Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 3 fréttir Stjórn Seðlabankans: VILL 6% NÆKKUN VAXTA OG DRATTARVEXTI í 5% ■ Stjóm Seðlabanka íslands mun hafa lagt til við ríkisstjóraina að vextir hækki um sem nxst sex prósent á óverðtryggð- um lánum og þá jafnframt innistæður, og að dráttarvextir hækki upp í fimm prósent, samkvæmt traustum heimild- um Timans. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki stað- festa þessar tölur í samtali við Tímann í gær, en sagði: „Ég treysti mér ekki til að fylgja því að vextirnir verði látnir hlaupa á eftir verðbólguskriðunni, sérstakiega á ég þá við vexti af rekstrar og afurðalánum, því við erum komin út í algert fen með þann gífurlega fjármagnskostnað sem á atvinnuvegun- um lendir". Hann kvað það líka alltaf hafa verið meininguna að raunvextir næðust fyrst og fremst með lækkun verðbólgunnar. Jafnframt kvað það líka alltaf hafa verið meininguna að raunvextir næðust fyrst og fremst með lækkun verðbólgunnar. Jafnframt kveðst hann þeirrar skoðunar að vextir á rekstrarlánum eigi að vera lægri en almennir vextir, enda sé það svo hjá öllum nálægum þjóðunt. „Ég veit a.m.k. ekki til þess þar sem verðbólgan er hæst annarsstaðar, að menn hafi treyst sér til að fara með slíka vexti upp í verðbólgustigið." HEI ■ Slökkviliðið í R'eykjavík var kvatt að Kjötbúðinni Borg við Laugarveg í Reykjavík laust eftir klukkan 23 í fyrrakvöld. bar hafði þá verið lagður eldur að öskutunnum sem standa við vegg frystigéymslu verslunarinnar. Logaði upp úr öskutunnunum og náði eldurinn að læsa sig í þakskcgg geymslunnar. Talsverðar skemmdir af reyk urðu í geymslunni. Talsvert af kjöti er talið ónýtt. Einnig munu frystitæki hafa orðið fyrir skemmdum. Fljótlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en slökkviliðsmenn voru þó á vakt á brunastað til klukkan rúmlega þrjú í fyrrinótt. -Sjó. Tímamynd Sverrir Atlantshafsflug Flugleida: FARÞEGUM FJÖLGAÐ UM 27 ÞÚSUND MIÐAÐ VIÐ í FYRRA ■ Farþegafjöldi Flugleiða milli Banda- ríkjanna og Evrópu hefur verið mun meiri það sem af er sumri en á sama tíma í fyrra. Kemur það saman við þær spár sem sætaframboð félagsins var byggt á, en það var aukið um nær 30% frá síðasta sumri, segir í frétt frá Flugleiðum. Ennfremur segir í fréttinni: „Það sem af er árinu hafa farþegar á Ameríkuleið- inni verið 27 þúsund fleiri en í fyrra. Eins og fram kom á fundi IATA fyrir skömmu, eru fargjöld hins vegar enn of lág á þessari flugleið miðað við tilkostnað. Yfir háannatímann fljúga vélar Flugleiða 12 sinnum í viku milli Evrópu og Bandaríkjanna." - Sjó. Hreppsnefnd Hvalfjarðar- strandarhrepps: Skorar á ríkis- stjórnina að mótmæla hval veiðibanninu ■ „Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandar- hrepps skorar á ríkisstjórnina að mótmæla samþykkt Alþjóðahvalveiði- ráðsins um bann við hvalveiðum frá og með árinu 1986,“ segir í frétt-frá hreppsnefndinni. Hreppsnefndin telur að þjóðir, sem engra hagsmuna hafa að gæta, eigi ekki að hafa ákvörðunarvald um það, hvernig íslendingar nýta Aiðlindir sínar. Hreppsnefndin bendir á, að hér er um gífurlega hagsmuni að ræða, ekki aðeins fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp, heldur einnig fyrir nærliggjandi sveitarfélög og þjóðarbúið í heild, enda eru hvalafurðir 1,3% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Þá minnir hreppsnefndin á, að Hvalstöðin í Hvalfirði hefur verið rekin í 35 ár og ekkert bendir til, að hvalastofninn sé að ganga til þurrðar, eða að honum sé ógnað með ofveiði. -Sjó. Flugleiðir taka upp Baltimoreflug á ný ■ Flugleiðir hafa ákveðið að taka upp að nýju áætlunarflug milli Baltimore í Bandaríkjunum og Evrópu. Fyrsta ferðin verður farin 7. nóvember. í frétt frá Flugleiðum segir, að í vetur verði flogið frá Luxemborg um Keflavík og Chicago til Baltimore og síðan beint þaðan til Luxemborgar. Næsta sumar er ákveðið að fljúga tvisvar til þrisvar í viku milli Baltimore og Luxemborgar og þá með viðkomu í Keflavík á báðum leiðum. -Sjó. ■ Bandaríski ísbrjóturinn NORTHWIND liggur nú í Sundahöfn í Reykjavík. Eríndið er að hvfla áhöfnina og sækja vatn og vistir. Meðan skipið verður hér er almenningi boðið að skoða það frá kl. 09.00 til kl. 11.00 fyrir hádegi og frá kl. 13.00 til 16.00 eftir hádegi. Tímamynd: ELLA. Stefán Skarp- hédinsson: Skipaður sýslumaður Barð- strendinga ■ Forseti íslands hefur skipað Stefán Skarphéðinsson héraðsdóms- lögmann til að vera sýslumaður í Barðastrandarsýslu frá 15. ágúst 1982 að telja. Umsækjendur um embættið auk Stefáns voru Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður og Ríkharður Másson dómarafulltrúi. Bfll ók útaf ■ Mazda-bifreið varð fyrir tals- verðum skemmdum þegar henni var ekið út af veginum í Norðurárdal í Borgarfirði, skammt frá Bifröst, um klukkan 22 í fyrrakvöld. Tvennt var í bifreiðinni. Hvorugt þeirra sakaði. - Sjó. Fimm á slysadeild eftir aftan- ákeyrslu ■ Firnm voru flutt á slysdeild cftir mjög harðan árekstur sem varð á Kleppsvegi, móts við hús númer 120, um klukkan 17.15 í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjavik var hér um aftanákeyrsiu að ræða. Bíll sem var kyrrstæður við hús númcr 120 fékk aftan á sig annan bíl sem ekið var eftir götunni. Bílarnir skemmdust mikið og þurfti að flytja annan þeirra af vettvangi með kranabíl. Ekki fengust upplýsingar um hversu alvarlega fólkið sem flutt var á slysadeild slasaðist. - Sjó. Flugleiðir í samvinnu vid stjóm- völd á Seychelles- eyjum? ■ „Stjórnvöld á Sey- chelles-eyjum hafa ósk- að eftir samvinnu við Flugleiðir um stofnun flugfélags á eyjunum. Fulltrúar Flugleiða ræddu við ráðherra úr ríkisstjórn eyjanna og forsetann um þetta mál fyrr í sumar,“ segir í frétt frá Flugleiðum. „í framhaldi af þeim viðræðum gerðu Flug- leiðir tilboð um að láta eina DC-8 þotu félagsins fljúga einu sinni í viku milli Seychelles-eyja og Luxemborgar. Er nú beðið svars frá ríkis- stjórn eyjanna. Flugleið- ir hafa frá upphafi gert ráðamönnum eyjanna ljóst að félagið muni ekki taka neina fjárhags- lega áhættu varðandi þetta flug. Yrði áhættan alfarið að verða heima- manna.“ -Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.