Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
BLÓÐBAÐ SÖGUNNAR
ÓNIR MUNU
ISARANN!”
■ Áður en „Kamikaze" flugmaður leggur upp í síðustu ferð sína er bundið um hann „Hachimaki“ - ennisband sem hinir
fornu Samurai-hermenn báru.
■ „Kamikaze“ flugmaður gerir tilraun til að steypa vél sinni á bandaríska
flugmóðurskipið Sangamon. Hann hitti ekki.
höfðu Bretar og Bandaríkjamenn á
þessu svæði um það bil þrjátíu
flugvélamóðurskip, 78 léttari fylgdar-
flugvélarskip, 29 orrustuskip, meira en
50 beitiskip og vel yfír 330 tundurspilla,
auk 3000 stórra landgönguskipa.
Innrásaráætlanir
Bandamanna
Herinn sem lenda átti í Kyushu átti
að vera undir stjóm Kmegers hershöfð-
ingja, en það var sjötti her Bandaríkja-
manna. Mjög skiptar skoðanir vom um
það hversu miklu mannfalli mætti reikna
með. Marshall hershöfðingi óttaðist að
öll áætlunin „Downfall“ - það er að
segja bæði „Olympic" og „Coronet" -
myndi kosta um 250 þúsund fallna í liði
Bandamanna, en í áætlun herstjómar-
innar var búist við að fyrsta mánuðinn,
meðan hersveitirnar væra að koma sér
fyrir á ströndinni, væri ekki óraunhæft
að gera „aðeins“ ráð fyrir 30-35 þúsund
föllnum.
En Japanir vom ákveðnir í að gera
betur. Þeir vissu náttúmlega að þeir
vom búnir að tapa stríðinu og gætu
aldrei gert sér vonir um að sigrast á
Bandamönnum en með því að hrinda
innrásunum á japönsku eyjamar von-
uðu þeir að þeir gætu fengið Bandamenn
til að falla frá kröfum sínum um
skilyrðislausa uppgjöf, en slíkir skilmál-
ar vom þeim mikill þyrnir í augum. Ef
þeir gætu aðeins hrint fyrstu innrásinni
og komið því til leiðar að mannfall í liði
Bandamanna væri gífurlegt töldu Japan-
ir að ekki væri óhugsandi að yfirstjóm
Bandamanna félli frá kröfunni um
skilyrðislausa uppgjöf, enda væm þjóðir
þeirra þá orðnar þreyttar á stríðinu sem
aðeins væri formsatriði að ljúka -
formsatriði sem þó myndi kosta ótrúleg-
ar fórnir. Allur sá herstyrkur sem
Japanir áttu til skyldi því lagöur í að
verjast innrásinni á Kyushu en því fylgdi
að heraflinn annars staðar í landinu var
lítill og illa búinn.
Hajime Sugiyama marskálkur, sem
stjómaði vömum japönsku eyjanna,
orðaði þetta svona: „Lykillinn að
endanlegum sigri“ - en um endalegan
sigur vom Japanir enn að tala! - „er að
eyðileggja óvinaherina meðan þeir em
enn í fjömborðinu og lendingum er ekki
lokið.
Sumir höfðu ekki
einkennisbúning
Sumarið 1945 höfðu Japanir sex
milljónir manna undir vopnum en þar af
vom tæplega tveir þriðju í Kóreu,
Mansjúríu (þar sem búist var við innrás
Sovétmanna á hverri stundu) og í
einangruðum virkjum hér og þar í
Kyrrahafi og í Kína. Herinn á heimaeyj-
unum taldi 2.3 milljónir reglulegra
hermanna og auk þess þrjár milljónir
varaliða. Sérhver karlmaður á þolanleg-
um aldri hafði þegar verið kallaður í
herinn en margar deildir nýliða vom
mjög illa útbúnar og sumar þeirra höfðu
ekki einu sinni einkennisbúninga til að
klæða sig í. Fátt var um flutningatæki og
eldsneyti sem fyrr segir af skomum
skammti, að ekki sé fastar að orði
kveðið. Mestöll iðnaðarframleiðsla í
landinu var í rústum eftir hinar
geysihörðu loftárásir sem framkvæmdar
vom með B-29 sprengjuflugvélum sem
Japanir áttu engin svör við.
Loftárásirnar höfðu aukist gífurlega
síðustu mánuði og vom nú nær
linnulausar. Boeing B-29 vélamar, sem
nefndar vom Superfortress, vom afar
langfleygar og bám mikið magn af
sprengjum en það sem fór þó lengst
með að drepa niður baráttuþrek Japana
vom eldsprengjuárásimar. í ágúst 1945
tilkynnti yfirmaður sprengjusveitanna,
LeMay hershöfðingi, að 58 stórborgir í
Japan hefðu orðið illa úti í árásunum
sem einar saman myndu brátt leiða til
þess að Japan „yrði barið aftur á
miðaldir". Og rétt er að hafa í huga að
eldsprengjuárásimar höfðu miklu hrylli-
legri afleiðingar en atómsprengjumar
tvær, sé geislavirknin undanskilin.
78 þúsundir féllu í einni
loftárás
Dagana 9.-10. maí 1945 gerðu 325
B-29 vélar eina hörðustu loftárás sem
um getur í sögunni en þá var 41
ferkílómetri af borgarsvæði Tokyo
lagður fullkomlega í eyði. Manntjón var
ógurlegt, 84 þúsundir létu lífið en
rúmlega 100 þúsundir særðust meira eða
minna. Þetta er töluvert meira en
kjamorkuárásin í Hiroshima en þar féllu
78 þúsund manns og 68 þúsund særðust,
þó að vísu jafnist þetta manntjón ekki
á við hina hræðilegu loftárás Breta á
þýsku borgina Dresden þar sem 137
þúsundir létu lífið á einni nóttu. Rétt
fyrir stríðslok gerðu sprengjusveitir
LeMay svo mikla árás á borgina Toyama
og eftir árásina var tilkynnt að hvorki
meira né minna en 99.5% borgarinnar
væm rústir einar. Japanir áttu þegar hér
var komið aðeins lítinn flugflota og tókst
ekki að skjóta niður nema fáeinar B-29
vélar í hverri loftárás: það kemur varla
á óvart að árangursríkast reyndist þegar
flugmennirnir tóku upp á því að fljúga
vélum sínum beint á bandarísku
sprengjuflugvélamar. En alla vega vom
þessar árásir svo gífurlegar að þær áttu
sinn þátt í því að Japanir tóku á
endanum þá ákvörðun að gefast upp,
eftir að atómsprengjurnar tvær höfðu
endanlega fært þeim heim sanninn um
að frekari mótspyma væri þýðingarlaus.
Þeir höfðu auk þess frétt af því að
Bandaríkjamenn væru um það bil að
taka í notkun enn stærri og fullkomnari
sprengjuflugvél en B-29, það er að segja
B-32 Dominator, og leist ekki á þann
sprengjukraft sem þær vélar höfðu.
28 milljón manna sjálf-
boðaher
En svo aftur sé vikið ofan á land þá
bjuggust Japanir þar til vamar gegn
innrás sem sjálfsagt hefði orðið ef
atómsprengjumar hefðu ekki verið
sprengdar yfir Hiroshima og Nagasaki.
í nóvember 1944 höfðu allir karlmenn
á aldrinum 14-61 og allar konur á
aldrinum 17-41 verið skikkaðar til að
láta skrá sig til þeirrar herþjónustu sem
óskað væri og myndaður var 28 milljón
manna sjálfboðaliðaher um landið allt.
Utsendarar frá herstjórninni fóm um
landið, útbýttu þeim fáu vopnum sem
herstjómin var aflögufær með og
kenndu þessum nýliðum nokkur undir-
stöðuatriði í hemaðarlist. Þau undir-
stöðuatriði fólust einkum í því að kenna
fóikinu að búa til heimatílbúnar eld-
sprengjur, alls konar sjálfsmorðsgildmr
og grófar byssur sem aðeins gátu skotið
einu skoti. Þeim sem engin vopn höfðu
var sagt að leggja rækt við fomar
sjálfsvamarlistir Japana og margir kúrs-
ar vom haldnir fyrir konur sem áttu að
kenna þeim að miða spörkum sínum á
viðkvæmustu staði innrásarmanna. Alls
staðar vom spjöld með markmiðinu:
„Hundrað milljónir munu deyja fyrir
keisarann og þjóðina!“
Margir yfírmenn hersins
frömdu sjálfsmorð
Bandaríkjamenn vissu vel hvað til
stóð og gripu til þess að varpa tveimur
atómsprengjum. Það dugði til þess að
Japanir gáfust upp þann 15. ágúst og
stríðsátökum var opinberlega lokið. Þó
vom margir japanskir hermenn sem
ekki gátu sætt sig við uppgjöfina og
neituðu að leggja niður vopn, jafnvel þó
það kostaði að óhlýðnast keisaranum
sem var alvarlegasti glæpur sem Japanir
gátu hugsað sér. Fjöldi japanskra
flugmanna fór í síðustu kamikaze-ferð
sína eftir að uppgjöf hafði verið lýst yfir,
en sumir tóku það ráð að fljúga í sjóinn
rétt við herskip Bandamanna til að þeir
gætu með góöri samvisku fallið fyrir
föðurlandið án þess að óhlýðnast
Hirohito. Þannig létu margir frammá-
menn í japanska hemum líf sitt en aðrir
frömdu sjálfsmorð heima fyrir eða í
aðalstöðvunum. Svo var til dæmis með
Onishi varaflotaforingja sem hafði sett
Kamikaze-flugsveitimar á stofn, en
hann risti sig á kvið og háis en gætti þess
að hafa skurðina ekki djúpa. Af
einhverjum óskiljanlegum ástæðum
vildi hann vera lengi að deyja! Og
honum varð að ósk sinni, hann kvaldist
í fimmtán tíma en neitaði læknishjálp
allan fima og hélt háfleygar ræður um
glóríu kamikaze-flugmannannna. Fær-
asti hershöfðingi Japana, Tomoyuki
Yamashita, hugðist feta í fótspor
flotaforingjans og annarra forsprakka
sem tóku sama kost en hætti við í þeirri
von að aftaka hans af hendi Banda-
manna myndi nægja til að kæla reiði
almennings í löndum Bandamanna
myndi nægja til að kæla reiði almennings
í löndum Bandamanna sem kröfðust
þess að Hirohito keisari yrði dreginn
fyrir dóm og tekinn af lífi. Enda var
Yamashita hengdur en Hirohito lifir
enn.
Svo það þurfti ekki að koma til
innrásarinnar á japönsku eyjarnar sem
ef til vill hefði orðið eitthvert mesta
blóðbað í sögunni. Japanir vom alla
vega staðráðnir í að láta ekki sitt eftir
liggja til að svo mætti verða.
„Hinar mörgu mannfórnir
færöu landinu gæfu...“
En hvemig litu svo þessir sjálfsmorðs-
fúsu Japanir á uppgjöfina? Yfirmaður
sjálfsmorðssveitar á eynni Hainan segir
frá:
„Viðbrögð við uppgjöfinni vom svo
sem engin, nema hryggð. Þegar ég
komst að því skipaði ég svo fyrir að
æfingum skyldi haldið áfram og ég tel
að það hafi stappað stálinu í menn mína.
Að lokum kallaði ég þá alla saman til
að ræða hvað gera skyldi. Ég sagði þeim
að ég sæi þrjá kosti. Við gætum barist
áfram og þannig óhlýðnast keisaranum,
við gætum allir framið sjálfsmorð, eða
við gætum kosið að lifa enn um sinn og
vinna fyrir Japana svo að fórnir félaga
okkar í öðmm „sérstökum árásasveit-
um“ yrðu ekki til einskis. Eins og ég
hafði vonað völdu mennimir þriðja
kostinn. Ég er þeirrar skoðunar að menn
á borð við þessa menn mfna hafi lagt
mjög mikið af mörkum til að endurreisa
Japan eftir strfðið....
Menn mínir vora ekki stríðsvélar,
þetta vora ungir menn sem elskuðu land
sitt og hugsuðu ekki um sjálfa sig.
Andinn sem þeir vora haldnir var
vissulega innblásinn af hinum fomu
stríðsherrum Japans en þegar allt kemur
til alls era menn allra þjóða haldnir
svipuðum anda í meira eða minna mæli
þegar svona stendur á og hann er ekki
sérjapanskt fyrirbæri. Ástæðan fyrir
uppgangi Japana eftir strfðið er að mínu
áliti að hinar mörgu mannfómir færðu
landinu gæfu.“
Hvemig það kemur heim og saman
upplýsti maðurinn ekki.