Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 4
Brita
FOSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982
öryggissæti
^VWVVAWWW
^ Gröfur
^ til að sitja á
S Póstsendum'
t
.eikfangahúsið
kólavörðustíg 10, sími 14B0--
LOKSINS,
LOKSINS!
Nýja 33 sn. breiöskífan
meö Tíbrá er komin í
næstu hljómplötuverslun.
Ath.: Platan
kostar aöeins 165 kr.
Heildsala — dreifing:
Dolbít sf.,
Akranesi. Sími 93-2735
Hverjum
bjargar þaö
næst.
fréttir
Fara opinberir starfsmenn í verkfall ef verðbætur verða skertar
um 2.9% um næstu mánaðamót?
„VfSITÖLUSKERÐINGIN
EKKI EIN VERKFALLSMAL”
segir Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambandsins
,Ég held ekki aö vísitöluskerðingin
ein verði verkfallsmálið, enda hefur
ráðherra haft orð um að það megi bæta
upp í samningum,“ svaraði Valgeir
Gestsson formaður Kennarasambands
íslands fyrirspurn um hvort kennarar
væru reiðubúnir til að fara í verkfall
vegna boðaðra bráðabirðalaga um 2.9%
vísitöluskerðingu. Valgeir sagði að
kennarar leggi mjög mikla áhersiu á að
ná samningi fyrir mánaðamót. „En
takist það hins vegar ekki svoviðunandi
sé, eigum við ekki annarra kosta völ og
verkfallsboðun blasir þá við um mánaða-
rnótin," sagði Valgeir.
„Við erum tilbúnir að fara í verkfall,“
svaraði Einar Ólafsson formaður Félags
ríkisstarfsmanna sömu spurningu. „En
meðan launastaða opinberra starfs-
manna er eins og hún er, þá þarf ekki
verkföll út af 2.9%, það er miklu hærra
og meira, sem situr á prikinu."
Einar benti á að BSRB hefði mótmælt
vísitöluskerðingunni og bætti svo við:
„Við erum í viðræðum um sérkjara-
samninga, rétt byrjaðir. Ef við verðum
ekki sáttir við útkomuna fer það ekkert
milli mála að við drögum ekkert úr og
erum tilbúnir til að fara í verkfall.“
Einar sagði að svo mikið vantaði upp
á samræmi í launum í þjóðfélaginu að
ríkisstarfsmenn gætu talið sig sæmda af
að ná ekki nema hluta þess sem á
vantaði, því að svo stór stétt gæti ekki
átt von á að ná öllu í einum áfanga, nema
með hörku. Síðan bætti Einar við: „Ég
sé ekki ástæðu til að við tökum að okkur
að bera baggana fyrir aðra í þjóðfélag-
inu, svona þegjandi og hljóðalaust. Við
höfum svolitla trú á tillitssemi og
réttlæti. “
SV
Rafha hefur framleiðslu
á eldhúsviftum:
Stór hluti
seldur á mark-
að erlendis
■ Forsvarsmenn Rafha á fundi þar sem þeir kynntu þær breytingar sem hafa orðið
á verksmiðjunni og framleiðslu hennar.
■ Rafha er nú að hefja framleiðslu á
eldhúsviftum og hefur fest kaup á
vélabúnaði frá Svíþjóð í því skyni.
Lokið er að koma vélunum upp og er
framleiðsla hafin á viftunum sem eru að
mestu leyti ætlaðar til útflutnings.
Vélarnar eru keyptar af sænska
fyrirtækinu Futurum og hefur verið
gerður samstarfssamningur á milli
Rafha og Futurum um vöruþróun,
yfirfærslu á tækniþekkingu og markaðs-
mál.
Afkastageta vélasamstæðunnar eru
20-25 þús. viftur á ári, en gert er ráð
fyrir að sala á 10 þús viftum á ári sé nóg
til þess að framleiðslan standi undir sér,
en aðeins er gert ráð fyrir að selja um
1500 til 2000 viftur á innlendan markað.
Að sögn Ingva Ingasonar, forstjóra
Rafha, er bjart útlit varðandi útflutning
á viftunum og þegar eru komnar
pantanir frá Bretlandi, írlandi og
Danmörku. Nú þegar er byrjað að
framleiða upp í þær pantanir, og má
nefna sem dæmi að um sjö þúsund viftur
munu fara til Bretlands á þessu ári.
Vifturnar eru þegar komnar á
íslenskan markað, og er verð á hverri
viftu kr. 2 þús í hvítu, en 2500 í lit. Rafha
viftan er með þrjá hraða, og er
„conbineruð", þ.e.a.s. ,getur bæði tengst
útblæstri eða notað innbyggða kolsíu.
Allt járn í vifturnar er mótað hér á
landi, en plasthlutir sem notaðir eru í
þær eru fluttir inn frá Svíþjóð, þar sem
ekki eru til vélar hér á landi til að steypa
þá.
Miklar breytingar og endurbætur hafa
verið gerðar að undanförnu í flestum
deildum verksmiðjunnar, og hafa þær
kostað með vélakaupunum um 3,2
milljónir. Framleiðslan á viftunum er
aðeins fyrsta skrefið til þess að bæta og
auka framleiðslu Rafha, en fleira er á
döfinni í sambandi við samning þann er
gerður var við Futurum.
-SVJ
■ Starfsmaður Rafha að störfum við hina nýju vélasamstæðu sem framieiðir
viftumar, en alis vinna sex manns við hana. Tímamyndir: G.E.
s
Ttt.ttr
pkiymobl!
ÆVINTÝRAHEIMUR
BARNANNA
SENDUM í PÓSTKRÖFU.
ÍFI Dö!
LEIKFANGA VERSLUN
HALL VE/GARSTÍG 1 SÍMI26010