Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 12
SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
■ Um þessar mundir er lesin í útvarpi
skáldsaga Francis Scott Fitzgerald,
„Tender Is the Night,“ sem í þýðingunni
hefur hlotið nafnið „Næturglit." í tilefni
af lestri á „Tender", eins og bókmennta-
fræðingar í Ameríku kalla söguna stutt
og laggott í sinn hóp, ætlum við að rifja
hér upp eitt og annað um þetta skáld,
sem Bandaríkjamenn hafa þóst sjá í
einkar glögga spegilmynd af eigin
þjóðarsál með kostum hennar og
göllum. Pótt Scott Fitzgerald sé stund-
um kallaður skáld „jass-skeiðsins“
á þríðja áratugnum, mun hitt þó sanni
nær að hann á sess þann sem hann skipar
í bókmenntasögunni því að þakka að
landar hans kannast enn við sjálfa sig í
sögum hans. Sumir hafa sagt að
endurlífgun frægðarljóma hans, sem í
eina tvo áratugi eða lcngur var að mestu
útkulnaður, eigi þjóðfélagslegar rætur.
Menn hafa sagt að olíukreppa, forseti í
snöru úr segulbandsflækju og fleiri
óstöðugleikaeinkenni hafi átt sinn þátt í
því að menn horfðu með söknuði til
þessara „góðu, gengnu daga.“ En
sjálfsagt er þetta götótt kenning eins og
svo margar aðrar í bókmenntum. Scott
Fitzgerald náði að slá hljóm sem ekki
deyr út héðan af, meðan einhverjir
verða til að lesa góðan skáldskap.
Níu ára þögn
„Tender Is the Night“ kom út árið
1934 en þá voru níu ár liðin frá því er
hann gaf út „The Great Gatsby", sem
hafði aflað honum fortakslausar viður-
kenningar meðal þeirra sem helst mátti
taka mark á í bókmenntaheiminum,
þótt ekki hlyti sagan sömu frægð og
útbreiðslu og fyrsta skáldsaga hans,
„This Side of Paradise,"
Þessi þögn varð Fitzgerald tvímæla-
laust dýr. Hann hafði að vísu minnt á
sig jafnt og þétt með smásögum sínum,
sem birtust í víðlesnum vikublöðum,
einkum „The Saturday Evening Post“,
en áhugi lesenda hafði þá beinst að
öðrum mönnum, sem meir svöruðu til
samtímans, eins og Hemingway. Fitz-
gerald sat lengst af suður við Miðjariar-
haf þessi ár og vann að ritun „Tender,"
en verkið sóttist seint og menn voru
hættir að nenna að spyrja eftir nýju
bókinni iengur. í formála sem Fitzgerald
ætlaði að hafa að sögunni, en birtist þó
aldrei með henni sagði hann:
„Þetta er fyrsta sagan sem höfundur-
inn gefur út eftir níu ára hlé. Þennan
tíma hefur vart liðið sú vika að einhver
hafi ekki spurt mig hvernig gangi og
hvenær sagan komi út. Um sinn svaraði
ég því til sem mér fannst næst sanni: „í
haust,“ „í vor“, „næsta ár.“ Svo tók ég
að þreytast á þessu og fór að ljúga og
ljúga, sagði ýmist að ég hefði gefist upp,
Skáld auðlegðar, ástar og sjálfstortímingar
Viðamesta
skáldsaga hans
„Tender is the
Night” er flutt
í hljóðvarpi um
þessar mundir
eða þá að sagan væri orðin milljón orða
löng og kæmi sjálfsagt út í fimm
bindurn..."
Fitzgerald vann að 17 mismunandi
gerðum að sögunni og þetta verk, sem
gekk svo hægt, gekk nærri honum
sjálfum og öllu einkalífi hans. Þegar
sagan kom út fékk hún loðnar umsagnir
og fyrsta útgáfa hennar seldist í aðeins
15 þúsund eintökum. Viðtökurnar voru
höfundinum sífellt umhugsunarefni til
dauðadags 1940 og hann hélt áfram að
velta þessu margslungna verki fyrir sér
og leita uppi þau mistök í byggingu þess,
sem hann taldi orsökina. Það lýsti
„ameríkananum" í Fitzgerald vel að
hann leit á rithöfundinn sem vörufram-
leiðanda og ef varan ekki seldist mátti
hann engum nema sjálfum sér um
kenna. Honum datt aldrei í hug að
áfellast „viðskiptavinina", eins og mörg-
um vonsviknum skáldum hefur hætt til.
Þegar sagan var gefin út að nýju eftir
dauða hans, höfðu verið gerðar á henni
róttækar breytingar að tillögu höfundar,
þannig að gömlu byrjuninni var skellt
inn í miðja bók og síðari kafli í bókinni
gerður að byrjun þess í stað. Um Scott
Fitzgerald hefur verið sagt að hann hafi
ekki verið hinn „fæddi skáldsagna-
höfundur" og sú umsögn er ekki út í
bláinn. Kannske er „Tender Is the
Night“ besta dæmið um það. Eigi að
síður hefur þessi saga sem kostaði
höfund sinn svo langar yfirlegur og
vonbrigði, sem fremur en annað brutu
sjálfstrú hans og sjálfsvirðingu, staðið af
sér þá sjói sem virtust ætla að skola
henni út í djúp gleymskunnar. Heming-
way sagði um hana að hún yrði því betri
sem hann læsi hana oftar og um hana
hafa verið höfð jafn hæpin ummæli sem
þau að hún „kunni að vera mesta
stórvirki í bandarískri skáldsagnaritun á
tuttugustu öld.“ Rithöfundur einn sem
hitti Fitzgerald í Baltimore árið 1933
gekk með honum inn í vinnustofu hans,
þar sem skáldið lagði höndina á
handritsbunka sem var fet á hæð. „Hér
er nýja sagan mín,“ sagði hann. „Ég hef
skrifað fjögur hundruð þúsund orð og
kastað þremur fjórðu af því...“ Hann
stóð þarna með vískýglasið í hendinni
og sagði allt í einu: „Hún er góð, góð,
góð. Þegar hún kemur út mun fólk segja:
„Hún er góð, góð, góð.“
Því miður fór það ekki svo þá. En eftir
stríðið fóru menn að átta sig á því, en
þá var höfundurinn ekki lengur til staðar
að fagna þeim umskiptum.
Að vakna frægur
Scott Fitzgerald fæddist 1896 í St. Paul
í Minnesota. Móðir hans var af
gamalgróinni fjölskyldu komin og átti
nokkuð fyrir sig að leggja, en faðirinn
var ekki séður fjármálamaður og þegar
fyrirtæki hans varð gjaldþrota mátti
fjölskyldan fara að horfa f aurana. Scott
var sendur í ódýran kaþólskan skóla í
New Jersey og þaðan lá leiðin til
Princeton, þar sem hann kynntist Keats,
Oscar Wilde og fleirum og lifði í mesta
máta glöðu og ábyrgðarlausu lífi meðal
efnaðri skólafélaga. Hann var kvaddur
í heimsstyrjöldina fyrri en komst þó
aldrei til vígstöðvanna. f hemum hóf
hann hins vegar að rita fyrstu skáldsögu
sína This Side of Paradise“ sem út kom
1920. Hann var þá orðinn ástfanginn
upp fyrir haus af ungri Suðurríkjameyju,
Zeldu Sayre, sem var hans betri, - sumir
segja verri, - helmingur öll hans helstu
starfsár og skipar síður en svo lægri sess
en bóndi hennar í þjóðsögunni sem um
þau hefur myndast.
Zelda hafði verið treg til að taka
ástum Scott, en eftir að „This Side of
Paradise" kom út og vakti feyki athygli,
skoðaði hún hug sinn ekki lengur og
giftist honum. Sagan er um námssvein-
inn Amory Blaine og er bæði sundurlaus
og merkt ýmsum einkennum byrjand-
ans, enda víða seilst til fanga í stíl og
verk frægra höfunda. En þrátt fyrir alla
hnökra glitraði í sögunni á eitthvað
meira, - þann eðlismun sem skilur þann
útvalda frá „hinum“. f ritgerð sem
Fitzgerald skrifaði árum síðar og nefndi
„Early Success" lýsti hann þessum
dögum:
„Bréfberinn hringdi dyrabjöllunni og
daginn þann gleymdi ég öllu öðru, hljóp
út á götu og stoppaði bíla til þess að
segja vinum og kunningjum frá hvað
hent hafði, - að þeir ætluðu að gefa
„This Side of Paradise" út. Þessa viku
hringdi bréfberinn aftur og ég borgaði
allar þessar andstyggilegu smáskuldir,
keypti mér föt og vaknaði á hverjum
morgni léttur eins og fjöður og
sprengfullur af eftirvæntingu.“
Scott og Zelda
Þau Scott og Zelda giftust vorið 1920
í New York. Nú fóru dýrðardagar í
hönd. Sjálfsagt hefðu flestu ung hjón
ruglast nokkuð í ríminu af allri
velgengninni eins og þau sannarlega
gerðu. Þessi 23ja ára rithöfundur og hin
19 ára gamla þokkadís frá Alabama voru
eftirlæti allra, - ung, fögur og rík og
enginn hafði yfir þeim að segja. Það var
skrifað um þau í blöðin, þau sátu uppi
á þakinu á leigubílunum eftir samkvæmi
hér og þar, böðuðu sig í gosbrunnum og
þar fram eftir götunum. Alltaf voru þau
á leið í eitt samkvæmið enn. „Ég man
eftir mér eitt kvöld á ferð í leigubíl undir
gríðarháum byggingum. Himininn var
■ Fitzgerald kippti sér aldrei upp við að selja nafn sitt, þegar peningar voru annars vegar. Hér er hann dómari í fegurðarsamkeppni hjá sápuauglýsingafyrirtæki.
bleikur og rósrauður og ég fór að æpa,
af því að ég hafði allt sem ég gat óskað
mér og vissi að ég yrði aldrei jafn
hamingjusamur aftur. „Fitzgerald hjón-
in urðu ímynd þeirrar æskudýrkunar
sem á þetsum tíma var að hefjast.
Þótt þetta væri á bannárunum í
Ameríku, þá var ekki að sjá að bannið
hefði mikil áhrif meðal hástéttarinnar í
New York og þar skorti ekki vín í
samkvæmum. Zelda fékk sér neðan í
því með manni sínum, áfengi var
eldsneytið sem keyrði þau áfram í hinum
endalausu boðum. Þó var munur á þeim
í þessu efni. Zelda drakk af því að hún
naut þess að finna á sér, en Fitzgerald
var skjótt kominn á byrjunarstig
ofnautnarinnar og hegðun hans undir
áhrifum varð æ erfiðara að spá um hver
yrði hverju sinni.
Þegar gestum á einhverju hótelinu
þótti orðið nóg um næturglauminn,
fluttu þau sig bara yfir á það næsta. Scott
og Zelda urðu ekki auðug af sölunni á
„This side of Paradise," en bókin greiddi
þeim leið inn í ýmsa áhrifaríka hópa og
opnaði hinu unga skáldi aðgang að
viðlesnum tímaritum, sem greiddu vel
fyrir smásögur hans, en hann var
afkastamikill og snjall smásagnahöfund-
ur. Margir, svo sem Hemingway, áttu
síðar eftir að hneykslast á því að hann
eyddi hæfileikum sínum í hraðsoðnar
lýsingar á tískubrúðum handa glans-
myndablöðum, en slíkar sögur urðu
langtímum saman eitt helsta lifibrauð
Fitzgeraldhjónanna.
Árið 1922 kom út önnur skáldsaga
■ Skáldið ásamt dótturinni „Scottie".
hans, „The Beatuful and Damned."
Hann hafði nú nokkra reynslu af
sambúð við Zeldu að baki og m.a. gert
sér grein fyrir að hún mundi lítinn áhuga
hafa á að fóma eigin lífi og eigin
hæfileikum aðeins til þess að styðja við
bakið á honum. í þessari nýju sögu má
segja að finna megi hugboð um það sem
gerast átti í hans eigin lífi: Ung hjón,
þau Anthony og Gloria Patch njóta
lífsins, meðan treyst er á væntanlegan
arf sem afi söguhetjunnar muni láta eftir
sig. Þau sökkva dýpra og dýpra í
úrkynjun og iðjuleysi við fjársóun og
drykkju. Afi söguhetjunnar kemur
óvænt inn í eitt samkvæmið og gerir
þau arflaus. Arfinn fá þau að vísu um
síðir, en þá er fegurð Gloriu öll og
Anthony brotinn á líkama og sál.
Um þetta leyti hafði hann gengið frá
öðru smásagnasafni sínu „Tales of the
Jass age“, en hið fyrra var „Flappers and
Philosophers". í því fyrrnefnda var
meðal annars ein frægasta smásagna
hans, „The Diamond as big as Ritz“.
The Great Gatsby
Það var Long Island sem Scott
Fitzgerald gerði að vettvangi þriðju
skáldsögu sinnar, „The Great Gatsby.“
Þessi stutta skáldsaga hefur orðið
frægari en önnur verk hans og að mörgu
leyti að verðleikum, því hún er full-
komnust að formi til af skáldsögum
hans. Hér segir ungur nemandi í
verslunarfræðum, Nick Carraway, frá
kynnum sínum af óvenjulegum náunga,
Jay Gatsby, sem býr í stórhýsi úti á Long
Island með fjölda þjóna í kring um sig
og heldur hverja stórveisluna eftir aðra.
Allir eru velkomnir og gestahópurinn er
ærið fjölbreytilegur. Nick verður ekki
lítið hissa þegar hann uppgötvar að hið
reisulega hús og öll boðin þar eru aðeins
sviðsbúnaður sem Gatsby hefur komið
upp í því skyni að endurheimta æskuást
sína, Daisy, sem nú er gift öðrum manni.
Hún býr raunar handan við voginn þar
sem Gatsby býr og á kvöldum stendur
hann og mænir yfir að græna ljósinu á
bryggjunni við húsið hennar.
Undir öllu þessu stórrómantíska
yfirborði eru svo mögnuð öfl græðgi,
örbirgðar og losta á ferli, sem um síðir
kollvarpa óraunveruleikaheimi Jay
Gatsby, og hann er myrtur af afbrýði-
sömum eiginmanni konunnar sem Tom
Buchanan, eiginmaður Daisy, hafði
haldið við. Því hefur oft verið haldið
fram að Fitzgerald hefði ekki haft áhuga
á öðru en rómantík, kvöldboðum,
auðlegð og kampavíni í verkum sínum,
en því fer fjarri. Þrátt fyrir áhuga hans á
hinum ríku varð hann aldrei einn þeirra.
Það segir nokkra sögu að um hríð hafði
hann í huga að skíra þessa frægustu sögu
sína „Milljónungar við sorphauginn.“
. Hann ritaði söguna að mestu leyti á
frönsku Rivérunni árið 1924 og Rivéian
átti raunar eftir að mynda sögusvið víða
í verkum hans, þar á meðal í „Tender
Is the Night.“ Alhæfingasmiðir síðari
tíma hafa viljað halda því fram að hann
hafi kennt amerískum ferðamönnum að
sækja til Rivérunnar og það er nokkuð
vel gert, ef rétt er, “ þætti vel af sér vikið
af meðal ferðaskrifstofu.
Fitzgerald hafði að því talið er sínar
fyrirmyndir úr raunveruleikanum, þegar
hann ritaði söguna, amk. að hluta. Sagt
er að Gatsby hafi verið Max Gerlach
nokkur, frændi Pershing hershöfðingja
og eitthvað viðriðinn brennivínssmygl.
Framhjáhald
Fitzgerald mun hafa verið fremur
skjótur að ná sér á strik við söguna og
ákafi hans og eldmóður lýsir sér víða í
bréfum hans frá þessum tíma til
foleggjara síns. En samt varð dvölin á
Rivérunni galli blandin. Þótt þau Zelda
hefðu nú eignast fyrsta og eina bamið
sitt, „Scottie“, kom það ekki í veg fyrir
að hún héldi sínar eigin götur ef henni
bauð svo við að horfa. Á Rivérunni
leigðu þau sér glæsilegt hús „Villa
Marie" í Valescure og sóttu þaðan
talsvert skemmtanir og kaffihús. Þarna
komst Zelda nú í tygi við franskan
flugmann, Edouard Jozan að nafni.
Sjálfsagt hefur Zeldu þótt sem hún væri
að upplifa að nýju aðdáun og hylli ungu
flugmannanna sem flugu yfir heimili
hennar í Montgomery árið 1918, þegar
Jozan hringsólaði í sinni vél yfir Villa
Maria. Seint verður uppvíst hve alvar-
legt þetta samband varð og sjálfur hefur
Jozan sem aldraður maður haldið því
fram að þetta hafi aðeins verið vanalegt
daður. Þau Scott og Zelda hafa bæði lýst
þessu atviki í skrifum sínum, Zelda f
skáldsögu sinni „Save Me the Waltz.“
Þar er sagt eitthvað í þá átt að
„flugmaðurinn" hafi aðeins óskað ná-
inna kynna, en ekki æskt skilnaðar.
Scott sjálfur segir hins vegar svo að hann
hafi krafist þess að hitta Jozan, eftir að
Zelda hafði farið fram á skilnað. Ekki
mætti flugmaðurinn til þess fundar. „í
september 1924 vissi ég að eitthvað hafði
skeð á milli okkar Zeldu, sem ekki varð
um bætt,“ segir Fitzgerald." Hvort svo
sem hún hafði sængað með flugmannin-
um eða ekki, þá hafði nú rofnað sá
grundvöllur sem var undirstaða hjóna-
bands þeirra.
Þau hjón voru veturinn 1924-25 í
Róm og á Capri og sú dvöl varð þeim
til lítilla heilla, ekki síst þar sem
drykkjuskapur Scott færðist nú talsvert
í aukana og hann var eitt sinn laminn
ærlega af lögregluþjónum í Róm. Þeirri
reynslu hefur hann lýst í „Tender is the
Night.“ Alla ævi sína hafði hann megna
óbeit á ftölum. Fitzgerald hafði reyndar
gerst dagdrykkjumaður veturinn 1923-
24 og hann talar vafalaust um eigin
reynslu þegar hann lýsir tónlistarmann-
inum Abe North í „Tender is the Night“
og segir um hann: „Við drykkju fannst
honum fortíðin verða að nútíð og
honum fannst liðnar hamingjustundir
vera að gerast aftur og ætla að fara að
gerast enn aftur.“ Hann drakk einkum
gin óblandað, þar sem honum fannst
áhrifin af því koma skjótast og ímyndaði
sér að af því legði minnsta lykt. í
Helgar-Tímanum á dögunum rifjuðum
við upp ævi nokkurra drykkfelldra ís-
lenskra skálda og í bandarískri rit-
höfundastétt hafa margir sopið á einnig,
því í handbókum sem við styðjumst við
hér um Scott Fitzgerald eru þeir taldir
upp sem „heavy drinkers" auk hans:
Faulkner, O’Neill, O’Hara, Wolfe,
Lardner, Hemingway, Lewis, Chandler
og Hammett.
París og Hemingway
„The Great Gatsby" kom út 1925 og
viðtökur gagnrýnenda voru eins og best
varð á kosið. Hins vegar var salan ekki
mjög mikil. Bókin var prentuð í 21
þúsund eintökum og um haustið kom
önnur prentun, 3000 eintök. Nokkur
eintök af þeirri prentun voru enn
fyrirliggjandi þegar Fitzgerald lést 1940.
Hann taldi sér trú um að hann hefði gert
þau mistök að lýsa ekki nánar en hann
gerir í bókinni hinum stopulu ástarfund-
um þeirra Gatsby og Daisy, eftir að þau
fundust að nýju og þar til dauðinn greip
í taumana. Énn áleit hann að það hefði
orðið afdrifaríkt fyrir sölu bókarinnar að
í sögunni er engin meiriháttar söguhctja
kvenkyns, en konur vafalaust stærri
hluti þeirra sem kaupa bækur. En þótt
„bissness-maðurinn" sleikti sár sín
vegna sölunnar, gat skáldið fagnað. T.
S. Elliot sagði að bókin væri besta
skáldsaga amerísk sem komið hefði
fram það sem af var öldinni.
Árið 1924 hafði Fitzgerald skrifað til
forleggjara síns hjá „Scribner” í New
York: „Mig langar til að vekja athygli
þína á ungum manni sem heitir Ernest
Hemingway. Hann býr í París og skrifar
fyrir Transatlantic Review. Hann á
glæsilega framtíð fyrir sér.
Vorið 1925 fluttu þau Zelda til Parísar
og lét Fitzgerald það verða eitt sitt fyrsta
verk að lcita Hemingway uppi. Þeir
hittust á Dingo bamum á Rue Delambre
á Montparnasse og eina frásögnin af
þeim fundi er í „Veisla í farangrinum”,
en þar lýsir Hemingway Fitzgerald sem
bjálfa, smámunasegg og glötuðum
fyllirafti. Fitzgerald bar djúpá virðingu
fyrir Hemingway sem íþróttagarpi og
stríðshetju, en hann hafði jafnan þráð
ákaft að geta státað af þátttöku f
orrustum. Viðbrögð hans við manninum
Hemingway voru þó á engan hátt
óvenjuleg, því Hemingway átti alla tíð
auðvelt með að heilla annað fólk með
framkomu sinni og persónutöfrum, sem
vom partur af snilligáfu hans.
Scott gaf Hemingway nokkru síðar
eintak af „The Great Gatsby“ og
Hemingway, sem þegar hafði séð
sýnishorn af tilþrifum hans þegar hann
var fullur, segir: „Eftir lesturinn vissi ég
að hvað svo sem Scott gerði og hvernig
hann hegðaði sér, þá yrði ég aðeins að
líta á það allt sem sjúkdóm og reyna að
aðstoða hann eftir megni og reynast
honum sem bestur vinur.“
Fitzgerald skrifaði af kappi í tímarit í
Ameríku meðan hann dvaldi í Evrópu
og árið 1926 birtust nokkrar af sögum
hans í þriðja smásagnasafninu „All the
Sad Young Men“. Ein af þessu sögum
er „The Rich Boy,“ sem talin er lýsa vel
afstöðu hans til peninga, en fátt hefur
verið meira rætt þegar talið berst að
þessum höfundi. „Ég hef aldrei getað
fyrirgefið hinum ríku það að þeir skuli
vcra ríkir og það hefur sett merki sítt á
alla mína ævi og allt mitt,“ segir hann
einhvers staðar. Hann vissi að hinir ríku
áttu meiri möguleika til flestra hluta en
aðrir, en einnig að þeir hagnýttu sér
þessa möguleika sjaldnast. Fullviss um
að vinnan væri hið virðingarverðasta í
lífinu blöskraði honum hvernig þeir ríku
fóru með það frelsi sem auðurinn veitti
þeim. Honum var ljóst hvað fá mátti
fyrir fé, ekki aðeins íburðarmikið líf,
heldur einnig tíma til þess að sinna
ritstörfum. hann hafði sjálfsagt verið
samþykkur Somerset Maugham, sem
sagði að peningarnir væru sjötta skiln-
ingarvitið og að án þeirra væri ekki hálft
gagn af hinum skilningarvitunum fimm.
Það er þó ekki þversögn að um Scott
mátti segja að hann dreifði peningunum
í kring um sig, þegar hann eignaðist þá.
Kæruleysi hans í meðferð peninga sýndi
að þeir réðu ekki yfir honum. Árangur-
inn varð óumflýjanlega sá, samt sem
áður, að hann þurfti að leggja harðar að
sér til þess að geta haldið uppteknum
hætti og þarmig lögðu peningarnir hann
í fjötra sína. Hemingway gat hæglega
setið við vinnu sína eftir að hafa fengið
sér neðan í því kvöldið áður, en Scott
var gjarnt að vilja framlengja gleðskap-
inn fram til morguns. Hemingway virðist
stundum hafa grunað að hann vildi á
þann hátt tefja hann (Hemingway) við
ritstörfin.
Þegar Scott var að ráfa um barina í
París var erfitt að segja upp á hverju
hann tæki næst. Blaðamaðurinn frægi,
William L. Shirer, minnist þess er þeir
nokkrir fréttaritarar hittu hann á
skrifstofum Paris Tribune: „Hann söng
hástöfum og heimtaði að þeir hinir tækju
undir. Þegar menn ætluðu að koma
honum heim, var ekki við annað
komandi en að hann heimsækti nokkra
bari í viðbót, spriklaði í örmum þriggja
fréttamanna sem loks fengu komið
honum heim til sín.“
Zelda
Scott var nú farinn að tygja sig til
átaka við nýja skáldsögu, „Tender Is the
Night.“ Hann hóf vinnu við söguna í
París, en st'ðar hélt hann starfi áfram í
Juan-les-Pins, þar sem Hemingway
dvaldi einnig um sumarið 1926.