Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
á bókamarkaði
WITYLER
THE
INT50F
GOD4
C The Ciassic Bcstscllor
David Níven
'The iimnu’si volume of remmísretu i?sfnrag<«..
foilhrittht. h»w<lv: aad oOon hilarbo**
SUNOAY DCPRESS
W.T.Tyler:
The Ants of God
Berkeley Books 1982
■ Hversu margir reyfarahöfundar
skyldu hafa verið hylltir sem eftir-
menn Graham Greene og John Le
Carré? Og hversu margir af þeim
skyldu hafa staðið við vonirnar?
W.T. Tyler á það reyndar sameigin-
legt með Le Carré að nafnið er
dulnefni, hann er diplómat að
atvinnu og svo sem augljóst að hann
veit sitt af hverju um viðfangsefnið.
Sagan gerist í Afríkuríki einu þar
sem bæði ríkir kalt stríð stórvelda en
einkum heitt stríð ólíkra flokka
innanlands. Einhvers staðar inn á
milli lenda þrír Bandaríkjamenn og
fara í fyrstu halloka. Tvær konur og
einn karl. Persónusköpun Tylers
hefur sérstaklega verið prísuð enda
eru persónurnar ekki nærri eins
einfaldar og gerist og gengur í
bókum af þessu tagi. Og atburða-
rásin, stíllinn og það ailt saman er
vel þess fallið að halda athyglinni.
David Nivcn:
The Moon’s A Balloon
Coronet 1981
■ Þessar æviminningar enska leik-
arans David Niven komu fyrst út
fyrir rúmlega tíu árum og vöktu þá
slíka athygli að Niven hefur meira
eða minna verið að skrifa síðan, en
guðsblessunarlega lagt leiklistina að
mestu á hilluna. Enda á það sýnilega
miklu betur við hann að skrifa
skemmtibækur í léttum dúr en vera
fínn herramaður á hvíta tjaldinu.
Hér segir Niven frá æsku sinni og
uppeldi, ferli sínum í hernum og
ævintýrum hans þar sem eru nokkuð
söguleg og upphafi sínu í bíóbrans-
anum þar sem hann náði nokkrum
frama og fékk m.a. óskar fyrir
tilraunir sínar. Bókin er satt að segja
mjög fyndin á köflum, frásögnin
lipurlega sett saman og oft dágóð
skemmtun af henni að hafa.
Bertholt Brecht:
Edward II
Grove Prcss 1978
■ Ef einhver skyldi hafa lesið
nýlega greinar hér í blaðinu um
kónga Englands man sá hinn sami
eftir hommanum Játvarði II sem
endaði viðburðaríka ævi myrtur. Um
hann skrifaði Christopher Marlowe
tragidíu á sínum tíma og á henni
byggði Brecht þetta leikrit sitt sem
er að sönnu ekki meðal hans
þekktustu verka. Annars er þessi
útgáfa verksins komin nokkuð langa
leið frá upphafi sínu því leikhúsfröm-
uðurinn Eric Bentley gerði meira en
þýða það, hann umskapaði það að
nokkru leyti. Játvarður II var
athyglisverður maður að mörgu leyti
og þetta leikrit er að mörgu leyti
athyglisvcrt, Brecht hefur gert úr
kónginum einhvers konar existent-
íalíska hetju sem stendur einn gegn
furðulegum heimi. Slík var að vísu
aldrei raunin með Játvarð II en
leikurinn er ekki verri fyrir það.
Desmond Morris:
A Pockct Guide to Manwatching
Triad Granada 1982
■ Já, hér er komin vasahandbók í
að fylgjast með fólki, þið stingið
henni bara í vasann og flettið síðan
upp því sem fyrir augu ber:
Desmond Morris kann á þessu öllu
skil. En Desmond Morris, er eins og
flestir vita líklega, höfundur bóka á
borð við Nakta apann og sá um
sjónvarpsseríu sem við fengum að
sjá fyrir ekki löngu um atferlisfræði
mannskepnunnar. Pað er vissulega
margt nokkuð athyglisvert og
skemmtilegt í þessari bók og hún er
prýdd fjöldanum öllum af myndum,
bæði í lit og svarthvítu. Textinn er
svona og svona, fullur af selvfölgelig-
heder sem allir vita mæta vel, en
öðru hvoru kemur Morris með
lúmskar athugasemdir sem ef til vill
verða til þess að einhver fær séð
naúnga sinn í nýju Ijósi.
■ Bxkumar hér að ofan eru fengnar í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Tekið sluú friun að hér er um kynningar að rxða en öngva ritdóma.
■ Úr einni mynda L. Visconti
■ R. Polanski
AÐ LESA MYNDIR...
— Nýlegar bækur um kvikmyndir og kvikmynda-
gerðarmenn kvikmyndagerðarmenn
■ A. Hitchcock
■ Við skulum horfa til Bretlands og
hafa áhuga á kvikmyndum: kanna
hverjar bækur um bíómyndir þykja
merkastar í þvísa landi um þessar
mundir. Tvær eru sagðar bera af öðrum
og vill svo til að báðar eru upprunnar í
Ameríku, það sem meira er, höfundam-
ir eru prófessorar við Harvard.
Annar prófessorinn, Stanly Cavell,
kennir siðfræði almenna gildiskenningu
en í frístundum sínum hefur hann
skrifað bókina „Pursuits of Happiness"
sem Harvard University Press gaf út. í
bókinni beinir Cavell athyglinni að
bandarískum kvikmyndum á tímabilinu
svona 1930-1940, nánar tiltekið mynd-
um sem þykja sameina farsann, stofu-
drama og mannasiðamóral. Meðal
mynda af þessu tagi nefnir hann til
dæmis The Lady Eve, It Happened One
Night, Bringing Up Baby og fleiri, og
hefur sett saman nýtt hugtak: Holly-
wood-kómedían um endurgiftingu. í
öllum þessum myndum eru aðalpersón-
urnar hjón sem hafa skilið, bæði eru með
fúlle fem og ágætlega þroskuð til sálar
og líkama, og í öllum myndunum ná þau
saman aftur. Það sem meira er: í fjórum
af þeim sjö myndum sem Cavell fjallar
einkum um er aðalkarlleikarinn Cary
Grant, og í þremur tilvikum er konan
leikin af Katherine Hepburn. Bókin
hefur ýmislegt að segja um kvikmynd-
irnar, um bandarískt þjóðlíf, um
gamanleikinn í sjálfu sér og margt fleira.
í bókarlok eru raktar röksemdir heim-
spekings fyrir því að stúdera kvikmyndir
yfirleitt. Cavell varpar í þessum eftir-
mála fram skrýtilegri spurningu: „Er
það þess virði að kenna kvikmyndalist
illa? Og það sem átt er við með þessu
er: Trúir maður því að til séu þær
kvikmyndir sem það er nokkur mennt-
unarauki að horfa á?“ Ha?
Morðaugu Hitchcocks
Hin "bókin eftir Harvard prófessor
heitir Hitchock’s Murderous Gaze og
kemur út frá sama forlagi. Annars heitir
höfundurinn William Rothman og hann
fjallar einkum um eftirtaldar myndir
hrollvekjumeistarans, The Lodger,
Murder, The Thirty-Nine Steps, Shad-
ow of a Doubt, og Psycho. Rétt eins og
kemur fram í fyrri bókinni reynast
Harvardprófessorar hafa margt og
mikið til málanna að leggja: Rothman
kannar efni sitt mjög ýtarlega og kemur
með margar frumlegar hugmyndir sem
hann ku túlka ekki óskemmtilega.
„Allar kvikmyndir sem nálgast það vald
sem Griffith beitti fyrstur virðast okkur
vera varpað innan úr okkur sjálfum enda
þótt við vitum vel að þær koma að utan,“
skrifar Dr. Rothman. Hann þykir víst
taka fulldjúpt í árinni á stundum en
leggur mál sitt vel fyrir og afhjúpar
Hitchcock að lokum sem móralista,
sálfræðing og stílista. í báðum bókunum
sem nefndar hafa verið er fjöldi mynda
úr þeim kvikmyndum sem verið er að
fjalla um.
Visconti og Polanski
Á síðustu misserum og árum hafa
ævisögur kvikmyndagerðarmanna og
leikara stöðugt orðið vinsælli. Tvær
nýjar af því taginu eru Luchino Visconti
eftir Gaia Servadio (Wedienfeld &
Nicolson) og Polanski eftir Barbara
Leaming (Hamish Hamilton). Báðar
bækurnar þykja nokkuð góðar og
líklega til að auka skilning bíóáhuga-
manna á þessum tveimur leikstjórum,
en athafnir þeirra og ekki síst á kyn-
ferðissviðinu verða reyndar vart skildar
frá afrekum þeirra á tjaldinu. Servadio
segir frá hinum mótsagnakennda Vis-
conti: hann var ríkur aðalsmaður frá
Mílanó, kynvilltur og kommúnisti í
þokkabót, og fékkst við allt í senn,
leikhúsið, kvikmyndir og óperu, en
síðustu árin var hann í hjólastól.
Hann leikstýrði mörgum myndum og
má telja sumar þeirra til bestu mynda
hans tíma, en aðrar á hinn bóginn til
hinna verstu. Bók Servadio þykir
nákvæmlega unnið og sýndi auk þess
glöggan skilning á því ítalska umhverfi
sem Visconti lifði og hrærðist í.
Roman Polanski er löngu orðin
þjóðsagnapersóna í lifanda lífi en varla
fyrir myndir sínar, nema þá að hluta til.
Hann fæddist í Póllandi sem þá var í
skugga Hitlers, af Gyðingaættum og í
æsku hans upplifði hann bæði ofbeldi og
persónulegar hræringar. Móðir hans
fleygði honum frá vörubílnum sem
var að bera hann til Auschwitz, faðir
hans sem slapp lífs úr Mathausen rak
hann 14 ára að heiman svo að hann gæti
giftst stúlku sem ekki var Gyðingur.
Japanskt bíó
Meðal annarra bóka sem vakið hafa
athygli er The Japanese Movie eftir
Donald Ritchie (Prentice Hall) en þar
er saga japanskra kvikmynda rakin allt
frá upphafi og til Kagemusha eftir
Kurasawa sem nú er verið að sýna í Nýja
Bíói. Einnig má nefna World Cinema,
A Short History eftir David Robinson
(Eyre Methuen), og sú fræga bók The
Movies eftir Richard Griffith og Arthur
Mayer (Colum’ous) en hún rekur þróun
bandarískra kvikmynda. Þeir Griffith og
Mayer eru auðvitað báðir dánir, Griffith
lést í bílslysi en Mayer dó úr elli, 94ja
ára gamall, og töluvert langt er síðan
bók þessi kom fyrst á markað. Nú hefur
Eileen Bowser, sem lengi var aðstoðar-
maður tvímenninganna, ritstýrt nýrri
útgáfu og þykir hafa tekist nokkuð vel
til. Bókin er geysistór, rúmlega 200
þúsund orð og 1500 myndir, en hins
vegar mun hún enn bera þess merki að
hún kom fyrst út fyrir nærri þrjátíu
árum. Sjónarmiðin sem fram koma í
bókinni eru þannig ekki sérlega nútíma-
leg og mun Eileen Bowser ekki hafa
bætt þar mikið úr skák. En bókin sem
sé fróðleg og góð til síns brúks - einkum
með tilliti til efnismagns og verðs, sem
þykir ótrúlega lágt.
Hryllingsmyndahandbók
Undanfama mánuði hefur lítið komið
út af bókum „í léttum dúr“, af hvaða
ástæðum sem það svo sem er, og nema
lesari sé einmitt sá maður sem hlær dátt
yfir enskri þýðingu bókarinnar Psyco-
analysis and Cinema: The Imaginary
Signifier eftir Christian Metz (Mac-
millan), þá er fyrst og fremst mælt með
Horror Film Handbook eftir Alan Frank
sem kom út hjá Batsford. Þar ku vera
fjallað á skemmtilegan hátt um hryllings-
myndir undanfarin sextíu ár, mynd-
unum er raðað í stafrófsröð og ýtarlegar
upplýsingar fylgja um hverja mynd.
Fleira var það nú ekki, svona í bili...