Bergsson fyrir þessi jól sem verða eftir næstum hálft ár. Bókin heitir Hjartað býr enn í helli sínum hverslags bók er þetta, Guðbergur? „Svona ástarsaga - nútímasaga um hjónaskilnað. Það eru hjón sem eru að skilja og maðurinn er haldinn þráhyggju sem hann álítur að sé ást. Bókin gerist á einum sólarhring, og mestallur tíminn fer í að maðurinn er að elta konu sína. Hann eltir hana í strætó og á Hlemmi, en þar gerist nokkuð stór hluti bókarinnar - á Hlemmi. Svo er hann að þvælast um bæinn og ég fylgi honum eftir og gef í leiðinni mynd af þjóðfélaginu. í rauninni nota ég þessa ástarsögu til að skrifa þjóðfélagslýsingu." - Bókin gerist á einum sólarhring, segirðu, og maður er að þvælast um bæinn. Er þetta þá einhvers konar Reykjavíkur-Ulysses? „Nei, ómögulega. Ég held að þessi saga sé mun persónubundnari en Ulysses - þetta er persónuleg saga manns sem lendir í vandræðum, í nauð. Þetta er líka saga um viðbrögð fólks við þessarí nauð mannsins. Hann fær á tilfinninguna að hann sé alls ekki að leita sér hjálpar, heldur sé hann á dauða- göngu. Og í lokin - ja, höfundar eiga nú aldrei að segja frá því hvað geríst í lokin, en það geríst dálítið óvænt í bókarlok." - Hvaða fólk er þetta, þessi hjón? „Hann er sálfræðingur, hún er félagsráðgjafi. Bókin fjallar einmitt öðrum þræði um menntafólk, um það hvernig menntafólk sem hefur atvinnu af því að leiðbeina öðrum stendur sig þegar á hólminn er komið." - Má líta á þessa bók sem einhvers konar framhald af fyrri bókum þínum.. ? „Nei, alls ekki. Þetta er afskaplega samþjöppuð saga og knöpp, hún gerist eins og ég sagði áðan á einum sólarhring og tíminn takmarkar hana mjóg mikið. Fyrirmyndin af forminu er kannski einna helst í grísku harmleikjunum - það getur ekkert gerst nema það sem gerist; það getur ekki verið um nein flash-back eða þvíumlíkt að ræða. Hún segir einungis frá atburðum sem verða frá tólf á hádegi á föstudegi til tóll' á hádegi á laugardegi, það er klukkna- hringingín í Hallgrímskirkju sem af- markar sóguna." - Hvernig lítur þú sjálfur á þessa bók? „Hún er eiginlega goðsaga, byggð á goðsógunni um hellinn í Lýðveldinu eftir Plató. Þessi saga gerist í íslenska lýðveldinu og er á vissan hátt svipuð goðsaga og hin gríska. Pó kemur það alls ekki fram í bókinni sjálfri, þetta er ekki skírskotun í Plató eða Lýðveldi hans, þetta er bara rammi sem ég notaði. Höfundar eru alltaf að leita að einhverju aðhaldi, ýmist vitsmunalegu eða bók- menntalegu - Ieita að einhverju sem tengir verk þeirra við bókmenntir heimsins, svo þau standi ekki alein." ¦ Guðbergur Bergsson - nútímasaga um hjónaskilnað, gerist á einuin sólar- hring. - En burtséð frá þessari skáldsögu, að hverju ertu þá að vinna núna? „Ég er svona að búa mig undir að fara að vinna svipað hefti fyrir Tímarit Máls og menningar og ég útbjó um spænskar bókmenntir í Suður-Ameríku. Þetta á að fjalla um portúgalskar bókmenntir, þá bæði í Brasilíu og Portúgal sjálfu. Svo er ég að lesa prófarkir að þýðingu minni á nýjustu bók Gabriel Garcia Marquez sem Iðunn ætlar að gefa út. Þessi bók ¦ Gabriel Garcia Marquez leg morðsaga. ovenju- kom fyrst út á þessu ári og heitir Frásögn um margboðað morð." - Þessi bók hefur hvarvetna í útlöndum fegnið mjög hástemmt lof, hvernig bók er þetta? „Að stíl er hún mjög lík Liðsforingjan- um sem berst aldrei bréf, sem ég þýddi einnig, en um leið er hún nátengd Hundrað ára einsemd. Það má segja að þetta sé morðsaga, en þó er hún ólík venjulegum morðsögum að því leyti að þú veist um morðingjann allt frá byrjun. Venjulega er það svo að höfundar morðsagna reyna að teygja lopann sem mest til að gera bækurnar spennandi og leysa málið ekki fyrr en í lokin. í þessari bók er það hins vegar íþrótt höfundar að lesandinn veit um morðið allt frá því að sagan hefst, en þó tekst honum að viðhalda spennunni. Hann hefur sýni- lega ekki haft neinn áhuga á að skrifa venjulega glæpasögu. Nú - þessi bók gerist á svipuðum slóðum og aðrar bækur hans, við Karabíska hafið. Það er lýst lífinu í litlu þorpi, kynblendingaþorpi við hafið - þetta er litrík og hröð frásógn, alveg laus við útúrdúra." - Nú er bókin nýkomin út á spænsku, þú hefur haft fljót handtök við þýðinguna. „Já, þessi bók kemur út í 32 lóndum nálega samtímis, það fer eiginlega eftir dugnaði þýðendanna hvenær hún kemur á hverjum stað. Hún er fremur stutt, svo þetta er ekki mjög mikið verk, en raunar er ég búinn að hafa hana í höndunum síðan í fyrra. Ég þekki agent Marquez síðan ég var í Madrid og fékk handrit sent áður en bókin kom út. Hann hafði lagt bann á að það yrði gefið út vegna þess að hann hafði á sínum tíma heitið því að gefa ekki út skáldsögu fyrr en stjórn Pinochets væri hrakin frá völdum í Chile. En svo veistu nú hvernig þetta er með hófunda - þeir hafa einatt meiri áhuga á frægðinni en falli einræðis- herra..." -ij. veit ekki hvort ég get nokkuð ort ljóð. Það má segja ég sé að prófa hvort þetta eigi ekki betur við mig; að skrifa svona frásagnir úr h'finu. En ég er rétt að byrja, svo ég get lítið um það sagt ennþá." Guðrún Svava sýnir í Eden „SAGA UM ASTIR OG ÖRLÖG" — Fyrsta skáldsaga Antons Helga Jónssonar kemur út um jólin ¦ Anton Helgi Jónsson er einn þeirra rithöfunda sem senda frá sér sínar fyrstu bækur nú fyrir jólin. Það vill segja: hann hefur áður gefið út einar tvær Ijóðabækur en hér er um að ræða fyrstu skáldsög- una. Útgefandi er Iðunn. „Ég get voða lítið sagt um þessa bók," sagði höfundurinn. „Hún er hyggð á hugmynd sem ég fékk fyrir tveimur þreniur árum en það var ekki fyrr en í vetur sem ég tók almennilega til höndunum við hana. Handritinu skil- aði ég ekki fyrr en í síðustu viku, svo ég er satt að segja orðinn pínulítið þreyttur á heniii, og get lítið um hana sagt." ¦ Guðrún Svava Svavarsdóttir sýnir nokkur verka sinna í veitingastofu Eden og hófst sýningin þann 5. ágúst sl. Á sýningunni eru teikningar, vatnslita- myndir og málverk. Guðrún Svava stundaði nám í Mynd- listaskólanum í Reykjavík og Stroga- nov-akademíunni í Moskvu, og hefur á undanförnum árum haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýning- um. Hún hefur auk þess unnið sem leikmyndateiknari við öll atvinnuleik- húsin í Reykjavík. Sýningu Guðrúnar Svövu í Eden lýkur þann 17. ágúst n.k. Sumartónleikar í Skálholti ¦ Anton Helgi Jónsson - „ekki venjuleg skáldsaga, veit ekki einu sinni hvort þetta er skáldsaga..." - Eitthvað þó. „lú, þetta er ástarsaga. Ástarsaga úr líl'inu. Sönn saga." - Sönn saga? Hvað þýðir það? „Ja, hvað þýðir það? Ég veit eiginlega ekki hvað það þýðir. En ég hugsa að þetta sé ekki venjuleg skáldsaga. Ég veit ekki einu sinni hvort þetta er skáldsaga." - Hvað heitir bókin? „Hún heitir Vinur vors og blóma, og undirtitillinn er Saga um ástir og örlög." - Mjög mikilfenglegt. „Já, finnst þér það ekki? En hún segir alla vega frá nokkrum mánuðum í lífi ungs manns í Reykjavík, frá ástum hans." - Og eru þær góðar? „Það er svona upp og ofan. J?að er bæði meðlæti og mótlæti eins og í lífinu." - En ertu þá hættur að yrkja ljóð úr því þú ert farinn að skrifa sögur? „Eg veit það satt að segja ekki. Ég ¦ Aðrir sumartónleikar sem haldnir hafa verið í Skálholti í sumar verða í Skálholtskirkiu nú um næstu helgi. Á tónleikun- um verða eingöngu leikin verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Tónleikarnir hefjast á morgun og á sunnudag kl. 15. Gunnar Reynir Sveins- son er fæddur í Reykjavík 1933. Hann stundaði nám við tónlistarskólann í Reykjavík og framhalds- nám í tónsmíðum í Hol- Gnnnar Reynir Sveinsson tónskáld. landi. Hann starfaði lengi sem slagverksleikar í Sin- fóníuhljómsveit íslands og var einnig þekktur sem jassvibrafónsleikari. A efnisskrá tónleikanna í Skálholti verða fimm verk, og eru tvö þeirra samin á síðasta ári. Flytj- endur verða baritónsöngv- arinn Halldór Vilhelmsson og Gústaf Jóhannesson organleikari Laugarnes- kirkjunnar í Reykjavík. ÖUum er heimill ókeyp- is aðgangur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.