Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 6
6______ bergmál SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 ÞANKAR LÚÐURÞEYT- ARA UM ÞJÓÐSÖNGINN Dagskrá 5. ágúst -15. ágúst: Gladiolus. 25. ágúst- 5. sept.: Heimilisgaröah 16. sept. - tæki og búnaður. 30. sept. - 1U. OKl Dahlíur og ýmsar aðrar plöntur. :.: Síðsumarplöntur, lækningajurtir. Haustblóm, aldin o.fl. Þetta eru aðalsýningarna|r á þessum tíma. Að sjálfsögðu er opnir um leið. þúfinnurheiminní H0LLHNDF& Holland - skrúðgarður kallað skrúðgarður heims|i oft svo langt sem augað þúfinnurheiminní mmm j allir aðrir liðir Floriade 82 þúfinnurheiminní HOLLHNDI^ heimsins. Það er ekki að tilefnislau ns. Þar breiðast litríkir blómaakra- éygir. su að Holland er stundum yfir hundruði ferkílómetra, Floriade 82. Stærsta blóm til 10. október. Þar bærist sýningar, þar sem hver ái Blóm f barminn. Blómin skrúðgöngur, blómauppb bregða þótt einhver næli tilverunni í Hollandi. Amsterdam - alla miðvikudaga og sunnudaga asýning í heimi, Floriade 82, steihdur nú yfir í Hollandi, fyrir vindinum sannkallað blómahpf. Á Floriade 82 eru 13 aðal- istíð er tekin fyrir. ráða ríkjum í Hollandi, hvert sem litið er. Þar eru blóma- dö, blómasýningar og undurfagrir plómagarðar. Láttu þér ekki )lómi í barminn hjá þér. Það er aðpins sjálfsagður hluti af Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477 En 1944, þegar íslendingar koma á lýðveldi sínu, hefði þá ekki mátt staldra við og huga að hvort annað lag væri ekki við höndina, sem nota mætti fremur. Þá hefði komið í ljós, - eins og margir hafa áður bent á, - að það lag var innan seilingar, sem uppfyllti öll skilyrði til þess að verða þjóðsöngur. Þar var um að ræða afar tignarlega melódíu, stutta og prýðilega sönghæfa og ekki er skömmin af textanum. Lagið er vitan- lega„ ísland ögrum skorið" sem lengi hefur verið það lag sem næst gengur „(5, Guðs vors lands,“ vegna verðleika sinna. Hér ætti að hafa endaskipti á. Mikla rögg sýndu þeir menn af sér sem kæmu því í verk. Gæti ekkistjórnarskrárnefnd- in, sem setið hefur á rökstólum nýlega, haft forgöngu um þetta málefni, án þess að mér sé kunnugt um hvort það snerti verksvið hennar sérstaklega. „Ó, Guð vors lands" mætti þá hafa í bakhöndinni, svóna númer tvö, því víst veitir þjóðinni ekki af fyrirbænum Matthíasar í yfir- standandi óðaverðbólgu og bágindatíð. Matthías stæði réttur eftir þótt hann viki sæti fyrir öndvegishöldi íslenskrar þjóðarvitundar og endurreisnar, Eggert Ólafssyni, og íslendingar fengju þjóð- söng með stórum virðulegri aldri fyrir vikið, - nokkurn veginn ámóta gamlan og „God save the King“, sem handbæk- ur segja frá 1743. Þá spillir ekki að fá lag sem líklega er kompónerað norður við ísafjarðardjúp, þar sem Kaldalóns sat í læknishéraði sínu. Miklum mun er Djúpið vestra meir viðeigandi umhverfi til þess að semja þjóðsöng handa íslendingum en Edinborg. Ekki veit ég annað en Danir hafi lagt „Kong Christian“ niður til þess að taka upp hið mun þekkilegra lag „Det er et yndigt land.“ „Kong Christian“ mun heita kóngssöngur Dana núna. Væri nokkur skömm að því að fara að dæmi þeirra? Þá rynni upp feginsdagur í lúðrasveit- inni. ■ Á æskuárum, þegar undirritaður lærði að blása í tenórhorn hjá Páli Pampichler, hlaut að reka að því að við drengirnir í þessari fyrstu skólalúðra- sveit á íslandi fengjum þjóðsönginn, „Ó, Guð vors lands“ lagðan á nótnastat- ífið niðri í Hljómskála. Þetta var hörð glíma fyrir hina ungu músíkanta og reyndi á þolrifin. Líklega hefði þetta aldrei tekist almennilega, hefði sveitin ekki átt að skipa svo ágætum fyrsta- trompetista sem Eyjólfi Melsted, sem nú er orðinn hámenntaður tónlistarmað- ur og músíkkrítiker. Mér er enn í minni þegar hann glansaði á háa a-inu við einhverja seremóníu uppi í Melaskóla. Þá lá mikil spenna í loftinu, enda var Ásgeir Ásgeirsson, forseti Islands, viðstaddur. Flutningurinn tókst þó bara vel, en víst hefðu menn varpað öndinni á eftir síðasta tóninum af feginleik, hefði eitthvert loft verið eftir í lungunum. Þessi síðasti tónn hefði áreiðanlega titraði eins og tárin á blóminu gera í niðurlaginu á fyrstá erindinu. Á hartnær þrjátíu ára ferli sem lúðurþeytari hafa höfundi þessara lína svo gefist næg færi á að endurnýja kynnin við þetta mikilúðlega lag Svein- björns Sveinbjörnssonar. Ekki hefur ætíð hist svo vel á að jafn snjall maður og Eyjólfur Melsted væri á fyrstu röddinni, enda er það sannast sagna ekki einu sinni pottþétt að háa a-ið skili sér þótt atvinnumenn eigi í hlut. Þess hafa gerst dæmi. Enn í dag er það í minnum haft hve þeir sprengdu þennan tón með miklum glæsibrag við athöfnina hjá Stjórnarráðinu 1918. Þá máttu Danirnir betur við una með „Kong Cristian." Raunin er sú að aðrar þjóðir hafa flestar valið sér mun sönghæfara og liprara lag sem þjóðsöng en við íslendingar. Nægir þar að benda á Svía, sem eiga sér „Du gamla du fria“ að þjóðsöngi, Finna með „Várt land, várt land“ og Norðmenn með „Ja, vi elsker dette landet." Þetta eru mun styttri lög og nothæfari á viðeigandi stundum en þjóðsöngur íslendinga, svo ekki sé minnst á þjóðsöng Breta, sem fslending- ar fengu að láni sem þjóðsöng um hríð, þ.e. lagið. Þaðgerðu raunar fleiri þjóðir á öldinni sem leið. Þjóðsöngur Hollend- inga „Vilhjálmur af Nassau" og sá belgíski „La Brabanconne“ eru líka áheyrilegar tónsmíðar, en þjóðsöngur Hollendinga mun vera hinn elsti í Evrópu, tekinn upp 1581. Nú munu einhverjir segja að það sé ekki endilega kostur að þjóðsöngur sé þægilegur í flutningi. Ég man að minn góði kennari sem eitt sinn var, Njörður P. Njarðvík, sagði eitt sinn að þjóðsöng- ur ætti ekki að vera þannig að hann mætti gala hvar sem væri og af hverjum sem er. Betra að hafa hann óárennilegan í aðra röndina. Þetta er auðvitað fullgilt sjónarmið, þótt ekki sé ég á sama máli. Annars hefur Njörður ritað háfræðilega ritgerð um þjóðsönginn, svo ekki er freistandi að deila við hann um efnið. En fleiri hliðar eru á flestum málum en ein og svo er um þjóðsönginn. Sá hamrami tækifærisljóðasmiður Matthías Jochumsson samdi þennan Lofsöng í tilefni af þúsundárahátíð og konung- komu 1874. Matthíasi datt aldrei í hug að hann væri að semja kvæði við þjóðsöng handa löndum sínum og það er einnig auðséð af textanum. Matthías vissi að kvæðið átti að flytjast við athöfn í kirkju og við það miðaði hann fyrst og fremst. Því vantar í kvæðið þá þjóðernis- legu tilfinningu sem aðrir þjóðsöngvar hafa í texta og þar er illa farið. Eins mun Sveinbirni Sveinbjörnssyni, sem samdi lagið eftir pöntun úti í Skotlandi, ekki heldur hafa verið kunnugt um að hér hefði hann samið tilvonandi þjóðsöng. íslendingar gerðu sér heldur ekki sjálfir grein fyrir því og gott ef Árni Thorsteinsson tónskáld segir ekki svo frá að lagið hafi ekki að marki farið að heyrast á mannamótum fyrr en um aldamót á „Þjóðhátíðinni" eða „Þjóð- minningardeginum“ sem verslunar- menn gengust fyrir á sumrum. Nú má vera að mönnum hafi verið nokkur vorkunn á sínum tíma að skipa þessu lagi í hinn háa sess þjóðsöngs, þar sem úrval var ekki mikið af lögum sem til greina gátu komið fram eftir öldinni. „Ó, Guð vor lands", er líka svo sem gott lag út af fyrir sig. Ekki vantar það. Atli Magnússon, blaðamaður, skrifar Gæslumaður við Lagarfljótsvirkjun. Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða gæslumann að Lagarfossvirkjun. Uppl. um fyrri störf skal fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til 17. ágúst. Rafmagnsveitur ríkisins starfsmannadeild veitir nánari uppl. um starfiö, aukskrifstofa Rafmaagns- veitnanna á Egilsstööum. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 Reykjavík. Kennarar óskast að Grunnskólanum Súðavík. Gott húsnæði í boði. Frekari upplýsingar veitir formaöur skólanefndar í síma 94-6054. Skólanefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.