Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 Zelda hafði nú lcngiö ákafan áhuga á að læra ballett, þótt hún væri af þeim aldrí, sem flestir er ætla sér að ná árangrí, hefja námið. Sótti hún dans- tímana af ákafa sem nálgaðist æði en var einnig tekin að sinna ritstörfum, stund- um í kapp við mann sinn. Stundum varð það að ágreiningsefni að hún læddi hugmyndum frá Scott inn í eigin' sögusmíð. Hjónabandið var talsvert hávaðasamt og tilfinningaærslin, þegar vín var annars vegar, keyrðu úr hófi á tíðum svo lá við slysum. Eitt sinn er vinafólk þeirra hjóna bauð Hemingway hjónunum til veislu, tók Fitzgerald til að grýta öskubökkum út og suður, tii þess að draga að sér athygli viðstaddra og linnti ekki látum fyrr en gestgjafinn yfirgaf boðið. Zelda gaf honum í engu eftir og fékk hann eitt sinn til þess að keppa við sig í dýfingum fram af flugháum sjávarkletti. Ökuferðir þeirra, þegar bæði tvö voru drukkin, sköpuðu sjálfum þeim og öðrum stórhættu. Þegar þau Fitzgerald hjónin heim- sóttu Hollywood árið 1927, en þar vann Scott að handriti fyrir United Artists, hitti hann barnunga leikkonu, Lois Moran, sem varð mjög snortin af athygli hans, þótt ekki yrði þar um ást að ræða. Hins vegar varð Zelda óð og uppvæg og fleygði besta gripnum sem hann hafði gefið henni á hveitibrauðsdögum þeirra, - úri úr gulli og platínu. Þessir atburðir ganga aftur í sögunni um Diver lækni í „Tender Is the Night." Þau voru næstu árin ýmist í Banda- ríkjunum eða í Evrópu og gekk á ýmsu fyrir þeim, milli þess sem Scott barðist við „Tender." Hægt og hægt fór líf þeirra að taka á sig áþekka mynd og þeirra Anthony og Gloriu í „The Beautiful and the Damned" og Divers og Nicole í „Tender is the Night." Skuggar harmleiksins lengdust hægt og hægt. Árið 1930 var Zelda lögð inn á geðhjúkrunarhús í grennd við París og nokkru síðar í Sviss. Ævi hennar var tengd slíkum stofnunum upp frá því, en hún lést í eldsvoða árið 1948, þá orðin að öryrkja. Maður hennar hafði þá verið látinn í átta ár. Fltzgerald-hjónin í París á jólum 1925. ¦ Suðurríkjamærin fagra, - Zelda Sayre. ¦ Lois Moran, - leikkonan unga sem varð fyrirmynd að Rosemary Hoyt, eiiini helstu söguhetjunni í „Tender Is the Night." æ meir, einkum siðferðislega. Sjálfsálit hans bíður hnekki, framavonirnar leys- ast upp í ekki neitt og hann fer að drekka meira en góðu hófi gegnir. Nicole skilur við hann og fellur að fótum hermannsins og ruddans í sögunni, Tommy Barban. Þá er samband þeirra Dick Divers þegar gengið sér til húðar og sundurfrosið. Sagan gerist á frönsku Rivérunni, í Frakklandi og á ítalíu og þar er svo margt keimlíkt með ævi þeirra Scott og Zeldu að hún má kallast að talsverðu leyti sjálfsævisöguleg. í sögulok hverfur Dick að nýju til Bandaríkjanna og gerist sveitalæknir sem stöku póstkort sýna hvar flækist milli smábæja uns hann þagnar og hverfur sjónum. Þessi saga er cflaust langviðamesta verk höfundar síns og sú vinna sem í þetta verk var lögð blandast engum hugur um sem les það af athygli. Hér koma myndrænar lýsingar hans, athygl- isgáfa og fágun til skila í ríkari mæli en í öðrum verkum hans, en þessi bestu kostir Fitzgerald skipa sögunni á bekk með sígildum nútímabókmenntum. Síðustu árin Síðustu ár Fitzgeralds voru heldur dapurleg. Áður hefur komið fram að umsagnir gagnrýnenda um „Tender" voru á engan hátt einróma og yfirleitt var talið að hann væri búinn að vera sem rithöfundur. Undir niðri mun hann hafa trúað því sjálfur. Hann hélt þó áfram að skrifa fyrir tímarit, einkum Esquire, þar sem hin fræga ritgerð hans "The Crack-Up" (Skipbrotið) birtist 1936. Hann var nú orðinn snauður og drykkjuskapur hans gerði honum ekki auðveldara fyrir í lífsbaráttunni. Þar var komið að hann fékk sögur sínar ekki birtar lengur og forleggjarar hans, sem jafnan höfðu greitt úr málum hans fjárhagslega, ef verulega þurfti með, skrúfuðu nú fyrir slíka hjálpsemi. Síðustu árin hafði hann að nokkru ofan af fyrir sér sem handritahöfundur í Hollywood (Ritaði m.a. handritið að" Á hverfanda hveli") og sóaði kröftum sínum við gerð lítilsigldasta efnis í kvikmyndagerð oft á tíðum. Honum var þó ekki horfinn alveg móður, því hann réðst nú fað rita nýjá skáldsögu sem átti að kryfja til mergjar líf kvikmyndajöfra Hollywood. Þessari sögu, - „The Last Tycoon" lauk hann þó aldrei. Ófullgerð var hún gefin út árið 1941 og hafa sumir viljað láta sem þessi saga hefði orðið hátindurinn í verki hans. Scott Fitzgerald dó úr hjartaslagi þann 21. desember 1940. Þá átti hann inni á reikningi forleggjara síns rúma 13 dollara. í umsögn um „The Last Tycoon" 1941 sagði einn gagnrýnenda: „Nú getið þér tekið ofan, herrar mínir, og líklega er vissara að gera það. Þessi höfundur er ekki efni í þjóðsögu, heldur frægðarsögu - og mér býður í grun að það verði ein mesta skáldfrægð vorra daga." Þetta reyndist spámannlega mælt. 1951 var endurlífgun orðstírs Scott Fitzgerald þegar í fullum gangi og árið 1960 stóð hún það traustum fótum að henni fékk ekkert lengur hrundið. Verk hans hafa nú verið þýdd á þrjátíu og eitt tungumál og forleggjari hans hefur selt um átta milfjónir eintaka af bókum hans eftir að hann lést. Hann hefur nú öðlast sess meðal mestu rithöfunda fyrr og síðar en í þann hóp hafði hann jafnan óskað sér að komast. Þar á hann enda vel heima. -AM tók saman. Edouard Jozan, aðmíráU; - friðill Zeldu. Myndin er tekin 1957. ¦ Erntst Hemingway. Scott hlaut heldur harkalega útreið í „Veislan í farangrinum." „Tender Is the Night" En hver var svo afraksturinn af níu ára starfi að einni og sömu bókinni? Það var loks árið 1934 sem hún kom út og eins og fyrr er getið hafði biðin orðið höfundinum dýr og hann var ekki sami maðurinn lengur og sá sem skrifað hafði hina töfrandi snjöllu skáldsögu „The Great Gatsby." Jay Gatsby hafði dáið drottni sínum óbugaður á allan hátt,- en öðru máli gegnir um lækninn Richard Diver. Söguþráður „Tender Is the Night" er í sem skemmstu máli sá að ungur læknir, Dick Diver, sem er prestssonur úr friðsælum smábæ einhvers staðar í Bandaríkjunum, kemur til þess að kynna sér geðlæknisfræði við svissneska læknastofnun. Hann verður ásthrifinn af einum sjúklinganna, ungrí bandarískrí stúlku, Nicole Warren. Undirrótin að geðtruflunum hennar er kynferðislegt samband sem hún hafði átt við föður sinn, margfaldan milljónamæring frá Chicago. Hlutverk Divers verður það upp frá þessu að gegna hlutverki einkalæknis konu sinnar að meira og minna leyti og hjálpa henni jafnframt að eyða auði sínum. Hæfileikar hans, fríðleikur og æska er allt étið upp í þessu sérkenni- lega „gigolo" hlutverki. Er árin líða fer heilsa Nicole batnandi, en Diver hrakar Scott Fltzgerald skömmu fyrir dauða hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.