Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 20
VABAHLUTIR Sendum um land.allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (91 ) 7 - 75- 51. (91) 7 - 80 -30. hedp hf. sk,r,20 Mikið úrval Opið virka duga 9 19- Laugar daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafé/ag HÖGGDEYFAR QJvarahlutir ÍLriS AST A HVERJUM DEGI — segir Edda Bergmann Gudmundsdóttir, 46 ára húsmóðin sem vann til tvennra gullverðlauna á heimsleikjum fatlaðra íþróttamanna FOSTUDAGUR 13. AGUST 1982 síðustu fréttir ■ „Það var alveg stórkostleg upplifun að taka þátt í Stoke-Mandewille leikun- um og ekki spillti fyrir sá góði árangur sem ég náði,“ sagði Edda Bergmann Guðmundsdóttir, 46 ára gömul húsmóð- ir, í samtali við Tímann, en Edda vann það mikla afrek á Stoke-Mandewille- leikunum, (nokkurs konar heimsleikar fatlaðs íþróttafólks), að vinna til tvennra gullverðlauna, einna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna í sundi. „Ég fékk barnaveiki árið 1944 og lamaðist nokkuð af völdum hennar, einkum í fótum og baki. Reyndar var bakið alveg óvirkt öll árin þangað til ég fór að stunda íþróttir, en þá var eins og það hrykki í samband. Það voru allir mjög undrandi á þessari breytingu." - Hvenær var það sem íþróttaiðkun þín hófst? „Nú, ég gekk í íþróttafélag fatlaðra hér í Reykjavík fyrir 4-5 árum. Þetta var allt mjög smátt í sniðum í byrjun, en síðan fór árangurinn að koma í Ijós. Fyrir 4 árum byrjaði ég að æfa reglulega sund undir stjórn Erlings Jóhannssonar, sundþjálfara og þá má segja, að alvaran hafi byrjað. - Hve oft æfirðu í viku? „Helst tvisvar sinnum á dag, alla daga vikunnar. í hádeginu er ég í Vesturbæj- arlauginni og á kvöldin annaðhvort í Breiðholtslauginni eða í sundlauginni við Hátún. Góður árangur næst ekki öðru vísi en að æfa mikið, þrekið verður að vera í lagi.“ Þess má geta hér, að fötlunar sinnar vegna syndir Edda einungis með höndunum. Auk sundsins hefur hún lagt stund á bogfimi og einnig náð góðum árangri þar. - Getur íþróttaiðkun skipað stóran sess í endurhæfingu fatlaðs fólks? „Sjáðu til, íþróttirnar geta hjálpað óskaplega mikið til við endurhæfinguna, og þá ekki minnst hvað snertir hina sálarlegu og félagslegu þætti. Minnimátt- arkenndin er oft æði ríkjandi hjá fötluðu fólki og hana er hægt að yfirvinna í gegnum íþróttaiðkun. Uppörvunin er svo þýðingarmikil. Hvað hina líkamlegu endurhæfingu varðar get ég nefnt að stúlka nokkur hefur æft sund með mér, stúlka sem fyrr hrjáðist af svo slæmri ■ Edda Bergmann með verðlaunapeningana sem hún vann til á Stoke-Mandewille leikunum. Stóra bikarinn fékk Edda er hún var kjörín íþróttamaður ársins 1979 í kosningu á vegum íþróttablaðsins. liðagigt að hún gat ekki einu sinni lyft höndum sínum. Ég sé kraftaverkin gerast á hverjum degi, kraftaverk sem eru íþróttunum að þakka.“ „Ég er nú að vona það, að fordæmi mitt verði öðru fötluðu fólki hvatning til að stunda íþróttir. Það er í rauninni allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Allt.“ -IngH Samkomulag í farmannadeilunni ■ Báðir aðilar sam- þykktu tillögu sáttasemj- ara í gærkvöldi á grundvelli sáttatillögu þeirrar sem lögð var fram í gær um klukkan þrjú. Umefnisatr- iði vildu menn ekki tjá sig að svo stöddu og bíður það þar til formleg undirritun hefur farið fram, en hér var um að ræða bráða- birgðasamkomulag, sem gengið verður frá næstu daga. Yfirmenn aflýstu þegar í gær yfirvinnubanninu og verkfalli því sem þeir höfðu boðað í næstu viku. Fundir verða haldnir í félögunum nú þegar næstu daga. Farmenn munu hafa samþykkt tillöguna þegar í stað, er hún var lögð fram, en blaðið hefur fregnað að útgerðarmenn hafi þurft lengri umhugsunarfrest. Ekki er kunnugt um hvort breytingar hafa verið gerð- ar á upphaflegu tillögunni af þeim sökum. Blaðburðarbörn óskast Timann vantar fólk til blaöburóar i eftirtalin hverfi: Kópavogur: Alfhólsveg, éfri‘ Þverbrekku og víðsvegar í Kópa- vogi Reykjavík: Skeiðavog, Voga, Barmahlíð. fftwtiro simi 86300 dropar Tefur hafís furstahjónin ■ Snemma í fyrramálið er meiningin að skip furstahjón- anna frá Mónakó leggi að í Sundahöfn í Reykjavík. Ásamt þcim eru í förínni tvö böm þeirra, Karólína og Albert, auk ca. 550 manna föruneytis. Skipið hefur undanfama daga verið á siglingu meðfram strönd Noregs, en þaðan hélt það til Jan Mayen. Eftir það er förínni heitið vestur með norðurströnd íslands, suður fyrir og til Reykjavíkur. Nú em hins vegar áhöld uppi um hvort sú ferðaáætlun standi, vegna óvenju mikils hafíss fyrír norð-vesturlandi og Vestfjörðum. Ef illa færi gæti því aUt eins orðið ofaná að hinir tignu gestir gisti Akur- eyri, höfuðstað Norðurlands, um helgina. Verði svo er eins víst að lítið verði úr þeim flugferðum sem skipulagðar hafa verið með tignarfólkið og föruneyti þeirra til Grænlands, en erindi þeirra hingað til lands er einmitt að komast í flugvéiar sem flutt getur það þangað. Samkvæmt áætlun stendur til að fljúga á tveimur Fokkerom frá Flug- leiðum auk Boing-þotu frá Ámarflugi bæði laugardag og sunnudag til Grænlands. Á laugardagskveldið hefur forseti Islands boðið fursta- hjónunum til óformlegs kvöld- verðar, en síðdegis á sunnudag halda hinir tignu gestir héðan af landi brott. Ihaldið kveður Pál með virktum ■ Á dögunum var Páll Zhó- phaníasson, fyrrverandi bæjar- stjéri í Vestmannaeyjum kvaddur meðvirktum.og veg- legum gjöfum, m.a. konungs- gerseminni Skarðsbók, fyrir dyggilegt starf í þágu Vest- mannaeyja á umliðnum ámm. Það sem var hins vegar merkilegt við allt þetta til- stand var, að það kom í hlut íhaldsmanna sem nú skipa meirihluta í Eyjum að kveðja hinn fráfarandi bæjarstjóra, en þeir hafa í gegnum árin gagnrýnt hann fyrir ýmislegt sem þeim hefur þótt mega betur fara í stjóm sveitar- félagsins. Páll þakkaði að vonum vel yrir sig, enda kurteis maður svo orð fer af. Segir sagan að hann hafi geflð sínum fomu féndum forláta rafhlöðu í verk klukkunnar í Ráðhúsinu í Eyjum í staðinn. Gárungamir í bænum hafa viljað skýra þetta á þann hátt að Páli hafl fundist bæjarráðsfundir drag- ast um of á langinn að undanförnu, og e.t.v. gæti rétt gangandi klukka bætt þar nokkuð um. Krummi ... ..Allt viðhald bannað? spyr DV. Þetta er nú ekki sann- gjamt gagnvart SUMUM!!.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.