Tíminn - 08.08.1982, Blaðsíða 8
8
SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
fliwimii
Útgefandl: Framsúknarflokkurlnn.
Framkvœmdastjórl: Glsll Slgurðsson. Auglýslngastjórl: Steingrimur Glslason.
Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrel&slustjórl: Sigurður Brynjólfsson
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Ellas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl:
Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarma&ur Helgar-
Tlmans: lllugl Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon,
BjarghUdur Stefánsdóttlr, Frl&rik Indrl&ason, Helður Helgadóttlr.lngólfur Hannes-
son (iþróttir), Jónas Gu&mundsson, Kristin Leifsdóttlr, Slgurjón Valdimarsson,
Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Utlitstelknun: Gunnar Traustl Gu&björnsson.
Ljósmyndir: Gu&jón .Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttlr. Ari
Jóhanncsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosi Kristjónsson,
Kristln Þorbjarnardóttlr, Marla Anna Þorsteinsdóttir.
Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sl&umúla 15, Reykjavlk. Slmi: 86300.
Auglýslngaslml: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392.
Ver& I lausasölu 8.00, en 10.00 um heigar. Áskrlft á mánu&i: kr. 120.00.
Setnlng: Tæknidelld Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf.
Ábyrgðarlaus um- ^
mæli formanns LÍÚ
■ Að undanförnu hefur mikið starf verið unnið í
ríkisstjórninni, og af sérfræðingum hennar í efnahags-
málum, við að leysa vandamál útgerðarinnar.
Sérstaklega hefur sjávarútvegsráðherra. Steingrímur
Hermannsson, lagt sig fram um að finna lausn á þeim
rekstrarvandamálum, sem reyndar stafa fyrst og
fremst af óviðráðanlegum ytri aðstæðum, það er að
segja stórminnkandi afla og hækkun olíuverðs.
Hvernig skyldu þessar tilraunir sjávarútvegsráð-
herra vera metnar af forystumönnum útgerðarmanna
- þeim mönnum, sem stjórnvöld eru að reyna að
aðstoða, á kostnað annarra aðila í þjóðfélaginu að
sjálfsögðu, til þess að halda áfram rekstri?
Jú, í Morgunblaðinu á föstudaginn eru eftirfarandi
ummæli höfð eftir Kristjáni Ragnarssyni, formanni
Landssambands íslenskra útvegsmanna:
„Það virðist vera markmið ríkisstjómarinnar að
reyna að stöðva allan rekstur í landinu og er reynt að
stöðva útgerðina fyrst“.
Þetta er ekki ábyrgðarlaust gaspur Morgunblaðsins
eða stjórnarandstöðupólitíkusa í Sjálfstæðisflokkn-
um. Þetta eru orð formanns Landssambands íslenskra
útvegsmanna. Að það sé „markmið“ ríkisstjórnarinn-
ar að „stöðva allan rekstur í landinu“. Hann lýsir því
sem sagt yfir, að það sé markmið núverandi
ríkisstjórnar að koma hér á stöðvun atvinnulífs og
allsherjar atvinnuleysi!
Trúir maðurinn þessu? Engin ástæða er til að ætla
það, þar sem Kristján Ragnarsson hefur hingað til
verið talinn þolanlega gáfaður maður. Af hverju
fullyrðir hann þetta þá opinberlega? Það skyldi þó
ekki vera, að formaður LÍU hafi gleymt hlutverki sínu
og orðið heltekinn af áhuga á að reka óábyrga
stjórnarandstöðupólitík fyrir Morgunblaðið og Geirs-
klíkuna í Sjálfstæðisflokknum? Það er eina skýringin
á þessum fáránlegu ummælum, sem formaður LIÚ
ætti að hafa manndóm í sér til að biðjast afsökunar á
- nema hann vilji að öll ummæli hans í framtíðinni
verði aðeins talinn hluti af áróðri Geirsklíkunnar.
Uppsagnirnar
hjá Flugleiðum
Það eru reyndar fleiri sem hafa gefið svolítlð
skrítnar yfirlýsingar að undanförnu. Þegar Flugleiðir
tóku sig til um daginn og sögðu upp 19 starfsmönnum
sínum og lokuðu söluskrifstofunum í Amsterdam,
Brussel og Dusseldorf, var látið líta svo út fyrir, að
meginástæða þessara uppsagna væri ákvörðun
Steingríms Hermannssonar, samgönguráðherra, um
skiptingu á flugleiðum á milli Flugleiða og Arnarflugs
- en samkvæmt þeirri ákvörðun misstu Flugleiðir leyfi
til áætlunarflugs til Amsterdam og Dusseldorf.
Við nánari athugun kom hins vegar í ljós, að þetta
var alls ekki ástæðan. Enginn starfsmaður hafði verið
ráðinn sérstaklega vegna þess að Flugleiðir tóku upp
flug til Dusseldorf og Amsterdam, og á þessa staði
voru aðeins farnar innan við 20 ferðir í sumar. Ekki
stóð til að halda því flugi áfram í vetur. Ástæðurnar
fyrir uppsögnunum voru því allt aðrar, og hefði verið
sæmilegra af Flugleiðum að skýra hreinskilnislega frá
því að þessar uppsagnir stæðu í engu sambandi við
ákvörðun samgönguráðherra.
-ESJ
skuggsjá
CjABRIEL garcia marquez er einn þekkt-
ASTI NÚLIFANDI RITHÖFUNDUR SUÐUR-
AMERIKU. Bækur hans hafa síðustu árin verið þýdd á
fjöldamörg tungumál, þar á meðal sumar hverjar á íslensku.
En Marquez er ekki aðeins rithöfundur, heldur tekur hann
virkan þátt í stjómmálastarfi og lætur óspart skoðanir sínar
í ljósi á mönnum og málefnum. Fyrir tveimur mánuðum birtist
við hann viðtal í ítalska blaðinu La República. Það var nýlega
þýtt á sænsku og birt í Dagens Nyheter. Við skulum grípa
hér ofan í nokkra kafla viðtalsins.
Marquez var spurður um nýjustu skáldsögu sína, sem þýdd
hefur verið .F'rásögn um margboðað morð“ á íslensku og sem
selst hefur í gífurlegu upplagi í Suður-Ameríku:
„Þessi bók er gildra fyrir þýðendur. Hún lítur út fyrir að
vera auðveld, en er samansett á mjög flókinn hátt, eins og
búningur með huldum saumi. Hvert einstakt orð er aldrei það
sem lesandinn býst við. Þetta var mjög erfitt verk. Þegar því
var lokið virtist bókin mjög einföld, en hún er í reynd hið
gagnstæða. Vandamál bókarinnar var í uppbyggingu hennar.
Sagan endar 27 árum eftir aöSantiago Naser er drepinn með
hnífi - en bókin endar hins vegar einmitt með morðinu, og
því er um innri upplausn að ræða.“
Er það rétt, að fyrsta spænska upplagið af „Frásögninni“
hafi verið ein milljón eintaka?
- Það hafa verið seld meira en ein milljón eintaka af bókinni
á spænsku, en hún hefur verið prentuð í 100 þúsund eintaka
skömmtum. Þegar ég hafði lesið bókina yfir í endanlegri gerð
sagði ég við sjálfan mig: þetta getur orðið vinsæl bók ef hún
er prentuð með stóru letri og er seld annars staðar en í
Fimmtán mínútur
eða heil eilíf ð?
bókaverslunum, því bókaverslanir hræða fólk frá, og ef hún
kostar innan við þrjá dali. Þá bar að 25 ára pilt sem vildi
verða forleggjari. Ég sagði við hann: þú getur fengið bókina
með þessum skilyrðum! Hann fór í heimsókn í bankana í
Bogotá til þess að fá lánaða peninga og bankastjóramir féllust
á beiðni hans. Ég skal segja þér, að í Bogotá eru kallar sem
selja allt mögulegt, einkum þó smyglvarning og þá sérstaklega
sígarettur, á sama hátt og fólk hér í Evrópu selur blóm - við
umferðarljósin, á íþróttaleikvöngunum, í veitingahúsum og
kaffihúsum og þessir karlar skildu það, engu síður en
bankastjórarnir, að ef þeir seldu sígarettur ásamt bókinni þá
taki það litlu lengri tíma en gæfi þeim helmingi meiri gróða.
Og á einum mánuði tókst að selja eina milljón eintaka á
þennan hátt í Kolumbíu, Venezuela, Bolivíu, Mexíkó og
Ekvador. Og pilturinn er orðinn að stórútgefanda. Góð saga,
ha?“.
Talinu var vikið að heimsmálunum. Marquez er minntur á
að hann hafi oft látið í sér heyra um alþjóðamál og stjórnmál.
„Ég vil fyrst taka það fram, að ég er mjög oft misskilinn
og yfirlýsingar mínar hafa verið rangtúlkaðar. En ég leiðrétti
aldrei. Yfirlýsingar gleymast; ef ég fer að leiðrétta rifjast þær
upp á ný. Annað og enn mikilvægara, sem ég vil leggja áherslu
á, er að ég verð ávallt sannfærðari um að afstaða
menntamanna í Evrópu er allt önnur en okkar; þið eruð
uppteknir af Sovétríkjunum, en við af Bandaríkjunum. Satt
að segja eru evrópskir menntamenn, án þess að ætla sér það,
sammála Reagan. Það sem Carter og Reagan bar öðru fremur
á milli er þetta; Carter taldi í raun og veru að vandamál
Suður-Ameríku væru afleiðing af sérstökum sögulegum
aðstæðum, sem Sovétríkin, gegnum Kúbu, gátu hagnast á.
Og þetta er að mínu áliti alveg rétt. Reagan er hins vegar
þeirrar skoðunar, að það, sem gerist í Suður- og Mið-Ameríku
- í Kólumbíu, í Nicaragua og í E1 Salvador - sé afleiðing af
sovésk-kúbönsku samsæri. Ég á samstarf við stjórn sandínista
og ég get fullvissað þig um, að þetta viðhorf er algjör
misskilningur, en evrópskir menntamenn hafa samt sem áður
einmitt þessa sömu skoðun.“
Marquez útskýrir síðan nánar ólík viðhorf sín og evrópskra
menntamanna m.a. til atburðanna í Póllandi.
„Við skulum taka Pólland. Mánuðum saman lifði ég í eins
konar martröð; ég hélt að Sovétríkin myndu ráðast inn í
Pólland og að sú innrás hefði áhrif um allan heim. Reagan
bjóst einmitt við að slíkur atburður myndi gera honum kleift
að haga sér eins og honum sýndist í rómönsku Ameríku.
Þegar Jaruzelski greip til sinna ráða var ég í París. Og í París
var eins og atómsprengja hefði fallið á Champs-Elysées. En
mér satt að segja létti. Mér fannst að Jaruzelski, sem var mjög
vinsæll hershöfðingi, hefði komið lagi á ástand, sem var að
þróast út í ringulreið, lagi sem myndi treysta sambandið á
milli verkalýðsins og flokks í upplausn. Og í dag hugsar enginn
í Evrópu lengur um Pólland, frekar en um Afganistan. Ég
hugsa hins vegar enn um Pólland, og ég er að verða
sannfærður um, að ég hafi haft rangt fyrir mér. í raun og veru
stöðvaði Jaruzelski réttlátar umbætur, sem verkalýðurinn
hafði knúið fram. Og ástandið er alvarlegra en það var, því
nú er ekki lengur kostur á samráði og þess vegna hefur hættan
á átökum aukist. En af hverju talið þið ekki lengur um
Pólland?"
Marquez hefur á liðnum árum barist fyrir því að fangar
væru látnir lausir í Argentínu, og m.a. leitað aðstoðar páfans
í Róm og Spánarkonungs. Hann sagði í viðtalinu frá því þegar
hann hitti páfann.
„Ég hitti páfann í 15 mínútur; sem sagt í heila eilífð. Viltu
að ég segi þá sögu? Ég hef aldrei sagt frá því áður. Á þeim
tíma reyndi ég að gera eitthvað fyrir pólitísku fangana í
Argentínu, þeir voru tugþúsundir talsins. Ég kom til Rómar
með bréf frá Pablo Evaristo Arns kardínála. En bréfið var
ekki nóg.
Valerio Riva fór með mig til hallar nokkurrar. Það átti að
hringja þrisvar sinnum á dyrabjöllu þar sem ekkert nafn var
skráð; það var þriðji hnappurinn í röðinni, ég man ekki hvort
það var ofanfrá eða neðan. Mjög formföst kona tók á móti
okkur, og hún var með plastpoka af vörumarkaðstaginu sem
var fullur af bókunum mínum. Ég áritaði þær. Þá fór hún
með mig yfir í aðra byggingu, nær Péturskirkjunni. Þar beið
ósköp venjulegur prestur, sem talaði mjög fallega spænsku.
Hann hleypti mér inn um hliðardyr, og þá var ég allt í einu
kominn í miðjan renesansinn. Síðan tók hver salurinn við af
öðrum; ég gekk frá manni til manns og á hverjum stað skildi
ég eitthvað eftir. Loks fékk ég á tilfinninguna að vera skilinn
eftir einn á skyrtunni í óskaplega löngum, tómum, risastórum
sal. Og skyndilega birtist páfrnn, hvítklæddur. Sólargeislar,
sem féllu inn um glugga, lýstu hann upp frá hlið. Þetta var
eins og í kvikmynd. Hann rétti fram hægri höndina, lagði hina
á öxl mér og bauð mér að setjast við skrifborð. Hann talaði
spænsku. Hann sagðist hafa lagt stund á spænsku fyrir
mörgum árum síðan.
- Og pólitísku fangarnir í Argentinu?
„Ég sýndi honum listann og sagði, að aðeins hann gæti gert
eitthvað fyrir þá. Hann kinkaði kolli hugsi á svip. Og sagði
síðan: „Það er eins og í Austur-Evrópu". Ég skildi að tíminn
var mér óhagstæður, en samt hefði hann aldrei sagt neitt
annað. Viku síðar átti hann nefninlega að fara í heimsókn til
Mexíkó. Síðar - eftir heila eilífð - skyldi ég að viðtalinu var
lokið. Ég reis á fætur. Hann fylgdi mér að lítilli hurð, dró
fram lykiakippu og reyndi að opna, en án árangurs. Mér fannst
eins og hann missti þá þolinmæðina. Mér varð hugsað til
móður minnar. Hvernig gæti hún gert sér í hugarlund að ég
væri, einn manna á jörðinni, læstur inni í herbergi ásamt
páfanum, það er að segja biskupnum af Krakow, sem hafði
villst í Páfagarði? Hann sagði eitthvað á pólsku, sem mér
fannst einna helst vera „Skrambinn“. Svo sló hann sér á enni
og gekk aftur að skrifborðinu. Hurðin var síðan opnuð
utanfrá og ég var aftur kominn út í Rómarborg. Þangað hef
ég aldrei aftur farið“.
- Hvað fannst þér um þetta?
„Að mig væri að dreyma. Og að páfinn hefði ekki hina
minnstu hugmynd um hver ég var“.
- Það er sagt að þú hafir líka heimsótt spænska kónginn?
„Já, í sömu erindagjörðum. En það var mjög mannleg
reynsla. Hugsaðu þér, að það var drottningin sjálf sem opnaði
dymar.“
Marquez var þá minntur á, að sumir hafi gagnrýnt hann
fyrir að gerast hændur að valdsmönnum eftir að hann öðlaðist
frægð.
„Ég hef engan áhuga á slíku. Hið eina, sém ég hef áhuga
á, er að gera rómönsku Ameríku gagn. Hún hefur nefninlega
þörf á því. Og bókmenntaleg frægð opnar ýmsar dyr.“
Elías Snæland
skrifar
Jónsson