Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 16
Elo-skákstigin, rétt einu sinni:
Kasparov næsthæstur
— Aðeins munar 25 stigum á honum og Karpov heimsmeistara
■ Elo-skákstigin eru svolítið umdeild
og þá ekki síst tíminn sem fer í þau: að
reikna þau fram og aftur, leggja út af
þeim, dunda. Hitt er svo annað mál að
prófessor Arpad Elo vann verk sitt mjög
samviskusamlega, er hann lagði grunn-
inn að samnefndum stigaútreikningi
skákmanna, og í meginriti sínu, The
Rating of Chess-Players, hefur hann
gert nokkuð aðgengilega grein fyrir
undirstöðunum, þó að vísu sé hætt við
að sú greinargerð nýtist iítt stærðfræði-
skussum. Elo hefur einnig skemmt sér
við að heimfæra stig sín upp á
skákmeistara fyrri tíma (en Elo-stigin
munu hafa komist í gagnið skömmu fyrir
1970) og er það upp og ofan hversu
traustlegur sá reikningur virðist. Pó er
mesta furða. Og út frá öllu þessu hefur
Elo svo treyst sér til að setja fram
nokkui „lögmáf' um styrkleika skák-
meistara, en hefur að sönnu talsvert af
fyrirvörum þar á. Meðal þessara
„lögmála" er eitt sem lýtur að styrkleika
með tilliti til aldurs. Elo telur sig sem sé
hafa ástæðu til að styrkleiki skákmanna
fylgi í stórum dráttum „aldurskúrfu",
þannig að hátindinum sé náð við 36 ára
aldur og þá sé viðkomandi skákmeistari
um það bil 120 Elo-stigum hærri en hann
var 21s árs. Síðan sé leiðin niður á við
en hægar, og 61s árs hafi skákmaður á
ný náð sama marki og við 21s árs
aldurinn, svo fremi ekkert óvænt komi
upp á. Vassilí Smyslov var 21s árs árið
1942. Hann var þá þegar farinn að láta
að sér kveða svo eftir yrði tekið í
Sovétríkjunum en spurning hvort árang-
ur hans þá jafnast á við annað sæti
öidungsins á Las Palmas. Raunar hefur
Elo ieitt að því rök að fyrirbæri eins og
heimsstyrjaldir hafi jafnan mjög trufl-
andi áhrif á þroska skákmeistara og
1942 stóð víst yfir svoleiðis stríð.
En hvað með það? Málið er ekkert
annað en það að nýlega kom út
Elo-skákstigalisti, rétt einu sini, en hann
er nú gefinn út tvisvar á ári: um áramót
og mitt sumar. Alþjóðlegi listinn lítur
svona út, talið ofan frá:
2700 Karpov SM USSR
2675 Kasparov SM USSR
2635 Korchnoi SM Sviss
2630 Hubner SM V-Þýskalandi
2625 Portisch SM Ungverjalandi
2620 Beljavskíj SM USSR
2615 Ljuboievi’c SM Júgóslavíu,
Mecking SM Brasilíu.Psakhis AM
USSR
2610 Andersson SM Svíþjóð, Tal SM
USSR, Pólúgaévskíj SM USSR,
Spasskíj SM USSR
2605 Petrósjan SM USSR
2600 Hort SM Tékkóslóvakíu, Timman
SM Hollandi
2595 Larsen SM Danmörku, Seirawan
SM USA
2590 Browne SM USA
2585 Rómanisjin SM USSR
2580 Ribli SM Ungverjalandi
2575 Tseshkovskíj SM USSR, Sosonko
SM Hollandi, Speelman SM Englandi
2570 Kavalek SM USA
2565 Alburt SM USA, Géller SM
USSR, Miles SM Englandi, Nunn SM
Englandi, Smysiov SM USSR, Smejkal
SM Tékkóslóvakíu
2560 Kovacevi’c SM Júgóslavíu, Sax SM
Ungverjalandi
2555 Balasjov SM USSR, Dolmatov
AM USSR, Túkmakov SM USSR,
Júsúpov SM USSR
2550 Krógíus SM USSR, Pinter AM
Ungverjaiandi, Vaganjan SM USSR
2545 Kurajica SM Júgóslavíu
2540 Mestel AM Englandi
2535 Facnik SM Tékkóslóvakíu, Ghe-
orghiu SM Rúmeníu, Torre SM Filip-
seyjum
2530 Agsamov AM USSR, Dorfman
SM USSR, Gligori’c SM Júgóslavíu,
Kúpreitsjik SM USSR, P. Nikoli’c AM
Júgóslavíu, Schmid SM V-Þýskalandi,
Steam SM Englandi.
2525 Henley AM USA, Rasjkovskíj SM
USSR, Suba SM Rúmeníu
2520 Quinteros SM Argentínu, Van der
Wiel AM Hollandi, Tarjan SM USA
2515 Byrne SM USA, Djuri’c AM
Júgóslavíu, Evans SM USA, Gúljkó SM
USSR, Najdorf SM Argentínu
2510 Adorjan SM Ungverjalandi, Ivano-
vic SM Júgóslavíu, Gurevich AM USA,
Ögaard AM Noregi, Tæmanov SM
USSR, Adorjan SM Ungverjalandi,
Uhlmann SM A-Þýskalandi
2505 Christiansen SM USA, Bronstein
SM USSR, Chandier AM Englandi,
Keene SM Englandi, Kótsév SM USSR,
I. Ivanov AM Kanada, Knaak SM
A-Pýskalandi, Karlsson AM Svíþjóð,
Kúsjmín SM USSR, Makarítsév SM
USSR, Lombardy SM USA, Pfleger SM
V-Þýskalandi, Rogoff SM USA, Palatn-
ik SM USSR
2500 Bagírov SM USSR, Guil. Garcia
SM Kúbu, Gúrgenídse SM USSR,
Murei AM ísrael, Lerner AM USSR,
Panno SM Argentínu, Sunye AM
Brasilíu, É. Vladímírov TL USSR
2495 Georgadse SM USSR, Csom SM
Ungverjalandi, Kholmov SM USSR,
Hulak SM Júgóslavíu, Nei AM USSR,
Nogueiras SM Kúbu, Mikhælisjin SM
USSR, Friðrik Ólafsson, Rasúvaév SM
USSR, Schussler AM Svíþjóð, Svesni-
kov SM USSR, Velmirovi’c SM Júgósla-
víu.
2490 Dementév TL USSR, Draga SM
V-Þýskalandi, Farago SM Ungverja-
landi, Reshegvsky SM USA, Parma SM
Júgóslavía, Ree SM Hollandi, Shamko-
vich SM USA, Vajser TL USSR, Vogt
SM A-Þýskalandi
2485 Franco FM Paraguay, Lukacs AM
Ungverjalandi, Szabó SM Ungverja-
landi, Short AM Englandi, Sanguinetti
AM Argentínu, Velikov AM Búlgaríu
2480 Abramovi’c AM Júgóslavíu, Gros-
zpeter AM Ungverjalandi, Garcia Pal-
ermo AM Argentínu, Filip SM Tékkó-
slóvakíu,- Dvoretskíj AM USSER,
Fedorowicz AM USA, Grunfeld SM
ísrael, Gufeld SM USSR, Kaplan AM
USA, Ivkov SM Júgóslavíu, Lein SM
USA, Lechntynský AM Tékkóslóvakíu,
Kudrin AM USA, Lpútjan TL USSR,
Matulovi’c SM Júgóslavíu, Meduna AM
Tékkóslóvakíu, Panténkó SM USSR,
A. Roderiquez SM Kúbu, Radulov SM
Búlgaríu, Sznapik AM Póllandi, Výs-
manavín TL USSR
2475 Benjamin AM USA, Tékov AM
USSR, Gipslis SM USSR, De Firmian
AM USA, Diez de! Corral SM Spáni,
Kharitonvo AM USSR, Inkiov AM
Búlgaríu, Gutman AM ísrael, Matano-
vi’c SM Júgóslavíu, Lúkín TL USSR,
A. Petrósjan AM USSR, Mikhæl
Tsætlín AM USSR, Shiraxi AM íran,
Schmidt SM Póllandi, Timosénkó SM
USSR, Júdasín TL USSR, Zuckerman
AM USA.
2470 Averbakh SM USSR, Buki’c SM
Júgóslavíu, Térnín AM USSR, Benkö
SM USA, Cebalo AM Júgóslavíu,
Dvojris TL USSR, Gavrikov TL USSR,
Lobron AM V-Þýskalandi, Peters AM
USA, Guðmundur Sigurjónsson, Spagg-
ett AM Kanada, Stúrúa TL USSR,
Sahovi’c SM Júgóslavíu, Vítólíns AM
USSR
2465 Ermenkov SM Búigaríu, Didisjkó
TL USSR, Kindermann AM V-Þýska-
landi, Kogan AM USA, Kristiansen
AM Danmörku, Knezevi’c SM Júgó-
slavíu, P. Littlewood AM Englandi,
Ligterink AM Hollandi, Rivas AM
Spáni, Sofrevski AM Júgóslavíu, Sinti’c
AM Júgóslavíu, Vasjúkov SM USSR,
Taulbut AM Englandi, Unzicker AM
■ Garri Kasparov
V-Þýskalandi, Van der Sterren AM
Hollandi, Savon SM USSR, Sídkov TL
USSR, B. Valdímírov AM USSR
2460 Térníkov TL USSR, Commons
AM USA, Frey AM Mexíkó. Dzindizi-
chashvili SM USA, Hartston AM
Englandi, Liberzon SM ísrael, Mednis
AM Júgóslavíu, Sharif AM íran,
Tringov SM Búlgaríu, Wedberg AM
Svíþjóð, Sjúravlíov TL USSR, Verduga
AM Ecuador, Vuki’c SM Júgóslavíu.
2455 Jón L. Árnason, Biyiasas SM
USA, Dueball AM V-Þýskalandi, Jansa
SM Tékkóslóvakíu, Hecht SM V-Þýska-
landi, Kapengut TL USSR, Mariotti SM
Ítalíu, Nikoac SM Júgóslavíu, Osnos
AM USSR, Pachman SM V-Þýskalandi,
Mark Tsætiín AM USSR, Soltos SM
USA, Schneider AM Svíþjóð, Wein-
stein AM USA, Vilela AM Kúbu,
Vórótníkov TL USSR.
2450 Bleiman AM ísrael, Ambroz AM
Tékkóslóvakíu, Averkin AM USSR,
Campora TL Argentínu, Bonch AM
A-Þýskalandi, Aníkaév AM USSR,
Eingorn TL USSR, H.-U. Grunberg
FM A-Þýskalandi, Georgiev AM Búlga-
ríu, Ehlvest TL USSR, Klovan AM
USSR, Hazai AM Ungverjalandi, Mar-
janovic SM Júgóslavíu, Morovic AM
Chile, Múkhín TL USSR, Kuligowski
SM Póliandi, Podgaéts AM USSR, Pelts
FM Kanada, Ornstein AM Svíþjóð,
Peresýpkín TL USSR, Spassov SM
Búlgaríu, Scheeren FM Hollandi, Stoica
AM Rúmeníu, Vukevich TL USA,
Zwaig AM Noregi.
„SM“ þýðir að sjálfsögðu stórmeist-
ari, „AM“alþjóðlegur, „FM“ FIDE-
meistari og „TL“ titilslaus.
Geta má þess að þó nokkrir alþjóðleg-
ir meistarar hafa þegar tryggt sér
stórmeistaratitla svo við vitum til þó
nafnbótin komi ekki formlega fyrr en á
FlDE-þinginu í haust: við vitum um
Tékkann Lechtynský, Bandaríkjamann-
inn Fedorowicz, sennilega Van der Wiel
frá Hollandi, auk þess sem Dolmatov
frá Sovefríkjunum og Pinter frá Ung-
verjalandi hljóta nú báðir að hafa tryggt
sér titilinn og þá líklega Psakhis líka. En
annars eiga Sovétríkin nátturlega flesta
stórmeistara, eða 43 talsins ef rétt er
farið með, Júgóslavar koma næstir með
29 (en stórmeistar þeirra eru að vísu
fæstir stigaháir, hvemig sem á stendur),
Bandaríkjamenn eiga svona 19 og þá
koma Ungverjar um það bil 15. Ef allt
væri með felldu er nátturlega ljóst að
Sovétmenn myndu eiga miklu fleiri
stórmeistara, það sést til dæmis af þeim
fjölda titiislausra Sovétmanna sem
skjóta sér upp á milli alþjóðlegu og
stórmeistaranna. Á bilinu 2450-2500 em
20 titillausir Sovétmenn en aðeins tveir
nafnbótarlausir „útlendingar“, og þeir
hafa báðir 2450 stig: Campora frá
Argentínu og Vukevich frá Júgóslavíu
sem býr nú í Bandaríkjunum. Nefna má
og að af 90 skákmönnum sem hafa 2500
stig og yfir (við gemmst svo djarfir að
sleppa Mecking, hann er ekki virkur
lengur og dettur brátt út af listanum) em
33 Sovétmenn og raunar 39 ef þeir em
teknir með sem ýmist hafa flust eða flúið
frá heimalandi sínu. Ef aðeins em teknir
þeir sem hafa 2550 stig og þar yfir kemur
í ljós að þeir era 39 og þar af 18
Sovétmenn. Auk þess eru Korchnoi,
Sosonko og Alburt Sovétmenn að
uppmna svo raunar em þeir 21. Það er
því enn býsna langt í að Sovétríkin glati
yfirburðastöðu sinni, þó auðvitað sé rétt
að þeir Sovétar em ekki jafn dómíner-
andi á skákmótum og hér áður fyrr.
Annars er fremur fátt stórtíðinda af
listanum frá þvf fyrir hálfu ári. Mesta
athygli vekur náttúmlega að Garrí
Kasparov er orðinn annar stigahæsti
skákmaður heims með hvorki meira né
minna en 2675 stig og má það hcita
býsna gott af 19 ára stráklingi að vera!
Karpov sjálfur hefur dottið niður um 25
stig og ef svo fer fram sem horfir má
hann fara að vara sig. Nú er bara að
vona að Kasparov fatist ekki á
millisvæðamótinu í Moskvu sem hefst
innan tíðar. Annað sem kannski ekki
kemur á óvart er fall Timmans, en hann
hefur hrapað um 55 stig síðan síðast,
þegar hann var annar hæsti skákmaður í
heimi. Korchnoi heldur áfram að iækka,
en aðrir á toppnum halda flestir stöðu
sinni svona nokkum veginn, Spasskíj
hefur þó Iækkað svolítið og Larsen er
kominn niður fyrir 2600 stig. Jafnteflis-
kóngurinn Balasjov hefur hrapað og átti
það inni! Annað sem vekur athygli er
sterk pappírsstaða Bandaríkjamanna og
Englendinga. Að vísu má gera ráð fyrir
að Walter Browne lækki mikið eftir
hörmulega frammistöðu á millisvæða-
mótinu á Kanaríeyjum en Bandaríkja-
menn virðast, eftir nokkur fremur
mögur ár, vera að eignast nýja sveit
stórmeistara sem geta látið mjög að sér
kveða. En þeir eru flestir mistækir,
Christiansen hefur hrapað um ein 70 stig
á hálfu ári. Það er líka eftirtektarvert að
enginn fjögurra stigahæstu manna
Bandaríkjanna er fæddur í Bandaríkjun-
um: Seirawan er Sýrlendingur, Browne
Ástralíumaður, Kavalek Tékki og Al
burt Úkraínumaður. Af Englendingum
er það að segja að Miles á nú ekki aðeins
í harðri keppni um efsta sæti Englands
við Nunn heldur og Speelman. Það
verður gaman að sjá hver verður efstur
í ensku sveitinni á ólympíumótinu í
haust!
A íslenska Elo-listanum em nú yfir 43
skákmenn yfir 2200 stig, hæstir em
þessir:
2495 - Friðrik Ólafsson
2470 - Guðmundur Sigurjónsson
2455 - Jón L. Ámason
2430 - Helgi Ólafsson og Ingi R.
Jóhannsson
2420 - Margeir Pétursson
2415 - Haukur Angantýsson
2405 - Ingvar Ásmundsson
2400 - Jóhann Hjartarson
2390 - Jón Kristinsson
2380 - Sævar Bjamason
2360 - Elvar Guðmundsson
2355 - Benóný Benediktsson
2330 - Björn Þorsteinsson
2320 - Jón Þorsteinsson
2315 - Jóhannes Gísli Jónsson
2310 - Karl Þorsteins
2305 - Gunnar Gunnarsson
Breytingar em fremur litlar nema
hvað Friðrik Ólafsson er nú í fyrsta sinn
kominn niður fyrir 2500 stig. Guðmund-
ur Sigurjónsson fetar sig hins vegar upp
á við á nýjan leik, og stefnir vonandi
hærra.
Hugum þá að kvennalistanum. Þær
konur sem em yfir 2200 Elo-stigum em
eftirtaldar (og athugið að titlar miðast
að sjálfsögðu við kvennatitla):
2385 Mæja Tjíbúrdanídse SM USSR
2370 Nana Alexandría SM USSR
2330 Alla Kushnir SM ísrael
2325 Nona Gaprindasvflí SM USSR,
Nana Jóselíaní SM USSR
2310 Elena Ahmilovskæja SM USSR
2275 Marta Litinskæja SM USSR
2265 Diana Savereide AM USA
2260 Pia Cramling TL Svíþjóð
2255 Maria Ivanka SM Ungverjalandi
2240 Írína Levitína SM LISSR, Jana
Miles (Plaskett???) AM Englandi.
Hér em yfirburðir sovésku kvenn-
anna nær algerir og að sjálfsögðu er Alla
Kushnir, sú eina sem ógnar sovésku
konunum að ráði, fædd og uppalin í
Sovétríkjunum. En svo sem sjá má er
sænska stúlkan Pia Cramling á hraðri
uppleið og aldrei að vita hvar hún endar,
Pia hefur sem kunnugt er gert sér lítið
fyrir og unnið karlamót eins og ekkert
sé en það leika ekki margar konur eftir
henni. Á toppnum munar nú ekki miklu
á heimsmeistaranum Tjíbúrdanídse og
Nönu Alexandríu cn þær skildu jafnar í
heimsmeistaraeinvígi á síðasta ári, sem
menn muna, og hélt Tjíbúrdanídse því
titlinum. Þrjár íslenskar konur eru á
Elo-lista kvenna en engin þeirra veru-