Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 12
20 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 St. Jósefsspítali Landakoti Starfsfólk: nokkrar stöður lausar f.o.m. 1. okt. á barnaheimili spítalans, (aldur barna 1-3 ára). Hjúkrunarfræðingar: lausar stöður á barna- deild, gjörgæslu, skurðstofu, lyflækninga- og handlækningadeildum. Fastar næturvaktir koma til greina. Sjúkraliðar: Lausar stöður á barnadeild, lyflækninga- og handlækningadeildum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 19600 kl. 11-12 og 1-15. íbúð - Skipti Vil skipta í vetur á 2ja herb. íbúð á Akureyri fyrir litla íbúð í Reykjavík, eða taka á leigu 2ja herb. íbúð. Upplýsingar í síma 96-61718 eða 91-40656. Kennarastöður Tvær kennarastöður eru lausar við gagn- fræðaskólann í Mosfellssveit 1. Staða smíðakennara, 2. Staða bóknámskennara, kennsiugreinar saga og danska. Upplýsingar gefa Helga Richter formaður skólanefndar, sími 66718, Gylfi Pálsson skóla- stjóri sími 66153 og 66186 og Árni Magnússon yfirkennari, sími 66757 og 66186. Til sölu Mercedes-Bens 2626, árg. 1974. Nádrif, 8 ný dekk, ný skjólborð. Mótor keyrður 60 þús. km. Upplýsingar gefur Helgi Stefánsson, í síma 99-6388. Jörð óskast Land óskast til margvíslegra tilrauna í jarðyrkju, stærð óákveðin. Þarf helst að vera innan 100 km. fjarlægðar frá Kópavogi. Möguleiki á hitaveitu æskilegur. Tilboð sendist á auglýsingadeild Tímans fyrir 30. ágúst merkt „Tilraun". Tilkynning tii söluskattsgreiðenda. Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júlí mánuð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 9. ágúst 1982. Bilaleigan\§ CAR RENTAL 29090 ftEYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 fþróttir Leysist hnúturinn um helgina? Heil umferð í 1. deild um helgina ■ Mikið verður um að vera hjá knattspyrnumönnum um helgina. Hei! umferð verður leikin í 1., 2. og 3. deild karla og einnig verður haldið áfram úrslitakeppni 4. deildar. Segja má að 1. deildin sé í einum allsherjar rembihnút og það hlýtur að 1 draga að því að hann leysist að einhverju leyti. Þaðer óvenjulegt að fallbaráttulið- in skuli einnie eiga fræðilega möguleika á að verða Islandsmeistarar, en sú er einmitt raunin nú. Á morgun verða leiknir fjórir leikir í 1. deild. Á Akranesi leika bikarúrslitaliðin ÍA og ÍBK kl. 14.30. Á Akureyrarvelli leika KA-ingar gegn ísfirðingum og hefst sá leikur klukkan 14.00 eins og leikur Vals og Vestmannaeyinga sem leikinn verður á Laugardalsvelli. Þær raddir höfðu heyrst nú í vikunni að vera kynni að sá leikur yrði leikinn á heimavelli Vals á Hliðarenda, en líkast til verður ekki leikið þar fyrr en á næsta ári. Klukkan 16.00 á morgun mætast svo lið Breiða- bliks og Víkings á Kópavogsvelli. Sigri Víkingar í þeim leik verður staða þeirra óneitanlega mjög góð og leiðin að íslandsmeistaratitilinum greið. En tapi þeir verður spennan áfram í hámarki. Síðasti leikur 15. umferðarinnar verður svo leikur Fram og KR á mánudags- kvöldið. Hann hefst klukkan 19.00. f 2. deild verður stórleikur í Hafnar- firði milli FH og Þróttar Reykjavík. FH-ingar þurfa helst að vinna þennan leik til að eiga verulega möguleika á að endurheimta 1. deildarsæti næsta ár. Aðrir leikir í 2. deild eru milli Völsungs og Skallagríms á Húsavík, í Neskaup- stað leika Þróttur Nes. og Njarðvík og Sandgerðingar fá Þór Akureyri í heimsókn og það verður einnig mjög hörð viðureign og sama gildir um þessi tvö lið og FH, að ef þau sigra aukast möguleikar þeirra á sæti í 1. deild verulega. Allir þessir leikir í 2. deild á morgun hefjast kl. 14.00. Á Laugardals- velli leika Fylkir og Einherji á sunnudag- inn kl. 14.00. Um leikina í 3. deild má segja, að um þessa helgi fáist úr því skorið hvaða þrjú lið fylgja Víði úr Garði í úrslitakeppn- ina. Um helgina verður einnig leikið í eldri flokki. gL'. f i' m BvJf f ! * v wf P wBn - í /]1 If \ ■ ,<i/fI ■ vvjíy j mwk 5 ■ i Wf / > |;9 s, \wyjfsy//Wm I \ is&Ihh m ! j ■ Þetta eru ungir handknattleiksmenn úr Njarðvík sem léku fyrir skömmu á handknattleiksmóti í Danmörku og náðu þar mjög góðum árangri. Þeir sigruðu í mótinu og andstæðingar þeirra í úrslitaleiknum, sem var sænskt lið, urðu að þola stórtap. Þetta er í annað sinn sem þessi hópur fer á umrætt mót sem haldið hefur verið í Alaborg. Ekki er ólíklegt að meira eigi eftir að heyrast frá þessum Suðumesjamönnum í fram- tíðinni. Á myndinni era. fremri röð frá vinstri: Hreiðar Hreiðarsson, Reynir Kristjánsson, Ólafur Ó. Thordersen, fyrirliði, Kristinn Einarsson, Guðbjöra Jóhannesson og Ómar EUertsson. Aft- ari röð frá vinstri: Ólafur Thordersen, þjálfari, Birgir Sanders, Jón Magnús- son, Guðjón Hilmarsson, Þórður Jörg- en Ólafsson, Teitur Öriygsson og Guðný Thordersen fararstjóri. Blikadagur á morgun ■ Á morgun laugardag heldur Ung- mennafélagið Breiðablik svonefndan Blikadag '82. Dagskráin hefst klukkan 11 og stendur til klukkan 17.45. Það er knattspyrna sem verður fyrst og fremst á dagskrá og verður leikið í flokkum kvenna og karla. Inn í dagskrána er fléttað 1. deildarleik Breiðabliks og Víkings á aðalleikvangin- um og einnig leika þar stjórnarmenn knattspyrnudeilda Breiðabliks gegn bæj- arstjórn Kópavogs. Sér til fulltingis hefur bæjarstjómin landsliðskonur Breiðabliks í knattspymu. Dagskráin fer annars fram á „Blika- stöðum" og á Smárahvammsvelli fara fram knattspymuleikir frá kl. 11.30 til kl. 15.00. Á Blikastöðum verður káffi- og veitingasala og einnig skemmtiatriði ýmiss konar. Ástæða er til að hvetja Kópavogsbúa til að mæta á staðinn og fylgjast með hátíðahaldi Breiðabliks- manna á morgun. Frjálsar íþróttir um helgina ■ Mikið verður um að vera í frjálsum íþróttum um helgina. Á laugardaginn hefst Bikarkeppni FRÍ fyrir keppendur 16 ára og yngri. Veður hún háð í Borgarnesi og lýkur henni á sunnudag. Vestur-Húnvetningar, Austur-Húnvetn- ingar og Skagfirðingar efna til sýslu- keppni og hefst hún á morgun. Snæfellingar hálda svonefnt Snæborgar- mót og loks má nefna Öldungameistara- mót íslands sem einnig verður á sunnudag. Það fer fram á Kópavogsvelli og h'efst klukkan 15.00. Að sögn Guðna Halldórssonar framkvæmdastjóra FRÍ má vænta fjölda þátttakenda. Þeim fer fjölgandi sem stunda íþróttirnar sér til skemmtunar og koma og keppa á svona mótum. Mikil barátta í 3. deild ■ Það er hart barist um sæti í úrslitum meðal liðanna í B-riðli 3. deildar. í fyrrakvöld fengu Siglfirðingar Austra frá Eskifirði í heimsókn og lauk þeim leik með jafntefli, bæði liðin skoruðu eitt mark. Þrjú lið eiga möguleika á úrslitasæti. Eru það KS-menn, Tindastóll frá Sauðárkróki og Huginn frá Seyðisfirði. Má segja að Huginn verði að treysta á Austramenn, því að þeir leika síðasta leik sinn í riðlinum gegn Tindastóli á laugardag og skera úrslitin í þeim leik úr um hverjir fari í úrslitakeppnina. í A-riðlinum er Víðir á grænni grcin, en ekki er fullljóst hvort það verði HV eða Selfoss sem fylgir þeim þangað. En semsagt, hörkuspenna í 3. deildinni. - sh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.