Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 7 erlent yfirlit ■ RÍKISSTJÓRN Spadolinis baðst lausnar í síðustu viku, en hún var mynduð 28. júní 1981. Hún hefur því setið að völdum í rúma 13 mánuði og er það meira en meðalaldur ríkisstjórna á Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöldina, en hún var sú 41. í röðinni. Stjórnarmyndun Spadolinis vakti sér- staka athygli sökum þess, að hann er ekki í kristilega flokknum, en frá stríðslokum og fram að þeim tíma, er hann myndaði stjórnina, höfðu allir forsætisráðherrarnir tilheyrt honum. Spadolini er formaður Lýðveldis- flokksins, sem er lítill framfarasinnaður miðflokkur. Sósíalíski flokkurinn hafði sett það að skilyrði fyrir stjómarþátt- töku, að vikið yrði frá þeirri venju að forsætisráðherrann yrði úr kristilega flokknum. Ætlun sósíalista var, að valið félli á foringja þeirra, Bettino Craxi. Kristilegi flokkurinn svaraði með þeim mótleik að benda á Spadolini. Eftir mikið þóf, sættu sósíalistar sig við það. Það þótti líklegt þá, að Spadolini yrði Spadolini og Margaret Thatcher Spadolini og Craxi keppa um forustuna Sögulegar sættir eru enn á dagskrá ■ Craxi að fagna kosningasigrinum ekki lengi forsætisráðherra. Skoðana- kannanir sýndu, að sósíalistar voru að vinna á, bæði á kostnað kommúnista og kristilega flokksins, en sósíalistar eru þriðju stærsti flokkurinn. Craxi er talinn metnaðargjarn, og því þótti líklegt, að hann mýndi reyna að knýja fram þingkosningar, ef hann fengi ekki fljótlega forsætisráðherraembættið. Þingkosningar fóru fram 1979 og er kjörtímabilið fimm ár. Bæði kommún- istar og kristilegir eru taldir hafa áhuga á, að ekki verði kosið fyrr en 1984. Craxi er talinn á öðru máli, en hægt er að rjúfa þing á Ítalíu hvenær sem er. Spadolini, sem er 57 ára og hefur sér það m.a. til ágætis að vera fyrrverandi blaðamaður og fyrrverandi prófessor, auk þess að vera piparsveinn, vann sér brátt gott álit sem forsætisráðherra og reyndist því fastari í sessi en Craxi hafði gert ráð fyrir. Hann þótti stjórnsamur og laginn og var vel látinn af meðráðherrum sínum. í JÚNÍ fóru fram héraðsstjórnarkosn- ingar í nokkrum fylkjum Ítalíu og kom í Ijós, eins og spáð hafði verið, að sósíalistar væru að auka fylgi sitt. Þeir fengu 11.9% greiddra atkvæða, en fengu 9.8% í þingkosningunum 1979. Hins vegar lækkaði atkvæðatala kristi- lega flokksins úr 38.3% í 33.1% og atkvæðatala kommúnista úr 30.4% í 22.1%. Litlu miðflokkarnir unnu nokkuð á. Eftir þessi úrslit þótti víst, að Craxi færi að hugsa sér til hreyfings og stjórnarskipti væru skammt undan. Ýmsir fréttaskýrendur hafa haldið því fram, að Craxi hafi þótt óráðlegtfð efna til stjórnarkreppu á sama tíma og heimsmótið í knattspyrnu stóð yfir á Spáni, en ítalir gerðu sér góðar vonir um sigur þar, eins og líka varð. Sigur ítala á heimsmótinu vakti slíkan fögnuð ítala, að Craxi þótti ekki heppilegt að fella stjórnina strax á eftir. Eftir viðræður þeirra Spadolinis og Craxis, varð það niðurstaðan, að Spadolini fengi frest til júlíloka til að reyna að ná samkomulagi um efnahags- aðgerðir, sem aðallega beindust að samdrætti í þeim tilgangi að draga úr verðbólgu. Það þótti sýna lægni Spadolinis, að honum tókst að ná samkomulagi milli stjórnarflokkanna um slíkar aðgerðir. Stjórn hans þótti því trygg í sessi um nokkurt skeið enn. I þinginu kom hins vegar babb í bátinn. Þegar leynileg atkvæðagreiðsla fór fram um nýjan olíuskatt, sem olíufélög og verzlanir áttu einkum að greiða, skárust svo margir stjórnarsinn- ar úr leik að skatturinn var felldur með 223 atkvæðum gegn 198. Um 30 þingmenn höfðu brugðizt stjórninni. Craxi taldi það augljóst, að þingmenn- irnir, sem brugðust, væru allir úr kristilega flokknum. Fréttaskýrendur eru einnig yfirleitt þeirrar skoðunar. Að vonum taldi Craxi þetta ærið tilefni til að rjúfa stjórnarsamstarfið. Allir ráð- herrar Sósíalistafiokksins, sjö að tölu, sögðu sig úr ríkisstjórninni, en alls eru ráðherrarnir 28. Spadolini átti ekki annan kost eftir þetta en að biðjast lausnar. FLOKKARNIR, sem stóðu að stjórn Spadolinis, voru fimm. Auk flokka kristilegra, sósíalista og lýðveldissinna, sem áður eru taldir, áttu tveir litlir miðflokkar aðild að henni, flokkur sósíaldemókrata og flokkur frjáls- lyndra. Flokkur kristilegra demókrata hefur lýst yfir því, að hann sé reiðubúinn til að styðja Spadolini áfram sem försætis- ráðherra. Sama hafa miðflokkarnir þrír gert. Sósíalistar hafa því ekki treyst sér til annars en að lýsa sig fylgjandi því, að Spadolini verði falin stjórnarmyndun. Sandre Pertini forseti hefur sam- kvæmt þessu falið Spadolini að reyna að koma nýrri stjórn á laggirnar. Líklegt þykir, að það geti tekið verulegan tfma, ef það þá tekst. Craxi mun helzt kjósa, að strax verði efnt til kosninga, en að öðrum kosti verði hann forsætisráðherra. Kristilegir vilja hvorugan kostinn. Þeir vilja helzt ekki kjósa fyrr en 1984 og þeir vilja ekki auka veg Craxis með því að fela honum stjórnarforustu. Einkum er sá armur kristilega flokks- ins, sem talinn er til vinstri, andvígur Craxi. Þessi hluti kristilega flokksins er sagður hafa áhuga á að ná einhvers konar samstarfi við kommúnista og þurfa því ekki á sósíalistum að halda. A flokksþingi kristilegra í vor bar þessi armur þeirra sigur úr býtum, þegar Ciriaco De Mita var kosinn fram- kvæmdastjóri flokksins en frambjóð- andi hægri armsins var Farlani fyrrv. forsætisráðherra. Meðal þeirra, sem studdu Mita, voru Amintore Fanfani og Guilio Andreotti, en báðir munu sækjast eftir að taka við af Pertini, þegar hann lætur af forseta- störfum. Pertini er 85 ára og því óvíst, að hann gegni embættinu til loka kjörtímabils, en því lýkur 1985. Undir þeim kringumstæðum gæti þeim reynzt mikilvægt að hafa stuðning kommúnista. Af hálfu leiðtoga kristilegra, sem vilja koma á „sögulegum sættum" milli kristilegra og kommúnista, er m.a. bent á, að ítalski kommúnistaflokkurinn sé að breytast, eins og sjá megi á deilum hans við rússneska kommúnistaflokkinn vegna herlaganna í Póllandi. Sá möguleiki er ekki talinn útilokað-. ur, að Spadolini myndi stjórn núverandi stjórnarflokka, að undanskildum sósíal- istum, og njóti einhvers konar stuðnings eða hlutleysis kommúnista. Svipað hefur gerzt áður. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar f réttir Stórárás á Beirút: Sú harðasta frá upphafi stríðsins ■ I gær gerðu ísraelsmenn hörð- ustu og stöðugustu árásirnar á Beirút, allt frá því er þeir réðust inn í Líbanon fyrir tveimur mánuð- um. Stóðu árásir þeirra yfir í tíu klukkustundir samfleytt og beindu skeytum sínum í fyrstu að sveitum Líbana og Palestínumanna í suður hverfunum í dagrenningu, en tóku svo að herja á hverfi nær miðborg- inni. Fréttaritarar í Beirút segja að árasin virðist síður gerð í þeim tilgangi að auka þrýsting á Palestínu- menn að yfirgefa borgina, en til þess að eyðileggja eins marga dvalarstaði þeirra og mögulegt er áður en þeir fara. Sagði einn talsmaður Palestínu- manna að Beirút væri nú orðin að allsherjar skotmarki flugher, lands- hers og flota Israelsmanna og væri ekki að sjá að borgin væri höfuðborg sjálfstæðs ríkis, hvað þá að gert væri ráð fyrir að þarna byggi fólk Loftárásirnar hættu loks eftir að ríkisstjórnin í Jerúsalem hafði lokið fundi sínum í gær og herma fregnir að hótanir hafi borist þess efnis að Philip Habib, samningamað- ur Bandaríkjanna mundi láta af samningaumleitunum sínum, kæm- ist ekki vopnahlé á. Spadolini mistekst stjórnarmyndun ■ Tilraun Spadolini á Italíu til þess að efna til nýrrar samsteypustjórnar hefur mistekist. Sósíalistar, sem drógu sig út úr fyrri stjórn, munu ætla að knýja á um að nýjar kosningar verði haldnar og er því ólíklegt að stjórnarmyndunartilraun- ir Spadolini heppnist. Irakar sökkva skipum ■ Irak hefur aðvarað skip um að hætta sér ekki inn á siglingaleiðir í grennd við Iran meðan á stríði landanna stendur og mun hvert það skip sem það gerir hætta á að verða skotið niður. Segir í aðvöruninni að hún sé út gefin af því að írakar eigi erfitt með að sjá hvort umrædd skip séu þeim fjandsamleg eða óvinveitt. Kemur aðvörunin í kjölfar þess að írakar skutu niður eitt grískt skip og eitt s-kóreanskt. Er margra manna saknað af kóreanska skipinu og nokkurra af því gríska. Henry Fonda er látinn ■ Henry Fonda lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í gær, 77 ára að aldri. Hann hafði lengi þjáðst af hjartasjúk- dómi. Hann lék í meira en 90 kvikmyndum, en vann þó ekki Óskarsverðlaun fyrr en á fyrri hluta þessa árs. Var fyrir hlutverk hans í kvikmyndinni „On golden Pond,“ þar sem þau léku með honum Katharine Hepburn og dóttur hans Jane Fonda. ■ Hefndaraðgerðir halda áfram í París milli Palestínumanna og Gyð- inga. Ilér er PLO leiðtoginn Fadel el Danis við bíl sinn, sem Gyðingar eru taldir hafa varpað að sprengju, rétt eftir að hann settist inn í hann. Nýjar fang- elsanir í Póllandi ■ Pólsk yfirvöld ganga nú hart fram í því að berja niður leynileg samtök sem starfa í anda Samstöðu. Hefur lögregla einkum hafst að í Gdynia og Gdansk en þar hafa tveir hópar sem störfuðu neðanjarðar verið leystirupp. Eyðilagði lögregían áhöld til prentunar og ýmislegt prentað efni í bækistöðvum þessara hópa. Við þessar aðgerðir voru margir úr hópi þeirra 1200 Pólverja sem sleppt var úr fangelsi í fyrra mánuði settir inn að nýju. Blað pólska hersins hefur varað við öllum mótmælaaðgerðum nú um næstu helgi, en þá er afmæli þeirrar uppreisnar sem átti sér stað í Gdansk og var undirrótin að stofnun Sam- stöðu. Mikill fjöldi mótmælafólks fylgdi til grafar eftir helgina syni og tengdadóttur Samstöðu-leiðtogans Marian Jozcik. Var útförin gerð frá Stettin og hafði Jozick verið leyft að vera viðstaddur athöfnina, en hann hefur verið í fangelsi frá því herlög tóku gildi. Urðu átök, þegar sumir reyndu að hindra að hann yrði aftur fluttur í fangelsið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.