Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 20
SUNNUDAGÚR 8. ÁGÚST 1982
20
nútfminn
Umsjón Friðrik Indriðason
og Viðar Karlsson
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
________T.S? Hverfisgötu 33
Simi 20560
ÓSA
Prentar hún peninga?
Ne, engetursparaóstórfé!
U-BÍX100
15 Ijósrit á mínútu,
á venjulegan pappír, þitt eigið
bréfsefni eða glærur.
Bandaríkjunum haustið 1980 og í Japan
snemma árs 1981. Plötumar sýna því vel
þá breytingu sem orðið hefur á tónlist
hljómsveitarinnar á þessu fimm ára
tímabili. Einnig er kærkomið að eignast
tónleikaplötu með hljómsveitinni og því
mikla og góða aðstoðarliði sem var með
þeim á árunum 1980 og 1981. Sem sagt
ein af bestu tónleikaplötum sem ég hef
heyrt um dagana.
Bestu lög: Það er eiginlega vonlaust
að taka einhver örfá lög og segja þau
best af öllum þessum fjölda frábærra
laga.
vika.
Steve Forbert:
Steve Forbert.
Epic/Steinar hf.
■ Hér er á ferðinni fjórða breiðskífa
Forberts. Áður hefur hann gefið út
breiðskífurnar Alive On Arrival (1978),
Jackrabbit Slim (1979) en á henni eru
lögin Romeo’s Tune og Say Goodbye
To Little Jo, sem náðu miklum
vinsældum á sínum tíma, og Little Stevie
Orbit sem út kom 1980.
Talking Heads: The Name
Of This Band Is Talking
Heads.
Sire/Fálkinn.
■ Hljómsveitin Talandi höfuð var ein
af fyrstu bandarísku alvöru nýbylgju
hljómsveitunum. Hún varð til í New
York smátt og smátt árið 1976. Ári síðar
gáfu þau út sína fyrstu breiðskífu sem
einfaldlega fékk nafnið 77. Síðan eru
bráðum fimm ár og allan þann tíma hef
ég verið þeirra einlægur aðdáandi. Að
sjálfsögu hefur tónlist þeirra breyst
nokkuð á þessu tímabili og þá ekki síst
fyrir tilstuðlan snillingsins Brian Eno
sem hóf að stjórna upptökum þeirra árið
1978: Fyrsta platan hans með hljómsveit-
inni var More Songs About Buildings
And Food. Árið 1979 gáfu þau út sína
þriðju plötu, meistarastykkið Fear Of
Music og ári síðar annað ekki síðra
Remain In Light. Þessi nýja plata
Talking Heads er tvöföld hljómleika-
plata. Fyrri platan er tekin upp á árunum
1977 og 1979 en sú síðari á tónleikum í
plötur — plötur — plötur
Á þessari nýju plötu notar Forbert
sama upptökustjóra og á sinni fyrstu
plötu en það má segja að það sé það
eina sem þær eiga sameiginlegt, því
tónlist Forberts á þessari plötu er mjög
ólík því sem hann var að gera á sínum
fyrstu plötum. Fyrri plöturhans fjölluðu
allar um reynslu hans sjálfs, en á þessari,
sem að sögn hans á að vera eingöngu til
skemmtunar, er yrkisefnið héðan og
þaðan. Einhvern veginn finnst mér eins
og Forbert hafi ekki gefið nógu mikið af
sjálfum sér í þessa plötu. Kannski er
hann orðinn prisoner of stardom eins og
stúlkan sem hann syngur um í sam-
nefndu lagi á plötunni. Allavega þá varð
ég fyrir svolitlum vonbrigðum með þessa
plötu kappans. Ég hef alveg frá upphafi
verið mikill aðdáandi Forberts og verð
að segja að þessi plata er að mínu áliti
hans versta til þessa. Svo ég víki nú að
tónlist piltsins, því ekki hafa allir heyrt
hans hugljúfu og jafnframt hásu rödd,
þá er hér um að ræða rólegt amerískt
rokk undir sterkum áhrifum sveitatón-
listar, jafnvel svo sterkum að á nýju
plötunni nýtur Forbert aðstoðar söng-
' flokksins The Jordanaires í nokkrum
, íögum, en þessi flokkur aðstoðaði Elvis
Presley á sínum tíma í mörgum af hans
frægustu sveitalögum. Á fyrstu plötum
Forberts var kassagítarinn aðalhljóð-
færið en nú hafa flóknari hljómsveitar-
útsetningar orðið miklu meira áberandi
og að mínu áliti ekki haft bætandi áhrif
á tónlistina. En þrátt fyrir allt þá hefur
hann Steve einhvern sjarma og ég fæ
mér örugglega næstu plötu hans.
Bestu lög: When You Walk In The
Room, Listen To Me oe Beautiful
Diana. vika.
Joe Jackson: Night and
day.
A&M/ Steinar hf.
■ Ég hef eiginlega engin orð til að lýsa
þessari nýju breiðskífu Joe Jacksons,
frábær, stórkostleg, öll orð verða
klisjukend og dauð. En þetta er ein sú
besta plata sem ég hef heyrt. Loksins
hefur Joe fundið sig tónlistarlega.
Tónlistin er rokk undir mjög sterkum
áhrifum frá suður-amerískri valsatónlist
og jazzi. Á köflum svo sterkum að
rokkið gersamlega hverfur. Útkoman
verður róleg og yfirveguð plata sem
vinnur á við hverja hlustun.
Joe Jackson fæddist í Burton-upon-
Trent í Englandi. Hann er sjálfmennt-
aður á píanó og gaf út sína fyrstu
breiðskífu Look Sharp í janúar 1979. Sú
plata náði fljótt miklum vinsældum
beggja vegna Atlants ála. Sama haust
sendi hann breiðskífuna I’m The Man á
markað. Hún fylgdi vinsældum Look..
eftir. Eftir útkomu þeirrar plötu ákvað
Jackson að breyta algjörlega um
tónlistarstíl. í stað þess að gera rokk-
plötu eins og fyrri plötumar voru ákvað
hann að gera tilraun með reggae og ska.
Útkomuna er að finna á breiðskífunni
Beat Crazy sem út kom í ágúst 1980.
Platan var eginlega langt á undan
sinni samtíð og náði ekki að fylgja
vinsældum fyrri platnanna eftir. Én
Jackson hélt ótrauður áfram. Hann
skipti um meðspilara og setti saman
„swing band“. Hugmyndin var í fyrstu
aðeins að leika á nokkrum klúbbum í
London og ef til vill að gera smáskífu.
En fljótlega var ákveðið að gera
breiðskífu sem hlaut nafnið Joe Jack-
son’s Jumpin’Jive og kom út í júlí 1981.
Af þessu má sjá að Jackson er ekki
hræddur við að breyta um stíl og kemur
víða við. Það má því alveg eins eiga von
á því að á næstu plötu hans verði enn
ein tilraun þrátt fyrir þá fullkomnum
sem hann nær á Night And Day.
Bestu lög: Öll. vika
• Öll almenn prentun
• Litprentun
• Tölvueyðublöð
• Tölvusettir strikaformar
• Hönnun • Setning
• Filmu- og plötugerð
Prentun • Bókband.
PRENTSMIÐJAN
Cjja ...
SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000
OMRON.
OMRON búðarkassar fyrir minni og
stærri fyrirtæki fyrirliggjandi.
Verð frá kr. 6.895.00
yMIC^
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33
Simi 20560